Kansa andlitsvöndur er heitasta snyrtitólið í dag

Best geymda fegrunarleyndarmál vísinda lífsins er án alls vafa Kansa andlitsvöndurinn. Meðhöndlun með Kansa hreinsar ekki bara dúpt, yngir, nærir og viðheldur kollageni húðar, heldur segja ayurveda læknar að með Kansa andlitsnuddi náir þú í gegn til sjálfrar lífsorkunnar. Í andlitsvöndinn er enda notaður sami málmur og í tíbeskar söngskálar og gong. Allra áhugaverðasta við Kansa andlitsvöndinn er þó sú staðreynd að hann jafnar sýrustig húðar og dregur fram með augljósum hætti hvort við erum of súr eða basísk. Þegar grá slikja myndast ofan á húðinni við nuddið erum of súr en ekki ef við erum basísk.

Kansa wild graceBlandan í Kansa andlitsvendinum er jafnan 4 á móti 1 af kopar og tini og ögnum af sinki. Kopar er sagður draga úr verkjum, bólgum og gigt og tinið mun hafa slakandi áhrif og dregur t.d. úr höfuðverk og bæti svefn. Raunar má að mörgu leyti líkja Kansa andlitsvendinum við hina geysivinsælu “jade” andlitsrúllu. Flestum ber þó saman um að Kansa andlitsvöndurinn sé mun árangursríkari. Nudd með Kansa dregur til að mynda úr bjúg, minnkar bauga og ýtir hressilega undir hreinsun húðar. Það gerist m.a. vegna þess með Kansa nuddi örvast sogæðakerfið sem er lykillinn að djúphreinsun húðarinnar. Nuddið dregur fram úrgangsefnin úr frumum húðarinnar og losar okkur við þau (sbr gráa slikjan). Í framhaldinu kemst allt það góða sem við búum yfir á rétta staði og nýtist. Þ.e. þegar eitlarnir hreinsast getur sogæðakerfið gengt sínu helsta hlutverki að nýju sem er að drepa óþarfa bakteríur og koma í veg fyrir að sýkingu. Með þeim hætti kemur fram allur sá innri raki og næring sem húð okkar þarf á að halda svo okkur líði vel. Kansa andlistvöndurinn er hannaður öðrum þræði til að koma í veg fyrir ofþornun húðar sem hefur óneitanlega áhrif á hvernig við eldumst.

HVERNIG BERÐU ÞIG AÐ MEÐ KANSA ANDLITSVENDINUM?

1. Settu 3-6 dropa of serumi/olíu í lófann.
2. Berðu þunnt lag yfir allt andlitið.
3. Nuddaðu nú með Kansavendinum og byrjaðu á að mynda hringlaga hreyfingar frá miðju ennis í báðar áttir.
4. Nuddaðu áfram ennið en nú með sikk sakk munstri í báðar áttir, myndaðu svo töluna 8 (á hlið) og nuddaðu fram og til baka.
5. Haltu þig svo við hægri helming andlits. Nuddaðu augabrún fram og til baka og gagnaugað rangsælis.
6. Nuddaðu hringinn í kringum auga rangsælis.
7. Nuddaðu frá nefbrún ofan á kinnbein og upp að eyra.
8. Síðan frá nefi að eyra.
9. Frá hægra munnviki að eyrnasnepli.
10. Nuddaði undir kjálka að eyra.
11. Nuddaðu upp og niður háls á hlið.
12. Nuddaðu að lokum frá eyra niður á háls og farðu líka á bakvið eyra og niður á háls.Kansa andlitsvöndur
13. Endurtaktu vinstra megin.

HVAÐ GERI ÉG EF GRÁ SLIKJA MYNDAST Á ANDLITINU?

Sýrnin í húðinni kemur fram vegna málmblöndunnar. Í augum ayurveda stafar það af háum hita í líkamanum. Þegar pittan er of sterk (við er öll sett saman úr vata, pitta og kapha) er líkaminn súrari.

Það má m.a. rekja til mataræðis, umhverfisáhrifa, snyrtisvaranna sem við notum eða hvernig okkur líður, t.d. hvort við erum pirruð eða reið. Kansa andlitsvöndurinn er að spegla eitthvað af þessu.
Þetta kann bara að vera tímabil í lífi þíni og eftir mánuð, eða svo, þegar aðstæður eru öðruvísi kann sýrnin að hafa minnkað.
Gráman er mjög auðvelt að þrífa af. Notaðu hreinsiolíu eða andlitsúða og þurrkaðu síðan af með rökum klút. 

En umfram allt, njóttu þess að nota Kansa andlitsvöndinn því hann er frábær og þú sérð strax að húðin verður þéttari og ljómar. Mjúk málmblanda hitar upp húðina. Ávöl hönnunin gerir hann auðveldan og notalegan í notkun.

Gefðu þér allavega 5 mínútur í Kansa andlitsnudd daglega og gerðum þetta í að minnsta kosti nokkra daga í senn.

Sjá nánar um Kansa andlitsvöndinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband