Naflaolínudd og silkimjúkar varir

 

Nú þegar margir iðka sjálfsnudd / Abhyanga, hafa lært að brúka tungusköfu, púlla olíumunnskol og þurrbursta líkamann, er gott til þess að vita að vísindi lífsins hafa upp á margt fleira áhugavert að bjóða. Naflaolíunudd er loks komið upp á yfirborðið og hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu. Tískutímaritin Cosmopolitan og Harper ´s BAZAAR hafa bæði birt greinar um naflaolíunudd. Og hvers vegna, jú varirnar verða silkimjúkar, húðin glóandi, augun losna við þurrk og meltingin batnar, svo nokkur dæmi séu nefnd.

naflaolíunuddNaflaolíunudd á rætur í Ayurveda og er ein hinna ævafornu leiða til að halda okkur ungum, hressum og sætum. Allt veltur á því hvaða góðu olíu þú notar. Naflaolíunudd snýst um að hreinsa naflann og fylla hann af nokkrum dropum af vandaðri olíu og líka nudda magasvæðið allt um kring. Þetta er allt gott að gera að kvöldi dags, á tóman maga, áður en við förum að sofa og láta þannig naflann drekka í sig olíuna.

Vísindi lífsins vísa til meðferðar í Bhavaprakasha. Þar og víðar er talað um naflann sem mikilvægasta orkupunkt líkamans eða “great marma”. Undir það tekur kínverska alþýðulæknisfræðin sem segir naflann leika lykilhlutverk í almennri heilsu. Svæðið er kallað “shen que” eða andlega hliðið. Líkt og frá sjónarhóli Ayurveda er naflasvæðið í kínversku alþýðulæknisfræðinni miðpunktur allra orkubrauta líkamans.

En er naflinn nógu magnaður til að húð ykkar verði fegurri, meltingin góð, varirnar silkimjúkar og augun rök? Þið verðið bara að prófa.

Hvernig berðu þig að?

Naflaolíunudd er best að framkvæma fyrir svefninn svo olían frásogist vel á meðan við sofum. Byrjaðu á því að setja olíu á fingurnar og berðu á naflasvæðið. Nuddaðu svæðið í kringum naflann með mjúkum hreyfingum í sirka 1 mínútu. Settu þá nokkra dropa ofan í naflann (gott að nota dropateljara). Oftast er nefnt að 3 dropar séu nóg. Þurrkaðu olíuna í kringum naflann með t.d. bómull og þá er bara að leggjast til svefns og láta miðju líkamans vinna fyrir okkur.

Hvaða olíu er best að nota?

Fremstar eru laxerolía (castor) og ghee (smjörolía) og mikilvægt er að hafa þær báðar lífrænar.

Ekki bara að margir vitni um að naflaolíunudd bæti meltinguna heldur hafa vestrænu vísindin stutt það líka. Sjá nánar.

Hitt er líka vitað að það er samhengi á milli húðfegurðar og heilbrigðrar meltingar. En þótt meltingin sé fljót að léttast með því að setja olíu í naflann og flestir vitni um að vindverkir minnki, vilja sumir meina að það taki aðeins lengri tíma fyrir húðina að nærast og varirnar að vökna. Gefðu þér að minnsta kosti 2 vikur í það.

Hvaða olía gerir hvað?

Laxerolía bætir meltingu, minnkar vindgang, dregur úr verkjum í hnjám og er líka sögð draga úr liðverkjum, bakverkjum og vöðvaverkjum en hún er líka góð fyrir húð og hár.

Ghee (smjörolía) er sögð ákaflega góð fyrir húð og varir. Hana þarf að hita (bræða) undir heitri vatnsbunu í glerkrukku áður en hún notuð. Einnig sögð vinna gegn harðlífi, auka blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið.

Sítrónuolía. Hér er lag að nota lífræna kjarnaolíu og blanda aðeins 1 dropa saman við 1 matskeið af grunnolíu (olífuolíu t.d.). Sögð jafna húðlit, hreinsa húð og færa henni ljóma.

Kókosolía er ekki bara sögð bæta meltinguna heldur líka draga úr hósta og kvefi. Hún er kælandi og því góð við magakrampa og tíðarverkjum. Kókosolía er jafnvel talin bæta frjósemi og skerpa sjón. Það er ekki lítið.

Möndluolía er rík af E-vítamíni og þykir yngjandi. Góð við þurri húð, baugum og jafnvel hrukkum.

Sinnepsolía (settu 1 tsk af sinnepsfræjum í 50 ml af lífrænni grunnolíu, hitið upp og sigtið). Sögð draga úr þreytu og sleni, bæta minni, styrkja nelgur, bæta sjón, minnka fótapirring og mýkja þurrar varir.

Olífuolía þykir svo einstaklega góð fyrir lifur, sögð lækka blóðþrýsting og styrkja bein og vöðva. Hún er líka afskaplega góð grunnolía fyrir t.d. sítrónukjarnaolíu og sinnepsolíu.

Svo er bara að þreifa sig áfram.
Góða skemmtun!

 

 


Vantar í þig allt Ojas?

Ef þú þráir umfram allt ekki bara góða heldur frábæra heilsu og vilt halda þér ungum/ungri sem allra lengst er lykilatriði að rækta Ojas-ið. Ojas er orð úr Sanskrít og merkir í stuttu máli sterk lífsorka sem birtist allt í senn sem líkamlegur styrkur, gífurlega öflugt ónæmiskerfi, falleg húð og tifandi andi.

Ojas er eitt af stóru hugtökunum í indversku lífsvísindunum (Ayurveda) og er jafnan ojas myndsögð hrein og fíngerð efni (orka) sem leysist úr læðingi þegar við meltum matinn sem við borðum og líka tilfinningar okkar og aðra umhverfisþætti. Þegar allt er eins og það á að vera. Líffræðilega er Ojas sú orka sem fer í hringrás um öll sjö vefjakerfi líkamans. Þegar við framleiðum mikið Ojas (einnig kallaður hunangslögur lífsins) finnum við til alsælu. Þá erum við að fá alla þá líkamlegu og andlegu næringu sem við þurfum á að halda.

Helstu merkin um hátt Ojas:

Líkamlegt:

  • Geislandi yfirbragð

  • Neisti í augunum

  • Líkamlegur styrkur

  • Framúrskarandi orka

  • Virk skilningavit

  • Engir verkir

  • Frábær heilsa og sterkt ónæmiskerfi

  • Léttur líkami og hugur

     

Hugur og tilfinningar:

  • Skýrleiki og fókus

  • Sterk lífsorka

  • Sterk sköpunarorka

  • Almenn vellíðunartilfinning

  • Hamingja og gleði

Til þess að komast í sem bestu tengslin við Ojas-ið mæla indversku lífvísindin aðallega með hreinni fæðu sem er jákvæð og nærandi. Fæðutegundir sem eru sagðar byggja upp besta Ojas-ið er matur sem býr yfir því að vera sætur, eðlisþungur/mettandi, olíukenndur, kælandi og mjúkur (ojá, aldrei vanmeta sætuna). Það eru t.d. döðlur, möndlur, ghee, saffran, sesamfræ, heilt korn (basmati hrísgrjón og hafrar) og jafnvel lífræn mjólk. Fast á hæla þess fylgja avócadó, bananar (mjög þroskaðir), fíkjur, sætar kartöflur, kúrbítur, hnetur (en þó sérstaklega möndlur), mung baunir (notaðar í kitcheri, hreinsunarétt jóganna) og ferskir árstíðarbundnir ávextir. Ein besta Ojas jurtin þykir svo hin margumtalaða jógajurt Ashwagandha en fleiri eru nefndar eins og kardimommur, túrmerik, pippali (langi piparinn) og jurtablandan Triphala.

Öllu erfiðara fyrir líkamann er að vinna úr þurrum mat og hráfæði en líka kjöti og fiski, en þó einkum mikið og illa unnum ónáttúrulegum mat. Fæða sem er of sölt eða súr, niðursoðin og frosin gerir lítið fyrir Ojas-ið. Jafnframt er áfengi sagt draga verulega úr Ojas-inu.

Þegar heilbrigt Ojas flæðir um líkama okkar vöknum endurnærð, húðin ljómar, tungan er hrein og bleik, við finnum karftinn og birtuna innra með okkur á öllum sviðum. Hugsunin er skýr, meltingin sterk og við ilmum.

Merki um lágt Ojas er oft merki um “ama” eða óhreinindi í líkama og sál (ómeltan mat og tilfinningar) og birtast sem andremma, skán á tungu (nota tungusköfu), lítil matarlyst, viðkvæm melting, stífni í líkama og sál, pirringur, þyngsli, þreyta, óskýrleiki, orkuleysi og þegar fólk er oft lasið.

 

Helstu merkin um lágt Ojas:

Líkamlegt:

  • Þurr húð

  • Kaldar hendur og færur

  • Veik skilningavit (ofurnæmi fyrir hljóði og ljósi)

  • Eymsli í vöðvum og liðum

  • Þyngsli líkama og anda

  • Minni líkamleg hæfni

  • Orkuleysi og þreyta verður algeng

  • Færð oft flensu

Hugur og tilfinningar:

  • Þokukenndur hugur

  • Léleg einbeinting

  • Neikvætt viðhof til lífsins

  • Ótti

  • Þunglyndi og eða einmannaleiki

Ojas er í raun niðurstaða meltingar/úrvinnslu úr öllum 7 vefjum líkamans (7 dhatus). Það eru plasma (blóðvökva) blóðrás, vöðvar, fita, bein, beinmergur/taugar og æxlunarfæri. Á Sanskrít kallast kerfin sjö sem halda okkur ungum; rasa, rakta, mamsa, medas, asthi, majja, og shukra respectively. Þetta eru kerfin sem búa til líkamann. En eins og allt í vedísku ritunum eru vefirnir sjö alls ekki einhliða og hanga sannarlega saman og með öðru.

 

Uppskrift af heitum Ojas drykk sem heldur okkur ungum:

12 afhýddar möndlur
200 ml vatn
5 mjúkar döðlur

1/2 tsk af kanil, kardimommum, engifer (og jafnvel túrmerki).

Aðferð:

Látið möndlurnar og döðlurnar liggja í bleyti yfir nótt. Þá er líka betra að taka af hýðið af möndlunum. Hellið öllu (þar með talið vökvanum) í blandara og bætið kryddum við. Blandið þar til allt verður silkimjúkt. Alls ekki sía. Hitið nú í potti að suðu eða flóið og drekkið sem heitan drykk. Það liggja nefnilega töfrarnir.

Njótið! 

Ps. Í nútíma vísindum er Ojas útskýrt sem samansafn líkamsvessa og ólíkra peptíða, eins og taugafrumna, hormóna, taugaboðefna og annarra efna sem hafa áhrif á öll kerfi líkamans og viðhalda kjörheilsu mannsins.

 

 

 

 


Edrú og forvitnum fer fjölgandi

Þótt aldrei hafi mælst meira kókaín í skolpi í Reykjavík og áfengisneysla hafi verið á stanslausri uppleið undanfarna áratugi hefur umræðan um líf án áfengis sjaldan verið meira áberandi en 2019. Edrú og forvitnum fer fjölgandi víða um heim og munu sjálfsagt halda áfram að fjölga á nýjum áratug af margvíslegum ástæðum.

 

Það er ekki víst að allir hafa hugsað það til enda hvernig lífið sé án áfengis. Mörgum finnst áfengi tilheyra mörgum uppákomum í lífinu. En það er líka gott að spyrja stundum hvernig samband þitt sé við áfengi og aðra vímugjafa. Notar þú áfengi til að virka félagslega? Slaka á? Tengja?

Það er líka gott að spyrja hvers vegna fæstir kjósa að skemmta sér án áfengis? Menning okkar lituð af neyslu áfengis sem sumir taka oftar þátt í en þá langar. Ef þú værir til í að sleppa undan allri áfengisdýrkuninni en hitta samt fólk og skemmta þér er hreyfingin Edrú forvitin kannski eitthvað fyrir þig.

 

edrú forvitniUmræðan um líf án áfengis fór ansi hátt á síðasta ári. Áfengislausir barir spretta upp og fleiri og fleiri kjósa að koma meðvitað saman án áfengis en áður. Ruby Warrington höfundur metsölubókarinnar með langa tilitilinn: Sober Curious: The Blissful Sleep, Greater focus, Limitless Presence, and Deep Connection Awaiting Us All on the Other Side of Alcohol og stofnandi Club Söda segir Edrú forvitinis (Sober Curious) hreyfinguna bókstaflega þýða það að setja spurningamerki við áfengisneyslu og vera um leið forvitin um hvatirnar, boðin og vætinganar um að drekka versus það að vera reikandi um í hugsunaleysi og án meðvitundar í ríkjandi drykkjukúltur.

 

Edrú forvitnir einstaklingar eru þeir sem hafa gjarnan tekið meðvitaða ákvörðun um að drekka ekki áfengi eða neyta annarra vímuefna. Það sem gerir þessa nýju hreyfingu svo vinsæla og áhugaverða sé nafnið, Edrú forvitin sem merkir að hver leitar sinna leiða til að drekka ekki. Leiðin sé alls ekki ein. En um leið og Edrú forvtini hvetur til áfengislauss lífstíls tekur hún líka utan um þá sem ekki langar að hætta alveg en kjósa engu að síður áfengisleysi líka.

 

Hvað er Edrú forvitin?

Ólíkt edrúmennsku sem kemur til af alkóhólisma eru Edrú forvitnir jafnan þeir sem kjósa það að drekka ekki, gjarnan heilsunnar vegna. Enda gvetur Edrú forvitnis hreyfingin þá sem það vilja til þess að skoða allt það óheilbrigða sem fylgir neyslu áfengis og annarra vímuefna.

 

Hvað þarf til að hætta?

Edrú forvitnisedrú forvitnisdót hreyfingin er jafnan ekki valmöguleiki fyrir þá sem eru í viðjum alkahólisma og geta ekki hætt en er sannarlega frábær kostur fyrir þá sem hafa tekist á við vandamálið. Sagt er að 1 af hverjum 8 eigi við áfengisvandmál að stríða Bandaríkjunum. Til að eiga sjéns á betra lífi er eini möguleikinn fyrir þann hóp að hætta að drekka. Margir úr þeim hópi hafa einnig gerst Edrú forvitnir.

 

Saga Edrú forvitnini

Það að vera edrú hefur ekki alltaf verið vinsælt. Menning okkar er á margan hátt ofin í kringum drykkju og áfengishátíðir. Þegar við drekkum í tengslum íþróttaviðburði, skálum fyrir brúðhjónum, eigum “hamingjustundir” á barnum eða bregðum okkur á ball eða mannamót gengur oftast allt út að það að drekka. Líka þegar við fögnum því stórkostlegasta í lífinu.

 

Í dag er maské óþarfi að fara á botninn til að hætta að drekka. Edrú forvitnishreyfingin er öðrum þræði stofnuð til að losa þá sem ekki vilja taka þátt í ríkjandi áfengiskúltur undan honum. Það sé til líf án áfengia, deyfi- og örvandi lyfja. Hinn náttúrulegi boðefnabar líkamans getur tekið við.

 

Árið 2014 var áfengislausum janúar komið á laggirnar sem hefur smám saman orðið vinsælli og er líklega aldrei vinsælli en í janúar 2020. Hópurinn sem Warrrington stofnaði, Club Söda, hefur verið til í mörg ár og vaxið og dafnað og staðið fyrir allskonar ráðstefnum, fyrirlestrum, hátíðum og uppákomum. “Mitt markmið er að sýna fram á það að ástunda edrú lífsstíl í samfélaginu sé eftirsóknarvert. Að það sé til leið til að upplifa lífið án áfengis og öllu því toxíska og eyðandi sem því fylgir, “ sagði Warrington í tengslum við útkomu bókarinnar.

 

Grænkera, jóga og hugleiðslu kynslóðin er líka opin fyrir Edrú forvitni og er stundum kölluð edrú kynslóðin. Þessi aldamótakynslóð hefur tekið Edrú forvitnishreyfingunni fagnandi og gert edrúlífstilinn eftirsóknarverðan.

 

Um öll Bandaríkin og í Bretlandi og víðar spretta upp edrú barir og skemmtistaðir sem eru uppfullir af mokteilum og óáfengum drykkjum og öðru spennandi. Þetta eru barir sem eru fallegir og aðlaðandi og ganga umfram allt út á skemmtileg edrú mannamót. Hreyfingin hvetur til edrú samkoma, jóga, hugleiðslustunda, bókaklúbba og fleira.

 

Læknar og heilsusérfræðingar hafa sumir hverjir bent á heilsufavandamál tengt neyslu alkóhóls við marga sjúkdóma, allt frá hjarta- og lifrarsjúkdómum til lélegs ónæmiskerfis og krabbameins. Sumir halda því þó enn fram að rauðvín sé gott fyrir hjartað. Flestar nýjustu vísindarannsóknirnar bera þess þó skýr merki að það fer best með mannslíkamann og -andann að drekka ekki.
Svo vegna heilsufars er líklega best að hætta eða kannski aldrei að byrja.

Hér má sjá áhugaverðustu edrú staðina í heiminum í dag:

https://www.thetemper.com/sober-communities-beyond-traditional-aa/

 


Saa Taa Naa Maa. Morgunhugleiðslan á Rás 1

 

Hugleiðslan eða mantran sem er kyrjuð í Morgunhugleiðslunni á Rás 1 með Thelmu Björk Jónsdóttur nú í upphafi árs þykir afar öflug og er sú mantra sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya. Í jógafræðunum kemur fram að Kirtan krya hjálpi við að heila gömul áföll, örvi heilaköngul og samstilli vinstra og hægra heilahvel.

Niðurstöður vísindarannsóknar á iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. Fólk var auk þess léttara í skapi og fann minna fyrir þunglyndi og þreytu.
(Journal of Alzheimer’s Magazine/2010)

Rannsókninni var stýrt af Dr. Dharma Singh Khalsa yfirmanni og stórnanda rannsóknar- og forvarnarstofnunnarinnar fyrir Alzheimer í Tucson, Arizona en hann er jafnfram höfundur bókar sem nefnist “Meditation as Medicine”.

Kirtan krya byggir á fimm hljóðum; Saa Taa Naa Maa sem skapa einstakan víbring. Sérstakar handahreyfingar fylgja möntrunni.


Merking orðanna/hjóðanna er eftirfarandi:

Saa: Óendanleiki.

Taa: Tilvist.

Naa: Umbreyting.

Maa: Endurnýjun.

MÖNTRUR
Möntrur sem notaðar eru koma jafnan úr helgu indversku mállýskunum sanskrít eða gurmukhi. Yogi Bhajan, sem kom með kundalini til Vesturlanda árið 1969 og varð mjög vinsæll jógakennari, útskýrði að heimurinn væri skapaður úr hljóði og að hljóðið myndi verða okkar helsti kennari í framtíðinni. Þegar við endurtökum möntru þá komumst við í vitundarástand þar sem við getum upplifað merkingu möntrunnar. Möntrur sem þessar eru einnig notaðar til að dýpka einstakar jógaæfingar og hugleiðslu.

Hér er fyrirtaks myndband sem hafa má til stuðnings fyrir þá sem vilja fylgja möntrunni eftir áfram. Fyrst er Kirtan krya kyrjuð upphátt, svo er hvíslað, um miðbik möntrunnar er sönglað í hljóði, þá er aftur hvíslað og að lokum er mantran kyrjuð upphátt, eins og í upphafi.

Skoðið sérstaklega handahreyfingarnar.

 

ÁHRIF HUGLEIÐSLU EFTIR LENGD:
Jógavísindin hafa skoðað áhrif hugleiðslu í þúsundir ára. Að mörgu leyti eru þau vestrænu farin að sjá það sama og jógarnir.

Það er um að gera að prófa mismunandi lengd af heilunarhugleiðslunni. Hér eru áhrif hugleiðslunnar á líkama eftir lengd:

3 mín hugleiðsla hefur áhrif á rafsegulsviðið, blóðrásina og stöðugleika blóðsins.

11 mín hugleiðsla hefur áhrif á taugarnar og innkirtlakerfið.

31 mín hugleiðsla virkir innkirtlakerfið, öndunina og einbeitingu sem hafa áhrif á frumur og takt líkamans.

62 mín hugleiðsla breytir gráa svæði heilans. Undirvitundunni.

HEIMILDIR:
Heimildir um rannsóknir á Kirtan kryu-nni er m.a. að finna í Psychology today. Þar erum líka margar aðrar gagnlegar upplýsingar: www.psychologytoday.com/blog/prime-your-gray-cells/201606/yoga-and-kirtan-kriya-meditation-bolster-brain-functioning

Ps: Thelma Björk heldur úti vikulegri hugleiðslu í Systrasamlaginu alla miðvikudaga klukkan 9.15 (og hefur gert í 2 ár).

 


Hvaða næringu þurfa veganar á mismunandi aldri?

 

Flestir eru sammála um að það að gerast alveg vegan eða vegani um tíma sé frábær reynsla. En það er líka gott að kunna skil á því hvernig það er að vera vegan á mismunandi aldurskeiðum og hvers þarf að gæta? Í dag skilgreina 600 þúsund manns sig sem vegan á Bretlandi og fer sá hópur stækkandi. Vegan hópurinn á Íslandi fer líka ört stækkandi, en líka sá hópur sem kýs að prófa og taka veganúar alla leið. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að breskir næringarfræðingar eru farnir að horfa betur í hvaða næringu og vítamín hver aldurhópur þarf að gæta sérstaklega að.

Hvað þurfa veganar að hafa í huga? Jenny Carson, master í næringarfræðum og sérfræðingur hjá Virdian í Bretlandi svarar því hvað hver aldurshópur þarf að skoða sérstaklega til tryggja að þau fái nóg af næringu.Virdian mynd

18 til 30 ára

Lífstíll ungs fólks hefur áhrif á það hvernig við eldumst. Sérstaklega þarf að hafa öll grunn næringarefnin í huga og vera meðvitaður um beinheilsu. Einnig að líkaminn (lifrin) hreinsi sig og starfi eðlileaga svo að hormónar og skap haldi jafnvægi. “Fólk á aldrinum 18-30 þarf að passa að brenna kertið ekki í báða enda. Þó að við þurfum að næra okkur vel á öllum aldri er það sérstaklega mikilvægt frá 18 til 30 ára,” segir Jenny. “Þarna á öll B-vítamín fjölskyldan, D-vítamín og K-vítamín að vera í hávegum. Samvirkni þess grunns og góð nærandi fæða stuðla að því að við stöndum á sterkum beinum í framtíðinni.
Einkenni skorts á B12 er þreyta og orkuleysi. B12 gegnir lykilhlutverki í myndun rauðra blóðkorna sem færir súrefni til frumnanna og framleiðir orku. B12 er nauðsynlegt til að fylla tómarúmið sem kann að myndast þegar þú gerist vegan.

30 til 45 ára

“Hér þarf að huga að því að verðra og vera foreldri og að fyrstu einkennum breytingaskeiðsins”, upplýsir Jenny og bætir við. “Á þessu aldursbili er mikilvægt að finna jafnvægi milli svefns, slökunar og orku. Hér kemur magnesíum sterkt inn en líka allt það sem er nauðsynlegt yngri hópnum sem eru öll B-vítamínin, D-vítamín, K-vítamín og góð næringarrík fæða. Þá er líka mikilvægt að huga að meltingunni; að við meltum matinn vel og að næringin nýtist til fulls. Taktu þér tíma í að undirbúa og hugsa um matinn sem þú lætur ofan í þig og borðaðu reglulega. Það hjálpar. Á bilinu 30 til 45 ára fer oft að bera á því ef fólk nýtir næringuna ekki nógu vel.”
Það hefur áhrif á hvernig við eldumst. Því er góður stuðningur við meltinguna líka mikilvægur.

45 og upp úr

Virdian veganEftir 45 ára fer fólk að fagna frelsi, ef heilsan er góð. “ Þá er mikilvægt að taka inn nóg af lífsnauðsylegum Omega 3 fitusýrum, sérstaklega í formi Eicosapentaenoic sýru (|EPA) og Docosahexaenoic sýru (DHA) plús kólín. Þessi næringarefni eru nauðsynleg fyrir heilann, heilbrigðar frumur og liði. D-vítamímið getur skipt miklu máli á þessum áldri (fyrir beinheilsu), ónæmiskerfi, kalk í blóði og upptöku annarrar næringar. Á norðlægum slóðum er mælt með í það minnsta 400iu af D-vítamíni í dag yfir vetrarmánuðina.”

Jenny Carson mælir alltaf með inntöku á góðu fjölvítamíni hjá þeim sem eru vegan, til að tryggja öll næringarefni og að ekkert sé skilið útundan. Það sé öruggast til að tikka í öll boxin. Umfram allt þurfi þó vítamínin að vera hrein og góð, án allra fylli- og litarefna og án allra aukaefna eða nastís en líka sykurlaus (sem ekki er sjálfgefið) til að þau nýtist vegönum sem öðrum afar vel.

 


Mögnuð meltingarte- uppskriftir

 

Margir vakna á nýju ári með ansi trega meltingu. Þá er um að gera að kveikja agni/ meltingareldinn sem er í raun afar auðvelt og ayurveda kunna best fræða. Fyrsta skilgreiningn á agni er eldur, sem er eitt fimm frumefna líkamans. Hann vísar líka til eldsins sem viðheldur líkamshita okkar, meltir matinn, tekur upp næringu og breytir fæðu í orku og fóður fyrir meðvitund okkar. Tein hér að neðan virka svo sannarlega til að koma meltingunni á blússandi ferð og eru kannski fyrsta frábæra sjálfshjálp ársins 2020.

agni teAgni te (meltingarte)

1 lítri vatn

cayenne á hnífsoddi

2 msk rifin engiferrót (óþarfi að afhýða ef hún er lífræn).

2 tsk sæta að eigin vali

1 til 2 tsk salt.

Sjóðið öll innihaldsefnin saman í 20 mínútur. Takið af hellunni og látið standa í nokkrar mínútur. Kreystið út í hálfa lime og njótið þess að drekka yfir daginn.

 

Surya agni te (sólar meltingarte)

1 msk rifin engiferrót (sama, óþarfi að afhýða ef rótin er lífræn)

1/2 tsk túmerik

1/2 tsk svartur pipar

Ögn af mable sírópi

Salt á hnífsoddi

 

Báðar þessar teblöndur henta vata og kapha hugar-, líkamsgerðum (skv ayurveda) sérstaklega vel og líklega mörgum pitta týpum sem hafa borðað þungan mat yfir jólin.
Ef meltingin er mjög góð er þetta ekki rétta teið fyrir þig.
Súra og sterka bragðið hentar alls ekki pitta líkamstýpum sem eru með hraða meltingu en sannarlega vata og kapha.
Fyrir þá sem ekki vita ýta saltið og sætan undir meltingarvökvann, túrmerik er bólgueyðandi (og enn meira með svörtum pipar), engifer hressandi og líka bólgueyðandi en slær líka á sykurþörf.

Gleðilegt ár og njótið.

 

 

 


Vitringarnir þrír; meltingarensím, magasýra og mjólkurþistill

Hamingjan felst í góðum bankareikningi, góðum kokki og góðri meltingu,” sagði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau þegar hann horfði yfir sviðið. Nú er að koma jól og þá er góður matur og góð melting aldrei mikilvægari (og það er alls ekki er verra ef bankareikningurinn er réttum megin við núllið).

MELTINGARENSÍM

melting

Þegar við borðum mikið, eins og jafnan um jólin, er mjög mikilvægt að við meltum matinn almennilega. Ferlið á að vera þannig að þegar þú meltir matinn leysast úr læðingi melingarensím í smáþörmunum. Ensím sem hjálpa til við að brjóta niður efnasambönd í matnum og gera matinn smærri svo hægt sé að koma honum áleiðis í gegnum meltinguna. Hlutverk ensímanna er einmitt að brjóta niður matinn til að koma í veg fyrir uppþembu, óþægindi og vindverki í þessu ferli.

Ef framleiðsla meltingaresníma er lítil eða ef þú borðar mat sem erfitt er að melta, geta melingarensímin ekki haldið í við matinn og margskyns óþægindi koma fram. Það að tyggja matinn vel og borða ekki of mikið getur hjálpa mikið en stundum þurfum við auka hjálp.

Saga inntaka á meltingarensímum er löng og örugg. Meltingarensím koma jafnan úr grænmeti og innihalda lípasa sem brýtur niður fitu, amýlasa sem brýtur niður kolvetni og prótasa sem brýtur niður prótein. Margar rannsóknir styðja að meltingarensím draga úr vindverkjum og óþægindum og koma hreyfingu á meltinguna.
Ef þú átt stundum eða oft erfitt með að melta matinn og ert að fara að borða mat sem getur lagst þungt í þig er frábært ráð að taka meltingarensím með matnum. Sá matur sem oftast truflar meltinguna eru mjólkuvörur, hveiti, laukur, baunir, belgbaunir en líka matur sem inniheldur mikla sterkju og fitu. Best er að taka meltingarensím með mat.

MAGASÝRA

Lág magasýra er svo önnur saga sem einnig hefur valdið fólki miklum óþægindum. Margir glíma við lágt sýrustig sem þó er til sáraeinföld lausn við. En hvernig veistu hvort þú ert með magasýruvandamál?

Algengt er að við lágt sýrurstig finni fólk til verulegrar seddutilfinningar eftir fremur lítinn skammt af mat og að því finnist það þanið, stíflað, með meltingartruflanir og verði viðkvæmt í maga. Lágar magasýrur verða mjög gjarnan vandamál hjá mörgum með aldrinum.

Það að taka inn t.d blöndu af Betaine jurt og HCL (sem er magasýran) með mat nýtur vaxandi vinsælda. Það hækkar náttúrulegar magasýrur sem getur gert gæfumuninn fyrir meltinguna. Prófaðu að taka inn HCL með mat og þú veist svo gott sem samstundis hvort það virkar fyrir þig?

Í gegnum tíðina hafa ýmis jurtaextökt verið notuð til að lina þessi einkenni. Eitt þeirra sem virkað hefur hvað best er einmitt áðurnefnd Genatian rót (Gentiana lutea). Margar rannsóknir styðja að hún hjálpar mikið. M.a. sýndi þýsk rannsókn fram á það að það að taka inn þykkni af Gentian rót í 15 daga dregur úr meltingaróþægindum um 68%. Góð blanda HCL og Betaine gæti verið góð lausn.

MJÓLKURÞISTILL

Mjólkurþistill er ansi mönguð jurt sem hefur öfluga andoxunarvirkni. Hann er sannarlega talin styrkja starfssemi lifrarinnar og hafa góð áhrif á kólesteról jafnvægið. 2000 ára saga um noktun mjólkurþistils til að meðhöndla vandamál í lifur og gallblöðru segir sína sögu. Mjólkurþistill hreinsar bæði og verndar og er af flestum talin besta fáanlega næringin fyrir lifur. En þrátt fyrir langa sögu var það samt ekki fyrr en á 8. áratugnum að vísindamenn fóru að rannsaka mjólkuþistilinn að gagni. Mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja.

Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin og virka einnig á fjóra mismunandi vegu. Þau eru andoxandi, gera frumuhimnu og gegndræpi lifrarfruma stöðugri, hraða nýmyndun lifrarfruma og hægja á myndun kollagenþráða sem myndast við skorpulifur.
Það gefur því auga leið að hún gagnast mörgum vel yfir hátíðarnar sem vilja njóta þess að borða og drekka. En sannarlega líka meltingarensíminin og magasýran.

Gleðilega aðventu!

 


Kansa andlitsvöndur er heitasta snyrtitólið í dag

Best geymda fegrunarleyndarmál vísinda lífsins er án alls vafa Kansa andlitsvöndurinn. Meðhöndlun með Kansa hreinsar ekki bara dúpt, yngir, nærir og viðheldur kollageni húðar, heldur segja ayurveda læknar að með Kansa andlitsnuddi náir þú í gegn til sjálfrar lífsorkunnar. Í andlitsvöndinn er enda notaður sami málmur og í tíbeskar söngskálar og gong. Allra áhugaverðasta við Kansa andlitsvöndinn er þó sú staðreynd að hann jafnar sýrustig húðar og dregur fram með augljósum hætti hvort við erum of súr eða basísk. Þegar grá slikja myndast ofan á húðinni við nuddið erum of súr en ekki ef við erum basísk.

Kansa wild graceBlandan í Kansa andlitsvendinum er jafnan 4 á móti 1 af kopar og tini og ögnum af sinki. Kopar er sagður draga úr verkjum, bólgum og gigt og tinið mun hafa slakandi áhrif og dregur t.d. úr höfuðverk og bæti svefn. Raunar má að mörgu leyti líkja Kansa andlitsvendinum við hina geysivinsælu “jade” andlitsrúllu. Flestum ber þó saman um að Kansa andlitsvöndurinn sé mun árangursríkari. Nudd með Kansa dregur til að mynda úr bjúg, minnkar bauga og ýtir hressilega undir hreinsun húðar. Það gerist m.a. vegna þess með Kansa nuddi örvast sogæðakerfið sem er lykillinn að djúphreinsun húðarinnar. Nuddið dregur fram úrgangsefnin úr frumum húðarinnar og losar okkur við þau (sbr gráa slikjan). Í framhaldinu kemst allt það góða sem við búum yfir á rétta staði og nýtist. Þ.e. þegar eitlarnir hreinsast getur sogæðakerfið gengt sínu helsta hlutverki að nýju sem er að drepa óþarfa bakteríur og koma í veg fyrir að sýkingu. Með þeim hætti kemur fram allur sá innri raki og næring sem húð okkar þarf á að halda svo okkur líði vel. Kansa andlistvöndurinn er hannaður öðrum þræði til að koma í veg fyrir ofþornun húðar sem hefur óneitanlega áhrif á hvernig við eldumst.

HVERNIG BERÐU ÞIG AÐ MEÐ KANSA ANDLITSVENDINUM?

1. Settu 3-6 dropa of serumi/olíu í lófann.
2. Berðu þunnt lag yfir allt andlitið.
3. Nuddaðu nú með Kansavendinum og byrjaðu á að mynda hringlaga hreyfingar frá miðju ennis í báðar áttir.
4. Nuddaðu áfram ennið en nú með sikk sakk munstri í báðar áttir, myndaðu svo töluna 8 (á hlið) og nuddaðu fram og til baka.
5. Haltu þig svo við hægri helming andlits. Nuddaðu augabrún fram og til baka og gagnaugað rangsælis.
6. Nuddaðu hringinn í kringum auga rangsælis.
7. Nuddaðu frá nefbrún ofan á kinnbein og upp að eyra.
8. Síðan frá nefi að eyra.
9. Frá hægra munnviki að eyrnasnepli.
10. Nuddaði undir kjálka að eyra.
11. Nuddaðu upp og niður háls á hlið.
12. Nuddaðu að lokum frá eyra niður á háls og farðu líka á bakvið eyra og niður á háls.Kansa andlitsvöndur
13. Endurtaktu vinstra megin.

HVAÐ GERI ÉG EF GRÁ SLIKJA MYNDAST Á ANDLITINU?

Sýrnin í húðinni kemur fram vegna málmblöndunnar. Í augum ayurveda stafar það af háum hita í líkamanum. Þegar pittan er of sterk (við er öll sett saman úr vata, pitta og kapha) er líkaminn súrari.

Það má m.a. rekja til mataræðis, umhverfisáhrifa, snyrtisvaranna sem við notum eða hvernig okkur líður, t.d. hvort við erum pirruð eða reið. Kansa andlitsvöndurinn er að spegla eitthvað af þessu.
Þetta kann bara að vera tímabil í lífi þíni og eftir mánuð, eða svo, þegar aðstæður eru öðruvísi kann sýrnin að hafa minnkað.
Gráman er mjög auðvelt að þrífa af. Notaðu hreinsiolíu eða andlitsúða og þurrkaðu síðan af með rökum klút. 

En umfram allt, njóttu þess að nota Kansa andlitsvöndinn því hann er frábær og þú sérð strax að húðin verður þéttari og ljómar. Mjúk málmblanda hitar upp húðina. Ávöl hönnunin gerir hann auðveldan og notalegan í notkun.

Gefðu þér allavega 5 mínútur í Kansa andlitsnudd daglega og gerðum þetta í að minnsta kosti nokkra daga í senn.

Sjá nánar um Kansa andlitsvöndinn.

 


Hárteygjur sem geta breytt heiminum

 

Veltir þú fyrir þér hvað verður um allar hárteygjurnar sem hafa eins og horfið af yfirborði jarðar? Hárteygjur sem marga rámar í að hafa tekið úr hárinu og skellt á úlnliðinn rétt áður en þær hurfu út í kosmósið. Hárteygjurnar eru alls ekki horfnar. Týndu hárteygjurnar hafa sogast inn í vistkerfið okkar og ef til vill endað í goggi fugla eða maga fiska sem auðvitað skila þeim aftur út í vistkerfið.

HÁRTEYGJAPlast hárteygjur (já, þær hafa allar verið gerðar til úr plasti til þessa) eru hannaðar til að endast og endast og endast – það er einmitt ástæðan fyrir því að þær koma 10 eða kannski 20 í pakka eða á spjaldi. Eða hvað? Þannig láta framleiðendur hárteygja eins og þær séu einnota um leið og þær eru framleiddar til að endast að eilífu.

Plast ógnar jörðinni. Það vitum við flest. Plast finnst í hverju skúmaskoti jarðar, allt frá dýpsta sjávarbotni til hæstu alpafjalla. Hver Íslendingur hendir í það minnsta 23 kílóum af plasti á ári og aðeins brotabrot af því er endurunnið. Afgangurinn fer í landfyllingar, hafið og allt vistkerfið um alla jörð.

HÁRTEYGJUR, EINN VANMETNASTI SÖKUDÓLGURINN
Það er eins og að engin velti fyrir sér hvað verður um allar hárteygurnar? Mikil vitundarvakning hefur orðið með plastpoka og -flöskur. En blinda auganu hefur verið snúið að hárteygjum sem eru þó sannarlega allrar athygli verðar. Það tekur nefnilega um 500 ár fyrir eina hárteygju að brotna niður í náttúrunni.

Tökum dæmi. Talið er t.d. að bandarískar konur eyði um það bil 2,5 billjónum dollara árlega í hárteygjur. Flestar þessara teygja eru horfnar sjónum þeirra áður en þær svo mikið sem slitna. Þetta þýðir að daglega hverfur einn strætó fullur af næstum “einnota” hárteygjum út í kosmósið eða öllu heldur út í vistkerfið. Bara í Bandríkjunum. Gæti samsvarað tja einum leigubíl á Íslandi.

LÍFRÆNAR PLASTLAUSAR HÁRTEYGJUR GETA BREYTT HEIMINUM.
KÖTTUR MEÐ HÁRTEYGJUHér reyndist heldur betur rými til nýrrar hugsunar og breytinga, rými til að hefja framleiðslu á lífrænum, eiturefnalausum plastlausum hárteygjum sem brotna ekki niður á 500 árum. Fyrsta fyrirtækið til að stíga það skref hefur tekist að opna augu margra með því að framleiða aðlaðandi og sterkar hárteygjur sem virka og eru ekki bara án plasts heldur 75% lífræn bómull, 25% náttúrulegt trjágúmmí og 100% niðurbrjótanlegar í náttúrunni. 

En jafnvel þótt nýju hárteygjurnar á markaðnum séu allt þetta og meira til er auðvitað skynsamlegt gæta þeirra betur en við höfum gert með hárteygjur til þessa. Nýju hárteygjurnar eru nefnilega sterkar og gerðar til að endast en ekki til að hverfa.

Þetta er ekki breyting heldur ein af litlu og mikilvægu byltingunum sem gera heiminn betri. Að minnsta kosti talsvert hreinni.

HÁRTEYGJUR 2Hér má skoða nýju lífrænu PLASTLAUSU hárteygjurnar sem þegar eru farnar að hafa góð áhrif.

 


Hvaða líkams / hugargerð ert þú? Taktu prófið!

Straumar og stefnur koma og fara en ayurveda fræðin hafa hefur verið til í 5000 ár og hafa sjaldan verið vinsælli. Hluti ayurveda er að taka dosha próf sem greinir niður hvaða líkams / hugargerð þú ert samkvæmt. Ayurveda líkamsgerðir
Ertu vata, pitta eða kapha?
Þetta gæti verið gott að vita svo þú megir finna leið til að láta þér líða betur með einföldum ráðum.

Dosurnar þrjár, vata (eter og loft), pitta (eldur og vatn) og kapha (jörð og vatn) byggja á fimm frumefnum.

Dosurnar eða hver líkams/ hugargerð gefa ágæta mynd af einstakri blöndu líkamsgerðar, tilfinninga og ákveðnum persónuleikaeinkennum.

Í ayuyrveda er heilsu lýst sem síkviku ástandi sem byggir á jafnvægi (eða ójafnvægi) milli hugar, líkama og umhverfis. Þú getur viðhaldið krafti og öðlast þrótt og gleði með því að kynnast sjálfri þér betur í gegnum hin stórmerku ayurvedafræði, þó ekki sé nema smávegis, ef þú skoðar sjálfa þig í tengslum við gang náttúrunnar.

Með góðu dosha prófi áttu að geta séð hver þín ríkjandi líkams / hugargerð er. Þá sem gegnir mestu hlutverki í lífi þínu

Prófið hér að neðan greinir með öðrum orðum þína náttúru. Eins og þú varst sem barn og þín helstu munstur sem hafa fylgt þér fram á fullorðinsár. Ef þú þróar með þér sjúkdóm sem ung eða fullorðin manneskja líta ayurveda (indversku lífsvísindin) svo á að þú horfir til þess hvernig þú varst áður en ójafnvægið eða sjúkdómurinn birtist. Ef fleiri en ein líkams / hugargerð er sterk í þér, horfðu til þeirra sem er sterkust.

Líkamleg birtingmynd doshanna kann að vera augljós. Hugargerðin ekki eins. En prófið getur hjálpað.

Best er að svara prófinu með tilliti til þess hvernig þér hefur liðið mest allt þitt líf. Í það minnsta er gott er að horfa nokkur ár aftur í tímann.

 

EINFALT AYURVEDA DHOSA PRÓF.

Líkamsbygging:

  1. Ég er grönn/grannur og löng/langur, beinaber og ekki vöðvamikil/l.

  2. Ég er meðalhá/hár, samsvara mér vel og er með sterka vöðva.

  3. Ég er sterkbyggð/ur / þéttvaxin.

     

Þyngd:

  1. Ég er létt/ur. Gleymi stundum að borða og þarf að halda í þyngd mína.

  2. Ég er dæmigerð meðalþyngd. Á auðvelt með að þyngjast en líka léttast ef ég tek mig á.

  3. Ég er þung/ur. Á það til að fitna og á erfitt með að léttast.

 

Augu:

  1. Augu mín eru lítil og hvikul.

  2. Augnráð mitt er skarpt og stundum hvasst.

  3. Ég er með stór augu og mjúkt augnaráð.

 

Húð:

  1. Ég er með þunna og þurrra / hrjúfa húð.

  2. Húð mín er heit og nokkuð viðkvæm.

  3. Ég er með þykka, mjúka og stinna húð.

 

Hár:

  1. Hár mitt er þurrt, viðkvæmt og óstýrlátt.

  2. Hár mitt er fíngert, þunnt og gránar snemma.

  3. Hár mitt er þykkt, umfangsmikið og glansandi.

 

Liðir:

  1. Ég er með fíngerða áberandi og viðkvæma liði.

  2. Ég er laus í liðamótunum og liðug/ur

  3. Ég er með þykka, stóra og þétta liði.

     

Svefnvenjur:

  1. Ég sef laust og vakna við minnstu truflun.

  2. Ég sef yfirleitt djúpt en þarf jafnvel minna 8 tíma svefn til að vera úthvíld/ur.

  3. Ég sef djúpt og lengi og á erfitt með að vakna á morgnanna.

 

Líkamshiti:

  1. Hendur mínar og fætur eru oftast kaldar og ég kýs heitt loftslag.

  2. Mér er venjulega heitt, óháð árstíðum. Ég kýs kaldara loftslag.

  3. Ég aðlaga mig öllu árstíðum en á erfiðast með kalda rigningadaga.

 

Geðslag:

  1. Ég er lífleg/ur og forvitin frá náttúrunnar hendi og elska breytingar.

  2. Ég er ákveðin/n, einbeitt/ur og sannfærandi.

  3. Ég er slök/slakur og þægileg/ur í umgengni. Mér líkar að fá aðstoð.

 

Undir streitu:

  1. Ég verð óttaslegin/n og áhyggjufull/ur.

  2. Ég verð pirruð/pirraður og stundum óvægin/n

  3. Ég lamast og dett inn í mig.

SVÖR:

Ef þú merkir oftast við svar 1 þá ertu ríkjandi vata.
Ef þú merkir oftast við svar 2 ertu ríkjandi pitta.
Ef þú merkir oftast við svar 3 ertu ríkjandi kafa.

Þess ber þó að geta að hver manneskja er alltaf blanda af öllum þessum doshum, eða líkams- hugargerðum, þótt ein sé jafnan ríkjandi. Skoðaðu þá doshu sérstaklega og leggðu rækt við hana. Það er nóg til að lesefni um doshurnar þrjár.

Hér eru ágætis lýsingar á hverri líkams/ hugargerð.

Ath að hin mögnuðu ayurvedafræði koma við sögu á Hausthreinsunarnámskeiði Systrasamlagsins 16. september.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband