Þú ert það sem þú meltir

Allir hafa heyrt máltækið, "þú ert það sem þú borðar". Flest okkar ólumst við upp við þennan vísdóm. Þessi yfirlýsing hefur verið notuð af heilsusérfræðingum, læknum og foreldrum til að hvetja okkur til að borða hollari mat. Gott og blessað. Og mikilvægt.

Þó að það sé mjög mikilvægt að borða hollari mat, þá gefur það ekki heildarmynd af því hvernig þú getur fengið sem mest út úr matnum þínum og byggt upp heilbrigðan líkama. Máltæki nýrra tíma (byggt á gömlum grunni) sem er mun nákvæmara er: „þú ert það sem þú meltir“.

Þú ert það sem þú meltirÞegar allt kemur til alls, hvaða gagn er af því fyrir líkamann þinn ef þú borðar grænmetið þitt, próteinið, heilkorn og ávexti ef þú meltir það ekki vel? Enginn vill þjást af meltingartruflunum. Ef þú vilt vera heilbrigð manneskja snýst málið ekki bara um hvað þú borðar heldur hvernig þú borðar og meltir matinn. Þetta er allt vegna þess að meltingin breytir mat í orku og framleiðir næringarefni sem styðja við og viðhalda líkama þínum, og ekki síst andanum. Léleg melting getur leitt til ójafnvægis, lítillar orku, lofts í meltingu, þungrar tilfinningar og uppsöfnunar á óhreinindum í líkamanum. Það getur valdið ótal mörgum vandamálum.

Samkvæmt helstu ayurvedasfræðingum heims byrjar góð melting með jafnvægi í matarlyst. Á meðan sumir hafa enga matarlyst hafa margir mikla. Þegar þú nýtur máltíðar virkilega vel býr það líkamann undir að melta fæðuna og nýta sér næringuna vel úr fæðunni.

Það er auðvelt að koma jafnvægi á meltingu og matarlyst. Í Ayurveda er megintilgangurinn að endurheimta jafnvægið í smáum skrefum með því að færa líkama og huga einfaldlega að takti náttúrunnar. Menning dagsins í dag hefur gleymt mörgum grundvallarreglum góðrar heilsu. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir lýðheilsu almennt.

Meginreglan er þessi: Borðaðu stærstu máltíðina þína, helst um miðjan dag, þegar meltingareldurinn (agni) er sterkastur. Veljið fæðu úr ferskum lífrænum matvælum og hafðu blönduna alltaf prótein, kolvetni og fitu. Ferskur og góður matur skilar sér ekki bara í meiri lækningarmætti líkamans sjálfs heldur líka í mikilli næringu og meiri greind (og minni blóðusykursflökti og minni heilaþoku).

Borðaðu þó aðeins þegar þú ert svöng og þegar þú hefur melt fyrri máltíð.

Komdu þér upp reglulegum matartímum. Líkaminn, að ekki sé talað um andinn, elskar rútínu.

Taktu þér tíma í að borða, tyggðu rólega og taktu þér í það minnsta 5 mínútur eftir hverja máltíð til að slaka á.

Ekki deila matmálsathyglinni með því að horfa á sjónvarp eða lesa. Njóttu máltíðarinnar.

Forðastu kalda og ísaða drykki með mat, og raunar almennt. Þeir draga úr meltingareldi.

Allt þetta hér að ofan eru forgangsmál.

Borðaðu þar til þú ert 3/4 södd.

Bíddu að minnsta kosti 3 klukkustundir á milli máltíða; Það er betra fyrir meltinguna ef þú klárar að melta eina máltíð áður en þú byrjar á þeirri næstu. Endalaust snakk á milli máltíða truflar gæði meltingar.

Ayurveda fræðin, sem í raun flest byggir á, hvetja okkur til að borða máltíðir úr öllum sex bragðgæðum lífsins í hverri máltíð. Það sama gildir þegar þú þarft að hreinsa meltinguna. Það er ekkert flókið og má kynna sér í þessarri grein: Brögðin sex í Ayurveda.

Brögðin sex

 

 


Sinntu orkuþörfinni í sumar og losnaðu við þreytu og yfirsnúning

Vissir þú að líkami þinn þarfnast ákveðinna vítamína meira yfir sumarmánuðina? Ástæður þessa eru tengdar þáttum eins og aukinni orkuþörf, hraðari efnaskiptum og heitara veðri. Það er mjög mikilvægt fyrir líkamlega heilsu okkar að þörfinni fyrir þessi vítamín sé fullnægt. Ef það er ekki gert gætir þú fundið fyrir þreytu eða yfirsnúningi, og líkaminn mun ekki hafa vítamínin sem eru nauðsynleg til að undirbúa hann fyrir veturinn.

Svo hér eru vítamínin sem þú þarft að taka í sumar!

Af hverju er A-vítamín mikilvægt?

person-woman-sport-jump-summer-jumping-712387-pxhere.comÚtfjólubláa ljósið í sumarsólskininu skemmir frumurnar okkar. Þetta getur valdið því að húðin eldist og hrukkur myndast. Þess vegna er afar mikilvægt að taka endurnærandi vítamín eins og A-vítamín. Skortur á A-vítamíni getur ekki aðeins valdið húðvandamálum. Hann getur einnig leitt til hárloss, og þess að neglur, tennur og bein verða lélegri. Auk þess að líða almennt illa geta komið upp vandamál með sjón.

Það er hægt að finna A-vítamín í jurta- og dýrafæðu.
Hér eru nokkur fæðutegundir sem innihalda A-vítamín: Spergilkál, kúrbítur, gulrætur, kartöflur, melóna, rauð paprika, greipaldin, baunir, vatnsmelóna, lýsi, mjólk, smjör, egg, ostur, jógúrt. Borðaðu líka mikið af fiski og taktu inn inn gott fjölvítamín með betakarótíni. 

Af hverju er C-vítamín mikilvægt?

C-vítamín er mjög mikilvægt vítamín fyrir ónæmiskerfið. Skortur á C-vítamíni getur orsakað þurrk í húð, vöðva- og liðverki, hárlos (aumir hársekkir), þyngdartap, blæðingar í nefi og að þú gróir seint sára þinna. C-vítamín er því mjög mikilvægt til að tryggja heilbrigt sumar og búa sig undir vetrarmánuðina.

Mörg matvæli innihalda C-vítamín. Þau eru: jarðarber, melónur, kíví, appelsínur, greipaldin, mandarínur, sítrónur, bláber, steinselja, græn paprika, rauð paprika, rauðkál, karsi, blómkál, papaya, spergilkál, grænar baunir, sætar kartöflur, baunir, laukur. Hámaðu þetta í þig og taktu inn frábær C-vítamínblöndu til að hafa allt á tæru. Hafðu C- vítamín bundið fitusýrum svo það nýtist þér betur og fari vel í maga. 

Af hverju er D-vítamín mikilvægt?

Þar sem D-vítamín er myndað úr sólarljósi getur það fallið niður yfir langa vetrarmánuðina. Það gerist sannarlega hér á landi. Því fer best á því að auka magn D-vítamín í líkamanum eins og mögulegt er yfir sumartímann. Þannig hjálpar þú líkamanum að undirbúa sig fyrir veturinn. Flest þekkjum við orðið vandamálin sem stafa af D-vítamínskorti, sem eru m.a. listaleysi, lið- og vöðvaverkir, þyngdaraukning, meltingarvandamál og mun lélegra ónæmiskerfi.

D-vítamín er hægt að búa til í líkamanum úr sólarljósi. Hins vegar er líka hægt að fá D-vítamín úr ákveðnum fæðutegundum. Helstu fæðutegundir sem innihalda D-vítamín eru: Kefir, ostur, jógúrt, mjólk, lýsi, sveppir, steinselja, hafrar, makríll, lax, lifur en líka gott að taka inn: https://systrasamlagid.is/vefverslun/vitamin-baetiefni-oliur/d3-vitamin-vegan-60-hylki/

Af hverju er E-vítamín mikilvægt?

E-vítamín hefur andoxunaráhrif á frumuhimnuna og hjálpar til við að endurnýja frumur. Það bætir einnig heilsu húðar og hárs. Þessir kostir gera það að mikilvægu vítamíni fyrir sumarið.

Matvæli sem innihalda E-vítamín eru: sólblómafræ, möndlur, spínat, malaður rauður pipar, aspas, hveitikímolía, heslihnetuolía, möndluolía, hvítlaukur, jarðhnetur. Þú getur líka fengið það í hárnákvæmu magni í góðri fjölvítamín blöndu eins og þessarri. 

Hitt er svo annað að þessi Sport múlti blandan frá Virdian er hönnuð fyrir þá sem eru í mikilli orkuþörf, sem við erum mörg hver yfir sumarið. Blandan inniheldur allt sem þarf og það sem er einna mikilvægast yfir sumartímann, nefnilega mikið af steinefnum.ALLSKONAR MÚLTÍ

 

 

 

 


Minnisleysi & heilaþoka. Hvað er til ráða?

Ákveðin vítamín og fitusýrur hafa verið sögð hægja á eða koma í veg fyrir minnisleysi og draga úr heilaþoku. Í langri upptalningu yfir hugsanlegar lausnir eru nokkur vítamín, jurtir og ákveðið mataræði sem skara fram úr. Þar bera hæst B12 vítamín, jurtir eins Bramhi, omega-3 fitusýrur og Miðjarðarhafsmataræði kemur sterkt inn á ný. En getur þessi viðbót virkilega haft áhrif á og aukið minni þitt?

B12 vítamín
HeilaþokaMargar nýlegar klínískar rannsóknir á minnisbætandi fæðubótarefnum eru mjög öflugar. Rannsóknir sem sýna svart á hvítu samhengi milli skorts á vítamínum og minnistaps. Vísindamenn hafa lengi rannsakað tengslin milli lágs magns B12 (kóbalamíns) og minnistaps. Skortur á B12 er algengastur hjá fólki með þarma- og magavandamál en líka hjá þeim sem eru á ströngu grænkerafæði. B12 skortur eykst jafnframt með aldrinum vegna almennt minnkandi magasýra eftir því sem fólk eldist. Einnig hefur verið sýnt fram á að ákveðin sykursýkislyf minnka B12 í líkamnum. Önnur lyf eins og sýrubindandi og bólgueyðandi lyf og getnaðarvarnir (hormónalyf) geta dregið úr nýtingu B12.

Þá má þó vel næla sér í nóg af B12 eftir náttúrulegum leiðum í gegnum fisk og fugla. Hins vegar þarf fólk sem er á ákveðnum lyfjum og fólk með lágar magasýur og jafnvel grænmetisætur að næla sér í aukaskammt B12 í formi vítamíns en blanda af adenosylcobalamin og methylcobalamin saman skipta þar miklu máli.

E vítamín
Þá eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að E-vítamín geti gagnast huga og minni hjá eldra fólki. Rannsókn frá 2014 í tímaritinu JAMA bendir til að mikið magn af E-vítamíni getur hjálpað fólki með vægan til í meðallagi alvarlegan Alzheimerssjúkdóm. Hins er of mikill skammtur ekki öruggur fyrir alla. Þetta kemur fram í rannsóknum Harvard Medical School. Að taka meira en 400 ae af E vítamínum dag getur nefnilega verið áhættusamt fyrir fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sérstaklega fyrir þá sem eru á blóðþynningarlyfjum. Þá hafa sumar rannsóknir sýnt að viðbótar E-vítamín getur aukið hættuna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Þannig að 400 ae er því hæfilegur dagskammtur. E-vítamín er m.a. finna í hnetum, hreinum jurtaolíum, grænmeti eins og spínati og spergilkáli og öruggan skammt er að finna í vel hugsuðum fjölvítamínblöndum.

Omega 3 fitusýrur
Í endurskoðun á rannsókn frá 2015 kom í ljós að það að taka fæðubótarefni með docosahexaensýru (DHA) og eicosapentaensýru (EPA) leiddi til verulegs bata hjá fullorðnum með minnisvandamál. DHA er ein aðaltegund af omega-3 fitusýrum og EPA er önnur. DHA og EPA eru mest í sjávarfangi eins og laxi og makríl. Nokkuð sterkar vísbendingar eru um samband milli Omega 3 og minnis en ennþá sterkari sannanir eru að koma fram í fjölmörgum rannsóknum sem eru einmitt í gangi um þessar mundir.

Af jurtum er það einna helst hin forna Bramhi jurt sem kemur vel út varðandi minni en þess má geta að bæði E-vítamín og Bramhi og fleira er að finna í Brain Support multi frá Virdian. Ástæðan fyrir því að Brahmi hefur fest sig í sessi sem þetta dásamlega náttúrulega nootropic (nootropic þýðir efni sem eykur skilning og minni) er vegna þess að hún er að koma afar vel út úr vísindalegum rannsóknum þar sem borin er saman Bramhi og lyfleysa.

Mataræði við Miðjarðarhafið og MIND mataræði
Það er dýrmætt að fá næringu úr matnum en bætiefni geta sannarlega fyllt upp í eyðurnar. Semsé besta leiðin er að borða vel og muna að æfa minnið. Í raun er Miðjarðarhafsmataræði besta uppspretta allra vítamína sem líkaminn þarfnast. Það byggir á því að borða aðallega mat úr jurtaríkinu eða gott grænmeti, takmarka neyslu á rauðu kjöti, borða fisk og góða ólífuolíu en það er líka mikilvægt að hugsa og undirbúa allar máltíðir vel. Svokallað MIND mataræði, sem á vaxandi vinsældum að fagna, er svipað Miðjarðarhafsmataræðinu og byggir ennþá meira á grænu og laufmiklu grænmeti til viðbótar við þau prótein og olífuolíu sem Miðjarðarhafsmataræði snýst um. MIND mataræðið bætir svo því sérstaklega við að heilbrigðar svefnvenjur verndi heilann og minni hans.

Lífsstíll sem skaðar
Það er sannarlega hægt að bæta heilaheilbrigði með því að huga vel að mat og svefnvenjum. Skaðlegast er brasaður matur sem veldur skemmdum á hjarta- og æðakerfi og minnkar virkni heilans. Og, ekki síst, kyrrseta.

 

Heimildir:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24381967/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4927899/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25369926/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25786262/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4222885/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3856388/
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/alzheimers-disease/expert-answers/alzheimers/faq-20057895#:~:text=Vitamin%20B%2D12%20helps%20maintain,supplements%20can%20help%20improve%20memory.

https://jamanetwork.com/journals/jamaneurology/article-abstract/1791528
https://www.viridian-nutrition.com/blog/brain-health/how-brahmi-can-benefit-the-brain


Lífsorkan og vísindin

Flest tengjum við orku við ljós, hita og rafmagnið heima hjá okkur. En er einhver orka þarna úti sem gefur manneskjunni rafmagn? Það er umdeilt en kíkjum aðeins á málin.

 Í gegnum söguna hafa trúarbrögð eða heimsspeki eins og hindúatrú, búddismi og lækningakerfi á borð við hefðbundna kínverska alþýðulæknisfræði (TCM) vísað til lífsnauðsynlegrar lífsorku sem rennur í gegnum líkamann í straumum eftir ákveðnum „farvegi“. Talað er um sérstakar orkubrautir líkamans sem gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að líkamlegri og andlegri vellíðan og heilsu. Heldur það vatni undir nálarauga vestrænna vísinda? Lítum líka á það.

OrkaHvað eru orkubrautir?
Orkubrautir eru líklega best þekktar í hefbundum kínverskum lækningum, TCM en eru líka mikilvægur þáttur annarra hefða eins í Ayurveda, systurvísinda jógafræðanna.

Orðin sem koma fyrir um þessa tilteknu orku eru channels, meridians, nadis og srotamsi (sem þýðir á/straumur á Sanskrít). Þýðingar hafa verið orkubrautir, orkupunktar, þrýstipunktar og nálastungupunktar, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Hefðbundin kínversk læknisfræði
Í rannsókn vestrænna vísindamanna frá 2010, þar sem gerð var tilraun til að horfa með augum nútímans á kínversku læknisfræðina, segir m.a. að þessi gömlu vísindi byggi á því að lengdarbaugar líkamans séu leiðakerfi þar sem lífsorkan, eða Qi, flæðir um. Talið er að hægt sé að loka eða tæma Qi, sem getur leitt til ójafnvægis og sjúkdóma. Þessi sama rannsókn eða samanburður segir lengdarbaugana í manneskjunni geti samsvarað einskonar útlægu miðtaugakerfi.

Samkvæmt endurskoðun vísindamanna frá 2015 segir að lengdarbaugarnir séu „vökvaleiðslur með litla mótstöðu þar sem ýmsar efnafræðilegar og eðlisfræðilegar flutningar fer fram.”

Í umsögn rannsakenda er talað um 14 aðalrásir tengdar 365 undirrásum, sem kallaðar séu undirsamstæður. En samskeyti aðal- og undirrása eru þekkt sem nálastungupunktar.

Indversku lífsvísindin
Í textum Ayurveda á Sanskrít er vísað til orkubrauta sem srotamsi. Stromasi eru leiðarkerfi fyrir það sem kallað er srotas. Elstu heimildir um Ayruveda minnast á jafnvægi á milli líkams/hugargerðanna þriggja; vata, pitta og kapha. Ójafnvægi milli doshanna geti valdið stíflum í srotas eða milli stórra og minni orkubrauta sem næra líkamann. Nadi er svo annað orð í Sanskrít og oftar notað í búddisma og hindúahefðum.

Samkvæmt mati vísindamanna frá 2016 er talið að helstu nadi punktarnir samsvari taugakerfinu í líkamanum, þótt þeir séu aðgreindir frá því. Sama umfjöllun bendir á að það séu 10 stórir nadis í líkamanum og 350.000 minni háttar nadis. Að auki er talið að þrír helstu nadi punktarnir vísi til grunn lífsorkunnar. Þeir punktar kallast ida, pingala og sushumna. Punktarnir samsvari mismunandi þáttum taugakerfisins auk sérstakri orku. Pingala og ida mætast t.d. á punkti milli augabrúnanna, þekkta sem ajna, eða orkustöð þriðja augans. Þeir eru einnig taldir gegna hlutverki í sumum öndunaræfingum, eins og nadi shodhana, eða öndun í gegnum nasir. Sushumna er nafnið sem gefið er aðalorkurás hins svokallaða fíngerða líkama, eða sushumna nadi. Samkvæmt jóga og Ayurveda ferðast pranan eða sjálf lífsorkan eftir nadi orkubrautum.

Í rannsókn frá 2013 var staðfest að öndun í gegnum nasir hefði áhrif á parasympatíska taugakerfið, eða sefkerfið, sem ber ábyrgð á slökun.

Þær meðferðir sem tilheyra Ayurveda fræðunum eru:
Púlsgreining

Marma punkta meðferð
Abhyanga, eða sjálfsnudd
Shirodhara

Mikilvægt er að hafa í huga að hugtökin „karlkyns“ og „kvenleg“ vísa í þessum fræðum ekki til kynja, heldur til þeirrar orku sem Ayurveda sér að búi í hverri manneskju, óháð kyni. Þetta endurspeglar hugmyndina um yin og yang í hefðbundinni kínverskri læknisfræði.

Jóga og orkuheilun
Margir hafa sannalega upplifað að það að vinna með orkubrautirnar geti hjálpað fólki að taka heildsætt á heilsu sinni og vellíðan.

Kristin Leal, jógakennari og höfundur „MetaAnatomy: A Modern Yogi’s Practical Guide to the Physical and Orgetic Anatomy of Your Amazing Body,“ er ein af þeirra. Hún segir í þeirri bók að heilsa okkar sé meira en bara hvernig ónæmiskerfið okkar virkar: „Það er jafn mikilvægt og tilfinningar okkar, hvernig okkur líður, orkuástand okkar, hvernig við höfum samskipti, í samböndum okkar og daglegu mynstri - allt er mikilvægt fyrir heildarorkuna, “ segir Leal og vill meina að orkubrautirnar hafi með allt þetta að gera.

Cyndi Dale, titlar sig heilara og er höfundur bókarinnar „The Subtle Body: An Encyclopedia of Your Energetic Anatomy“. Hún segir að orkurpunktarnir séu eins og „árfarvegir orku sem streyma um líkamann.” Þeir séu lúmskir og sjást ekki en sumir viti að þeir hafi áhrif á okkur líkamlega og andlega. „Hugmyndin [um orkupunkta] er sú að við séum ekki bara líkamleg eða andleg/tilfinningaleg, heldur að allt vinni saman fyrir manneskjuna í heild,“ segir Dale. „Orkan fer inn og í gegnum frumur, að meðtöldum æðum og háræðum, hefur áhrif á vefi, næringu og úrgang.

Sömuleiðis bera orkubrautir ábyrgð á flæði orku um okkar fíngerða eða “óeðlisfræðilega” líkama. Við notum þær til opna inn í vefi og hreyfa við vökva í líkamanum,” segir Dale og bætir við að vinna með orkubrautir geti „hreinsað líkamlega og tilfinningalega orku og það fíngerða, sem kann að standa í vegi fyrir sannri vellíðan."

 Iðkendur þessarar aðferðar nota hana meðal annars við verkjastjórnun og til að takast á við allskyns andlega og líkamlega erfiðleika.

Margir telja að hægt sé að hreinsa þessar orkubrautir með:

Ákveðnum tegundum að jóga

Öndun, eða pranayama

Hugleiðslu

Qigong og tai chi

Vinnu við úrlausn áfalla

Orkuheilun

Saga orkubrauta
Þrátt fyrir skort á vísindalegum gögnum hafa orkupunktar og -brautir alltaf verið partur af fornum hefðbundnum lækningahefðunum. Í Hippocrates Corpus, forngrísku lækningaritunum, eru orkubrautir tengdar við mikilvæga líkamshluta, þar á meðal líffæri og skilningavit.

Í sögu kínverskrar nálastungumeðferðar bentu vísindamenn á að elstu tilvísanir í orkupunkta séu líklega í kínverskum lækningatextum sem fundust við Mawangdui grafirnar. Þessir textar eru frá 186 til 156 f.Kr. Vísindamenn kölluðu þá „mai“ og lýstu þeim sem „ímynduðum„ farvegum “í tengslum við greiningu og meðferð”.

Snemma á 20. öld, bjó franski diplómatinn Georges Soulié de Morant hugtakið „meridian“.

Samkvæmt endurskoðun vísindamanna frá 2014 var fyrsta skipulagða vísindarannsóknin á lengdarbaugum mannslíkamans unnin af Kim Bonghan prófessor í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar. Þeirri rannsókn var þó ekki fylgt eftir.

Í Ayruveda eru minnst á samskonar orku í trúarlegum textum hindúa, þar á meðal „Upanishads“ árið 500 f.Kr. og Veda árið 2000 f.Kr. Þær ber einnig á góma í nýlegri textum í ritum sem notaðar eru í ayurveda og nefnast „Ashtanga Hridayam“ og „Charaka Samhita".

Hvað segja vísindin?
Vísindamenn hafa bent á að orkubrautir sem notaðar séu við nálastungumeðferðar séu ekki almennt viðurkennt vísindahugtak. Margir vísindamenn hafa engu að síður reynt að finna vísbendingar sem styðja tilvist orkupunkta. Árið 2016 var framkvæmd rannsókn við háskólann í Seoul og þar staðfest að til væru rásir þekktar sem Primo æðakerfið (PVC). Samkvæmt tilgátum vísindamannanna er það mikilvægur hluti hjarta- og æðakerfisins. En þegar á sjöunda áratug síðustu aldar varpaði áðurnefndur vísindamaður Kim Bohang fram kenningu um tilvist pítulaga uppbyggingar; innan og utan æða á líffærum sem væru tengd líkt og símalínur. Þó er þörf á viðbótarannsóknum.

Í endurskoðun margra rannsókna komu fram nokkrar tilgátur, þar á meðal að tilvist primo æðakerfis (PVS) gæti verið undirstaða meridians puntkanna, eða lengdarbauganna og bandvefsins og gegndu hlutverki. Ekki var talið ólíklegt að nálastungumerðferðar fletirnir geti verið hluti af bandvef mannsins og hafi hlutverki að gegna. Vísindamenn settu einnig fram tilgátu um að taugabúnt /samstæður æða gæti verið 80 prósent af nálastungupunktum.

Þó að margar rannsóknir hafi verið gerðar eru engar óyggjandi sannanir um orkubrautir. Tilvist orkubrauta er því enn umdeild í vísindasamfélaginu.
Hitt er svo annað mál að sumir vilja meina að vísindin hafi ekki ennþá þróað tæki og tól til að sanna orkupunkta.

Heimildir:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2005290110600143

https://www.hindawi.com/journals/ecam/2015/410979/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2816487/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3681046/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2629169/?

 


Hefurðu heyrt af Andrographis, hinu náttúrulega parasetamóli?

Ýmislegt gott hefur hvisast út um jurtina Andrographis sem margir kjósa kalla hið náttúrlega parasetamól. Andrographis er í gömlum fræðibókum nefnd “King of bitters” enda fyrirfinnst vart beiskari jurt. Jurtin á sér langa sögu í kínverski læknisfræði sem og ayurvedískum lífsvísindum.

Í kínverski alþýðulæknisfræðinni er hún notuð til að hreinsa hita úr lungum, í meltingu og þurrka upp raka í líkamanum, og sömuleiðis í ayurveda, en þar er talað um afeitrun, hreinsun meltingar og við margskonar ofnæmum.

Í Tælandi þekkja heilbrigðisstarfsmenn jafnt sem almenningur hið græna chiretta (Andrographis). Þessi jurt er jafn vinsæl og parasetamól þar í landi til að meðhöndla kvef og flensu.andrographis2

Þetta byggir á því að árið 1991 komust vísindamenn við Mahidol háskólann í Bangkok í Tælandi að þeirri niðurstöðu, eftir klíníska rannsókn, að chiretta (6g á dag) væri jafn áhrifaríkt og parasetamól (4g á dag) til að lina hita og hálsbólgu hjá sjúklingum með hálsbólgu. Síðan þá hafa nokkrar frekari rannsóknir gefið vísbendingar um að chiretta sé áhrifarík við meðhöndlun sýkinga í efri öndunarvegi. Tilkynntar aukaverkanir eru litlar sem engar eða í besta falli vægar og skammvinnar.

Í ljósi neyðarástands sem skapaðist þegar Covid reis sem hæst í Tælandi ákvað hið opinbera að gefa alls 11.800 föngum þetta náttúrulyf við vægum einkennum veirunnar og niðurstaðan var sú, að því er tælensk stjórnvöld greindu frá, að 99% fanganna náðu sér. Þetta varð til þss að tælenska mennta- og vísindráðuneytið lagði til að einkennalitlir eða -lausir tækju 60 gr af jurtinni 3 x á dag með mat.

Andrographis hefur nú verið rannsakað sem hugsanleg áhrifarík meðferð við öndunarfærasýkingum, eins og kvefi og inflúensu sem skilar sér í styttri tíma og minni alvarleika einkenna. Að auki hefur verið sýnt fram á Adrographis dregur úr hálsbólgu og hita. Enn athyglisverðara er að talið sé að jurtin verji fyrir sýkingum í 3-6 mánuði eftir að neyslu þess er hætt. Rannsóknir benda einnig til þess að Andrographis virki á 5-7 dögum gegn öndunarfærasýkingum. Þessi ekki svo þekkta jurt skilar stöðugt dýrmætari niðurstöðum í vísindarannsóknum og enn fleiri rannsóknir eru í vinnslu.

Til að kanna sögulega notkun hennar var kafað ofan rit sem voru sem voru gefin út 1951 af School of Tropical Sciences, Indlandi. Þar er skjalfest kerfisbundin rannsókn var gerð árið 1911 sem benti á Andrographolide væri aðal lífvirka efnið í jurtinni. Þetta sama styðja rannsóknir í dag.

Andrographis Complex 2

 

Heimildir.

Cáceres DD, Hancke JL, Burgos RA, Sandberg F, Wikman GK. Use of visual analogue scale measurements (VAS) to assess the effectiveness of standardized Andrographis paniculata extract SHA-10 in reducing the symptoms of common cold. A randomized double blind-placebo study. Phytomedicine. 1999 Oct;6(4):217-23.

Caceres, D.D., Hancke, J.L., Burgos, R.A. and Wikman, G.K., 1997. Prevention of common colds with Andrographis paniculata dried extract. A pilot double blind trial.?Phytomedicine,?4(2), pp.101-104.

Hu, X. Y., Wu, R. H., Logue, M., Blondel, C., Lai, L., Stuart, B., Flower, A., Fei, Y. T., Moore, M., Shepherd, J., Liu, J. P., & Lewith, G. (2017). Andrographis paniculata (Chuan Xin Lián) for symptomatic relief of acute respiratory tract infections in adults and children: A systematic review and meta-analysis. PloS one, 12(8), e0181780.

Poolsup N, Suthisisang C, Prathanturarug S, Asawamekin A, Chanchareon U. Andrographis paniculata in the symptomatic treatment of uncomplicated upper respiratory tract infection: systematic review of randomized controlled trials. J Clin Pharm Ther. 2004 Feb;29(1):37-45.

Grein í Bangkok Post: https://www.bangkokpost.com/life/social-and-lifestyle/2101707/a-promising-development-in-the-fight-against-covid

 

 

 


10 ráð til að efla lífsþróttinn í lok vetrar og byrjun vors

 

Af hverju kallast síð vetrar-vor kafa árstíð? Halda mætti að síðla vetrar og byrjun vors, með nýjum sífellt léttari dögum og bráðum nýjum sprotum, hefðu „léttari“ eiginleika. Svo er alls ekki. Þetta segja indversku lífsvísindin Ayurveda, sem telja manninn og náttúruna samofna heild.

jörðÞað er raki á jörðinni þegar frost og snjór bráðnar. Jörðin er ekki lengur hörð af frosti á þessum seinni hluta vetrar. Kuldinn er enn hér og jörð og vatn blandast saman sem gefur frá sér þunga, seigfljótndi, stíflu eiginleika sem safnast undir skónum þínum. Þessir eiginleikar eru ekki aðeins undir fótunum. Þeir eru undir og yfir og allt um kring og líka í andrúmsloftinu sem við drögum að okkur. Jafnvel þótt við höldum okkur innandyra í heitu og þurru umhverfi getum við ekki komist hjá því að verða fyrir áhrifum þessarar árstíðar.

Ef við erum tengd okkar eigin náttúru finnum við hvernig meltingarloginn hefur minnkað. Það kallar á léttari mat og heitar léttar hreinsanir. Það sem er í raun að gerast er að kerfið okkar er að opna fyrir léttari daga og búa sig undir hlýrri árstíð. En þar sem við erum vanaverur finnst okkur oft erfitt að stíga skrefið frá því að fara úr þungum vetrarmat yfir í léttari vormat en það þurfum við svo sannrlega að gera.

Hér koma 10 ráð til að létta okkur lífið á þessum tíma árs.

1. Leggðu allar mjólkurvörur til hliðar sem og þung matvæli eins og dýraafurðir.

2. Dragðu úr feitum mat eins og hnetum og steiktum mat. Prófaðu að steikja matinn þinn upp úr vatni, gufusjóða eða ofnbaka í stað þess að steikja upp úr olíu.

2. Borðaðu heitan mat og drykki. Slepptum köldum mat og hráfæði.

4. Léttur, heitur, bragðmikill og auðmeltanlegur matur er málið núna.

5. Sterk krydd geta aukið meltingareldinn. Þau hreinsa þyngslin í líkamanum eftir alla vetrarfæðuna. Kryddin sem eru sérstaklega gagnleg núna eru engifer sem rífur sig í gegnum meltinguna, túrmerik, negull og kardimommur. Kaffið er líka kærkomið á þessum tíma árs.

engifer26. Búðu til engiferte úr ferskum engifer og drekktu yfir daginn. Þetta mun hjálpa til við að hreinsa stíflur og losa um staðnaða orku og til að brenna eiturefnum (ama).

7. Þurrburstaðu húðina daglega með nuddhanska úr náttúrulegum efnum eða líkamsbursta með hörðum kaktushárum. Gerðu það áður en en þú ferð í sturtu á morgnana. Skoðaðu hvernig þú berð þig að.

8. Örvandi öndunaræfing eins og kapalabhati er frábær á þessum árstíma. Ef þú ert kafa líkams/hugargerð (eins og árstíðin núna) gerðu þrjár umferðir af kapalabhati, en ef þú ert ríkjandi vata eða pitta dugir ein umferð. (Taktu dosha prófið).

9. Gerðu þínar daglegu sólarhyllingar hraðar en venjulega og ef þú ferð út að ganga reglulega, hlauptu inn á milli. Það þarf að örva líkamann á þessu árstíma til að losa okkur við eiturefni, þyngsli og létta á orkunni.

10. Prófaðu hopp (t.d. léttaburstiþolþjálfun á litlu trampólíni) daglega í 10-12 mínútur eða ef þú átt húllahring þá er það frábær leið til að örva meltinguna. "Hlapp" er líka góð leið til að ýta undir orkuna. Það er að hlaupa og labba til skiptis. Smá hopp, rösk ganga, hlaup eða húllahopp örvar sogæðakerfið og hreinsar líkamann.

 


HEILSUTRENDIN 2022. Drykkja minnkar, heilinn og geðið fara upp, hljóðheilun, jurtir ofl

Um hver áramót leggst heilsumiðað fólk um allan heim undir feld og rýnir í árið sem framundan er. Það er ekki byggt á lestri í kristalskúlu heldur því sem er raunverulega að malla undir yfirborðinu. Ofan á viðbrögð við heimsfaraldri í bland við mikla óvissu, eru flestir sammála um að nú sé runninn upp tími geðheilbrigðismála. Það megi líka búast við því að þurrkur fari yfir heimsbyggðina og að timburmenn minnki. Heilinn og ónæmiskerfið verða í eldlínunni. Óendanlega mikið af glæsilegum hljóðheilunarviðburðum verða á dagskrá, vönduð matarmenning, þéttbýlisbúskapur, ekki drykkja, magnaðar jurtir og meira.

Hér er stiklað á stóru um helstu heilsutrendin 2022.


Hljóðheilun fer um heimsbyggðina eins og sunnanvindur
HljóðheilunÞó að hljóð hafi heillað menn í árþúsundir, mun hljóðheilun enn slá nýja tóna í vellíðunarheiminum árið 2022. Allt frá sérsniðnu hljóðlandslagi sem knúið er af gervigreind til endurnýjaðs áhuga á fornri tækni og hljóðböðum. Sálarhljóð (psychoacoustics) er hugtakið sem þú þarft þekkja árið 2022. Hljóðheilun í hópum er þegar orðin nokkuð vinsæl iðja en einstaklingsmiðuð hljóðböð eru ný af nálinni og margfaldur upplifunargaldur. Framsækin hótel í stórborgum eins og London, eru farin að raða upp hljóðheilunar viðburðum. Má þar nefna The Mandrake hótelið (www.mandrake.com) sem er komin með þétta dagskrá fram á vor. Hver veit nema hljóðbað sé líka besta ráðið við flug/ferðaþreytu?


Heilafóður

Svokallað MIND mataræði er að ná miklum vinsældum. Nýlegar rannsóknir sýna að með hnitmiðuðu mataræði megi draga úr hættu á alzheimer sjúkdómum um allt að 54%, sem er ekki lítið. Heilaheilsu mataræði byggir á því að borða mikið af grænmeti, taka inn sérvalin vítamín, næra sig með réttum jurtunum og borða afurðir grasfóðraðra dýra. Grænmeti sem er gott fyrir heilaheilsu er m.a. sætar kartöflur, spínat, bláber og rófur og en líka öll B vítamínn, sérstaklega kólín og jurtir eins og bramhi og saffran (sem eykur serótónín) og mörg andoxunarefni. Gott grænmetixmix fyrir heilann mun sennilega aldrei eiga greiðari leið í þeytinginn okkar en á þessu ári. Það blasir við.

Meiri mockteilar, þurrhreinsun og minni timburmenn
þurr janúarAð hugsa sér, að mockteilanir séu að koma aftur sterkt inn. Það er eins og að þeir hafi orðið vinsælir í gær. Það má sjálfsagt þakka því hversu margir drukku ótæpilega í heimsfaraldrinum. Alltént rauk áfengissala rauk upp úr öllu valdi. Nú er líklegt að margir séu búnir að fá meira en nóg og þurrhreinsun blasi við. “Edrú og forvitnir” hugafarið mun líklega vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Verið því viðbúin fleiri áfengislausum boðum og kokteilum en ekki síður glitrandi vinalegum hollustudrykkjum sem eru betri en þeir sem þú hefur nokkru sinni bragðað. Þeir gætu nefnilega líka innihaldið vinalega meltingargerla, altsvo nýi kokteilinn. Kombucha verður fjarri því eini holli freyðandi drykkurinn á drykkarlistanum 2022.

Vítamín og bætiefni þróast
Vítamín og bætiefnaheimurinn er æði misjafn að gæðum og stundum má setja stórt spurningarmerki við öll aukaefnin sem fylgja annars ágætum vítamínum. Fylliefni eins og sykur, tíataníum díoxíð, hveiti, steric sýra og svo mætti áfram telja. Það er ágætt fyrir okkur mörg að vita að 50% af þeim töflum/vítamínum sem eru á markaðnum í dag innihalda aukaefni, lím eða bindiefni. Fyrir magra er þetta býsna dapurleg staðreynd en aðra, sem eru viðkvæmir fyrir þessum efnum, er þetta raunverulegt vandamál og getur hindrað næringarupptöku. En svona í alvöru, hver vill strá títaníum díoxíð eða steric sýru út á matinn sinn?
Margir spá því að vítamín og bætiefni fari ört batnandi og bætiefnaformúlurnar verði hnitmiðaðri en áður. Vítamínin verða örugglega vandaðri og munu endurspegla meira það sem fólk þarf raunverulega á að halda.

Þéttbýlisbúskapur

ÞéttbýlisbúskapurÞótt við mörg eigum okkur þann draum að búa í sveit er staðreyndin sú að byggð er ennþá að þéttast og íbúum í borgum að fjölga. Það kallar bara á eitt sem er þéttbýlisbúskapur. Óskiptan heiður af vaxandi áhuga á þéttbýlissbúskap á verslunarkeðjan Whole Foods sem hóf að rækta sveppi í verslunum sínum árið 2013 sem vakti athygli marga. Með stöðugum framförum í tækni, vaxandi áherslu á sjálfbærni og umhverfisvtund og (ekki síður) í kjölfar heimsfaraaldurs telja margir að þéttbýlisbúskapur taki heljarstökk árið 2022.


Skánandi matarmenning

RuthieVið lifum líka spennandi matartíma og mikla þróun. En um leið og “draslið” eykst eru fleiri að verða djúpt meðvitaðir um hvað alvöru matur er. Í bráðskemmtilegu hlaðvarpsviðtali Ruthie Rogers, sem er eigandi River Café í London, við Al Gore, benti þessi fyrrum forsetaframbjóðandi og umhverfissinni á að líklega yrðu góðar matreiðslukonur og -menn helstu hliðverðir heimsins í nánustu framtíð þegar það kæmi alvöru mat. Þetta er fólkið sem spyr kolefnisporið, hvaðan maturinn kemur, er hann úðaður með eitri, lífrænt vottaður, almennilegur og allt það. Þetta er fólkið sem hjálpar okkur hinum að skilja á milli þess góða og slæma í mat á komandi árum.


Sólblómafræ
SólblómSólblómafræ. Það er ekki nóg með að nafnið sé undurfallegt heldur eru sólblómafræ ansi næringarrík, bera hlutlaust bragð og henta mörgum í heimi allskyns óþols og ofnæma. Það er mjög líklegt hlutur sólblómaolíunnar, og - smjörsins, -ostsins og -snakksins fari stækkandi og verði kærkominn á hverju heimili' 2022. Sólblómafræ eru enda frábær uppsretta fitu, próteina, kolvetna og trefja og almennt góður orkugjafi. Svo má ekki gleyma öllum B-vítamínunum, steinefnunum og járninu. Á síðasta ári nefndi ég í samskonar samantekt að olífuolían myndi eiga sviðið 2021 sem úr varð. Ekki er ólíklegt að sólblómafræin og allir þess afurðir skori jafnhátt 2022.



Túrmerik, gula sólarkryddið

Túrmerik er svo miklu miklu meira en bara innihaldsefni í karrý. Eins og við flest höfum fengið að kynnast á undanfarn ár. Ennþá erum að koma fram rannsóknir sem styðja við hversu kyngimögnuð þessi jurt er. Túrmerik sem hefur þetta samandragandi jarðarbragð, er bólgueyðandi og hressir ónæmiskerfið en svo er það líka svo gott fyrir heilaheilsuna. Það er kominn tími til að túrmerik fái að standa jafnfætis algengustu eldhúskryddunum?. Notið það óspart á plokkfiskin sem og í kaffið. Whole Foods sem oftast með með puttan á púlsinum segir að túrmerik verði vinsælasta eldhúskryddið 2022.


Hibiscus / læknakólfur

HibiscusHibiscus er önnur jurt sem margir teneytendur dýrka og dá. Þessi jurt er einkum þekkt fyrir mikið C-vítamíninnihald og skemmtilega súrsætt bragð. Hibiscus blandast afar vel með negul, kardimommum, anís, engifer og kanil. Margir sjá hibiscus fyrir sér í öllu mögulegu, eins og gosi, heitum drykkjum, ís, jógúrt, sem síróp og í sætum molum eða í þeytinginn. Sannarlega jurt með tilgang, ef gott hráefni fær fallega meðhöndlun. Hibiscusblómið er afar fallegt og ræktað í nær öllum heimsálfum. Til eru yfir 200 afbrigði. Búðu þig undir að hibiscus æði og taktu vel á móti því.


Kalt kaffi og kaffibrugg

Það fór raunar afar vel af stað á síðasta ári og nú sér fólk endalausa skemmtilega möguleika í ýmsum ennþá flottari kaffidrykkjum. Eitthvað verður fólk að drekka ef edrú & forvitnir hreyfingin er að rísa upp, sem margir vilja meina að sé að vaxa í kjölfar ofurvímuefnavanda síðasta árs. Edrú október og þurr janúar eru búnir að festa sig í sessi og líklegt má telja að fleiri dagar eða mánuðir bætist við. Hvað varðar kalda kaffidrykki; þá verða þeir örugglega betri, skemmtilegri og exótískari eftir því sem líður á árið. Jú, vissulega heitir áfram en samt aldrei kaldari. Og vitið til; hver hetjan af annarri mun stíga fram á árinu og segjast hafa losað sig úr viðjum áfengis.


Geðheilsa og almenn vellíðan

GeðheilsaGeðheilbrigðisáskoranir versnuðu í heimsfaraldinunum. Það varð strax ljóst í upphafi 2020. En um leið má kannski þakka Covid að geðheilbrigðismál komust loks á dagskrá. Þetta hefur hreyft við mörgum og umræðan er löngu tímabær. Nú er það verkefni stjórnvalda að tryggja aðgang að geðheilbrigðisþjónustu því það var ekki síst geðheilsa unga fólksins sem versnaði.
Trend koma og fara en geðheilbrigðismálin verða að öllum líkindum langstærsta heilsumál næstu árin, sem er löngu tímabært.


Heima baðdekur og allar græjurnar sem framkalla gæsahúð frá toppi til táar

Áhugi á alvöru baðdekri fer ört vaxandi sem má fullyrða að það sé það allra ferskasta í íslenskum baðkúltúr. Allskonar sögum fer af baðmenningu Íslendinga en líka af Íslendingum sem ekki böðuðu sig. Snorri spann silfurþráð í heitri laug, Jónas frá Hriflu lét byggja laugar yfir okkur (og þjóðin lærði sundtökin) og í mjög stuttu máli, þá bættist við hver útilaugin af annarri og heiti potturinn (að hætti Snorra) varð til. Nú er laug ekki með laugum nema að hún nefnist baðlón. En áhugaverðast er að sjórinn hefur sjaldan verið vinsælli og átti sennilega sviðið 2021.
baðmyndNú er það heimabaðdekrið sem blívur. Heilsulindarupplifun heima með öllu sem til þarf er kannski löngu tímabær upplifun.

Fyrsta reglan í góðu baðdekri er að koma sér vel fyrir inn á baðherbergi og skapa notalegt andrúmsloft, jafnvel með kertum, reykelsi, tónlist og tilheyrandi. Og ekki síst; hafa allar baðgræjur innan seilingar. Jú, og góðar lífrænar nuddolíur.
Ég og litla systir mælum möglunarlaust með Hydréa London baðgræjunum enda búnar horfa til þeirra í mörg ár og sjá þær sópa til sín verðlaunum fyrir vandvirkni og umhverfisvitund. Þessar baðgræjurnar fást nú loks í Systrasamlaginu.
Lykilatriði þegar um heilsulindarupplifun er að ræða er að byrja á að bursta líkamann hátt og lágt. Gerðu eins og almennt er ráðlagt, byrjaðu á fótunum (og já iljunum líka) og nuddaðu uppeftir líkamanum í hringlaga hreyfingum. Notaðu báðar hendur.

Hér er allt sem til þarf:

FYRIR BAÐ

Veldu líkamsbursta sem þér hentar.

Sumir vilja harða bursta, aðrir mýkri. Fyrir þá sem kjósa harða bursta er spurning um góðan gufubaðsbursta sem hefur hörkustigið 5 af 5 mögulegum. Við mælum með gufubaðsbursta sem er þakin þéttum kaktushárum og er tilvalin fyrir reyndari notendur sem vilja djúsí og djúpa þurrburstun.

Nudd með túttumAnnar kostur í stöðunni er að notast við detox líkamsbursta sem er hugsaður fyrir djúpa og nærandi húðhreinsun og þykir góður til að vinna gegn appelsínuhúð (með hörkustig 4 af 5). Burstinn er þakinn sveigjanlegum gúmmítotum til að draga úr spennu og fer djúpt.

Þriðji kosturinn er að velja bursta sem hefur hörkustigið 2 af 5. Hann er fullkominn fyrir byrjendur vegna mýkri háranna en er þó með stinnari hárum sem skorin eru þannig að þau mynda mjúkar en um leið árangursríkar strokur yfir útlínur líkamans. Þannig fer saman hámarksárangur og þægindi. Bursta sem þennan er hægt að fá með lausu handfangi. Þannig að hægt er að taka af skaftið ef þörf er á öflugri burstun. Ef þú kýst algera mýkt má nota þessa tegund ofan í baðinu í staðinn fyrir að þurrbursta.
líkamsbursti með lausu handfangi
Fjórði kosturinn er að nota nuddhanska eða nuddvettlinga sem er nokkuð mýkri leið. T.d. er blandan kopar og lífræn bómull frábær fyrir þá sem safna upp mikilli mjólkursýru vegna streitu og eða mikilla æfinga. Kopar er frumlegt og skemmtilegt efni sem eykur teygjanleika húðar.

BAKIÐ

Sisal bakrenningurÞað getur verið erfitt að teygja sig með burstann aftur á bak nema handfangið sé óralangt. Þess vegna fundu Japanir upp sisal nuddrenningin sem er ekki bara mögnuð græja, heldur getur valdið góðri gæsahúð. Sisal trefjar eru unnar úr laufum agave plöntunnar og svo sveigjanlegar og náttúrulega grófar að þær veita nærandi djúphreinsun fyrir bakið, svo straumar berast um allan líkamann. Svona renningur er í raun góður fyrir öll erfiðari svæði líkamans, eins og axlir bak og aftan á lærum.  

Í BAÐINU

Nigella bakarÞað er ekki víst að allir nenni að fara í hörku hárþvott. Hvíldin er aðalmálið þegar í baðið er komið. Þá um að gera að skella á sig baðhettu og hafa góða augnhvílu innan seilingar. Hydréa fyrirtækið á einmitt augnhvíluna sem kjörin ein af þeim allra bestu enda lungamjúk og lagar sig að augnsvæðinu. Og að sjálfsögðu má hún blotna. Baðhettan er líka skemmtileg og til margs brúkleg en það barst um alla samfélagsmiðla á árinu þegar eðal sjónvarspskokkurinn Nigella Lawson ákvað að nota sína hlébarða baðhetttu líka til að hefa brauð.

ANDLIT

Gott andlitsnudd er ómissandi hluti af baðdekrinu. Þar mælum við með andlitsnuddpúðum úr lúffaplöntunni (loofaa). Sú planta vex undir egypsku sólinni en aðeins lúffaaplantan býr yfir þykkum, lausum og sveigjanlegum náttúruvefnaði. Mælt er með slíkum andlitsnuddpúða af öllum helstu sérfræðingum fyrir árangurríkt andlitsnudd. Byrjaðu á enninu og nuddaðu með hringlaga hreyfingum eftir öllu andlitinu.

FÆTUR & HENDUR

naglaburstiEftir notalegt bað jafnast fátt á við frábæra fótaþjöl og naglabursta sem virkar. Fótaþjöl, sem hefur yfirborð keramik kristalla og virkar á sprungna hæla, gefur mýkt og eykur blóðrás. Naglaburstinn er svo kapítali út af fyrir sig. Í haust var einmitt naglaburstinn frá Hydréa London valinn eitt af heilsutrendum haustins í Vouge. Það er ekki síst vegna þess að hann býr yfir smáum hornpensli til að þrífa vel neglur og naglabönd, sem kemur sé vel eftir mikla sprittnotkun undanfarið. Notaðu olíu með.

Gleðilegt jóladekurbað!

Heimaspa

 

 

 

 

 

 

 


SAFFRAN - ljósið í myrkrinu

 

Vissir þú að þarf 75.000 blómstrandi saffranblóm í ½ kíló af saffranakryddi. Það kemur því ekki á óvart að saffran sé verðmætasta krydd veraldar. Saffran jurtin gefur ekki bara matnum dásamlegt bragð og lit, hún er líka mikils metin lækningajurt af ætt krókusa (Crocus sativius). Ný vísindaleg rannsókn sýnir að áhrif saffrans á svefngæði eru ótvíræð.
Ný könnun mín leiddi í ljós að kíló af eðal saffrani Íslandi kostar um 950 þúsund krónur.

SAFFRAN BÆTIR SVEFN
SaffronSkoðum nýlega tvíblinda rannsókn sem framkvæmd var 63 heilbrigðum einstaklingum sem þó höfðu átt við svefnvandamál að stríða. Hópurinn fékk ýmist 14 mg af saffrankrafti eða lyfleysu. Svefninn var mældur að mikilli nákvæmni með ýmsum mælitækjum. Niðurstöðurnar voru þær að þeir sem tóku inn saffran bættu svefn sinn svo um munaði. Kom það skýrt fram í öllum mælingum. Saffranið kom líka vel út að þvi leyti að engar aukaverkanir fylgdu. Áhrif saffrans á svefngæði eru því ótvíræð.

Prófessor og vísindamaður við Kew Garden í London, Monigue Simmonds, leiddi rannsóknarteymi, sem komst að því að í saffrani leynast afar mikilvæg efni til lækninga (crocin og safranal). Þessi efni tilheyra ætt karótenóíða, sem m.a. innihalda beta karótín. Rannsóknin dró fram í dagsljósið að þessi efni gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjón og skapsveiflum. Saffran inniheldur líka mikið af lúteni sem þegar er vitað að getur bætt sjónina. Margar vísindalegar rannsóknir styðja það.

SLÆR Á NARTÞÖRFINA
Og svo er það þyngdarstjórnunin, því einnig hefur komið fram að neysla saffrans slær á nartþörfina. Það gerist vegna þess að saffran eykur serótónín magn í heilanum. Skortur á serótóníni er sagt einkum hafa áhrif á þrennt; ótta, streitu og áráttukennda matarlyst. Með því að hafa bein áhrif á taugaefnafræðilega rót vandans er talið að saffran komi að gagni sem örugg og náttúruleg leið gegn narti. 
Það kemur því ekki á óvart að saffran hefur undanfarið verið eitt vinsælasta bætiefni Bretlands, sem hið vandaða bætiefnafyrirtæki Virdian á mikilvægan þátt í með framleiðslu gæða blöndu sem er sett saman úr saffrani og morgunfrú.

EIN TÆRASTA JURT JARÐAR
saffran blómHitt er svo annað mál að saffran á sér langa sögu sem lækningajurt í indversku lífsvísindunum. Fullyrt er að saffran komi jafnvægi á allar líkams/hugargerðirnar 3; vata, pitta og kapha, það hafi góð áhrif á húð, meltingarfæri og sé hreinsandi. Saffran er kölluð sólkskinsjurtin vegna þess að hún einnig er sögð lyfta skapi.

Saffran er sannarlega ein dýrasta lækningajurtin sem notuð er í Ayurveda. En það góða við hana er að það þarf ekki mikið af henni til að ná fram góðri og mikilvægri virkni.

Saffran þykir ein sattvískasta jurt jarðar, eða ein sú tærasta. Orðið sattvic þýðir "hreinn kjarni," og sattvískur matur flokkast sem hreinn og yfirvegaður sem færir ró, hamingju og andlegan skýrleika. Af svokölluðu gunum, sem er ein af mikilvægustu flokkunarhugtökunum í Ayurveda, er það sem sattvísk er sagt það allra næringarríkasta og tengjast mikilli inntöku örnæringarefna.
Sattvískur hugur telst rólegur og greinandi án þess að vera dæmandi. Það eru jú órjúfanleg tengsl á milli líkama og anda í Ayurveda. Mjög eftirsóknarverkt er að hafa sattvískan og skýran huga. Og gleðiefnið er það að nú hafa nútíma rannsóknir sýnt og sannað að saffran hefur einmitt afar jákvæð áhrif á hugann ekki síður en líkamann.

saffran latté og ristað brauð með geitaosti og fíkusultuEnn önnur skemmtileg tíðindi af saffrani eru þau að efir nokkra mánaða þróun hefur Systrasamlagið bætt saffran latté með morgunfrú á drykkjarlista sinn. 

 

 

 

 

Heimild:
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/32056539

 

 

 

 


Kitsarí - hin fullkomna næring. UPPSKRIFT

 

Kitserí (kitchari) er afar vinsæll indverskur réttur sem af mörgum er talinn hin fullkomna næring enda frábær blanda kolvetna, próteina og fitu. Í indversku lífsvísindunum, Ayurveda, er kitserí í miklum metum og gjarnan borðað meðfram andlegri iðkun eða þegar fólk vill draga sig í hlé um stund og hvíla meltinguna. Mjög algengt er að fólk fari á 3ja daga svokallaðan kitcherí hreinsun (og stundum lengri), jafnvel 1 x í mánuði yfir vetrartímann. Kitserí hreinsun er iðkuð víða um heim þar sem jóga- og ayurvedafræðin hafa náð vinsældum.

KITCHARIFyrir marga er kitsterí hin sanna töfrafæða, ekki síst yfir vetrartímann enda bæði vermandi, þægileg, bragðgóð og auðmelt. Mörgum þykir kitserí eiga betur við en kaldir safakúrar að hausti og vetri. Það frábæra við kitsérí er að það er einfaldur réttur en um leið grunnur sem hægt er að framreiða á fjölmarga vegu. Hafa sem heitan rétt eða þynnri, næstum eins og súpu. Svo má að leika sér með allskyns krydd og lækningajurtir sem eru bragðgóðar og líka góðar fyrir meltinguna og við ýmsu öðru. Góð 3ja daga kitserí hreinsun er ekki bara sögð bæta meltinguna heldur líka auka orku, skerpa á bragðlaukum og jafnvel bæta geð.

Best er að nota basmati hrísgrjón sem eru aðeins öðruvísi en þau venjulegu, auk þess sem þau fara betur í flesta. Basmati er hægt að fá bæði með hýði eða hvít. Mikilvægt er að hafa þau lífrænt vottuð, raunar eins og baunirnar og kryddin/lækningajurtirnar líka. Hýðisgrjónin eru næringarríkari en þau hvítu auðmeltari. Í kitserí eru langoftast mungbaunir. Heilar eða klofnar. Ef þú kýst að nota heilar, sem flestir gera, er mikilvægt að láta þær liggja í bleyti yfir nótt og enn betra er að láta þær spíra, sem er afar auðvelt. Settu í skál og láttu vatn rétt svo fljóta yfir baunirnar og skelltu léttu loki yfir (gæti verið diskur). Best er að þær standi við stofuhita á dimmum stað í einn til tvo sólarhringa. Gott er að hæra þarf aðeins í þeim öðru hverju. Það fer ekki framhjá neinum þegar mungbaunirnar spíra. Skolið vel af þeim og hrísgrjónunum líka áður en þið sjóðið.

Svo er það ghee-ið eða skírða smjörið. Það er ómissandi í kitserí og sú frábæra fita sem fullkomnar þennan rétt. Ghee samanstendur af miðlungslöngum fitusýrum sem nýtast okkur beint sem vitsmunaleg orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Fyrir þá sem ekki vita er ghee “crème dela crème” eða olían í smjörinu af mörgum talin tærasta og næringarríkasta fitan sem jörðin gefur af sér.

 

INNIHALD:

1 bolli basmati hvít eða brún hrísgrjón

1/2 bolli mung baunir
2 msk ghee

1 msk af kitchari kryddblöndu sem er svona:

1/4 tsk gul eða svört sinnepsfræ

1/2 tsk kúmín fræ

1/2 tsk túrmerikduft

1 og 1/2 tsk kóríander duft

1/2 tsk fennel duft

Asafoetida á hnífsoddi (má sleppa, stundum erfitt að finna).

1 tsk saxaður ferskur engifer

1 tsk náttúrlegt salt

6 bollar vatn

AÐFERÐ:

Hreinsið baunir og hrísgrjón vel með því að láta t.d. vatn renna yfir þau í gegnum sigti.

Notið meðalstóran pott og stillið á meðalháan hita. Bræðið um 1 msk af ghee-i. Setjið út í sinnepsfræ og látið poppast. Bætið við kúmínfræjum, túrmerikdufti, kóríander- og fenneldufti og asafoetida (ef þið notið það). Síðan söxuðum ferskum engifer. Látið malla í sirka mínútu. Bætið nú hrísgrjónum og mungbaunum út í. Hrærið aðeins í og þá er kominn tími til að setja út í 6 dl af vatni. Látið sjóða við vægan hita í 15 til 20 mínútur. Takið þá af hellunni, takið pottlokið af og setjið viskastykki yfir og látið pokklokið aftur á. Látið standa í 20 mínútur.

Nú er komið að því að borða það en áður en þið gerið skal setja restina af ghee-inu ofan á. Saltið eftir smekk og njótið. Þessi uppskrift ætti að duga fyrir 2 eða 1 í hádegis og kvöldmat.

Ef þið viljið bæta við grænmeti hafið það auðmeltanlegt. Það eru gulrætur, aspas, grænar baunir, grasker, kúrbítur eða sæt kartafla.

 

Hvað kryddin/lækningajurtirnar gera:

Krydd Kóríander: Kælir allar brennandi heitar tilfinningar í líkamanum. Róar pirring í meltingarkerfi. Styrkir meltingu. Lægir vindgang og uppþembu.

Kúmín: Sanskrítheiti þess þýðir einfaldlega „að stuðla að meltingu. Meðhöndlar slaka meltingu. Hjálpar til við frásogun næringarefna. Lægir uppþembu og loftgang.

Fennel: Hitar meltingu, kemur í veg fyrir þrengsli og stöðnun í meltingunni. Hjálpar til við meltingaróþægindi, krampa, ógleði, vindgang og almennt slæma meltingu.

Túrmerik: Dregur úr sjúkdómsvaldandi bakteríum og eyðir eiturefnum. Líka sagt forvörn gegn krabbameini í þörmum. Meðhöndlar magasár. Bætir meltingargetu og hreinsar blóð. Hreinsar þarmasýkingar og styrkir slímhúð.

Sinnepsfræ: Þau eru sveppa- og bakteríudrepandi, bæta meltingu og draga úr vindgangi og krömpum.

Asafoetida: er þekkt jurt á Indlandi en minna þekkt á Vesturlöndum. Hún er sögð draga úr krömpum, losa slím og vera bólguhemjandi. Oft er talað um að hún auki blóðflæði um magasvæði og leg og sé notuð til að drepa snýkjudýr. Örlítið magn af Asafoetida er jafnan notað í kitsterí en þó alls ekki í öllum uppskriftum.

Salt: Það er alþekkt fyrir að örva meltingu og hjálpa til við að halda vökva.

Samkvæmt Ayurveda fræðunum kemur hreinsandi kitserí jafnvægi á allar „doshurnar“. Líkamsgerðirnar, vata, pitta og kapha.

 

Ps: Systrasamlagið býður annað slagið upp á 3ja daga kitserí hreinsun. Fylgist með á www.systrasamlagid.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband