ER ÞURRKURINN AÐ NÁ ÞÉR?

 

 

Margir kvarta sáran undan þurrki þessa daganna, meiri en nokkru sinni. Hvað veldur? Haustið er brostið á sem er einn þurrasti tími ársins. Margir kenna um mikilli sprittnotkun undanfarið og ekki hafi grímunotkun og gosmengunin bætt úr.

Hvernig birtist þessi þurrkur? Nokkrir finna fyrir óþægindum í húð, sérstaklega á höndum og aðrir í andliti og fótum. Þurrkurinn birtist líka í augum, eyrum, nefi, munni og kynfærum. En lúmskastur er hann þó í meltingunni, sérstaklega ristli og taugakerfinu.

Kaldur vírus
Þegar þurrkur sest að í meltingunni er hann stundum kallaður “kaldur vírus”. Birtingamyndirnar eru gjarnan harðlífi og loft í meltingunni en þurrkurinn teygir sig líka upp í öndunarfærin og víðar.

Margir hafa þegar lýst áhyggjum yfir mikilli sprittnotkun undanfarið (sem þó var nauðsynleg) um að hún hafi líka raskað örveruflórunni. Eitt af mikilvægu ráðunum við því er að muna að taka inn vinalega meltingargerla, gerla eins hinn öfluga saccharomyces boulardii og vini hans og muna að neyta fjölbreyttra trefja sem ýta undir að góðu bakteríurnar fjölgi sér.

Það má ná tökum á þurrki ef gripið er inn í nógu snemma. Indversku lífsvísindin hafa margt fram að færa þegar kemur að þurrki, sem þó geti verið á mismunandi stigum. Kuldinn er samandragandi og felur í sér frumefin loft og jörð. Þegar kuldi og þurrkur fara saman hverfur djúsinn úr umhverfinu. Samanber haustið þegar grasið gulnar og laufin falla af trjánum (á meðan t.d. vorið flokkast sem kafa sem er kalt og rakt). Þannig eru maðurinn og náttúran eitt í augum Ayurveda. Nú þegar haustið nær yfirhöndinni með öllum sínum þurrki þurfi því að huga sérstaklega vel að slímhúðinni.

6 stig sjúkdóma
ÞurrkurAyurveda nefna í sínum ritum sex stig sjúkdóma. Á fyrstu 2 stigunum fara hlutirnar lítillega úr skorðum en eru staðbnundnir. Það sé allt frá þurrum hægðum til harðlífis og lofts í maga. Á þriðja stigi og yfir er talað um að loftið flæði yfir og fari út í blóðrásina og þaðan í frumurnar.

Það sem þessi greinagóðu fræði kenna er að besta ráðið til að mæta kulda og þurrrki sé einfaldlega með hita og raka. Það sé best að gera í gegnum munn, nef, augu, eyru og húð en umfram allt þarf að halda meltingunni rakri. Þannig vinnum við best gegn þurrki.

Þau er ekki öll auðveld hugtökin sem koma fram í Ayurvedafræðunum. Meltingarörvandi kallast Dipanans og er flokkur fæðu / jurta sem sögð eru endurreisa jafnvægi meltingarinnar. Auðvelt er að ná aftur jafnvægi í gegnum fæðu og lífstílsbreytingar ef við erum bara á 1 eða 2 stigi og jafnvel á því 3ja. Það er ekki fyrr en fyrir ofan 3ja stigið að við þurfum sérstaka meðhöndlun með lækningajurtum og öðrum langtíma aðferðum.

Hiti, beiskja, olía og safi
OlíaÞað þarf vart nefna, jafn augljóst og þar er, að fyrst og fremst þurfum við að forðast það að borða ís og aðra ískalda og frosna fæðu á þessu tíma ársins. Nú er lag að borða borða það sem er hitagefandi. Leggja þarf sérstaka áherslu á heit krydd án þess að maturinn sé þó of þungur. Gott er að hafa matinn beiskan frá náttúrunnar hendi. Þannig eru safaríkar og matarmiklar súpur ákkúrat málið núna, sem og heitir drykkir og grænmetisþeytingar með heitum jurtum. Kryddin eða lækningajurtir sem eru sérlega gefandi núna eru kúmínfræ, sinnepsfræ, kanill, kardimommur, engifer, fennugreek, svartur pipar, chilí, cayanne pipar og jafnvel líka basil. Öll þessi krydd auka varmann í líkamanum. Mikilvægt er að bæta góðri olíu við matinn því annars geta þessi sterku krydd valdið ennþá meiri þurrki. Sæta og braðgmikill matur (sæta og selta) færa orku inn í vefina en þess má geta að sæta er sett saman úr jörð og vatni og salt úr vatni og eldi. Miklu skiptir að nota alltaf ögn af salti í flestan mat til að örva þann hluta tungunnar sem ýtir undir að við finnum og virkjum bragðið af öðrum kryddum.

Olía í öll vit!
Passið sérstaklega upp á raka í augum, eyrum, munni, nefi og auðvitað húð. Ayurveda mæla með notkun olíu á alla þessa staði, sérstaklega yfir haust- og vetrartímann. Hafðu það einfalt. Settu dropa af ghee-i í augun, dropa af hlutlausri og lífrænni jurtaolíu í eyrun og góða lífræna olíu í naflann en “púllaðu” þ.e. dreyptu á olíu og láttu hana leika um munn og munnhol í fáein andartök. Þá er bráðsniðugt að hafa á sér olíu í lítilli flösku með dropateljara til að setja í nefið yfir daginn.

Túrmerik 2Haltu meltingunni rakri. Lakkríste, kanill, túrermerik te/latté með nokkrum dropum af kókosolíu eða ghee-i vökvar líkamann að innan. Þá er kaffi með gheei, kókosolíu eða MTC olíu mun betra fyrir okkur á þessum tíma árs því kaffið er þurrt. Nokkur hörfræ eða chia fræ út í teið viðhalda einnig góðum raka í meltingunni.

Olíunudd þarf varla nefna, svo oft hef ég skrifað um það. Það liggur til grundvallar góðri heilsu að mati indversku fræða. En til að gera langa sögu stutta er best að kafa líkamstýpurnar noti lítið magn af olíu, pitta miðlungs magn og vata líkams/hugarðgerðin ætti að nota mest af olíu. Olían þarf helst að vera volg eða heit. Allra best er þó að hafa olíu með öllum mat og/eða taka inn góðar jurtaolíur með lífsnauðynlegum fitusýrum. Olían þarf að ná til meltingar, vefja, liða og ekki síst vefja í heilanum, CSP(CerebroSpinalFluid). Hér má sjá leiðbeiningar um olíunudd.

Húfa, trefill, svefn og taugar
Húfa og trefill þykja líka mikilvæg vörn gegn þurrki og kulda. Bæði kínverka alþýðulæknisfræðin og Ayurveda hafa ákveðna orkupunkta í huga á höfði og hálsi þar sem loft kemst auðveldlega inn í líkamann. Húfa og trefill eru því góð ráð til forðast að fá loft inn í taugakerfið sem ku geta sett óþarfa álag á taugarnar.

Svo er það blessuð hvíldin. Það að hvílast vel minnkar líkur á þurrki. Góð melting reiðir sig á gott ónæmiskerfi og gott ónæmikerfi hangir á góðum svefni. Segir sig sjálft. Sagt að góður svefn smyrji líkamann hátt og lágt í gegnum ákveðið ferli í sefkerfinu þegar við hvílumst vel. Sá prósess hefst í meltingunni sem leiði svo út í taugakerfið.

Hafið í huga að þegar þurrkurinn laumar sér inn getur verið kúnst að ná honum út. Ekki gefast upp. Vestrænu fræðin eiga mörg ágætis ráð til að bregðast við þurrki en Ayurveda vill umfram allt fyrirbyggja að þurrkurinn fari á flug og nái óþarflega djúpt inn í skrokkinn.

 

 

 

 

 


Hámaðu í þig C-vítamín í sumar

Eitt af þeim vítamínum sem bar hvað hæst í umræðunni í Covid er C-vítamín. Það vítamín er sannarlega tengt húðinni (undirstaða kollagenmyndunnar og unglegs útlits), sjónin þarf C-vítamín, liðir, beinin og margt annað. En umfram allt er C-vítamín afar mikilvægt fyrir ónæmiskerfið til að verjast sýkingum.

Undanfarið hefur vaknað mikill áhugi margra á að næra sig með forvarnir og almennt betri líðan í huga. Þá er mikilvægt að ítreka að C-vítamín er eitt af miklilvægustu næringarefnunum sem á stærsta þáttinn í að hægja á öldrum og hrörnun líkamans.

Margir hafa spurt okkur í Systrasamlaginu hvernig megi fá meira C-vítamín úr fæðu (fyrir utan appelsínum sem ekki fer vel í alla). Það er gnótt af C-vítamíni í berjum, öllum sítrusávöxtum, laufmiklu grænmeti og spergilkáli. Flestar alþýðulækningar leggja afar mikla áherslu á C-vítamín til að fyrirbyggja sjúkdóma.

C-vítamín, eða ascorbic sýra er vatnsleysanlegt vítamín, sem hagar sér eins og andoxunarefni. Nauðsynlegt er að fá það úr mat því líkaminn getur ekki framleitt það sjálfur. Það eru alls ekki bara appelsínur sem eru C vítamín ríkar. Sólber eru t.d. ein kröfugasta C-vítamín uppspretta náttúrunnar. Hér er góður listi yfir framúrskarandi C-vítamín ríka fæðu sem þú skalt nota tækifærið til aðháma í þig í sumar. Sólber

 

1. SÓLBER

Bolli: 203 mg (338 prósent af ráðlögðum dagskammti).

Mjög breið blanda andoxunarefna, C-vítamín og trefjar. Geyma einnig A, B og E vítamín.

Margir rækta sólber á Íslandi en þau eru líka hægt að fá frosin af góðum gæðum og þekkt saft sem er að vísu mikið sykrað. Sólber eru frábær í sultu, söft, þeytinga, mögnuð í Acai skálar (eru t.d. í Systrasamlagsins skálinni), góð í granóla, út á jógúrt og salat. Að ekki sé talað um í eftirrétti.

 

2. KÍWI

Bolli: 164 mg (273 prósent af RD)

Ríkt af C vítamíni, kalíum, kalki, K-vítamíni og fólínsýru.

Gott í ávaxtasalöt, þeytinga og eftirrétti og auðvitað eitt og sér.

 

3. LAUFMIKIÐ GRÆNMETI, spínat, grænkál.

Bolli spínat: 80 mg (134 prósent af RD)

Sneisafullt C- vítamíni og andoxunarefnum, þar með talið flavónóíðum, jurtafenólum, A, vítamíni, kalki, trefjum, ofl.

Notaðu í salatið, þeytinga, grænmetisrétti og súpur.

 

4. SPERGILKÁL og annað af krossblómaætt.

broccoliBolli, 81 mg (135 prósent af RD)
Mjög hátt í A, C, E, K og B vítamínum, fólínsýru, trefjum og andoxunarefnum eins og lúteini og sulforaphane.

Gufusjóðið, steikið, borðið með fiski, notið í súpur. Endalausir möguleikar.

 

5. GREIP, mandarínur og aðrir sítrusávextir:

1/2 ávöxur: 38 mg (164 prósent af RD)

Stútfull af C- vítmíni og öðrum andoxunarefnum, sem og fólínsýru, kalki, trefjum ofl.

Borðaðu sem millibita, og notaðu í þeytinga, kreystu safa. Dásamlegt að nota í salatsósur.

 

6. PAPRIKA og aðrir piparávextir.

Bolli: 120 til 190 (317 prósent af RD)

Frábær uppspretta C og A vítamína, kalíums, magnesíums og B-vítamína.

Notið í salöt, samlokur, pottrétti, tacó, hummus, ídýfur, steikið. Hér er fullt af möguleikum.

 

7. BER (allskonar; bláber, acai og jarðaber ofl.)

Bolli jarðaber 89 mg (149 prósent af RD)

Mjög rík af andoxunarefnum, þar með talið fjölfenólum, eins og anthocyanins, C og A vítamínum, trefjum, mangani og K-vítamíni.

Best að borða nýtt og ferskt en líka súper í grauta, jógurt, bakstur, sultur og þeytinga.

 

8. ANANAS (plús mangó og aðrir suðrænir ávextir)

Bolli ananas: 79 mg (131 prósent af RD)

Fullt C-vítamíni, en líka ensímum eins og brómelíni, magnesíum, mangani og B-vítamínum.

Grillaður ananas er ómótstæðilegur. Líka góður í grauta, þeytinga, bakstur og eftirrétti.

 

9. TÓMATAR

1 bolli 23 mg (38 prósent af RD)

Talsvert af C-vítamíni og andoxunarefnum, A-vítamíni, fólínsýru og krómi

Skemmtu þér í sumar við að búa til tómatsósur og súpur. Notaðu í salöt og grillaðu.

Ef þú kýst að taka inn C-vítamín, sem margir ættu að gera, er mikilvægt að það sé unnið úr óerfðabreyttri fæðu. Þá fer mun betur í marga að C-vítamínið sé í fylgd fitusýra, án þess að það sé endilega “liposomal”. Því miður er mikið af liposomal C-vítamíni kemískt unnið, oft prófað á dýrum og stundum erfðabreytt. Hafðu heldur C-vítamínið náttúrulega unnið, í fylgd góðra fitusýra, án aukaefna og í öllum bænum, forðist það sem hefur verið prófað á dýrum.

 

 


Hefurðu prófað mjólkurfótabað?

Á dögum forn Egypta er sagt að Kleópatra hafi baðað sig upp úr hunangi og mjólk til að fá mýkri, sléttari og ljómandi fallega húð. Indverjar eiga líka mikla sögu um mjólkurböð í fegrunar- og lækningaskyni. En þau snúa meira að því að baða fæturnar upp úr mjólk fremur en allan líkamann.

MjólkurfótabaðDr. Deepa Apte sem er vinsæll ayurveda læknir í London segir fátt betra en að bæta lífrænni mjólk út í fótabaðið. Það kælir líkamann, eykur blóðstreymi, dregur úr þreytu og bætir svefn. En að auki sýrujafni notalegt mjólkurfótabað líkamann og jarðtengi okkur. Til að ná enn betri árangri mælir Dr. Apte með því bætt sé 1 tsk af gheei út í heitt fótabaðið.

Fyrir þá sem ekki þekkja er ghee hin tæra olía í smjörinu. Ghee er sannarlega mýkjandi en líka þekkt fyrir að minnka slæma kólsterólið, hamla myndum bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma og vinna gegn öldrun. Ghee þykir jafnframt eitt besta heilafóður sem náttúran gefur af sér og geymir t.d. omega 3 og 6 í hárnákvæmum hlutföllum, sjá grein um GHEE.

 

Gaman er að geta þess að bæði mjólk og ghee er sagt henta öllum líkamsgerðum (vata, pitta, kapha), segja ayurveda sérfræðingarnir. Þær sefa pitta og vata en gera líka kafa líkamsgerðinni gott í hófi.

 

Svona berum við okkur að:

Hitið vatn og bætið við 1 bolla af lífrænni Bíóbú mjólk og 1 tsk af gheei

Baðið fætur ykkar í 15 mínútur.

Skolið fætur upp úr volgu vatni eftir fótabaðið

Líka má bæta við nokkrum dropum af lavender og baðsalti, ef vill.

 

Kostir mjólkurfótabaðs:

  • Kælir líkamann
  • Bætir svefn
  • Eykur blóðstreymi
  • Degur úr þreytu
  • Minnkar mígreni
  • Mýkir fætur
  • Dregur úr kvíða og jafnar hjartslátt
  • Sýrujafnar líkamann
  • Eykur teygjanleika húðar
  • Fjarlægir dauðar húðfrumur
  • Eykur hárvöxt og sagt koma í veg fyrir myndun grárra hára
  • Nærir; mjólk er rík af E vítamíni og sinki og ghee sneisafullt af lífsnauðsynlegum fitusýrum.

 

Mjólkurfótabað er yndislegt á íslensku sumarkvöldi. Hentar flestum, nema auðvitað þeim eru með laktósa óþol.

 


Púlsinn tekinn á fyrsta ársfjórðungi. Vítamín og bætiefni sem styðja við geðheilsu rjúka út!

2020 var streituvaldandi en 2021 virðist ekki síður ætla að taka á Íslandi og í víðri veröld. Þegar er vitað að veiran hefur leitt til aukinnar sókn í geðheilbrigðisþjónustu í öllum aldurshópum.

Að sama skapi hafa fleiri sóst eftir vítamínum og bætiefnum sem styðja við geðheilsuna. Skýrsla Coherent Market Insights gerir fyrir 8,5% vaxtarhraða á heila- og geðheilbrigðismarkaði á næstu 6 árum.

Theanine-amino-acid_1024xVítamín og bætiefni eins og magnesíum (slakandi), B vítamínblöndur (fyrir taugakerfið), L-theanín (slakandi/svefn), kamilla (róandi) og saffran (fyrir serótóníon) njóta mikilla vinsælda.

Ennfremur aukast vinsældir jurta sem geta slegið á streituviðbrögð líkamans. Sérstaklega burnirót og ashwagandha sem geta minnkað kvíða og dregið úr kortisóli en líka slegið á vægt þunglyndi, vinsælar.

En þó að þessi vítamín, bætiefni og jurtir geti gagnast er alltaf mikilvægt að leita góðra ráða hjá sérfróðum. Sérstaklega ef fólk er þegar í lyfjum við þunglyndi, kvíða eða öðrum geðsjúkdómum.

 

Fegurðin

Það er vitað að streita hefur einna mest áhrif á ytri fegurð okkar. Fátt ef ekkert hefur meiri áhrif á öldrun um aldur fram en streita. Það hefur leitt til þess að ásókn í jurtir í mat hafa sjaldan verið meiri. Margir leggja sig eftir kollageni en þó ekkert áhrifaríka en vel unnið C-vítamín sem má segja að sé byggingaefni vefja líkamans og undirstaða þess að við myndum kollagen. Áhugi á því sem styður við innri sem ytri fegurð fer með himinskautum.

Helstu fegurðarbætandi efnin, eða þau sem auka fegurðina innan frá og út, eru C-vítamín (hið raunverulega kollagen), omega 3, hyularonic sýra, keramíð (sem er m.a. að finna í hrísgrónaklíði), andoxunarík græn te (L-theanín / matcha) og góðar grænmetisblöndur. Fyrir utan stöku vel unnin andlitskrem, og umfram allt frábært C-vítamín og omega 3, er sérlega mikilvægt að borða frábærlega hollan mat til draga úr fínum línum og hrukkum. Gæðasvefn og hreyfing skipta líka sköpum.

Ónæmisheilsan

COVID-19 hefur og er ennþá að kenna okkur að forgangsraða heilsu okkur. Rannsóknir sýna 50% aukingu hjá neytendum sem leita eftir ónæmisstyrkjandi fæðubótarefnum. Það eru efni eins og sink, B-vítamínin, C og D-vítamín, ylliber, túrmerik og engifer. Það má heldur ekki gleyma chaga og reishi sveppum sem lengi hafa verðið notaðir til að styrkja ónæmiskerfið í óhefðbundnum lækningum, sem eru kannski ekki svo óhefðbundin lengur.

D-vítamín drottningin

Líklega heldur þó D-vítamínið að vera alfa og omega alls. D-vítamín heldur áfram að leiða hleðsluna sem topp næringarefnið fyrir heilsuna. Það gegnir lykilhlutverki í ónæmi, andlegri líðan, bein- og húðheilsu og vernd gegn langvinnum sjúkdómum. D-vítamín var mikið í fréttum 2020 þar sem ýmsar rannsóknir tengdu lágt D-vítamíngildi með aukinni hættu á fylgikvillum COVID-19. Hins vegar er þörf á frekari rannsóknum.

Gert er ráð ráð fyrir D-vítamín markaðurinn muni aukast um 7,2% til ársins 2025.

Heimildir:

https://www.mordorintelligence.com/industry-reports/vitamin-d-supplements-market

 

 


Leiðir til að fást við innri kláða

Mörg upplifum við innri óróleika þessa daganna, einkonar andlegan kláða. Jafnvel þótt margir æfi regulega, reyni að hugleiða, stundi jóga eða njóti náttúrunnar gerir óróleiki stundum vart við sig þegar síst varir og kveikjurnar geta verið allskonar. Við erum jú öll mannleg og þær eru ansi margar utanaðkomandi óróleikakveikjurnar um þessar mundir.
Stjörnumynd


Hér eru nokkur ráð við óróleika og innri kláða.

  1. Hægðu á þér
    Þegar við erum óróleg verður flest hraðara í lífi okkar. Hugsanir hoppa og skoppa, andardrátturinn verður grunnur. Það gerir okkur erfiðara fyrir að hugsa skýrt og taka heilbrigðar ákvarðanir. Prófaðu að taka hraðann í þínar hendur og flýta þér hægt.

  1. Náðu sambandi við skilningavitin
    Óróleikinn býr í huga okkar en birtist oft í líkamnum. Þegar við erum óróleg má segja að við aftengjumst skilningavitunum. Gefðu þér tíma til að tengjast þeim á ný, einu í einu.

  1. Fegurðin í einfaldleikanum
    Lífið er stútfullt af einföldum verkefnum: Við göngum, borðum, svörum tölvupósti, eldum, drekkum vatn.... Þegar við erum óróleg finnum við gjarnan fyrir stjórnleysi, jafnvel þegar við gerum þessa einföldu daglegu hluti. Prófaðu að setja meðvitund í eitthvað eitt af þessu og ímyndaðu þér að það sé í fyrsta skipti sem þú gerir það. Það er í raun ein af auðlegðum lífsins.

  2. Raunveruleikatékk
    Óróleiki stafar oft af ótta við atburði sem ekki hafa átt sér stað. Hugur okkar er mjög skapandi og kraftmikill og segir stundum sögur sem eru ekki sannar. Þegar óþægilegar hugsanir sækja á er gott að spyrja sjálfan þig: „Er þessi hugsun sönn?“ Nokkrar líkur eru á því að ósannar hugsanir sé tengdar þínum ótta. Reyndu að halda til haga staðreyndum sem endurspegla raunveruleiknn. 

  3. Taktu eftir gagnrýnandanum
    Óróleiki getur verið sársaukafullur og getur magnast enn frekar ef sjálfsgagnrýnin nær tökum á okkur. Hér getur verið merki um lélegt sjálfsmat. Þegar þú tekur eftir sjálfsgagnrýnandanum skaltu athuga hvort þú getir truflað hann með því að detta inn í hjarta þitt og segja: „Má ég læra að vera góð/ur við sjálfan mig.“

  1. Óróleikalitrófið
    Ekki er allur óróleiki/ kláði slæmur. Eins og flest liggur óróleiki og innri kláði á litrófi, sem stundum er minniháttar en getur stundum orðið að kvíða (þá er best að leita til sérfræðings). Ef óróleikinn er ekki alvarlegur má stundum beina hinum innri kláða í spennandi farveg. Ef óróleikinn starfar af einhverskonar bið eftir fréttum, notaðu tímann til að virkja þig með stuttum göngutúrum, skemmtilegri skipulagningu eða með því gera eitthvað sem þér þykir spennandi. 

  1. Liggðu og horfðu upp í loftið
    Þetta er gamalt og skothelt ráð. Leggstu niður í náttúrunni og horfðu upp í skýin og sjáðu þau þau hreyfast. Að upplifa undur náttúrunnar frá þessu sjónarhorni er alltaf nógu töfrandi til þess að við finnum fyrir smæð okkar. Það er mjög heilandi. 

  1. Hlustaðu
    Prófaðu að setja orku þína í að hlusta. Hlustaðu á vindinn, sjóinn, regnið eða bara þann sem er að tala við þig. Þú getur líka valið þægilega tónlist. Þegar við stöldrum við og hlustum náum við til þess einfalda og allt róast niður. 

  2. Æfðu 5×5.
    Á augnablikum miðlungs óróleika og kláða er hugsanlegt að þú náir að gera 5 × 5 æfinguna. Farðu í gegnum hvert skynfæri og nefndu fimm hluti sem þú tekur eftir varðandi þau. Prófaðu að nefna fimm hluti sem þú sérð, finnur lykt af, bragðar, snertir og heyrir. Þetta getur náð að rjúfa neikvætt hugsunarmunstur sem ýtir undir innri kláða.

  1.  Þekktu kveikjurnar
    Kannaðu það sem vekur með þér óróleika. Ef þú þekkir kveikjurnar þínar geturðu undirbúið róandi venjur sem beisla kláðann áður en allt stefnir í óefni.

  1. Nærðu þolinmæðina
    Óþolinmæði er óróleiki og jafnvel kvíði, á meðan þolinmæði róar og gefur léttleika. Ef þú vilt skapa leikni í kringum þolinmæði þarftu að vera á varðbergi gagnvart óþolinmæði þinni og vera forvitin um hana. Hvernig birtist óróleikinn líkamanum? Geturðu farið í gegnum hann? Þolinmæði er ekki aðeins dyggð. Hún er leið að tilfinningalegu frelsi. Hugleiðsla getur virkað gegn óþolinmæði en munum að það sama virkar ekki fyrir alla. Og þegar maður er með innri kláða er oft betra að hugleiða með hópi fremur en vera í stanslausri baráttu einn á hugleiðslupúðnum.

     

 


MANNSLÍKAMINN ER EFTIRMYND NÁTTÚRUNNAR - systur spjalla við Heiðu Björk ayurvedaspeking um djúpa vorhreinsun sem hefur tíðkast í árþúsundir

Hreinsunendurnýjun og uppbygging er heiti forvitnilegs 
námskeiðs sem Heiða Björk Sturludóttir og við systur í Systrasamlaginu stöndum fyrir um um miðjan mars. 

Þ er einmitt tíminn sem margar menningarþjóðir hefja djúpa 
hreinsun í takti við hrynjandi náttúrunnar
Sagt er  ef maður hreinsi vel til á vorin verði orkan góð það
sem eftir er ársinsjafnvel fram á næsta vorHreinsunin í 
Systrasamlaginu er einmitt byggð á fræðum indversku 
lífsvísindanna / ayurveda sem njóta vaxandi vinsælda í heiminum 
vegna heildrænnar nálgunnar og góðs árangurs.
Til 
 skilja betur út á hvað fræðin ganga er best  spyrja Heiðu fyrst um
hennar líkams-hugargerð
 

Heiða Björk ert þú fremur grönnkvikræðin og með eindæmum 
fróðleikfúshver er þín ríkjandi dosha/orka
og hvernig fer efnið og andinn saman? 

Heiða segir skemmtilega frá: ,,Mitt prakriti eða meðfædd líkams- og hugargerð er VATA-PITTA. Vatan er dosha LOFTS og RÝMIS. Þessi hugtök voru fest á þessa doshu eða orkutegund, til að ná sem best utan um eiginleika hennar. Þannig einkennast vata týpurnar m.a. af hreyfanleika, breytileika, léttleika og þenslu sem skýrir granna líkamsgerð og hreyfanleikinn kemur fram í kvikum hreyfingum og tali. Rýmið í vata leitar alltaf lengra sem skýrir fróðleiksfýsnina. Þær vilja vita meira og meira og fá aldrei nóg! Vatan er skapandi orka svo vata fólk elskar að búa sér til nýjan starfsvettvang sem hefur verið einkennandi á mínum ferli. Pittan er dosha ELDS OG VATNS. Þó er eldurinn ríkjandi og vatnið er þarna með einungis til að hemja eldinn. Eldurinn er skarpur, heitur og umbreytandi sem gefur pitta fólki ákafa, einbeitingu og skerpu til að ná sínum markmiðum. Hitinn getur gefið pittunni mikið keppnisskap. Stundum gæfi ég mikið fyrir að hafa svolítið meira af hinni rólegu, stöðugu kapha orku. Enda á vata týpan það til að fara á yfirsnúning og takast of mörg verkefni á hendur og þá er stutt í kvíðann. Kapha orkan er mjúk, svöl og stöðug og getur bremsað af óæskilegar hliðar Vata og Pitta doshunnar. Þess vegna reyni ég að auka kapha orkuna hjá mér, þegar æsingurinn í lífi mínu er orðinn of mikill og ég þarf meiri stöðugleika, ást og mildi inn í líf mitt. 

Skiptir
 máli hver við erum í grunninn 
og hvernig við þróumst eða þroskumst? 

,,svo sannarlega skiptir miklu máli  vita hver maður er í grunninnþ.e.  við þekkjum meðfædda líkamsgerðþví hún 
breytist ekki yfir ævina,“ svarar Heiða  bragði. 
,,Við eigum að lifa í samræmi við okkar prakriti/grunn, því þá haldast doshurnar/orkan í jafnvægi. Það er rót sjúkdóma þegar doshurnar/orkan fara úr jafnvægi. Vata prakriti þarf t.d.  passa sig á  halda ekki of mörgum boltum á lofti í einuvarast þurrk og kulda og vera ekki of mikið á þeytingitil  brenna ekki upp orkuna sína
Vatan á t.d. ekki  stunda krefjandi líkamsræktþví hún
brennir svo mikilli orku fyrir  hún  ekki við reglulegum
krefjandi æfingumÞá gengur hún á kjarnann sinn og veiklar sig. 
Hún þrífst betur á mjúkum jarðtengjandi æfingum eins og pilatesrólegu jógatai chigöngum í náttúrunni og því um líku
Pittan getur aftur á móti mun frekar hamast í cross fit, spinning og öllu því sem brennir mikilli orkuPittan þarf þó að gæta sín að fara ekki of geyst, ekki hafa ákefðina of mikla. 
Kaphan þarf hreinlega á krefjandi hreyfingu  halda til 
hreyfa við kyrrstæðri orku sinni og hægum efnaskiptum. Sama er að segja um mataræði og annan lífsstíl, það á ekki það sama við um allar líkamsgerðir. Allt gengur út á að halda doshunum/orkunni í jafnvægi. Grunn-mantran er þannig að ólíkt róar og líkt örvar. Þar sem vatan er þurr og létt orka, örvast hún ef þurr og léttur matur er borðaður eins og tekex, hrökkbrauðhrískökur, hrásalöt og baunaspírur. Ef vata týpan borðar mikið af slíku er hætt við að vata orkan fari úr jafnvægi og æsist upp. 
Þá þarf  grípa inní með möntrunni ólíkt róar, eins og
t.d.að borða
 feitanrakan og þungan mat eins og avókadó
sætar kartöflur með ghee-i eða hafragraut. Eitthvað sem tosar vata orkuna aftur niður á jörðina. Þannig reynir maður að halda jafnvægi yfir daginn í heildarathöfnum og mataræði. Við njótum hæfileika okkar betur og lífsins þar með
ef við höldum doshunum/orkunni í jafnvægi miðað við okkar meðfædda prakriti.” 
 

Hvað er svona áhugavert við Ayurvedafræðin og hvernig
geta þau komið okkur  gagni? 

,,Það sem ég hrífst af við þessi fræði er hversu 
altumlykjandi og heildstæð þau eru. Þau horfa á hlutina heildrænt og sjá andann í efninu sem oftast er skilinn útundan í læknavísindum. En, andinn er jafn mikilvægur og efnið og þannig hafa hugsanir okkar, tilfinningar og tengsl við æðra sjálf mikil áhrif á heilsu, ekki síður en fæðutegundir og hreyfing. Allt telur í heildarpakkanum. Það er þessi samhljómur sem ég hrífst af og hvernig okkur er leiðbeint til að lifa í samræmi við hrynjandi náttúrunnar. Það gefst alltaf best. Það er mun betra að synda með straumnum í ánni og kostar minni orku, heldur en að synda á móti straumnum og eyða þannig dýrmætri orku. Þannig eigum við skv ayurveda  haga lífi okkar.
Ekki gera okkur of erfitt fyrir með því  lifa í
andstöðu við okkar líkamsgerð og hrynjandi náttúrunnar.” 

Okkur systrum fannst þú hafa unnið mikið afrek þegar
þú hjálpaðir syni þínum   tökum á tourette sem
hann hafði verið  glíma viðKomu ayurvedafræðin þar 
við sögu? 

,,Þegar ég tók á tourette vanda hans árið 2006, hafði ég ekki 
kynnst ayurveda fræðunum. Ég sneri mér því að næringarþerapíu og aflaði mér upplýsinga frá erlendum samtökum náttúrulækna og hefðbundinna tauga- og barnalækna og fylgdi þeirra ráðum. En, þó ekki hafi verið sú heildræna nálgun sem ayurveda býr yfir, dugðu þessi ráð, þar sem meltingarkerfi drengsins var hlíft við ákveðnum matvælum, vissar jurtir og bætiefni gefin til að flýta fyrir heilun kerfisins og lífstíll var tekinn í gegn s.s. skjánotkun, hreyfing, svefntími, eiturefni í umhverfi ásamt því að hann fór reglulega í craneosacral meðferð til að róa taugakerfið. Þetta virkaði svo vel að á rúmum mánuði voru öll einkenni Tourette´s horfin, nema þau sem tengjast þessari röskun sem er þráhyggja og athyglisbrestur. En það hvarf smá saman líka en tók lengri tíma. En 4 árum síðar veikist hann aftur og það skiptið var það ekki tourette´s heldur óútskýrðir verkir og doði sem læknar stóðu ráðþrota gagnvart. Hann missti heilt haustmisseri úr skóla, var sífellt með hitavellu, verki í útlimum og kvið og varð sífellt þróttminni. Ég fór þá með hann til indversks læknis í Toronto í Kanada, sem tók hann í meðferð og beitti fornum aðferðum Indlands til að heila hann. Það gekk ljómandi vel. Hann byrjaði meðferðina um miðjan nóvember og mætti hress í skólann eftir áramót og hefur nú varla orðið misdægurt síðan. Sá indverski notaði visst mataræði og jógaæfingar til heilunar.“ 

 ert þú í grunninn umhverfisfræðingur
næringaþerapisti og í ströngu námi í Ayurvedafræðum 
við virtan skóla í Kerala, hvernig geta þessi 
fræði hjálpað nútímamanninum? 

,,Umhverfisfræðin hjálpar okkur  halda okkur frá eiturefnum,
lifa í samræmi við hrynjandi náttúrunnar og misbjóða henni ekki
með lifnaðarháttum okkarÞað bítur okkur  lokum í rassinn
Það var eitt af fjölmörgum atriðum í meðferð sonarins 
á 
tourette  losa okkur við eiturefni á heimilinu
Smám saman er almenningur farinn  kveikja á perunni 
í 
þessum málum,” segir Heiða og við systur kinkum báðar kolli. 

,,Það er ekki eingöngu fyrir náttúruna sem við þurfum að ganga vel um hana, heldur ekki síður fyrir okkar eigin heilsu. Næringþerapían hefur síðan sérstaka sýn á það hvernig matvæli og umhverfi hafa áhrif á helstu kerfi líkamans og notar mataræði, jurtir, bætiefni og lífsstíl til að lagfæra það sem farið er að bila eða í forvarnarskyni. Í næringarþerapíunni sem byggir á vestrænum vísindum í bland við austræn fræði er unnið með meltingarkerfið þar sem það er rót flestra heilsutengdra vandamála. Forsaga einstaklingsins er tekin með í dæmið, reynsla, fyrri veikindi og aðstæður. Út frá því er reynt að komast að rót vandans. Mun meiri tími er gefinn í þessa vinnu en í hefðbundnum lækningum, þar sem læknum gefst sjaldnast tími til að skoða forsögu og aðstæður fólks áður en lyfjum eða aðgerðum er beitt. Ókosturinn er síðan sá að fyrir vikið kostar tíminn hjá næringarþerapista mun meira en að kíkja á heilsugæsluna og fá lyf í kjölfarið. Ayurveda, eins og áður segir, er síðan heildræn nálgun að heilsu okkar, jafn andlegri sem líkamlegri og gefur huga og anda gaum, umfram það sem þekkist í hefðbundnum lækningum og í næringarþerapíu.” 

Hver eru helstu vandamál nútímamannsins (stórt er spurt)? 

,,Þau eru mörg,” segir Heiða og bætir við: ,,Kannski aftenging okkur við hrynjandi náttúrunnar sé það sem veldur síðan öllum hinum vandamálunum. Þar sé rótin. Við teljum okkur sjálfstæð og óháð náttúrunni en svo er ekki. Við höfum verið henni háð í milljónir ára og lifað þar eins og önnur dýr merkurinnar í samræmi við dægursveiflur og árstíðasveiflur með virðingu fyrir öðru lífríki. Ekki var tekið meira en þurfti frá náttúrunni en í dag lifum við í búbblu þar sem ekkert er nóg. Meira tekið en þarf og dýrum hent sem ekki eru étin og öll þessi sóun allstaðar og allt þetta ,,keppnis”. Eins og ayurveda fræðin líta á þetta, þá er nútímamaðurinn allt of mikið í ákveðinni orku sem kallast rajas, en það er ein gunanna þriggja sem stýra huga okkar. Við erum þannig með ákveðna hugargerð fyrir utan prakriti líkams- og hugargerðina.” 

Gunurnar þrjár sem stýra síkvikum huga okkar eru sattvarajas og tamas. Þessar gunur/hugargerð getur breyst innbyrðis um ævina. Ólíkt okkar meðfæddu líkams- og hugargerð. Einhver sem er á kafi í rajas orku getur færst yfir í meiri sattva orku með réttri næringu og lífsstíl svo dæmi sé tekið. Í sattva, hinum tæra huga, ríkir friður, skýrleiki og kyrrð. Í rajasískum huga er hreyfing, keppni, hraði, metnaður og óeirð. Í tamas huga eru þyngsli og stöðnum. Þegar rajas er farið úr böndunum veldur það græðgi, stjórnsemivaldafísn, árásargirni, egóisma og ótta svo eitthvað sé nefnt. Það er kannski vandinn okkar í dag.” 

Flest þessarra stóru fræðaeins og ayurveda og 
kínverska læknisfræðin og fleiri mæla með  við
förum í djúpa hreinsun með náttúrunni í aðdraganda
páska (og svo er haldin hátíð á páskum). 
Meikar það ekki sens fyrir líkama og andaþ.e
 við fylgjum takti náttúrnnar? 

,,Á vorin, þegar vata árstíð lýkur og kapha tekur við bráðnar snjór, það hlýnar og jarðvegurinn hreinsar sig. Mannslíkaminn er eftirmynd náttúrunnar og sömu ryþmar eiga sér þar stað og því þykir henta að ,,bræða” eiturefnin í burt á vorin og hreinsa vefi líkamans. Hreinsun á líkama og huga hefur tíðkast í árþúsundir á menningarsvæði Indlandsskagans skv lífsvísindum AyurvedaVorið er tími endurnýjunar og góðri ayurveda hreinsun lýkur alltaf með endurnýjandi dögum eftir hreinsunardagana. Vor og haust eru tímabil umbreytinga og því hefur tíðkast í ayurveda að fara í hreinsun á þeim árstíðum. Það er líka annar vinkill í þessu í ayurveda, sem er uppsöfnun á doshum yfir árstíðir en kapha safnast upp yfir síðveturinn og á vorin. Þyngslin og seigfljótandi kapha orkan getur þannig orðið of mikil þegar liðið er á vor og þá er gott að hreinsa uppsafnaðkapha orku út. Sama á við um sumarið, en þá á pitta dosha það til að safnast upp í sumarhitanum og uppsöfnuð pitta orka er því hreinsuð burt á haustin. Vorin og haustin þykja ákjósanlegar árstíðir til hreinsunar á huga og líkama því oftast nær er þá veður milt. Hvorki mikill kuldi ná mikill hiti og því betra að takast á við hreinsun. Við höfum tilhneygingu til að borða meira og hreyfa okkur minna á veturna og safna þannig á okkur ama, sem er ayurveda hugtak yfir eiturefni. Í lok vetrar er tilvalið að hreinsa alla þessa ama í burtu. Þessi forni hreinsunartími á Indlandsskaga ber upp á sama tíma og páskar í hinum kristna heimi. Það er kannski engin tilviljun því hugmyndakerfin eru sífellt endurunnin og eitthvað verður eftir af því gamla í nýju afurðinni. Annars var fasta þekkt fyrirbæri hjá gyðingum til forna á tímum Gamla testamentisins. Til að hreinsa sig af syndum og ná betri tengingu við andann. En það er einmitt einnig tilgangurinn með ayurvedískri hreinsun, ekki eingöngu að hreinsa líkamann heldur einnig að gera hugann tærari og þar með í betri tengingu við andann. Andinn hefur verið settur út á kant í nútíma samfélögum. Það þarf að bjóða andanum aftur inn. Það gerum við m.a. með ayurvedískri hreinsun.” 

 ertu kennari til margra ára og kannt heldur betur
að nýta þér fjarfundabúnaðinnmegum við ekki
búast við áhugaverðu og árangursríku 
námskeiði í Systrasamlaginu sem hefst þann 15. mars? 

,,Ég hefði nú haldið það, svarar Heiða að bragði. ,,Fyrir þá sem vilja gefa sjálfum sér þennan tíma og fylgja prógramminu lofa ég góðum árangri. Þetta eru 9 dagar, stútfullir af góðum mat. Þetta er engin fasta, heldur er borðaður lítill morgunverður til að örva meltingareldinn, agni, og síðan er nærandi og bragðgóð máltíð í hádeginu úr ákveðnum baunum og hrísgrjónum með vissum kryddum sem auka upptöku næringarefnanna. Á kvöldin eru borðaðar léttar súpur. Enda á kvöldverðurinn að vera léttur eins og morgunverðurinn, því meltingareldurinn er þá minni en í hádeginu. Það má borða ávöxt og hnetur á milli mála ef einhver finnur til svengdar. Fæðan er sattvik sem þýðir að hún ýtir undir þá orku sem veitir huga okkar skýrleika og friðsæld eins og kom fram hér að ofan. Fæðan hjálpar líka til við heilun meltingarvegs. Jurtir og bætiefni eru tekin inn til að örva heilun meltingarvegsins og hreinsun lifrar. Síðustu þrjá dagana er farið í uppbyggingu og endurnýjum með áframhaldandi nærandi og hreinum mat en nú er áhersla á uppbyggingu í stað hreinsunar.” 

Heiða upplýsir jafnframt  meðfram fæðuprógramminu verði 
gerðar hugleiðslurjógaæfingar og öndunaræfingar 
til  kyrra hugaminnka óeirð og löngun í mat.
En ekki 
síst til  bæta svefn og meltingu og almenna heilsu
,,Allra best er síðan ef fólk getur tekið 
eitthvað af þessu með sér áfram og fundið 
því stað í sinni daglegu rútínu,” 
segir Heiða  lokum. 

PsGóður viðbótar fróðleikur 

Það eru 7 Prakriti (meðfæddar líkamsog hugargerðir). 
Algengast er  fólk  samsett úr tveimur doshum eins og 
í 
tilfelli Heiðu Bjarkar. Þannig er hægt  vera VATA-PITTA, KAPHA-PITTA, VATA–KAPHA. Næst algengast er einnar doshu gerðin
VataPitta eða Kapha og þá er ein dosha lang sterkust í
einstaklingnumSjaldgæfast er síðan tridoshan þegar allar 
þrjár doshurnar/orkutegundirnar eru í svipuðum hlutföllum
 

Þessar doshur sem eru einskonar orkuflæðistýra starfsemi
líkamans og búa yfir ákveðnum eðliseiginleikum. 

SJÁ FREKAR UM HREINSUN, ENDURNÝJUN OG UPPBYGGINGU Á VEF SYSTRASAMLAGSINS.


Hvernig viltu hafa nýja lífið þitt á litinn?

Áhugi á því að hafa það kosý og smart heima hefur líklega aldrei verið meiri. Sól hækkar á lofti og á meðan mörgum nægir að fara nokkra djúpa hreingerningarhringi hafa aðrir þörf fyrir að skipta um liti heima hjá sér (og sumir þurfa eitthvað miklu miklu meira). Það að mála heimilið getur út af fyrir sig verið frábær hugleiðsla og þegar kemur að því að því velja liti hafa jógavísindin sitthvað til síns máls um hvað litir fara þér og þínum persónuleika/orku best.

Ef þú er t,d. ríkjandi vata líkams/hugargerð eru litir þínir bláir, svartir, indígó, bleikir og fjólulitir, eins og himingeimurinn. Ef þú ert eldheit pitta höfða gulir, rauðir og appelsínugulir eða litir sólarirnnar mest til þín. Ef þú ert hins vegar hin jarðtengda kapha líkams/hugargerð eru litirnir fölari. Dæmi um það eru ljósgulir, grænir, beis og ljósir tónar. (Taktu prófið til að kynnast þér betur).

Litir 3Ekki er þó allt sem sýnist því jógavísindin telja að best sé að þú dragir úr “þínum litum” til að halda góðu jafnvægi. T.d ætti sterkur pitta persónuleiki alls ekki að mála í eldrauðu, gulu eða appelsínugulu. Það eykur á óróleika eldsins. Það sama gildir um ríkjandi vata elementið þegar kemur að himnalitunum. Hún ætti miklu fremur að snúa sér að jarðnesku tónunum.

Sjávarlitirnir róa pittuna

Manneskjur sem er ríkjandi pitta persónuleikar geta verið mjög skipulagðar og vilja gera allt fullkomlega. Þær eru jafnan fljótar að velja lit/i og flækjustigið er ekki mikið. Pitturnar eru hreint ekki á móti sterkum litum en ættu heldur að nota tækifærið þetta vorið og róa eldinn og mála í köldum litum fremur en heitum. Sjávarlitirnir, sem eru gráir, hvítir bláir og grænir, róa eld pittunar án þess að draga úr henni sköpunarkraftinn.

Vata breytileikinn

Vata týpurnar búa yfir mikilli hugmyndaauðgi enda loftið og rýmið óendanlegt og þær elska mest allra að breyta til. Þær myndu vilja mála í öllum regnbogans litum en jógavísindin mæla heldur með einfaldleika fyrir þær. Þ.e. þar sem vöturnar eru sveiflukenndar og víðáttumiklar eins og himininn er þeim ráðlagt að halda sig frá litum himingeimsins. Þeim er bent á meiri jarðarliti eins og rautt, appelsínugult, gult og grænt. Litir sólarinar hita upp kaldar vötunar og sá græni heldur þeim í tengingu við móður jörð.

Kapha þarf að vera djörf

Þar sem kapha orkan er afar jarðbundin er ekki mælt með því að sú líkams/hugargerð máli í grænum, brúnum eða röstik litum. Kapha þarf kraftmikla og djarfta liti til að lyfta sér upp og ætti að halda sig við bjarta tóna.

Geturðu ekki ákveðið þig? Þá er ágætt að upplýsa að hvítt róar allar líkams/hugargerðir á meðan svart dregur í sig hita og getur haft truflandi áhrif á okkur flest, þ.e. ef svart er notað í miklum mæli. Jógavísindin bæta við og segja að ef þú átt mikið af svörtum munum eða skarti, geymdu það í björtu herbergi. Lífið snýst jú allt um orku. Flestar af þessu sömu pælingum er ágætt að hafa í huga þegar þú ert að hugsa um í hvaða litir fara þér best í fatnaði eða öllu heldur hvaða litir klæða best þinn innri mann og/eða konu.



 


8 heitustu heilstrendin 2021. Heilsubyltingin er að hefjast.

Það er langt því frá að við séum byrjuð að skilja hvaða áhrif 2020 hafði á líf okkar. Eitt er þó víst; heilsan var okkur efst í huga árið 2020. Þetta er árið sem mun örugglega breyta viðhorfi okkar til heilsunnar en vonandi margs annars líka. Margir heilsuspámenn fullyrða að heilsubyltingin sé ekki ennþá hafin. Við höfum vissulega séð heilsuvorið. En ekki sjálfa byltinguna. Heilsubyltingin sé í sjónmáli.

 

Við erum alltént loks núna að átta okkur á að manneskjan er hluti náttúrunnar og að við verðum að vera betri við hana. Við þurfum að finna aðrar leiðir og breyta hugarfari. Það á við í öllu, allt frá óraunhæfu foreldrahlutverki til viðhorfa í garð andlegrar heilsu.

Gömlu vísindin eins og kínverska læknisfræðin og indversku lífsvísindin (jógafræðin) hafa alltaf vitað að andleg og líkamleg heilsa eru órjúfanleg heild og auðvitað maðurinn og náttúran. Það er líklegasta skýringin á því af hverju þau stækka stöðugt á Vesturlöndum. En sjálf vísindin voru aldeilis mögnuð á árinu. Hver hefði trúað því að 10 mánuðum eftir að heimsfaraldur braust út væru bólusetningar hafnar hér á landi. Er ekki kominn tími á að þessir 2 náskyldu heimar vinni meira saman? Í raun hafa vísindin sýnt okkur í rauntíma að efnaskipti og styrkur ónæmiskerfis eru ekki bara tengd heldur einn og sami hluturinn. Talað er um að efnaskipti 88% Bandaríkjamanna séu ekki upp á sitt besta. Líklegt er að Íslendinga vanti einnig töluvert upp á góð efnaskipti.

Allt þetta ber að sama brunni. Heilsan verður málið 2021.

 

GEÐHEILSAN
Eftir ansi erfitt geðheilbrigðisár vegna heimsfaraldurs vitum við vonandi í dag að forgangsröðum tilfinningarlegrar líðanar er afar mikilvæg. Það er aldrei mikilvægara að geðheilbrigði sé hluti af daglegum venjum, ekki síður en líkamsrækt. Andleg hæfni skýst upp og allt sem styður hana.

Það verður seint sagt að matur lækni þunglyndi eða ótta. Hins vegar hefur verið sýnt að B-vítamínin og steinefni eins og magnesíum og sink, trefjar, lífsnauðsynlegar fitusýrur (omega 3) og ýmsir góðgerlar séu tengd betri geðheilsu. Það á líka við um ýmsa adaptógena og jurtir eins og saffran. Við munum alveg örugglega sjá meira af næringarríkum mat og drykkjum sem styðja við andlega heilsu, ekki síður en líkamlega, á nýju ári. En svo verður örugglega frekari upplýsinga að vænta úr fornu fræðunum í samhengi við nútímavísindin.

 

ÓNÆMISKERFIÐ
Matur á að vera næring, ekki bara til að verjast hungri. Framtíð matar og drykkjar mun byggja á innihaldi næringar. COVID-19 var hressileg áminning um að heilsa er tímabundin og getur breyst hvenær sem er. Þetta hefur þegar haft áhrif á marga sem vilja heldur fæðu sem styður við betri ónæmisheilsu. Samkvæmt erlendum markaðsrannsóknum sögðust yfir 50% neytenda taka fleiri vítamín og bætiefni en áður. Þessi vaxandi áhugi á næringu mun halda áfram að vera í brennidepli heilsu- og vellíðunargeirans árið 2021. Frekar en að einbeita sér að meðhöndlun munu fleiri neytendur leitast við að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og hægt með sterku ónæmiskerfi. Altsvo nú má loks fullyrða að “fyrirbyggjandi” iðnaðurinn fái þann sess sem hann á skilið.

Til að bregðast við þessu mun matvælaiðnaðurinn ekki bara bæta sig í næringu heldur merkja næringarinnihald betur. Allt sem getur stutt við sterkara ónæmiskerfi verður sýnilegt. Einnig má gera ráð fyrir því að önnur úrræði sem hafa verið beintengd sterkara ónæmiskerfi eins og túrmerik, engifer, ylliber og sólhattur haldi áfram að vaxa. Sagt er að olífuolía verði olía ársins 2021 enda margsannað að hún styður við góða hjartaheilsu. En hún verður að vera jómfrúar og lífræn. Dass af olífuolíu verður því að finna með flestu.
Nú þegar vísindin hafa sýnt hvers þau eru megnug eru betri rannsóknir á mat og bætiefnum vel þegnar.

 

FLEXITARIANISMI & SÆKERAR
OlífuolíaÞað að sannfæra kjötætuna er um að gerast vegan er mikil barátta. Það að mæta henni á miðri leið er mun er vænlegra til árangurs. Vegan í miðri viku og flex um helgar verður kannski markmið ennþá fleiri árið 2021. Margir vilja líka halda í fiskmetið og þetta flotta orð SÆKERAR, yfir grænmetisætur sem borða fisk, spratt upp í Systrasamlaginu á árinu. Það leikur þó engin vafi á því að vegan mun halda áfram að dafna en um leið og krafan um meiri næringu er orðin sterkari mun næringarríkt grænkerafæði án alls vafa dafna mest allra “isma”.

 

LÓKAL & BAKGRUNNUR
Fleiri munu leitast við að versla við fyrirtæki í heimabyggð. Það eru svosem engin geimvísindi. Og ekki bara það, heldur leikur fleirum forvitni á vita hvað sé að baki fyrirtækjunum sem þau versla við og hverjar séu “hugsjónirnar”. Það verður líka spurt spurninga í tengslum við allar vefsíðurnar sem hafa sprottið upp. Það þarf svosem ekki að horfa langt yfir skammt til að sjá að stórar keðjur dafna ekki eins og áður. En ein af mælistikum COVID hefur sýnt 52% aukningu á viðskiptum í heimabyggð. Spurt er oftar frá hvað bónda afurðin er? Hvaðan kemur kaffið, cacaóið? Hver framleiddi, saumaði, litaði og hvert fer peningurinn? Það gefur líka auga leið að ef þú verslar í heimbyggð við þá sem vita hvað þeir eru að bjóða upp á, þá er líklegra að þú styðjir við ferskleika, gagnsæi og gæði.

 

HÚÐIN HÚÐIN
Við höfum lengi vitað að húð okkar er heimili fjölbreyttrar örveruflóru. En hversu mikilvæg er húðin í tengslum við heilsu almennt? Nú eru vísindin loks að vakna um þessi tengsl og margar rannsóknir í gangi, sem munu vafalaust leiða í ljós hversu mikilvæg hindrun húðin okkar er. Húðin er fyrsta varnarlína líkamans og sennilega er kominn tími til að við förum að meðhöndla hana af þeirri virðingu sem hún á skilið.

 

LOFTGÆÐIN
Í upphafi fyrstu sóttbylgjunnar horfðum við á umhverfi okkar njóta bráðnauðsynlegs hlés. Loftgæði bötnuðu, líffræðileg fjölbreytni blómstraði og náttúruleg hljóðmynd snéri aftur. Léttirinn var tímabundinn en lærdómurinn er eilífur: Þökk sé náttúrunni og flóknu samspili magnaðrar sinfóníu, þá hefur hún meðfædda getu til að endurheimta sig. Þegar við horfum fram á veginn er óhætt að spá enn kröftugri umhverfisverndarbylgju sem áfram muni snúast um að náttúran nái að öðlast sinn fyrri kraft.

HINAR FÍNGERÐU MÆLINGAR
gunna2Á líkamsræktarmarkaðnum höfum við fengið að sjá meiriháttar framfarir í fíngerðum mælingum sem geta núorðið næstum mælt púlsana þrjá (eins og í ayurveda), breytileika á hjartsláttartíðni, hita í húð, glúkósamagni og mörgu öðru. Með auknum áhuga á eftirliti með eigin heilbrigði má búast við að tæknimælingar blómstri sem aldrei fyrr árið 2021. En það breytir þó engu um það að útvistin hefur sigrað “innivistina” og ef fram heldur sem horfir verða skíðaskotfimi og sjóböð í hæstu hæðum árið 2021. En jógað og hugleiðslan hvika hvergi.

 

UMÖNNUN BARNA OG HEILSA
Foreldrar hafa í marga áratugi verið fastir í ákaflega fínofnu neti foreldrahlutverksins. En þegar heimurinn stöðvaðist um stund og foreldrar urðu kennarar, umönnunaraðilar og leikfélagar á einni nóttu hrikti heldur betur í stoðunum. Forgangsröðunin breyttist á einni nóttu. Ef þessi bylting hefur ekki áhrif á heilsu barna og foreldra til góðs og eykur meðvitund til hins betra, getur fátt gert það. Hér þarf auðvitað allt samfélagið allt að taka undir með börnum og foreldrum þeirra.

 

 

 

 

 


Kosmískir töfrar & kristallar sem fínstilla flökkutaugina

 

Fólk er snjallt og hugmyndaríkt um allan heim og vagus taugin (isl: flökkutaug) hefur sjaldan verið meira í umræðunni. Enda lengsta og mikilvægasta taug líkamans. Taugin liggur frá botni höfuðkúpunnar í gegnum allan líkamann og hefur áhrif á öndunina, meltinguna og taugakerfið (sjá hér frábæra grein).  Allt snýst um að styrkja hana til að gera fólk minna útsett fyrir streitu. Í jóga og hugleiðslu gengur flest út á fínstilla flökkutaugina og áfallafræði dagsins vinna líka mikið með hana.

Kanadíska fyrirtækið Thought Sanctuary hefur hannað einstaka olíu með það að markmiði að hámarka virkni flökkutaugarinnar. Olíu sem hlotið mikið lof fyrir áhugaverða nálgun. Í henni er að finna blöndu ilmkjarna og jurta en líka kristalinn amazonite sem er kunnur fyrir að hafa róandi áhrif á heila- og taugakerfið. Um leið magnar kristallinn áhrif jurtanna. Ilmkjarnarnir í Vagus olíunni eru frankinsence, coapina trjáolía, lavender, negull, einiber, sítrus, kamilla og bergamía.

vagus1Hvernig á að nota Vagus nudd olíu? Það er serimónía út af fyrir sig. Best er bera hana á aftanverðan háls og nudda einnig vel til beggja hliða. Gefa sér tíma. Minnst 30 sekúndur. Um leið og þú ert búin að nudda vel felst aðalgaldurinn í að bera hendurnar upp að vitunum og draga djúpt inn andann. Jurtirnar róa og sefa og kristallinn magnar og víbrar. Gerðu þetta á hverjum degi og sjáðu hvað gerist.

 

Sjálfsástar ilmvatn

selflove1En það eru fleira mjög spennandi sem kemur frá Thought Sancturary. Líka ilmvötn með kristöllum. Enn og aftur eru kristallar notaðir til að efla áhrif og fara dýpra. Ilmirnir eru nokkrir og þjónar hver sínum tilgangi, t.d geymir Self love ilmvatnið hinn kærleiksríka rósakvars sem á að fylla þig væntumþykju í eigin garð og um leið í garð annarra. Notaðu það alltaf þegar þér finnst þú þurfa meiri kærleik. Víbrarnir eru kvenleiki, fegurð, mýkt og þægindi. Og ilmurinn er undursamlegur. Blanda af yuzu, neroli, bergamíu, ylang ylang, rós, palo santo, vetiver og patchouli. Ilmurinn er í formi roll on. Ef þú vilt láta hann virka sem best er gott að bera hann á þar sem púlsinn sterkastur; á rist, háls, á hjartasvæðið og bak við eyru. En gerðu líka eins og þú berð þig að með með Vagus olíuna, settu líka í lófanna og berðu upp að vitum og andaðu djúpt. Alveg ofan í maga.

 

Diskó ilmurinn – partý á flösku

Diskóolían

Diskó ilmurinn er kannski sá allra skemmtilegasti. Hér er að finna partý á flösku. Öllu er tjaldað til í þágu gleði og grúfs. Berðu hana á þig þegar þú vilt upplifa eitthvað alveg mergjað. Kristallinn í diskó ilmvatninu er tígrisauga sem gefur sjálfstraust, hugrekki og stuð. Ilmurinn kemur úr blóðappelsínum, kardimommum, svörtum pipar, allspice og palo santo. Það sama gildir hér, berðu hana á þig þar sem púlsinn tifar og andaðu ilminum djúpt að þér. Alltaf þegar þú vilt komast í stuð.

Aðrir spennandi ilmir í sömu línu eru Cosmic, Slow vibes, Empath og Ceremony.

Vagus olíaAllar eiga þær sammerkt að vera úr lífrænt vottuðu hráefni, bíódýnamískar og unnar í fullkomnum takti við náttúruna. Það sama gildir um litríkar umbúðirnar. Þær eru 100% endurvinnanlegar og flöskurnar dökkar svo ekkert ljós komist að. En umfram allt eru þeir skemmtilegir og dýpri viðbót við lífið.

Þeir fást allir í Systrasamlaginu og líka á www.systrasamlagid.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Möntruhugleiðsla í beinni útsendingu frá Systrasamlaginu á miðvikudögum

Undanfarin 3 ár, nánar tiltekið á miðvikudögum kl 09:15 og stundum klukkustund síðar, hafa verið haldnir töfrandi möntruhugleiðslumorgnar í Systrasamlaginu undir stjórn Thelmu Bjarkar jógakennara og fatahönnuðar með meiru. Með smá undantekningum þó þegar Thelma hefur tekið sér fæðingarorlof. Möntru hugleiðslumorgnarnir í Systrasamlaginu hafa notið mikilla vinsælda og margir hafa notið hennar. En sakna nú.

Eins og gefur að skilja hefur lítið verið um möntruhugleiðslu í Systrasamlaginu að undanförnu vegna Covid. En þá er um að gera að finna nýjar leiðir til að halda áfram. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Frá og með miðvikudeginum 11.11 verður bein útsending frá Systrasamlaginu og allir geta tjúnað sig inn sem vilja. Venjulega er um 10 til 15 mínútna hugleiðslur að ræða en gott að gefa sér um 10 mínútur til viðbótar til að fara hægt inn í hugleiðsluna og rólega út úr henni aftur.

 

Möntruhugleiðslan í Systrasamlaginu verður í beinni á eftirfarandi linkum:

www.facebook.com/Systrasamlagid

www.instagram.com/systrasamlagid/

www.instagram.com/andadumedthelmu/


Látum Thelmu okkar hafa orðið: „Fyrir mér snýst hugleiðslan að miklu leyti um að hlaða mig og vökva. Að leggja inn í andlega bankann“ 

Hittumst í beinni (t.d. á fésbókarsíðu Systrasamlagsins) á miðvikudögum klukkan 9:15 og leggjum inn á okkur í skammdeginu. Við verðum í beinni fyrir alla sem vilja, í það minnsta fram að jólum.
Hugleiðslumynd

hugleiðsla

 

 

 

 

 

HVAÐ ER HUGLEIÐSLA?

Ef streita veldur þér hræðslu, óróa og/eða áhyggjum ættir þú að íhuga hugleiðslu. Aðeins örfárra mínútna hugleiðsla á dag getur raðað öllu í réttar hillur, róað og fært innri frið. Allir geta iðkað hugleiðslu. Það er einfalt og ódýrt og krefst í raun engra sérstakra hæfileika. Það sem er jafnvel meira um vert er að hugleiðsla þarfnast heldur engrar sérstakrar umgjarðar. Hægt er að stunda hugleiðslu hvar og hvenær sem er – hvort sem þú ert á göngu, í strætó, á biðstofu, í sundi og jafnvel á erfiðum viðskiptafundum.

Hugleiðsla hefur verið stunduð í þúsundir ára. Upphaflega svo fólk kæmist í djúpa snertingu við helga og dulræna krafta náttúrunnar, en í dag miklu fremur til að ná slökun og kyrra hugann, þótt annað og meira geti sannarlega hangið á spýtunni. Ein tegund hugleiðslu er möntruhugleiðsla.


Þú getur hannað eigin möntru, hvort sem hún er veraldleg eða trúarleg. Það getur hvort sem er verið bæn, om, söngl eða fallegar staðhæfingar, úr vestri eða austri. Bara það sem hentar þér. Sjáum hvaða leiðir Thelma Björk mun velja.

Hlökkum til!!

 

Sjá ítarlega grein um hugleiðslu frá A-Ö.

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband