Mögnuð meltingarte- uppskriftir

 

Margir vakna á nýju ári með ansi trega meltingu. Þá er um að gera að kveikja agni/ meltingareldinn sem er í raun afar auðvelt og ayurveda kunna best fræða. Fyrsta skilgreiningn á agni er eldur, sem er eitt fimm frumefna líkamans. Hann vísar líka til eldsins sem viðheldur líkamshita okkar, meltir matinn, tekur upp næringu og breytir fæðu í orku og fóður fyrir meðvitund okkar. Tein hér að neðan virka svo sannarlega til að koma meltingunni á blússandi ferð og eru kannski fyrsta frábæra sjálfshjálp ársins 2020.

agni teAgni te (meltingarte)

1 lítri vatn

cayenne á hnífsoddi

2 msk rifin engiferrót (óþarfi að afhýða ef hún er lífræn).

2 tsk sæta að eigin vali

1 til 2 tsk salt.

Sjóðið öll innihaldsefnin saman í 20 mínútur. Takið af hellunni og látið standa í nokkrar mínútur. Kreystið út í hálfa lime og njótið þess að drekka yfir daginn.

 

Surya agni te (sólar meltingarte)

1 msk rifin engiferrót (sama, óþarfi að afhýða ef rótin er lífræn)

1/2 tsk túmerik

1/2 tsk svartur pipar

Ögn af mable sírópi

Salt á hnífsoddi

 

Báðar þessar teblöndur henta vata og kapha hugar-, líkamsgerðum (skv ayurveda) sérstaklega vel og líklega mörgum pitta týpum sem hafa borðað þungan mat yfir jólin.
Ef meltingin er mjög góð er þetta ekki rétta teið fyrir þig.
Súra og sterka bragðið hentar alls ekki pitta líkamstýpum sem eru með hraða meltingu en sannarlega vata og kapha.
Fyrir þá sem ekki vita ýta saltið og sætan undir meltingarvökvann, túrmerik er bólgueyðandi (og enn meira með svörtum pipar), engifer hressandi og líka bólgueyðandi en slær líka á sykurþörf.

Gleðilegt ár og njótið.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband