Hvernig viltu hafa nýja lífið þitt á litinn?

Áhugi á því að hafa það kosý og smart heima hefur líklega aldrei verið meiri. Sól hækkar á lofti og á meðan mörgum nægir að fara nokkra djúpa hreingerningarhringi hafa aðrir þörf fyrir að skipta um liti heima hjá sér (og sumir þurfa eitthvað miklu miklu meira). Það að mála heimilið getur út af fyrir sig verið frábær hugleiðsla og þegar kemur að því að því velja liti hafa jógavísindin sitthvað til síns máls um hvað litir fara þér og þínum persónuleika/orku best.

Ef þú er t,d. ríkjandi vata líkams/hugargerð eru litir þínir bláir, svartir, indígó, bleikir og fjólulitir, eins og himingeimurinn. Ef þú ert eldheit pitta höfða gulir, rauðir og appelsínugulir eða litir sólarirnnar mest til þín. Ef þú ert hins vegar hin jarðtengda kapha líkams/hugargerð eru litirnir fölari. Dæmi um það eru ljósgulir, grænir, beis og ljósir tónar. (Taktu prófið til að kynnast þér betur).

Litir 3Ekki er þó allt sem sýnist því jógavísindin telja að best sé að þú dragir úr “þínum litum” til að halda góðu jafnvægi. T.d ætti sterkur pitta persónuleiki alls ekki að mála í eldrauðu, gulu eða appelsínugulu. Það eykur á óróleika eldsins. Það sama gildir um ríkjandi vata elementið þegar kemur að himnalitunum. Hún ætti miklu fremur að snúa sér að jarðnesku tónunum.

Sjávarlitirnir róa pittuna

Manneskjur sem er ríkjandi pitta persónuleikar geta verið mjög skipulagðar og vilja gera allt fullkomlega. Þær eru jafnan fljótar að velja lit/i og flækjustigið er ekki mikið. Pitturnar eru hreint ekki á móti sterkum litum en ættu heldur að nota tækifærið þetta vorið og róa eldinn og mála í köldum litum fremur en heitum. Sjávarlitirnir, sem eru gráir, hvítir bláir og grænir, róa eld pittunar án þess að draga úr henni sköpunarkraftinn.

Vata breytileikinn

Vata týpurnar búa yfir mikilli hugmyndaauðgi enda loftið og rýmið óendanlegt og þær elska mest allra að breyta til. Þær myndu vilja mála í öllum regnbogans litum en jógavísindin mæla heldur með einfaldleika fyrir þær. Þ.e. þar sem vöturnar eru sveiflukenndar og víðáttumiklar eins og himininn er þeim ráðlagt að halda sig frá litum himingeimsins. Þeim er bent á meiri jarðarliti eins og rautt, appelsínugult, gult og grænt. Litir sólarinar hita upp kaldar vötunar og sá græni heldur þeim í tengingu við móður jörð.

Kapha þarf að vera djörf

Þar sem kapha orkan er afar jarðbundin er ekki mælt með því að sú líkams/hugargerð máli í grænum, brúnum eða röstik litum. Kapha þarf kraftmikla og djarfta liti til að lyfta sér upp og ætti að halda sig við bjarta tóna.

Geturðu ekki ákveðið þig? Þá er ágætt að upplýsa að hvítt róar allar líkams/hugargerðir á meðan svart dregur í sig hita og getur haft truflandi áhrif á okkur flest, þ.e. ef svart er notað í miklum mæli. Jógavísindin bæta við og segja að ef þú átt mikið af svörtum munum eða skarti, geymdu það í björtu herbergi. Lífið snýst jú allt um orku. Flestar af þessu sömu pælingum er ágætt að hafa í huga þegar þú ert að hugsa um í hvaða litir fara þér best í fatnaði eða öllu heldur hvaða litir klæða best þinn innri mann og/eða konu.



 


8 heitustu heilstrendin 2021. Heilsubyltingin er að hefjast.

Það er langt því frá að við séum byrjuð að skilja hvaða áhrif 2020 hafði á líf okkar. Eitt er þó víst; heilsan var okkur efst í huga árið 2020. Þetta er árið sem mun örugglega breyta viðhorfi okkar til heilsunnar en vonandi margs annars líka. Margir heilsuspámenn fullyrða að heilsubyltingin sé ekki ennþá hafin. Við höfum vissulega séð heilsuvorið. En ekki sjálfa byltinguna. Heilsubyltingin sé í sjónmáli.

 

Við erum alltént loks núna að átta okkur á að manneskjan er hluti náttúrunnar og að við verðum að vera betri við hana. Við þurfum að finna aðrar leiðir og breyta hugarfari. Það á við í öllu, allt frá óraunhæfu foreldrahlutverki til viðhorfa í garð andlegrar heilsu.

Gömlu vísindin eins og kínverska læknisfræðin og indversku lífsvísindin (jógafræðin) hafa alltaf vitað að andleg og líkamleg heilsa eru órjúfanleg heild og auðvitað maðurinn og náttúran. Það er líklegasta skýringin á því af hverju þau stækka stöðugt á Vesturlöndum. En sjálf vísindin voru aldeilis mögnuð á árinu. Hver hefði trúað því að 10 mánuðum eftir að heimsfaraldur braust út væru bólusetningar hafnar hér á landi. Er ekki kominn tími á að þessir 2 náskyldu heimar vinni meira saman? Í raun hafa vísindin sýnt okkur í rauntíma að efnaskipti og styrkur ónæmiskerfis eru ekki bara tengd heldur einn og sami hluturinn. Talað er um að efnaskipti 88% Bandaríkjamanna séu ekki upp á sitt besta. Líklegt er að Íslendinga vanti einnig töluvert upp á góð efnaskipti.

Allt þetta ber að sama brunni. Heilsan verður málið 2021.

 

GEÐHEILSAN
Eftir ansi erfitt geðheilbrigðisár vegna heimsfaraldurs vitum við vonandi í dag að forgangsröðum tilfinningarlegrar líðanar er afar mikilvæg. Það er aldrei mikilvægara að geðheilbrigði sé hluti af daglegum venjum, ekki síður en líkamsrækt. Andleg hæfni skýst upp og allt sem styður hana.

Það verður seint sagt að matur lækni þunglyndi eða ótta. Hins vegar hefur verið sýnt að B-vítamínin og steinefni eins og magnesíum og sink, trefjar, lífsnauðsynlegar fitusýrur (omega 3) og ýmsir góðgerlar séu tengd betri geðheilsu. Það á líka við um ýmsa adaptógena og jurtir eins og saffran. Við munum alveg örugglega sjá meira af næringarríkum mat og drykkjum sem styðja við andlega heilsu, ekki síður en líkamlega, á nýju ári. En svo verður örugglega frekari upplýsinga að vænta úr fornu fræðunum í samhengi við nútímavísindin.

 

ÓNÆMISKERFIÐ
Matur á að vera næring, ekki bara til að verjast hungri. Framtíð matar og drykkjar mun byggja á innihaldi næringar. COVID-19 var hressileg áminning um að heilsa er tímabundin og getur breyst hvenær sem er. Þetta hefur þegar haft áhrif á marga sem vilja heldur fæðu sem styður við betri ónæmisheilsu. Samkvæmt erlendum markaðsrannsóknum sögðust yfir 50% neytenda taka fleiri vítamín og bætiefni en áður. Þessi vaxandi áhugi á næringu mun halda áfram að vera í brennidepli heilsu- og vellíðunargeirans árið 2021. Frekar en að einbeita sér að meðhöndlun munu fleiri neytendur leitast við að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og hægt með sterku ónæmiskerfi. Altsvo nú má loks fullyrða að “fyrirbyggjandi” iðnaðurinn fái þann sess sem hann á skilið.

Til að bregðast við þessu mun matvælaiðnaðurinn ekki bara bæta sig í næringu heldur merkja næringarinnihald betur. Allt sem getur stutt við sterkara ónæmiskerfi verður sýnilegt. Einnig má gera ráð fyrir því að önnur úrræði sem hafa verið beintengd sterkara ónæmiskerfi eins og túrmerik, engifer, ylliber og sólhattur haldi áfram að vaxa. Sagt er að olífuolía verði olía ársins 2021 enda margsannað að hún styður við góða hjartaheilsu. En hún verður að vera jómfrúar og lífræn. Dass af olífuolíu verður því að finna með flestu.
Nú þegar vísindin hafa sýnt hvers þau eru megnug eru betri rannsóknir á mat og bætiefnum vel þegnar.

 

FLEXITARIANISMI & SÆKERAR
OlífuolíaÞað að sannfæra kjötætuna er um að gerast vegan er mikil barátta. Það að mæta henni á miðri leið er mun er vænlegra til árangurs. Vegan í miðri viku og flex um helgar verður kannski markmið ennþá fleiri árið 2021. Margir vilja líka halda í fiskmetið og þetta flotta orð SÆKERAR, yfir grænmetisætur sem borða fisk, spratt upp í Systrasamlaginu á árinu. Það leikur þó engin vafi á því að vegan mun halda áfram að dafna en um leið og krafan um meiri næringu er orðin sterkari mun næringarríkt grænkerafæði án alls vafa dafna mest allra “isma”.

 

LÓKAL & BAKGRUNNUR
Fleiri munu leitast við að versla við fyrirtæki í heimabyggð. Það eru svosem engin geimvísindi. Og ekki bara það, heldur leikur fleirum forvitni á vita hvað sé að baki fyrirtækjunum sem þau versla við og hverjar séu “hugsjónirnar”. Það verður líka spurt spurninga í tengslum við allar vefsíðurnar sem hafa sprottið upp. Það þarf svosem ekki að horfa langt yfir skammt til að sjá að stórar keðjur dafna ekki eins og áður. En ein af mælistikum COVID hefur sýnt 52% aukningu á viðskiptum í heimabyggð. Spurt er oftar frá hvað bónda afurðin er? Hvaðan kemur kaffið, cacaóið? Hver framleiddi, saumaði, litaði og hvert fer peningurinn? Það gefur líka auga leið að ef þú verslar í heimbyggð við þá sem vita hvað þeir eru að bjóða upp á, þá er líklegra að þú styðjir við ferskleika, gagnsæi og gæði.

 

HÚÐIN HÚÐIN
Við höfum lengi vitað að húð okkar er heimili fjölbreyttrar örveruflóru. En hversu mikilvæg er húðin í tengslum við heilsu almennt? Nú eru vísindin loks að vakna um þessi tengsl og margar rannsóknir í gangi, sem munu vafalaust leiða í ljós hversu mikilvæg hindrun húðin okkar er. Húðin er fyrsta varnarlína líkamans og sennilega er kominn tími til að við förum að meðhöndla hana af þeirri virðingu sem hún á skilið.

 

LOFTGÆÐIN
Í upphafi fyrstu sóttbylgjunnar horfðum við á umhverfi okkar njóta bráðnauðsynlegs hlés. Loftgæði bötnuðu, líffræðileg fjölbreytni blómstraði og náttúruleg hljóðmynd snéri aftur. Léttirinn var tímabundinn en lærdómurinn er eilífur: Þökk sé náttúrunni og flóknu samspili magnaðrar sinfóníu, þá hefur hún meðfædda getu til að endurheimta sig. Þegar við horfum fram á veginn er óhætt að spá enn kröftugri umhverfisverndarbylgju sem áfram muni snúast um að náttúran nái að öðlast sinn fyrri kraft.

HINAR FÍNGERÐU MÆLINGAR
gunna2Á líkamsræktarmarkaðnum höfum við fengið að sjá meiriháttar framfarir í fíngerðum mælingum sem geta núorðið næstum mælt púlsana þrjá (eins og í ayurveda), breytileika á hjartsláttartíðni, hita í húð, glúkósamagni og mörgu öðru. Með auknum áhuga á eftirliti með eigin heilbrigði má búast við að tæknimælingar blómstri sem aldrei fyrr árið 2021. En það breytir þó engu um það að útvistin hefur sigrað “innivistina” og ef fram heldur sem horfir verða skíðaskotfimi og sjóböð í hæstu hæðum árið 2021. En jógað og hugleiðslan hvika hvergi.

 

UMÖNNUN BARNA OG HEILSA
Foreldrar hafa í marga áratugi verið fastir í ákaflega fínofnu neti foreldrahlutverksins. En þegar heimurinn stöðvaðist um stund og foreldrar urðu kennarar, umönnunaraðilar og leikfélagar á einni nóttu hrikti heldur betur í stoðunum. Forgangsröðunin breyttist á einni nóttu. Ef þessi bylting hefur ekki áhrif á heilsu barna og foreldra til góðs og eykur meðvitund til hins betra, getur fátt gert það. Hér þarf auðvitað allt samfélagið allt að taka undir með börnum og foreldrum þeirra.

 

 

 

 

 


Kosmískir töfrar & kristallar sem fínstilla flökkutaugina

 

Fólk er snjallt og hugmyndaríkt um allan heim og vagus taugin (isl: flökkutaug) hefur sjaldan verið meira í umræðunni. Enda lengsta og mikilvægasta taug líkamans. Taugin liggur frá botni höfuðkúpunnar í gegnum allan líkamann og hefur áhrif á öndunina, meltinguna og taugakerfið (sjá hér frábæra grein).  Allt snýst um að styrkja hana til að gera fólk minna útsett fyrir streitu. Í jóga og hugleiðslu gengur flest út á fínstilla flökkutaugina og áfallafræði dagsins vinna líka mikið með hana.

Kanadíska fyrirtækið Thought Sanctuary hefur hannað einstaka olíu með það að markmiði að hámarka virkni flökkutaugarinnar. Olíu sem hlotið mikið lof fyrir áhugaverða nálgun. Í henni er að finna blöndu ilmkjarna og jurta en líka kristalinn amazonite sem er kunnur fyrir að hafa róandi áhrif á heila- og taugakerfið. Um leið magnar kristallinn áhrif jurtanna. Ilmkjarnarnir í Vagus olíunni eru frankinsence, coapina trjáolía, lavender, negull, einiber, sítrus, kamilla og bergamía.

vagus1Hvernig á að nota Vagus nudd olíu? Það er serimónía út af fyrir sig. Best er bera hana á aftanverðan háls og nudda einnig vel til beggja hliða. Gefa sér tíma. Minnst 30 sekúndur. Um leið og þú ert búin að nudda vel felst aðalgaldurinn í að bera hendurnar upp að vitunum og draga djúpt inn andann. Jurtirnar róa og sefa og kristallinn magnar og víbrar. Gerðu þetta á hverjum degi og sjáðu hvað gerist.

 

Sjálfsástar ilmvatn

selflove1En það eru fleira mjög spennandi sem kemur frá Thought Sancturary. Líka ilmvötn með kristöllum. Enn og aftur eru kristallar notaðir til að efla áhrif og fara dýpra. Ilmirnir eru nokkrir og þjónar hver sínum tilgangi, t.d geymir Self love ilmvatnið hinn kærleiksríka rósakvars sem á að fylla þig væntumþykju í eigin garð og um leið í garð annarra. Notaðu það alltaf þegar þér finnst þú þurfa meiri kærleik. Víbrarnir eru kvenleiki, fegurð, mýkt og þægindi. Og ilmurinn er undursamlegur. Blanda af yuzu, neroli, bergamíu, ylang ylang, rós, palo santo, vetiver og patchouli. Ilmurinn er í formi roll on. Ef þú vilt láta hann virka sem best er gott að bera hann á þar sem púlsinn sterkastur; á rist, háls, á hjartasvæðið og bak við eyru. En gerðu líka eins og þú berð þig að með með Vagus olíuna, settu líka í lófanna og berðu upp að vitum og andaðu djúpt. Alveg ofan í maga.

 

Diskó ilmurinn – partý á flösku

Diskóolían

Diskó ilmurinn er kannski sá allra skemmtilegasti. Hér er að finna partý á flösku. Öllu er tjaldað til í þágu gleði og grúfs. Berðu hana á þig þegar þú vilt upplifa eitthvað alveg mergjað. Kristallinn í diskó ilmvatninu er tígrisauga sem gefur sjálfstraust, hugrekki og stuð. Ilmurinn kemur úr blóðappelsínum, kardimommum, svörtum pipar, allspice og palo santo. Það sama gildir hér, berðu hana á þig þar sem púlsinn tifar og andaðu ilminum djúpt að þér. Alltaf þegar þú vilt komast í stuð.

Aðrir spennandi ilmir í sömu línu eru Cosmic, Slow vibes, Empath og Ceremony.

Vagus olíaAllar eiga þær sammerkt að vera úr lífrænt vottuðu hráefni, bíódýnamískar og unnar í fullkomnum takti við náttúruna. Það sama gildir um litríkar umbúðirnar. Þær eru 100% endurvinnanlegar og flöskurnar dökkar svo ekkert ljós komist að. En umfram allt eru þeir skemmtilegir og dýpri viðbót við lífið.

Þeir fást allir í Systrasamlaginu og líka á www.systrasamlagid.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Möntruhugleiðsla í beinni útsendingu frá Systrasamlaginu á miðvikudögum

Undanfarin 3 ár, nánar tiltekið á miðvikudögum kl 09:15 og stundum klukkustund síðar, hafa verið haldnir töfrandi möntruhugleiðslumorgnar í Systrasamlaginu undir stjórn Thelmu Bjarkar jógakennara og fatahönnuðar með meiru. Með smá undantekningum þó þegar Thelma hefur tekið sér fæðingarorlof. Möntru hugleiðslumorgnarnir í Systrasamlaginu hafa notið mikilla vinsælda og margir hafa notið hennar. En sakna nú.

Eins og gefur að skilja hefur lítið verið um möntruhugleiðslu í Systrasamlaginu að undanförnu vegna Covid. En þá er um að gera að finna nýjar leiðir til að halda áfram. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Frá og með miðvikudeginum 11.11 verður bein útsending frá Systrasamlaginu og allir geta tjúnað sig inn sem vilja. Venjulega er um 10 til 15 mínútna hugleiðslur að ræða en gott að gefa sér um 10 mínútur til viðbótar til að fara hægt inn í hugleiðsluna og rólega út úr henni aftur.

 

Möntruhugleiðslan í Systrasamlaginu verður í beinni á eftirfarandi linkum:

www.facebook.com/Systrasamlagid

www.instagram.com/systrasamlagid/

www.instagram.com/andadumedthelmu/


Látum Thelmu okkar hafa orðið: „Fyrir mér snýst hugleiðslan að miklu leyti um að hlaða mig og vökva. Að leggja inn í andlega bankann“ 

Hittumst í beinni (t.d. á fésbókarsíðu Systrasamlagsins) á miðvikudögum klukkan 9:15 og leggjum inn á okkur í skammdeginu. Við verðum í beinni fyrir alla sem vilja, í það minnsta fram að jólum.
Hugleiðslumynd

hugleiðsla

 

 

 

 

 

HVAÐ ER HUGLEIÐSLA?

Ef streita veldur þér hræðslu, óróa og/eða áhyggjum ættir þú að íhuga hugleiðslu. Aðeins örfárra mínútna hugleiðsla á dag getur raðað öllu í réttar hillur, róað og fært innri frið. Allir geta iðkað hugleiðslu. Það er einfalt og ódýrt og krefst í raun engra sérstakra hæfileika. Það sem er jafnvel meira um vert er að hugleiðsla þarfnast heldur engrar sérstakrar umgjarðar. Hægt er að stunda hugleiðslu hvar og hvenær sem er – hvort sem þú ert á göngu, í strætó, á biðstofu, í sundi og jafnvel á erfiðum viðskiptafundum.

Hugleiðsla hefur verið stunduð í þúsundir ára. Upphaflega svo fólk kæmist í djúpa snertingu við helga og dulræna krafta náttúrunnar, en í dag miklu fremur til að ná slökun og kyrra hugann, þótt annað og meira geti sannarlega hangið á spýtunni. Ein tegund hugleiðslu er möntruhugleiðsla.


Þú getur hannað eigin möntru, hvort sem hún er veraldleg eða trúarleg. Það getur hvort sem er verið bæn, om, söngl eða fallegar staðhæfingar, úr vestri eða austri. Bara það sem hentar þér. Sjáum hvaða leiðir Thelma Björk mun velja.

Hlökkum til!!

 

Sjá ítarlega grein um hugleiðslu frá A-Ö.

 

 

 

 

 

 

 


Fætur & svefn mynda órjúfanlega heild. Gefðu þér safaríkt fótanudd

 

Svífur svefninn stundum framhjá þér, áttu erfitt með að sofna, ertu órleg/ur í svefni?

Í hinum óþrjótandi viskubrunni Ayurvedafræðanna, segir um eina af doshunum, vata doshuna sem byggir upp á lofti og eter, að hún sé hreyfanleg, köld, þurr og hrjúf en um leið létt, tær og fíngerð. Kannski tekur þú strax eftir því að þessi orð geta bæði átt við um svefn og fætur.

Svefninn er viðkvæmt fyrirbæri og ekki flóknari aðgerð en fótanudd getur bætt svefn svo um munar. Það er gaman segja frá því að við systur í Systrasamlaginu höfum ráðlegt fótanudd með olíu við svefnleysi í mörg ár. Nær undantekningalaust mætir fólk með undrunarsvip og segir að fótanuddið virki og svefninn sé miklu betri. Einfalt, ekki satt?

Copy of WildGrace-fótanuddFótanudd ýtir nefnilega undir að þú sofnir fyrr, sofir betur og vaknir síður. Fótanudd róar taugar, dregur og þreytu og þar sem sogæðakerfið fær líka boost bætir fótanudd varnarkerfi líkams.

En þetta er allt saman bæði gömul saga og ný. Mörg þeirra fræða sem leggja áherslu á órjúfanlega tengingu líkama og sálar, sem eru t.d. hefðir frá Indlandi, Kína og Egyptalandi, segja fæturnar einfaldlega endurspegla heilsu okkar. Og sumir sýna þeim svo mikla virðingu að þeir kyssa fætur annarra, en það er önnur saga. Til eru samtök í Bandaríkjunum, the America Podiatric Medical Association, sem viðurkenna að kranleikar í fótum séu fyrsta merki um alvarleg heilsufarsleg vandamál.

Hitt er annað að fornu Ayrurvedafræðin eru fyrir löngu búin að mastera fótdanudd og tengja á milli líkama og sálar. Í þeim er líka vitað að svefninn ber í sér mikla vataorku og sá sem er í vataójafnvægi á gjarnan erfiðara með að sofa en aðrir.

Listin að gera Padabhyanga

Pada er orðið fyrir fætur í Sanskrít og orðið abhyanga þýðir að nudda útlimi (abhi=hreyfing og anga=útlimur). Þá er sama orðið yfir ást og olíu á Sanskrít sem er orðið sneha. Er ekki tímabært að sýna fótum þínum ást og umhyggju, þá sem hafa borið þig alla þessa leið?

Þó þarf sú notalega athöfn að nudda fætur fyrir svefninn alls ekki að vera meiriháttar aðgerð. Þrjár til fimm mínútur gera mjög mikið fyrir þig, en ef þú átt meiri tíma öðru hverju, gefðu þér á bilinu 10 til 20 mínútur. Þá gerast galdrar.

Með því nudda fæturna ertu líka að huga að öllum þínum innri líffærum sem eiga sín svæði í fótunum. Svæðanuddarar nudda ákveðna orkupunkta til að örva mismunandi svæði líkamans. Um leið og þú færir fótunum þínum djúsí nudd ertu að næra ákveðin líffæri.

Hér kemur kennsla. Orkupunktarnir í fótunum eru hver um sig tengdir ákveðnu líffæri sem nefnast nadis. Þegar settur er léttur þrýstingur á þessa punkta ferðast orkan í tengt líffæri og losar um stíflur. Ef þú lest þig til um um þessa orkupunkta getur þú notið nuddsins jafnvel enn betur.

Kostir fótanudds:

Dregur úr vata orkunni og jarðtengir. Um leið ertu að gefa þínum innri líffærum létt nudd:

  • Dregur úr streitu og ótta

  • Dregur úr vöðvaspennu

  • Dýpkar svefn

  • Eykur blóðflæði

  • Bætir meltingu

  • Mýkir fætur

  • Dregur úr verkjum.

Það sem þú þarft er:

  • Nuddolíu

  • Bómullarsokkar

  • Glerflösku/krukku

Hvaða olíu er best að nota:

Þú þarft ekki endilega einhverja fansí olíu en hafðu hana engu að síður lífræna. Þú getur notað einfalda olíu eins og kókosolíu, sesamolíu, laxerolíu eða jafnve ghee. En ef þú veist hver þín ríkjandi dosha er, þá er líka um að gera að nota þá olíu sem á best við þig. Ekki gleyma því að húðin er stærsta líffærið og þegar þú þú berð á þig olíu fer hún inn í blóðrásina eins matur, svo enn og aftur, lífrænt vottuð olía er málið.

Copy of WildGrace-015 almenn mynd

Ef þú hefur tilhneigingu til að svitna á nóttunni eða almennt séð er kókosolía góður kostur. Ef þú er hins vegar fótaköld/kaldur er sesamolía góð. Þó henta sesam- og laxerolía allflestum. En það er um að gera að prófa sig áfram. Blandaðu t.d. þinni uppáhalds kjarnaolíu saman við. Eða fjárfestu í vata, pitta eða kapha olíu fyrir þína líkams/hugargerð.

Sumir eiga olíuhitara og þá er um að gera að nota þá. Eitt besta ráðið er þó að eiga litla glerkrukku eða -flösku. Settu vænan slurk af olíu flöskuna og hitaðu undir heitri vantsbunu. Hitið þannig að hún verið þægilega heit.

Galdurinn við gott fótanudd:

Hér koma tvær tillögur. Fylgdu hverju skrefi og njóttu.

Tillaga 1: Þessi aðferð hentar hvort sem fyrir 3 eða 15 mínútur.

  • Þvoðið fætur og þurrkið vel.

  • Berið lítið magn af olíu á ökkla og fætur.

  • Bætið við olíu og byrjið að nudda ökkla með hringlaga hreyfingum. Ekki gleyma að nudda liði og vel upp beinið með þráðbeinum hreyfingum, upp og niður.

  • Náið í meiri olíu og nuddið núna ristina fram og til baka, frá tám að ökkla.

  • Nuddið svo hverja einustu tá og allt þar á milli.

  • Nuddið þá iljar og hæla.

  • Krækið fingrum á milli tánna og nuddið kröftuglega fram og til baka. Það er auðveldast að gera með hægri hönd og vinstri fót og öfugt.

  • Farið í sokka og leyfið olíunni að fara inn yfir nóttina. Það er líka betra fyrir sængurfatnaðinn.

Tillaga 2: .

  • Fylltu bala með heitu vatni. Blandaðu út í vatnið 1/8 tsk ferskum rifnum engifer og sirka matskeið af Epsom salti. Hrærðu í og leystu upp.

  • Vertu í fótabaði í 20 til 30 míntútur.

  • Þurrkaðu fæturnar vel.

  • Fylgdu hverju skrefi eins og lýst er í tillögu eitt.

 Fótanudd


Túrmerik er bólgueyðandi blóðelexír og ómissandi í mat og drykk!

Flest vitum við að túrmerik er stórkostleg lækningajurt og kryddar lífið svo um munar. Vísindin hafa líka uppplýst okkur um það að það nýtist okkur best þegar við matreiðum það og drekkum, altsvo með svörtum pipar (jafnvel löngum), góðum olíum ofl. Mjög margar rannsóknir styðja að túrmerik getur fyrirbyggt allt frá kvefi til margra tegunda illvígari sjúkdóma. Þá hefur túrmerik verið mikið í umræðunni í tengslum við alzheimer sjúkdóminn sem stundum hafa verið nefndur sykursýki 3. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa almennt staðfest minna gengi alzheimer þar sem túrmerik er mikið notað í matargerð. Þá kom fram í þætti Michael Mosley (Trust me, I am a Doctor) sem sýndur var fyrr á árinu að túrmerik virkar ákaflega vel ef það er notað í mat.

turmericTúrmerik er líkt og engifer notað vegna rótanna en er líka sömu ættar. En á meðan engifer er útvítkkandi er túrmerik samadragandi og mjög bólgueyðandi.

Þegar þú fjárfestir í góðu túrmeriki er allra allra mikilvægast að það sé lífrænt vottað af sterkum vottunaraðila. Ef það er ekki með vottum kann að vera að það sé erfðabreytt afbrigði og jafnvel geislað. Þá er það ekki eins gagnlegt, jafnvel þvert á móti. Góð gæði er eina lögmálið sem gildir um túrmerik og komdu því helst daglega inn í mataræði þitt.

Kostir frábærs túrmeriks 
Túrmerik er allt í sennt heitt, létt, þurrt, beiskt og samandragandi og því ein af fáum jurtum sem tikkar í næstum öllum bragðboxin. Túrmerik er í raun bólgueyðandi blóðelexír vegna þess að það örvar blóðflæðið. Það þynnir blóðið og hreinsar það. Túrmerik dregur líka úr lofti í meltingu, ýtir undir egglos hjá konum, er mjög gott fyrir húðina, bakteríudrepandi, sveppadrepandi og gerladrepandi. Það flýtir fyrir því að sár grói og er verkjastillandi. Einnig hefur komið fram að túrmerik hjálpar þeim að ná bata sem hafa þurft að gangast undir lyfjameðferðir vegna krabbameina. Rannsóknir sýna jafnframt að túrmerik getur létt þeim lífið sem þjást af sórasis og liðagigt

Túrmerik latte Systrasamlagsins

turmeriklatteVitandi um um allt það magnaða sem túrmerik hefur fram að færa hönnuðum við systur í Systrasamlaginu okkar eigin túrmerik-latté árið 2015. Drykk sem hefur æ síðan notað mikilla vinsælda. Hann inniheldur enda allt það besta sem góður gullinn latte þarf að innihalda, sem er umfram allt gnótt af frábæru lífrænt vottuðu túrmerki. En til að gera hann spennandi og bragðgóðan inniheldur hann líka kardimommur, vanillu, cacaó og svartan langan pipar sem er í raun sá svarti pipar sem oftast er notaður sem lækningajurt í indversku fræðunum. Túrmerik-latté er dásamlegur drykkur síðla dags og eða kvöldin þegar nartþörfin herjar á. Upprunalega er hann gerður með kúamjólk. Við kjósum hins vegar góða jurtamjólk á borð við möndlurís eða góða kókosmjólk og bætum gjarnan við kókosolíu eða kakósmjöri til að gera hann mjúkan. 
Sjá nánar túrmerik-látte Systrasamlagsins
.

En notaðu túrmerik í miklu meira. Við kvefi er t.d. magnað að blanda saman 1 hluta túrmeriks við 3 hluta hunangs. Ef kvefið er á leiðinni, fáðu þér teskeið af þessarri mixtúru á 2ja til 3ja tíma fresti. Það hressir ónæmiskerfið og minnkar bólgur.

Túrmerik í súpur: Bættu við matskeið í grænmetisúpuna þína og kannski slatta af Óreganó einnig. Það gæti losað þig við sýkingar og vírusa í líkamanum.

Eggin: Sáldraðu túrmeriki yfir hrærðu eggin. Bragðið er milt og eggið hvort eða er gult, svo börn eiga auðvelt með að borða þau.

Kajsúhentu /banana/ túrmerik möffins. Uppskrift:

1 bolli hakkaðar kasjúhnetur
3 þroskaðir bananar
¼ bolti bráðin kókosolía
1 tsk matarsódi
1 tsk af hverju þessarra krydda: túrmerik, kanill, múskat, kardimommur, negull og salt.

Blandið saman þurrefnum og blautefnum í sitthvora skálin. Blandið því blauta smám saman við þurrefnin og setjið svo í möffins form. Bakið í um það bil 25 mínútur. Algjör bragðveisla.

Túrmerik te: Leysið 2 tsk af túrmerikdufti upp í 2 bollum af heitu vatni. Bætið við1 tsk af góðu hunangi og safa úr 1/4 af sítrónu. Sáldrið svörum pipar yfir.

Saltið þitt: Blandaðu saman túrmerik, kóríander og kúmini í saltbaukinn þinn. Þannig nærðu góðum lækningajurtum með saltinu á hverjum degi.

Túrmerik í dögurðinn: Blandaðu túrmerki, kanil, múskati, negul og kardimommum í pönnukökurnar. Þær verða ennþá betri.  

Kasjúhnetukúlur. Uppskrift:

1 bolli kasjúhnetur
1/2 bolli mjúkar döðlur án steina
örlítið salt
1 tsk af hverju þessa; vanillu, túrmeriki, kanil og engiferi.

Blandið öllu saman í matvinnsluvél þar til blandan er orðin mjúk. Ef hún er of stíf má bæta við smá af vatni. Mótið litlar kúlur og veltið upp úr kókosmjöli. Eigðu í ískápnum til að narta í.

Þinn daglegi þeytingur: Bættu 1 tsk á túrmeriki út í þeytinginn. Það er mjög áhrifaríkt og breytir ekki bragðinu, nema bara til góðs.

 

Heimildir:

Hér er t.d. merk grein um túrmerik eftir dr Sigmund Guðbjarnason prófessor emeritus frá 2019 https://heilsuhringurinn.is/2019/01/01/forvarnir-med-hjalp-fjolvirkra-natturuefna/

Tilraun úr Trust Me, I am a Doctor: https://www.bbc.co.uk/programmes/articles/PSTGKKt3HR08tmK69w7J1b/does-turmeric-really-help-protect-us-from-cancer

 

 

 

 


Vertu snillingur í narti!

 

Flest erum við meistarar í fjölbeitingu eða í því að múltítaska. Nart er drjúgur partur af þeim lífsstíl. Oft nörtum við í það sem hendi er næst sem getur verið allt frá skyndibitum til þeytinga og frá orkustykkjum til nammis. Þetta gerum við auðvitað til að halda orku svo við náum að gera allt sem við þurfum að gera. En á meðan sum okkar eru snillingar í narti sem nærir eru aðrir í tómu tjóni.

Eitt af lykilatriðum vísinda lífsins (Auyrveda fræðanna) er að halda melingareldinum skíðlogandi og þar er sagt að við verðum aldrei eldri en meltingareldur okkar. Það er ekkert að því að narta en getur verið bráðsnjallt að gera það vel.

Ólíkt því þegar við setjumst niður og borðum og njótum fer nart gjarnan ekki fram í núinu. Ef þú ert sínartandi er skýringin líklega sú að þú færð ekki næga næringu. Þegar við erum ómeðvituð um það sem við erum að borða er ekki ólíklegt að það sé gert í streituástandi. Það eitt hefur slæm áhrif á meltinguna og veldur oft meltingartruflunum og uppþembu sem dregur úr lífsorkunni. Með því að byggja upp þótt ekki sé nema örlita meðvitund getur nartið hins vegar gert þér ákaflega gott.

 

Ayurveda fræðin eiga svör við flestu (ef ekki öllu). Til að hafa meltinguna logandi brýna fræðin fyrir fólki að borða 2 til 3svar á dag á matmálstímum. Það veltur þó á því hvort þú er vata, pitta eða kafa (taktu prófið). Þegar þú veist hver þú ert, eða hvar þú ert stödd í dag, samkvæmt þessum áhugaverðu fræðum, er mun liklegra að þú náir rata rétta veginn og getir gert nartið bæði spennandi og nærandi.

 

Hafðu þetta þó fyrst og fremst í huga:

 

°Komdu þér upp rútinu. Reyndu að taka frá tíma til að borða ágætlega á morgnanna, gefandi mat í hádegi og léttari á kvöldin, helst ekki seinna en sex. Reyndu að skipuleggja þig fram í tímann.

 

° Legðu frá þér símann og tölvuna þegar þú borðar þessar 2 til 3 máltíðir. Tyggðu matinn meðvitað, spjallaðu um daginn og veginn við þína nánustu og njóttu. Tíminn sem maður gefur sér í svona máltíðir bætir meltinguna. Og geðið um leið.

 

°Mundu eftir vökvanum. Stundum er svengd ekkert annað en vökvaskortur. Ayurveda mælir alltaf með stofuheitu vatni eða góðum teum, líka jurtalettedrykkjum, eins og t.d. túrmerik-latté, sem er hinn sá magnaðasti, segja Ayrvedafræðin og hentar öllum líkams / hugargerðum.

 

°Ef þú dettur í nartþörf, prófaðu að spyrja sjálfa þig um hvað málið snýst? Er það vegna tilfinninga sem rísa upp (sem eru handan hungurs) eða þarftu bara að narta? Ef annað liggur að baki en svengd má reyna að anda djúpt, skrifa niður tilfinningarnar, eða gera eitthvað annað. Bara svo viðbragðið sé ekki allt nart. 

 

°Reyndu meðvitað nart. Ef þú ert svöng/svangur prófaðu að borða í takt við þína líkams/hugargerð (vata, pitta eða kafa, og endilega taktu prófið). Gáðu hvað gerist?
Turmerik latte

Hér eru góðar upplýsingar um nart sem gæti hentað þér?

 

Snakk fyrir vata

Fyrir þá sem eru með sterka vata líkams / hugargerð eða eru að upplifa mikið vataójafnvægi (eru speisaðir og kannski svolítið kaldir) er gott að hugsa um það sem tengir við jörðina. Vata týpan er þurr, létt og hrjúf og þolir illa nart sem er að sama toga. Frumefnin í vata líkams /  hugargerðinni eru hreyfanleg og óstöðug svo vatan þarf umfram allt á reglu að halda. Helst að reiða sig á 3 máltíðir á dag. Hún ætti að forðast kex og flögur, poppkorn, smákökur, þurrkaða ávexti og sleppa hráfæði alveg. Í staðinn ætti hún að sækja í náttúrulega sætan mat, heitan mat, olíur og helst alltaf vel eldaðan mat.

Góð dæmi um fyrirtakts vata-nart:

Heitir döðluþeytinga (geggjað að hita saman jurtamjólk, döðlur og kardimommur)

Apríkósur sem hafa verið lagðar í bleyti

Elduð epli með ghee-i og rúsínum

Fylltar döðlur með tahini, möndlusmjóri eða sólblómasmjöri

Avócadósneiðar eða guacamole.

Snakk fyrir pitta

Þeir sem eru sterkar pittur og eða upplifa pitta ójafnvægi ættu að leita eftir snakki sem er kælandi en um leið mjög næringarríkt. Pittan getur orðið mjög svöng, svo hún verður að passa upp á að borða reglulega og hafa gæðin mikil. Ef þú ert mjög orkumikil pitta er mikilvægt að borða á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Miklar og langar föstur henta ekki endilega þeim sem eru sterkar pittur (eldur/vatn). Mjög virk pitta sem ekki nærir sig vel er líklegust allra til að enda í börnáti. Mikilvægt er að fá róandi fæðu sem dregur úr innri hita en heldur um leið meltingareldinum logandi. Orðið “hangry” (hungry/angry) lýsir pittum í ójafnvægi vel.

Gott nart fyrir pittur:

Ferskir ávextir

Agúrkur, kúrbítur og gulrætur

Möndlur sem hafa legið í bleyti (og döðlur með)

Snakk fyrir kafa:

Þeir sem eru sterkar kafa eða eru í kafa ójafnvægi mega alveg sleppa úr máltíðum. Þær þola föstur best allra (þótt þær vilji ekki endilega fasta). Það er mikivægt fyrir þær að kveikja meltingareldinn því melting kafa er gjarnan þung. Matur sem kemur jafnvægi á kafa er hitagefandi, samandragandi (þurr) og matur sem dregur úr raka, þ.e. bjúg. Nart sem kafa ætti að forðast er hið kalda, t.d. kaldir drykkir, frosin fæða, ís, sætt snakk, mjög súr matur og matur sem er mjög þéttur í sér.

Þetta er besta snakkið fyrir kafa:

Ferskt engiferte með hunangi

Bragmikið turmerikryddað poppkorn

Hrískökur með t.d. kimchi eða súrkáli

Bökuð epli með engifer og kanil

 

Góðu fréttirnar eru þær að gott súkkulaði eða cacaó getur alveg hentað öllum líkams / hugargerðum. Þó síst pitta. En það sem pitturnar geta gert að að fá sér súkkulaði með kælandi döðlum og kannski kókos. Hinar, þ.e. vata og kafa þurfa það sem er hitagefandi og því er bæði yfir 70% súkkulaði og cacaó mjög gott snakk. Hafðu súkkulaðið / cacaóið vel unnið og helst lífrænt.

 

Njóttu þess að narta.

 

 


Ekki vera pirruð og súr pitta í sumar

Sumarið er tími gleðskapar, braðgmikils matar og grillveisla en einnig tími sjóðheitra pitta samkvæmt indversku ayurvedafræðunum. Til að gera langa sögu stutta stendur pitta fyrir frumefnin eld og vatn sem býr í okkur öllum en er þó ríkjandi hjá þeim sem skora hæst sem pitta líkams/hugargerðir (taktu prófið). Það er alltaf gott að að hlúa að pittunni í okkur öllum en umfram allt ættu þeir að gera það sem koma sterkir út úr pitta prófinu. Því eins magnað element og eldurinn er getur pittan líka brunnið yfir og orðið ótrúlega súr og pirruð en vatnið getur líka slökkt eldinn.

Alveg eins og mannfólkið skiptast árstíðirnar hver í sína doshu sem eru; kapha, vata og pitta. Þær byggja á frumefnunum fimm; eter, lofti, eldi, vatni og jörð. Þegar allt er í jafnvægi innan hverrar manneskju erum við í mjög jákvæðu (sattvísku) ástandi. En fræðin kenna líka hvernig auðveldlega megi rétta úr þegar ójafnvægi skapast sem er að gera öndvert við það sem við erum í grunninn. Skoðum pittuna betur:

Pitta er dosha hreyfingar og umbreytinga

Pitta týpaPittan er ríkjandi á sumrin, raunar frá júlí fram í septermber (á norðlægum slóðum). Þar sem pittan stjórnast af eldi og vatni er í hún í sínu besta formi með góða meltingu, kýrskýr og iðandi af framkvæmdarorku. Ef meltingin er hins vegar ekki góð og orkan ekki upp á sitt besta kann pittan að verða pirruð, súr og hitinn jafnvel óþolandi.

Þegar pittan er í jafnvægi þá er hún:

  • Ástrík

  • Framkvæmdasöm

  • Með heilbrigða meltingu (á líka auðvelt með flókin prótein eins og mjólk og glúten)

  • Með gott blóðstreymi

  • Ákveðin

  • Tilbúin í jákvæðar breytingar.

Merki um pittu í ójafnvægi:

  • Bólur og útbrot

  • Fullkomnunarárátta

  • Gagnrýnin á aðra

  • Reið

  • Kaldhæðin

  • Meltingatruflanir/bakflæði

  • Öfgakennd

  • Við upplifum þó öll mismunandi útgáfur af pitta í ójafnvægi, kannski allt þetta hér að ofan eða bara eitt. Fyrst og fremst þurfa þeir sem eru sterkar pittur í sér að gæta sín. Þær eru í mestu hættunni á að fara úr jafnvægi á þessum tíma árs.

Borðið meiri pittaróandi og kælandi mat

Það er margt gott og einfalt sem hægt er að gera til að ná jafnvægi. Það er fegurðin við Ayurveda. Og haldið ykkur nú fast því sætur og sá sem kallast er samandragandi matur í daglegri fæðu kemur jafnvægi á pitta.

Sætt: Ok, það er í lagi að borða sætu með betri sykri í. Eins og hunang, mable, kókosykur , döðlur og allt það en kannski óþarfi að láta það taka yfir líf sitt. 

Heilsusamlega fæðan sem róa eldinn og kælir vatnið er t.d.

  • Korn (þar með talið hafrar, bygg og hrísgrjón)

  • Ferskir heilir ávextir (melónur, kirsuber, fíkjur appelsínur, perur, plómur og ber),

  • Eldað rótargrænmeti (sætar kartöflur, gulrætur, rófur)

  • Kókoshnetuafurðir (þar með talið kókoskjöt, kókosmjólk kókosvatn)

  • Avóvadó

  • Mjólkurvörur (feit mjólk, rjómi)

  • Fennel (bæði fræin og grænmetið)

     

Pitta maturBeiskt: Beiskur matur er léttur, hefur róandi áhrif á líkamann og jafnvægistillir hitann í pitta líkams/hugargerðinni. Til að njóta góðs af beiskum mat bættu þessu inn:

  • Laufríku grænmeti

  • Tei, hvort sem er svörtu, með blöndu af túnfífli (dandelion) eða myntu. Ekki hafa það sjóðheitt.

  • Beiskir ávextir (þroskað greip, sítrónur og græn epli)

  • Grænt grænmeti (aspas, grænar baunir agúrkur, kúrbítur)

  • Ferskar jurtir (sérstaklega kóríander) 

Samandragandi: Samandragandi fæðu getur verið kúnst að finna, en þú getur merkt hana á því ef hún er þurr á tungunni. Þessi matur er kælandi og um leið léttir á líkama og anda.
Skimaðu eftir.

  • Baunum

  • Linsum

  • Ávöxtum (eplum, banönum, granaeplum og mjög safaríkum ávöxtum)

  • Hráu grænmeti eins og spergilkáli og sellríi)

  • Steinselju, túrmerki

Fita og olíur: Þetta meikar allt sens líkt og þegar eldurinn logar glatt getur pittan orðið mjög þurr. Hún þarf líka að gæta þess að smyrja sig að innan með feitri fæðu, í hófi þó. Bestu heilsusamlegu olíurnar á sumrin eru:

  • Avóvadó

  • Kókosolía

  • Ghee

  • Sólblómaolía

  • Olívuolía

Borðaðu minna af hitagefandi fæðu:

Á meðan við þurfum flest að kæla okkur í sumar ættum við að forðast eða minnka til muna fæðu sem er mjög sölt, súr og sterk.Borðaðu/drekktu eftirfarandi í hófi:

  • Áfengi (sérstaklega rautt)

  • Pikklaða fæðu

  • Soja sósu

  • Hvítlauk

  • Cayenne pipar

  • Alla heita piparávexti

  • Heitar sósu

  • Súkkulaði

  • Næturskuggagrænmeti (laukur, tómatar)

  • Súrar mjólkurvörur (sýrður rjómi) 

Fennel gæti verðið besti vinur þinn í sumar

fennelFennel er undursamlegt grænmæti sem örvar heilbrigða meltingu á sama tíma og það kælir og eykur upptöku næringarefna. Eitt það dásamlega við fennel er að það er hrikalega gott ef þú sneiðir niður og sáldrar á það smá salti (í hófi) og olífuolíu og hefur það sem snakk eða salat með mat.

Og svo er það fennelteið:

Prófaðu þetta einfalda fennel te, sem er raunar gott eftir hverja máltíð.

1 til 2 tsk mulin fennelfræ

1 bolli sjóðheitt vatn

Undirbúningur:

Settu mulin fennelfræ í sjóðheitt vatnið og láttu standa í 10 mínútur. Síaðu fræin frá og drekktu þegar það er orðið volgt. Raunar er frábært að gera stærri skammta og eiga á flösku inn í ísskáp. Fennel te er mjög svalandi sumardrykkur og sumir bæta líka við kóríander og kúmín fræjum, sem gerir teið ennþá áhugaverðara.

Vertu kúl í sumar

Sumarið er tíminn til að fagna og njóta sólar. Því er um að gera að passa upp á pittuna svo allt fari ekki úr skorðum. Það er svo mikil og falleg orka í pittunni sem við gætum öll notið ef við erum þó ekki nema sé smávegis meðvituð. Við verðum kærleiksríkari, orkumeiri og skemmtilegri.
Það sem kallast sattvískt kúl.

 

Sjá nokkrar áhugaverðar greinar um ayurveda.

 


5 mikilvægustu orkuvítamínin

Ertu stöðugt þreytt/ur? Mætti svefninn vera betri? Er orkan alltaf að detta niður? Þá er spurning um hvort maturinn færi þér næga næringu? Það eru margir að glíma við allskonar þessa daganna. Sumir borða lítið, aðrir mikið, en samt er eins og eitthvað vanti upp á fyrir ansi marga. Það kann að stafa því að þú ert ekki að fá öll þau vítamín sem eru þér lífsnauðsynleg.


orkaÞað er skynsamlegt að byrja á að spyrja hvaðan orkan okkur kemur? Orkan kemur auðvitað að mestu úr því sem við borðum. Orkuframleiðslan í hvatberunum okkar veltur á breidd þeirra næringarefna sem við neytum en líka hæfni líkamans til að taka næringuna upp. Ef orkan er vandamál er mjög líklegt að þig vanti vítamín eða steinefni.

Því að þó að við borðum vel og heilsusamlega, kann að vera að við missum af mikilvægum vítamínum sem samt er svo auðvelt að nálgast. Samkvæmt vísindalegum rannsóknum fá meira en 2 billjónir mannkyns ekki nægilega næringu.


Ásamt góðum mat er mjög líklegt að nokkur vönduð vítamín og bætiefni geti bætt úr því. Upp á síðkastið hefur flest gengið út að styrkja ónæmiskerfið, sem er gott mál, en þegar kemur að orkunni er gott að huga að 5 lífsnauðsynlegum vítamínum og steinefnum til að halda orkunni uppi.

B-vítamín eru hin einu og sönnu orkuvítamín
B-vítamín eru vantsleysanleg og styðja ensím líkamans til að breyta fæðu í glúkósa sem líkaminn brennir til að framleiða orku. Í raun eru B-vítamínin (sem vinna best öll saman) hið eina sanna bensín sem líkaminn þarf á að halda. B12 þarf þó að vera undir mestri smásjá hjá mörgum, sérstalega grænkerum. En hafðu líka B5 vítamínið í huga því skortur á því getur komið fram sem þrálátt slen, blóðsykurskortur, hárlos, þunglyndi, tilhneigingu til sýkinga, svima og mörgu öðru. Með því að taka inn góða B-vítamín blöndu er líklegt að orkuleysi, þreyta og slen hverfi á braut. 2

Magnesíum. Eykur gæði svefns
Það segir sig sálft, ef við sofum ekki vel verður orkan aldrei upp sitt besta. Magnesíum er sannarlega eitt mest gefandi steinefnið fyrir líkamann. Magnesíum kemur að meira en 300 efnaskiptaferlum, þar með talið orkumyndun, vöðvavirkni, taugakerfi, hefur mikil áhrif á það hvernig við sofum og hvernig við stöndumst álag. Sem betur fer er magnesíum að finna í miklu magni í mat en þó ekki nægjanlegu þar sem talið er að 70% mannkyns þjáist af skorti á magnesíumi. Almennt þrek – já og orkuleysi er gjarnan tengt skorti á magnsíumi.Áttu erfitt með svefn? Þá er gæti gott magnesíum verið málið. Það tengist sannarlega betri orku, samkvæmt vísindalegum rannsóknum 3.

Járn eykur orkuefnaskiptin
Járn er lífsnauðlegt líkamanum og og eitt af þessum efnum sem kemur að mikilvægum efnaskiptum og færir súrefni um líkamann. Járnskortur er algengasti næringarskortur í heimi. 4
Konur sem fara á erfiðar blæðingar, ófrískar konur og grænkerar eru í mestri hættu á járnskorti. Barnshafandi konur þurfa nærri tvöfalt meira járn á dag en karlmenn. 5
Járnskortur er tengdur orkuleysi, heilaþoku og grunnri öndun.

C-vítamín er ómissandi
Það er alltaf ástæða til að tala um C-vítamín sem þykir ekki bara mikilvægt í vesturheimi heldur er ein allra mikilvægasta næringin skv. Ayurveda fræðunum og líka kínversku alþýðulæknisfræðinni. C-vítamín hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið en líka orku okkar, þar sem það sem kemur að margvíslegum efnaskiptum líkamans, þar með talið orkuefnaskiptum. Nánar tiltekið þarf C-vítamín til ótal margra hluta, svosem kollagenframleiðslu, karnitíni, innkirtlastarfsemi og myndum taugaboðefna. Skortur getur valdið skyrbjúg, minni teygjanleika í húð, marblettum, lítilli vöðvaspennu, bólgum í tannholdi og því að sár séu sein að gróa.
Þá ýtir C-vítamín undir upptöku járns sem hefur áhrif á orkuframleiðslu. C-vítamín er algerlega ómissandi.

Joð fyrir skaldkirtilinn
Joð er enn eitt næringarefnið sem er lífsnauðsynlegt orkubúskapnum og ekki síst skjaldkirtlinum. Skortur á joði leiðir gjarnan til þungra efnaskipta og jafnvel algers þrots.

Heimildir:

1)    Usha Ramakrishnan; Prevalence of Micronutrient Malnutrition Worldwide, Nutrition Reviews, Volume 60, Issue suppl_5, 1 May 2002, bls: S46–S52, https://doi.org/10.1301/00296640260130731

2)    Kennedy, David O. et al. “Effects of High-Dose B Vitamin Complex with Vitamin C and Minerals on Subjective Mood and Performance in Healthy Males.” Psychopharmacology 211.1 (2010): 55–68. PMC. Web. 6 feb. 2018.

3)    Abbasi, Behnood et al. “The Effect of Magnesium Supplementation on Primary Insomnia in Elderly: A Double-Blind Placebo-Controlled Clinical Trial.” Journal of Research in Medical Sciences : The Official Journal of Isfahan University of Medical Sciences 17.12 (2012): 1161–1169. Prentútgáfa.

4)    World Health Organization, Micronutrient deficiencies. Sjá á: http://www.who.int/nutrition/topics/ida/en/

5)    NHS, Vitamins and Minerals: Iron, sjá á https://www.nhs.uk/conditions/vitamins-and-minerals/iron/

 

 


Sjálfsumhyggja í samgöngubanni

Aldagömlu heilsukerfin, jóga og Ayurveda, gera sannarlega ennþá sitt gagn þegar líkamleg og andleg heilsa er það sem öllu skiptir. Ef þú eykur kraft og umfang þessa þátta í lífi þínu er mjög líklegt að þér takist að styrkja varnir líkamans og halda gleðinni.

Byrjaðu daginn á hugleiðslu.

Mörg okkar höfum prófað hugleiðslu og sum haldið áfram. Fyrir nokkra þýðir hugleiðsla það að stilla orkustöðvarnar og róa hugann. En hugleiðsla gerir svo margt annað, eins og t.d. það sem skiptir mestu máli í dag, sem er að styrkja varnir líkamans. Það er líka þekkt að hugleiðsla dregur úr háþrýstingi og streitu sem er auðvitað ekkert annað en gott fyrir ónæmiskerfið.
Sjá grein um margar hliðar hugleiðslu HÉR.

Hafðu jurtirnir með

Margir sem hafa kynnst ferðamönnum frá Asíu á Íslandi hafa komist að því að þeir vilja heldur heitt vatn en kalt. Ayurveda mælir líka með heitu vatni og jurtatei. Gott sé að notast við jurtir eins og engifer, túrmerik, svartan pipar, kóríander, kardimommur og aðrar þekktar lækningajurtir. Sagt er að engifer sé einna öflugastur nú á tímum. Margar rannsóknir styðja að engifer dregur úr sljó- og flökurleika og jafnvel úr vöðva og beinverkjum. Engifer er beiskur og dregur úr slími (kafa), þessu blauta og þunga sem í okkur býr en fer gjarnan úr jafnvægi þegar við veikjumst. Hitt er mikilvægt að hafa í huga að ekki er skynsamlegt að taka margar tegundir verkjalyfja og blóðþynningarlyfja á sama tíma og engifer, því engiferinn er blóðþynnandi.

Stundaðu viðsnúið jóga

salamba-sarvangasana-yoga-figurine-shoulderstandEf þú stundar ekki jóga, byrjaðu í dag. Það er svo margt við jógað annað en bara jógastellingar. Viðsnúar jógastöður geta m.a. snúið við blóðflæðinu sem er hressandi fyrir ónæmikerfið. Þegar höfuðið er undir hjartanu og rassinn upp í loft. Hér er verið að vísa m.a. til Sarvangasana (herðastöðunnar) eða Uttanasana (frambeygju), þegar sogaæðavökvinn flæðir að öndurvegi þar sem vírusar og bakteríur eiga greiðustu leiðina inn í líkamanum. Þegar þú ferð aftur í standandi stöðu ættu eitlar líkamans að hafa hreinsa sig að einhverju leyti. Svo umfram allt eru viðsnúnar jógastöður ákkúrat málið núna til að styrkja ónæmiskerfið.
Meðal þeirra sem mæla með jóga á tímum Covid 19 er læknadeild Harvard háskólans.

Hreinlæti

Það þarf svosem ekkert að fjölyrða um það hér, eins mikið og um það hefur verið um það fjallað. En hreinlæti kemur sannarlega fyrir í jógafræðunum. Í jóga sútrum Patanjali er talað um “Shaucha” sem merkir hreinlæti. Um það er fjallað í fyrstu Niyamas (Niyamas er annar armur jóga fræðnanna). Þar er ítarlega farið yfir hreinlæti og m.a. sagt að hreinlæti hvers og eins skipti jafn miklu máli og það að tryggja hreinlæti í umhverfinu til að forðast sýkingar og smit.

Haltu þig frá köldum og líka brösuðum mat

Mikið af köldum mat dregur úr styrk meltingarinnar. Einnig brasaður og þungur matur. Ayurveda og jógafræðin mæla með heitum sætum súpum, allskonar góðum grænmetiréttum, jurtum og góðu korni til að hafa meltinguna sem allra öflugasta. Njótum umfram allt góðs og holls matar og pössum vel upp á bragðflokkana.

Andaðu djúpt!

Lovely+LungsÞað er vel þekkt að djúpar öndunaræfingar hafa afar góð áhrif á okkur og draga úr streitu og kvíða. Það er hætt við því að þegar þú byrjar að anda djúpt þá getir þú ekki hætt. Dýpri öndun eykur andrýmið í öllum skilningi, hreinsar lungun, styrkir ónæmiskerfið, eykur blóðflæðið og gefur okkur andlegan og líkamlegan styrk.

Mátulegur svefn

Jógafræðin líta svo að mátulegur svefn sé málið. Ekki of lítill og ekki of mikill. Þegar við sofum framkvæmir líkaminn mikilvægar frumuskiptingar sem eru vörn gegn sýkingum og halda líkamanum hreinum og eins heilbrigðum og unnt er. Reglulegur og nægur svefn hefur sannarlega verið tengdur við sterkara ónæmiskerfi.

Ashwagandha og aðrir apdaptógnear

Ashwagandha er ein elsta grunnjurt jógafræðanna. Talað er um að hún dragi úr streitu, kvíða og þreytu og hafi þar með góð áhrif á ónæmiskerfið. Ashwagandha læknar sjálfsögðu enga vírusa en getur hjálpað okkur að ná og viðhalda góðri orku. Nokkrar vestrænar jurtir eru af sama toga, þ.e. apdaptóngenar og fást líka hérlendis, eins og burnirótin sem og margar góðar blöndur.

Heit sturta

Heit sturta er alltaf kærkomin en notaðu allt þetta góða og nærandi eins og epsom salt og lífrænar kjarnaoliur. Dekraðu við þig og nuddaðu líkamann nátt og lágt. Og þá komum við einum mesta galdri Ayurveda fræðanna sem er abyghgna, eða....

Sjálfsnudd

Vissir þú að það sama orð yfir olíu og ást í Sanskrít. Það er orðið Sneha. Það má enda líta svo á að ástin sé olía lífsins. Sjálfsnudd með olíu er ein dýpsta sjálfsumhyggja jóganna. Hitaðu olíu undir heitri vatnsbunu eða settu í vatnsbað, líkt og þegar þú ert að bræða súkkulaði eða smjör. Hafðu hana vel heita. Það er notalegra. Komdu þér í núvitundarástand. Vertu með sjálfri/um þér. Hafðu hugann við þann líkamspart sem þú ert að bera á hverju sinni.
Sittu eða stattu á handklæði og vertu í herbergi sem er hlýtt og notalegt, sem oftast er inn á baði. Gott er að taka frá sérstakt handklæði sem þú notar eingöngu fyrir olíunuddið.

Notaðu lítið af olíu í einu og nuddaðu vel þar til hún fer inn í húðina.  Gerðu eins og almennt er ráðlagt, byrjaðu á fótunum (og já iljunum líka) og nuddaðu uppeftir líkamanum í hringlaga hreyfingum. Notaðu báðar hendur. Þeir sem eru háir í vata orku ættu að hafa hreyfinganar mýkri en kafa týpurnar kröftugri. Pitta líkamsgerðin er þar á milli.
Sjálfsnudd eykur blóðflæði, ekki síst til okkar fíngerðu taugaenda, róar taugakerfið, mýkir liði og eykur núvitund. Sjá hér betri útfærslu á sjálfsnuddi og heilun HÉR:

 

Við mælum svo með streymi margraskonar og jóga og hugleiðslu sem nánast allar jógastöðvar landsins bjóða upp á um þessar mundir.

Njótið.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband