Hreinsum til og finnum sæta blettinn í okkur öllum!

 

Vorið er handan hornsins. Nýtt upphaf. Endurfæðing. Frost er að fara úr jörðu og fræin undirbúa komu sína. Á meðan þetta ástand varir er jörðin þung og blaut og þannig verður hún í fáeina mánuði í viðbót. Það er því ekki af ástæðulausu að vorhreinsun í víðasta skilningi þess orðs er mörgum hugleikin ákkúrat núna.

Kapha tímabilÞessi mót veturs og vors eru að mörgu leyti dásamlegur tími. Tilhlökkun liggur í loftinu. Þó er ekki víst að orka allra sé upp á sitt allra besta. Þegar horft er til þess að manneskjan er hluti af náttúrunni finna margir einmitt fyrir bjúg og þreytu og sumir miklu orkuleysi. Líkt og jörðin erum við mörg þurr og svolítið grá að utan en blaut/rök að innan. Þetta er ástæðan fyrir því að margar menningarþjóðir kjósa að huga sérstaklega að meltingunni á sama tíma og jörðin er að hreinsa sig og vakna til lífsins. Þetta tímabil kallast kapha í indversku lífsvísindum, Ayurveda, á meðan sumarið er að mestu pitta (eldur og vatn) og haust/vetur vata (loft og ether/rými). Að mæta vorinu í góðu jafnvægi er líklega ein dásamlegasta orkan (komum betur að því) en þegar kapha, sem vel að merkja býr í okkur öllum, er ekki í jafvægi getum við orðið pirruð, þung og hæg og með lélegan meltingareld.

Hvað bera að hafa í huga á vorin þegar kapha eykst í náttúrunni og okkur sjálfum?

Kapha orkan er allt í senn mjúk, svöl, stöðug, hæg, þung og olíu- og slímkennd frá náttúrunnar hendi. Margt af þessu eru mjög eftirsóknarvert en annað getur reynst krefjandi. Þessi eiginleikar geta birst með margvíslegum hætti í náttúrunni og líka í líkama og anda hverrar manneskju. Sumir af erfiðari þáttum kapha tímabilsins getur falið í sér þunga tilfinningu, svefnhöfgi og lága lífsorku. Birting kapha orkunnar er þó mismunandi í okkur flestum og á meðan sumum finnst gaman að vinna með vororkuna finnst öðrum hún nær óyfirstíganleg.

Tilfinningar sem fylgja kapha í ójafnvægi geta komið fram í áhyggjum, uppnámi og jafnvel sárri móðgunartilfinningu. En í hina röndina er að kapha orkan okkur mjög mikilvæg og stór þáttur í vellíðan okkar. Kapha í sinni fegurstu og bestu mynd byggir okkur upp, færir líkamanum mýkt og okkur myndi sannarlega skorta samúð og ljúfleika ef ekki væri fyrir kapha / vororkuna. Okkur myndi jafnframt vanta tilfinningu fyrir jarðtengingu, stöðugleika og sannri nærveru í lífi okkar. Við myndum missa af miklu. Þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að gefa kapha orkunni gaum og koma henni í jafnvægi sem allra fyrst.

Gjafir kapha í jafnvægi eru kærleikur og samkennd

Fólk sem er sterkt kapha í líkams /hugargerð (taktu prófið) er jafnan fólkið sem er í góðu jafnvægi og mjög kærleiksríkt. Það býður kærkomin faðmlög sem er um leið grunnurinn til að jarðtengja vata orkuna og mýkja pitta orkuna. Flestir dýrka þessi faðmlög og kærleikann sem ósar af þessu hlýja fólki. Þetta er fólkið sem opnar heimili sín og gerir ekki upp á milli fólks. Kapha er elementið þar sem þokkinn býr sem flestir væru til í að bera.

Annað er að kapha (aftur í sínu besta formi) er traust. Kapha hefur sterkan strúktur og gefur okkur form, eins t.d. byggingu líkamans. Kapha er formið. Án kapha orkunnar í veröldinni myndi allt fljóta. Í samsiptum er enginn tryggari en kapha sem er raunverulegur vinur. Þegar kapha opnar sig þá er það vinátta fyrir lífstíð. Kapha er öguð. Hún fyrirgefur. Það skiptir líka öllu að kapha elementið gefur okkur smurningu, það er mænuvökvinn og nærir heilann. Kapha er djúsinn sem gerir okkur ungleg og slímhúðin sem verndar meltingaveginn. Líkt og jörðin fyrirgefur sterk kapha allt og að sjálfsögðu er sá sem er með mikið kapha mesti náttúruunnandinn. Ef þú ert að halda í gremju og getur ekki sleppt skaltu reyna að finna kapha orkuna í þér og fyrirgefa sjálfum þér og öðrum.

Hvernig er gott að ná kapha í jafnvægi

Núna er tíminn til að taka fallega á móti kapha orkunni eða vorinu, sem er þessi sæti blettur í okkur öllum. Það getur verið í formi örvandi athafna og hreyfingar en líka með því að hreinsa líkamann og borða léttari fæðu en við erum vön. Umskipti hafa átt sér stað. Vetrarfæðan hentar ekki lengur. Við þurfum líka að muna eftir því að halda líkama okkar heitum, þurrum og mjúkum. Til þess er hægt að nota t.d. allskyns jurtir sem eru sterkar, beiskar og herpandi og rífa sig í gegnum kerfið og örva það. Um leið er lag að minnka sætu og salt (sjá brögðin sex í Ayurveda).

Allt sem þú þarft að gera á þessum tíma árs er að koma kapha-nu í þér í jafnvægi og lifa þannig í sátt og samlyndi við náttúruna. Það sem kemur t.d. í veg fyrir að kapha sé of blaut á þessum tíma árs eru þurrar og herpandi jurtir eins og túrmerik og engifer sem draga úr bjúg og slími í líkamanum og það er gott að fá sér svartan pipar og græna fæðu ofl. sem örva meltinguna. Jurtablöndur sem geta reynst sérlega hjálplegar á þessum tíma árs eru triphala, sem er hin milda hreinsun og góðar grænar jurtablöndur. Þá er gott að þurrbursta húðina sem aldrei fyrr. Burtaðu hana bleika, myndi einhver segja. Og ef húðin á þér er eins og þurrt gras er frábært að bera á sig olíu. Hresstu við sogæðakerfið eins og þú mögulega getur og hreyfðu við vökvum og vessum líkamans.
Mundu líka að faðma fólk og rækta í þér það besta.

selfcare 2

Í stuttu máli: Það sem heldur kapha í góðu jafnvægi er meira og minna öll fæða sem er beisk, sterk, samandragandi og súr. Kíktu á kryddin, aspasinn, kirskuberin, kitsaríð og allt það. Það sem kemur kapha úr jafnvægi á vorin er of mikið sætt (það á líka við um mjólk og kjöt) og of þungur og einhæfur matur.

Gleðilegt kapha tímabil!

 

 

 


Að leggja sig, eða ekki leggja sig. Það er spurningin?

 

Hvern langar ekki að leggja sig um miðjan dag eða síðdegis á köldu og myrku mánuðum ársins?

Svefninn hefur verið mikið rannsakaður síðustu misseri vegna mikillar aukningar á svefntruflunum og megin niðurstöðurnar á lélegri nætursvefni er truflun á dægursveiflu, sem kölluð hefur verið líkamsklukkan. Þetta vita margir. Svo almenna svarið við því hvort æskilegt sé að að leggja sig á daginn er nei.

En hvað hafa gömlu lífsvísindin um málið að segja?

Ayurveda eru auðvitað náttúruvísindi. Ef vestrænu vísindin eru skoðuð með tilliti til svefns þá hafa gömlu og nýju vísindin komist að sömu niðurstöðum sem er að við erum öll háð líkamsklukku / dægursveiflu. Í raun er manneskjan eins og blóm. 

Ayurveda fræðin eða vísindi lífsins hafa annars þetta um málið að segja:
Svefn er mikilvægur hluti lífs okkar. Magn og gæði svefns hefur mikil áhrif okkur. Og stundum úrslitaáhrif á heildarorkustig okkar og daglega líðan. Í ayurveda eru 3 stoðir sagðar standa undir góðri heilsu. Það eru svefn, mataræði og orkustjórnun. Þegar öllum þessum stoðum er sinnt gætilega er lífið í jafnvægi og jafnvel auðvelt. Í hinum klassísku ayurveda textum Astanga Hrdayam segir: "Hamingja og óhamingja, næring og örmögnun, styrkur og veikleiki, kynferðislegt atgervi og getuleysi, þekking og fáfræði, líf og dauði - allt er háð svefni."
Það er því greinilega mikil pressa á manneskjunni að fá góða næturhvíld!

Leggja sig

En hvað ef svefninn kemst ekki fyrir í einni nóttu, eða ef þú ert einfaldlega örmagna? Ættir þú að gefast upp fyrir öllum hneykslisröddum um hvíld á daginn? Þar sem ayurveda á svar við flestu fer það eftir ýmsu. Meira úr fornu textunum: „Svefn á óviðeigandi tíma, umfram eða alls ekki, eyðir hamingju (heilsu) og má líka við kalaratri (gyðju dauðans).“
Þetta er stór orð.

Almennt ráðleggja ayurfræðin að fólk leggi sig ekki daginn, ekki frekar en vestrænu svefnvísindin hafa að undanförnu ráðlagt með gagnreyndum rannsóknum.

Ef þú finnur fyrir þreytu síðdegis settu kannski fæturna upp við vegg eða farðu í gott jóga nidra (stundum er kallaður jógískur svefn) sem losar um streitu og bætir gæði nætursvefns. Farðu jafnvel út að ganga í síðdegissólinni eða þeirri birtu sem í boði er. Það getur hindrað losun melatóníns, syfjuhormónsins.

Semsé síðdegissvefn eða dagssvefn er ekki góður ávani fyrir heilbrigða fullorðna manneskju í venjulegu lífshlaupi. Engu að síður eru nokkur sjúkdómstilvik þar sem ayurveda bókstaflega ávísar dagsvefni, þ.e. ef það er ekki orsök vandans.

Þetta er þó kannski ekki alveg svona klippt og skorið. Ef þú þráir síðdegissíestu er skásti kosturinn fyrir dagssvefn heitir sumardagar á fastandi maga. Þegar næturnar eru stuttar (við þekkjum það vel hér) fer vata (loftið/ether) orkan gjarnan úr jafnvægi og líkaminn þornar.

Talað er um að svefn á daginn auki kapha eða jarðar- og vatnsþætti líkamans sem eykur raka og smyr vefi líkamns. Dagsvefn getur því verið fullkomið móteitur við vata þurrki á sumrin.

Á öðrum árstíðum, þegar vatns- og jarðarþættirnir eru sterkari (hugsaðu um síðla vetrar og byrjun vors), mun svefn á daginn auka kapha á þann hátt sem er ekki er talið æskilegt. Þú gætir vaknað í slefpolli - köld, þrútin og syfjuð og með löngun í kökusneið.

Asanas ullarmotta hvít 3

Kjarni málsins? Ef þér líður illa á hundadögum sumarsins gefur ayurveda þér leyfi til að fá þér lúr. Restin af árinu? Farðu út og láttu náttúruna gefa þér orku eða farðu í jóga nidra.

 

 


Sjálfsumönnnarstraumarnir. 10 áhugaverðustu heilsutrendin 2023.

 


Að halda sér í formi og heilbrigðum fellur aldrei úr gildi en hvernig við náum heilbrigði og vellíðan er alltaf að þróast. Rétt eins og aðrar atvinnugreinar er þróun í heilsu- og vellíðan stöðugt að breytast. Þegar tækninni fleytir fram, þekkingin eykst og nýjar aðferðir eru kynntar verða breytingar á því sem verður vinsælt. En líka þegar við enduruppgötvum fornar hefðir sem virka um leið og skiljum við hvers vegna þær virka.
Nú eru sérfræðingar á sviði heilsu- og sjálfsumönnunar hver af öðrum að spá í strauma og stefnur fyrir árið 2023.

Áður en lengra er haldið er áhugavert að skoða þessa strauma með tilliti til kynslóða. Hvað hver kynslóð vill fá út úr sinni heilsurækt? Nýlegar erlendar kannanir sýna nefnilega að hugmyndir kynslóðanna um góða heilsu eru ekki endilega nákvæmlega þær sömu. T.d. segir kynslóðin sem nú er á aldrinum 18 til 24 ára aðalastæðuna fyrir sinni heilsurækt vera andlegs eðlis. Þau vilji fyrst og fremst halda geðheilsunni góðri. Þeir sem eru 60 ára og eldri horfa gjarnan í hjartalínuritið. Sú kynslóð sem er í miðið einblínir meira á efnið. Þar snýst flest um að styrkja kroppinn, spá í hrukkur og líta sem best út. Þetta er auðvitað ekki klippt og skorið því fólk á öllum aldri spáir í andann og aðrir meira í efnið. Þetta gefur þó ákveðnar vísbendingar um ólíkar hugmyndir kynslóðana.

En óhætt er að segja að heilsu- og sjálfumönnunarstraumar 2023 séu allskonar því þeir spanna allt frá andlitsjóga að batakokteilum og frá reiki jóga og efnaskiptabyltingu til djúprar ástar og tengingar við náttúruna.
tré

 

Hungur eftir dýpri tengingu / lækningu
Byrjum á reiki, því það vill svo til að núverandi heilsu- og vellíðunaráhuginn beinist þangað. En hvað er reiki? Það vita nú þegar ansi margir. Það er ákveðin tegund af orkutækni sem gefur fólki færi á að slaka á og margir vitna um að reiki dragi úr streitu og kvíða. Allt með mildri snertingu. Þetta getur verið frábær leið til að létta á langvarandi verkjum og spennu, stuðla að sjálfsheilun og til örva ónæmiskerfi líkamans. Þær sem eru fróðastar um reiki segja það leiða okkur inn í meðfætt jafnvægi og þann heilunmátt sem við öll búum yfir. Þegar við lifum þessa visku erum við það sem kallað er í vakandi vitund og um leið afslappaðri. Þá á sjálfsheilunin sér stað.

 

Reiki og jóga – saman? Já, takk!

Reiki rennur inn í jóga! Jóga- og hugleiðsluaðferðir eru síbreytilegar. Undanfarið hafa yin jóga, jóga nidra og tónheilun, allt þetta mjúka, fest sig í sessi (ekkert “one hit wonder” hér) og að sjálfsögðu hefur allskonar hugleiðsla náð mikilli útbreiðslu. Margir kjósa að gera meira af endurnærandi æfingum sem eru hægar, meðvitaðar og andlegar. Þetta er málið um þessar mundir. Þá er bara spurningin; hvers vegna ekki að sameina reiki og jóga? Praktísk reiki heilun og jóga gæti verið verið ávísun á eitthvað nýtt og spennandi.

Andlitsjóga

Nýtur vaxandi vinsælda. Þökk sé andlitsjógakennaranum Koko Hayashi. Andlitsjóga felur í sér nudd og æfingar sem örva vöðva, vefi, húð og sogæðakerfi. Andlitsjóga mýkir og slakar á andlitsvöðvunum og dregur úr spennu, streitu og áhyggjum. Margir húðlæknar taka undir og segja að andlitsjóga sé að verða mjög vinsælt hjá fólki sem vill bæta húðheilsu sína.

Snjalltæknin og svefninn

Um snjalltæknina þarf vart að fjölyrða og heldur ekki um hversu mikið henni fer fram. Þess er ekki langt að bíða uns tæknin verður viðurkennd heilsufarsmæling í heilbrigðiskerfinu. Við í Systrasamlaginu getum t.d. staðfest að margir hafa leitað til okkar undanfarið með ákveðnin bætiefni og vítamín í huga sem þau mæla svo með ýmis konar snjalltækni. Það er gaman að segja frá því að mörg hafa komið vel út í þessum mælitækjum (t.d. á snjallúrunum), sérstaklega þau sem snúa að því að róa, bæta blóðrás, draga úr streitu og bæta svefn. Þá erum við komin að hugtakinu dægurheilsa og ein af undirstöðum hennar er svefninn. Suðið í kringum svefninn hefur haldið fyrir okkur vöku. Áherslan á að fá góðan nætursvefn hefur þegar leitt til breyttra venja hjá mörgun. Má þar telja fjölgun óáfengra drykkja á kostnað áfengra, bætt mataræði, betri svefnrými og færri skynjara í svenherberginu. Svefn flokkast loks sem hluti af dægurheilsu. Það eru sjálfgefin mannréttindi að fá að sofa vel og flestir leita allra leiða. Í dag á ekki nokkur manneskja að þurfa að missa svefn yfir svefninum.

Óáengir batakokteilar!

Hér er alls ekkert nýtt á ferð. En staðreyndin er sú að þessir kokteilar halda áfram að bæta líðan fólks. Óáfengur kokteill með bataívafi? Þeir sem framleiða heilsusamlega óáfanga drykki og kokteila segjast aldrei hafa séð eins stórkostlegan vöxt. Kannski er það vegna þess að betri óáfeng drykkjarmenning dregur úr félagslegum þrýstingi á þá sem kjósa að hvíla sig á eða drekka ekki áfengi. Góðum batadrykkjum er fagnað um allan heim sem skemmtilegum samkvæmis drykkjum, hvort sem er á kaffihúsum, eftir æfingar, upp á fjöllum eða í partýum.

Náttfatatískan nær flugi

Talandi um svefninn sem er máske er að festa sig í sama mikilvæga sessi og vökustundirnar. Mörg tískuritanna hafa fullyrt að það verði skollin á dúndur náttfatatíska vorið 2023 og margir af þekktustu hönnuðum heims eru að leggja sig fram um að hanna falleg náttföt. Hér er auðvitað verið að vísa í að náttföt séu alls ekki bara til að sofa eða kósa sig í (þótt það megi líka). Heldur séu þau hugsuð til daglegra nota. Ekki síst til að skemmta sér í. Það verður í góðu lagi að sofna í fallega djammgallanum árið 2023.

Biophilíkar æfingar fyrir líkama og anda

Orðið biophilia er upprunnið úr grísku og “philia” þýðir “ást á”. Margir kannast við orðið af samnefndri plötu Bjarkar Guðmunsdóttir frá 2011 sem leiddi til kyngimagnaðs samstarfs hennar við David Attenborough. Biophilia þýðir bókstaflega ást á lífinu eða lífverum. Þetta eru manneskjur sem hafa djúpa rótgróna ást á náttúrunni sem þær byggja á því innsæi og þeim náttúrulega drifkrafti sem er innprentað í DNA-ið okkar. Þá erum við komin að því sem málið fjallar um varðandi þetta heilsutrend sem er græn athöfn og meðvitaðar hreyfingar í náttúrunni. Með þessum grænu athöfnum sækjast iðkendur eftir heildrænni skynjun. Líkamsþjálfum með útsýni yfir vatnið, fjallasýn, birtuna og alvöru fossa og ekki síður vilja þau finna jörðina undir fótum sér, lyktina af grasinu, moldinni og blómunum og heyra gnauðið í vindinum.

Efnaskiptabyltingin

Flest ef ekki allt heilsuspáfólkið er fullvisst um það að það verði bylting í efnaskiptaheilbrigði árið 2023. Við lærðum árið 2022 að borða (aftur) prótein, kolvetni og fitu í einni og sömu máltíðinni. Eitthvað sem gömlu heilsuvísindin hafa flest mælt með. Þegar allt kemur til alls er ekki víst að allir efnaskipasjúkdómar séu skrifaðir stjörnurnar. Bætt efnaskiptaheilsa er rétt handan hornsins og möguleikarnir fleiri en nokkru sinni áður. Nú er farið að bera á því að fólk geti fylgst með öllu þessu sjálft (sem er langt umfram BMI stuðulinn), þ.e. eigin líkamsástandi, heilbrigði beina, efnaskiptahraða, hjartaheilsu, næringarástandi og hormónajafnvægi.

Tenging við eitthvað ennþá meira

En aftur að andlegu heilsunni því líklega er hún ekki bara um leitina eftir jafnvægi. Á sama tíma og markaðssetning geðlyfja hefur aldrei verið meiri (og gífurlegar breytingar liggja loftinu) hefur sjamanismi sprungið út. Hinn óséði heimur er svo áhugaverður fyrir marga vegna þess að mörgum þykir það sem við skynjum í okkar efnislega heimi alls ekki nóg. Tenging við eitthvað svo miklu miklu meira liggur í loftinu.

Sjálfsuppgjör og hófsemi

Þegar öllu er á botnin hvolft hafa síðustu áratugir snúist um svokallaðan sjálfsvöxt. Flest viljum við verða betra fólk. Uppgjörin munu halda áfram. Að sjálfsögðu. En kannski muntu vaxa meira með því að vilja ekki vaxa? Kannski er það að samþykkja og njóta hinn nýi vöxtur. Það gæti nefnilega verið fræðilegur möguleiki á því að með því að sætta okkur við minna verður okkur boðið upp á svo miklu meira. Að samþykkja og einfaldlega njóta verður máske hinn nýi vöxtur.
Við munum sætta okkur við minna því það býður upp á meira.

 

Heimildir og innblástur: Héðan og þaðan.

 


HAUSTIÐ OG VINDGANGURINN Í MELTINGUNNI

 

Haustið er mætt með tilheyrandi lægðum og “vindgangi”. Með tilliti til frumalfanna í náttúrunni má segja að haustið einkennist af þurrki, hreyfanleika, svala og sumpart léttleika. Ef við, þ.e. líkami okkar og hugur, eða lífstíll endurspeglar nákvæmlega þessa eiginleika (sem hann gerir hjá mörgum) eru meiri líkur á því að við tæmum „lífsbrunninn“ (ojasið) okkar. Ef við hins vegar gerum það sem er andstætt þurrki, “vindgangi” og svala getum við viðhaldið orkunni. Þannig verðum við áfram mjúk, liðug, orkumikil, með ljúfa meltingu og án vindgangs. En endilega höldum í léttleikann nema í matnum.
VindverkirHaustið er tíminn til að hugsa um það sem nærandi og notalegt og það sem hlýtt og jarðtengir okkur.

Hér eru nokkur einföld ráð til að styðja við gott jafnvægi einmitt núna, en líka hvenær sem er ársins þegar haust/ vata orkan (lofti og eter/rými) tekur yfirhöndina.
Þessi góðu ráð eiga uppruna í ayurvedafræðum sem eru fyrir löngu orðin sígild vegna þess að þau virka.

 

  • Haustið er tími heitrar og jarðtengjandi fæðu. Súpur, sætar kartöflur, pottréttir, hafragrautur, allskyns kornmeti, olía og ghee er það sem margir sjá í hyllingum núna. Þá er innsæið að öllum líkindum rétt stillt. Það á einnig við ef þig langar í eitthvað sætt. Láttu sætuna endilega eftir þér en beindu sjónum þínum heldur að lífrænum döðlum, hunangi og hlynsírópi. Sæta nærir vefi okkar, gerir okkur safarík og minnkar loftið í meltingunni. 

  • Bættu verk- og vindeyðandi kryddum við í matinn þinn; kryddum sem verma án þess að vera of sterk. Notaðu kryddin bæði í heitan og kaldan mat, eins og súpur, kássur, grauta, langelduðu ofnréttina en líka þeytinginn. Kryddin sem fara best í maga á þessum tíma árs og losa um loft í meltingunni eru kanill, kúmín, engifer, kóríander, fennel, negull, salt, sinnepsfræ, svartur pipar, kardimommur og basil. Úff, hvað meltingin verður miklu notalegri. 

  • Forðist þurran og lítinn eldaðan mat eins og þið mögulega getið. Safakúrar, salöt, búbblur og hráfæði eru ekki endilega málið á þessum tíma árs.

  • Svefninn skiptir höfuðmáli á haustin. Þegar “óregla” og vindgangur er í veðri og meltingu er mikilvægara en áður að hafa fasta svenrútinu. Fara snemma að sofa og vakna snemma og gæta þess að fá í það minnsta um 8 klukkustunda svefn. 

  • Það er líka mikilvægt að borða reglulega og hér er gott plan. Morgunmat ætti að borða á milli 7:00 og 8:30, hádegismat milli 11:00 og 14:00 og kvöldmat milli 17:30 og 19.00 en þó frekar fyrr en seinna. Hádegismaturinn ætti í raun alltaf að vera stærsta máltíð dagsins. Það eru bæði gömul sannindi og ný að vel samsettar og regulegar máltíðir viðhalda blóðsykursjafnvægi og minnka loftgang. 

  • Stundið sjálfsnudd daglega með góðri lífrænni olíu, hvort sem er með hreinni eða jurtablandinni. Einbeitið ykkur sérstaklega að fótum, þ.e. ef þið náið ekki að nudda allan líkamann nuddið þá allavega fæturnar. Það jarðtengir. Sjá hvernig þú berð þig að.
     

  • Íhugið daglega. Það getur verið í formi lesturs, hugleiðslu, göngutúra eða annarra rólegra tíma. Það viðheldur góðri orku í gegnum haustið og alveg fram yfir jól.

 

Þekktustu jurtirnar til að draga úr haust/vata vindgangi í meltingu eru blanda af kóríander, fennel og kúmíni, svokallað CCF te.

Kóríander: Kælir allar brennandi heitar tilfinningar í líkamanum. Róar pirring í meltingarkerfi. Styrkir meltingu. Lægir vindgang og uppþembu.

Kúmín: Sanskrítheiti þess þýðir einfaldlega „að stuðla að meltingu. Meðhöndlar slaka meltingu. Hjálpar til við frásogun næringarefna. Lægir uppþembu og loftgang.

Fennel: Hitar meltingu, kemur í veg fyrir þrengsli og stöðnun í meltingunni. Hjálpar til við meltingaróþægindi, krampa, ógleði, vindgang og almennt slæma meltingu.

Gott að hella upp á/sjóða góðan slatta daglega. Drekktu þetta te heitt í byrjun dags og svo volgt fram eftir degi. Skoða.

Einnig gæti hjálpað að taka inn Digestive Aid, Betanine HCL og ekki gleyma mjólkurþistli. Sjá allt um það í þessarri Smartlandsgrein. 

Feykigott ráð við haustlægðum og vindgangi er að bregða sér í 3ja daga endurræsingu Systrasamlagsins því nú er lag að mæta sér með heitum, kærleiksríkum og notalegum hætti. 3ja daga endurræsing lægir heldur betur öldurnar í líkama og sál.

 

Njótið.

 


Þú ert það sem þú meltir

Allir hafa heyrt máltækið, "þú ert það sem þú borðar". Flest okkar ólumst við upp við þennan vísdóm. Þessi yfirlýsing hefur verið notuð af heilsusérfræðingum, læknum og foreldrum til að hvetja okkur til að borða hollari mat. Gott og blessað. Og mikilvægt.

Þó að það sé mjög mikilvægt að borða hollari mat, þá gefur það ekki heildarmynd af því hvernig þú getur fengið sem mest út úr matnum þínum og byggt upp heilbrigðan líkama. Máltæki nýrra tíma (byggt á gömlum grunni) sem er mun nákvæmara er: „þú ert það sem þú meltir“.

Þú ert það sem þú meltirÞegar allt kemur til alls, hvaða gagn er af því fyrir líkamann þinn ef þú borðar grænmetið þitt, próteinið, heilkorn og ávexti ef þú meltir það ekki vel? Enginn vill þjást af meltingartruflunum. Ef þú vilt vera heilbrigð manneskja snýst málið ekki bara um hvað þú borðar heldur hvernig þú borðar og meltir matinn. Þetta er allt vegna þess að meltingin breytir mat í orku og framleiðir næringarefni sem styðja við og viðhalda líkama þínum, og ekki síst andanum. Léleg melting getur leitt til ójafnvægis, lítillar orku, lofts í meltingu, þungrar tilfinningar og uppsöfnunar á óhreinindum í líkamanum. Það getur valdið ótal mörgum vandamálum.

Samkvæmt helstu ayurvedasfræðingum heims byrjar góð melting með jafnvægi í matarlyst. Á meðan sumir hafa enga matarlyst hafa margir mikla. Þegar þú nýtur máltíðar virkilega vel býr það líkamann undir að melta fæðuna og nýta sér næringuna vel úr fæðunni.

Það er auðvelt að koma jafnvægi á meltingu og matarlyst. Í Ayurveda er megintilgangurinn að endurheimta jafnvægið í smáum skrefum með því að færa líkama og huga einfaldlega að takti náttúrunnar. Menning dagsins í dag hefur gleymt mörgum grundvallarreglum góðrar heilsu. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir lýðheilsu almennt.

Meginreglan er þessi: Borðaðu stærstu máltíðina þína, helst um miðjan dag, þegar meltingareldurinn (agni) er sterkastur. Veljið fæðu úr ferskum lífrænum matvælum og hafðu blönduna alltaf prótein, kolvetni og fitu. Ferskur og góður matur skilar sér ekki bara í meiri lækningarmætti líkamans sjálfs heldur líka í mikilli næringu og meiri greind (og minni blóðusykursflökti og minni heilaþoku).

Borðaðu þó aðeins þegar þú ert svöng og þegar þú hefur melt fyrri máltíð.

Komdu þér upp reglulegum matartímum. Líkaminn, að ekki sé talað um andinn, elskar rútínu.

Taktu þér tíma í að borða, tyggðu rólega og taktu þér í það minnsta 5 mínútur eftir hverja máltíð til að slaka á.

Ekki deila matmálsathyglinni með því að horfa á sjónvarp eða lesa. Njóttu máltíðarinnar.

Forðastu kalda og ísaða drykki með mat, og raunar almennt. Þeir draga úr meltingareldi.

Allt þetta hér að ofan eru forgangsmál.

Borðaðu þar til þú ert 3/4 södd.

Bíddu að minnsta kosti 3 klukkustundir á milli máltíða; Það er betra fyrir meltinguna ef þú klárar að melta eina máltíð áður en þú byrjar á þeirri næstu. Endalaust snakk á milli máltíða truflar gæði meltingar.

Ayurveda fræðin, sem í raun flest byggir á, hvetja okkur til að borða máltíðir úr öllum sex bragðgæðum lífsins í hverri máltíð. Það sama gildir þegar þú þarft að hreinsa meltinguna. Það er ekkert flókið og má kynna sér í þessarri grein: Brögðin sex í Ayurveda.

Brögðin sex

 

 


Sinntu orkuþörfinni í sumar og losnaðu við þreytu og yfirsnúning

Vissir þú að líkami þinn þarfnast ákveðinna vítamína meira yfir sumarmánuðina? Ástæður þessa eru tengdar þáttum eins og aukinni orkuþörf, hraðari efnaskiptum og heitara veðri. Það er mjög mikilvægt fyrir líkamlega heilsu okkar að þörfinni fyrir þessi vítamín sé fullnægt. Ef það er ekki gert gætir þú fundið fyrir þreytu eða yfirsnúningi, og líkaminn mun ekki hafa vítamínin sem eru nauðsynleg til að undirbúa hann fyrir veturinn.

Svo hér eru vítamínin sem þú þarft að taka í sumar!

Af hverju er A-vítamín mikilvægt?

person-woman-sport-jump-summer-jumping-712387-pxhere.comÚtfjólubláa ljósið í sumarsólskininu skemmir frumurnar okkar. Þetta getur valdið því að húðin eldist og hrukkur myndast. Þess vegna er afar mikilvægt að taka endurnærandi vítamín eins og A-vítamín. Skortur á A-vítamíni getur ekki aðeins valdið húðvandamálum. Hann getur einnig leitt til hárloss, og þess að neglur, tennur og bein verða lélegri. Auk þess að líða almennt illa geta komið upp vandamál með sjón.

Það er hægt að finna A-vítamín í jurta- og dýrafæðu.
Hér eru nokkur fæðutegundir sem innihalda A-vítamín: Spergilkál, kúrbítur, gulrætur, kartöflur, melóna, rauð paprika, greipaldin, baunir, vatnsmelóna, lýsi, mjólk, smjör, egg, ostur, jógúrt. Borðaðu líka mikið af fiski og taktu inn inn gott fjölvítamín með betakarótíni. 

Af hverju er C-vítamín mikilvægt?

C-vítamín er mjög mikilvægt vítamín fyrir ónæmiskerfið. Skortur á C-vítamíni getur orsakað þurrk í húð, vöðva- og liðverki, hárlos (aumir hársekkir), þyngdartap, blæðingar í nefi og að þú gróir seint sára þinna. C-vítamín er því mjög mikilvægt til að tryggja heilbrigt sumar og búa sig undir vetrarmánuðina.

Mörg matvæli innihalda C-vítamín. Þau eru: jarðarber, melónur, kíví, appelsínur, greipaldin, mandarínur, sítrónur, bláber, steinselja, græn paprika, rauð paprika, rauðkál, karsi, blómkál, papaya, spergilkál, grænar baunir, sætar kartöflur, baunir, laukur. Hámaðu þetta í þig og taktu inn frábær C-vítamínblöndu til að hafa allt á tæru. Hafðu C- vítamín bundið fitusýrum svo það nýtist þér betur og fari vel í maga. 

Af hverju er D-vítamín mikilvægt?

Þar sem D-vítamín er myndað úr sólarljósi getur það fallið niður yfir langa vetrarmánuðina. Það gerist sannarlega hér á landi. Því fer best á því að auka magn D-vítamín í líkamanum eins og mögulegt er yfir sumartímann. Þannig hjálpar þú líkamanum að undirbúa sig fyrir veturinn. Flest þekkjum við orðið vandamálin sem stafa af D-vítamínskorti, sem eru m.a. listaleysi, lið- og vöðvaverkir, þyngdaraukning, meltingarvandamál og mun lélegra ónæmiskerfi.

D-vítamín er hægt að búa til í líkamanum úr sólarljósi. Hins vegar er líka hægt að fá D-vítamín úr ákveðnum fæðutegundum. Helstu fæðutegundir sem innihalda D-vítamín eru: Kefir, ostur, jógúrt, mjólk, lýsi, sveppir, steinselja, hafrar, makríll, lax, lifur en líka gott að taka inn: https://systrasamlagid.is/vefverslun/vitamin-baetiefni-oliur/d3-vitamin-vegan-60-hylki/

Af hverju er E-vítamín mikilvægt?

E-vítamín hefur andoxunaráhrif á frumuhimnuna og hjálpar til við að endurnýja frumur. Það bætir einnig heilsu húðar og hárs. Þessir kostir gera það að mikilvægu vítamíni fyrir sumarið.

Matvæli sem innihalda E-vítamín eru: sólblómafræ, möndlur, spínat, malaður rauður pipar, aspas, hveitikímolía, heslihnetuolía, möndluolía, hvítlaukur, jarðhnetur. Þú getur líka fengið það í hárnákvæmu magni í góðri fjölvítamín blöndu eins og þessarri. 

Hitt er svo annað að þessi Sport múlti blandan frá Virdian er hönnuð fyrir þá sem eru í mikilli orkuþörf, sem við erum mörg hver yfir sumarið. Blandan inniheldur allt sem þarf og það sem er einna mikilvægast yfir sumartímann, nefnilega mikið af steinefnum.ALLSKONAR MÚLTÍ

 

 

 

 


Minnisleysi & heilaþoka. Hvað er til ráða?

Ákveðin vítamín og fitusýrur hafa verið sögð hægja á eða koma í veg fyrir minnisleysi og draga úr heilaþoku. Í langri upptalningu yfir hugsanlegar lausnir eru nokkur vítamín, jurtir og ákveðið mataræði sem skara fram úr. Þar bera hæst B12 vítamín, jurtir eins Bramhi, omega-3 fitusýrur og Miðjarðarhafsmataræði kemur sterkt inn á ný. En getur þessi viðbót virkilega haft áhrif á og aukið minni þitt?

B12 vítamín
HeilaþokaMargar nýlegar klínískar rannsóknir á minnisbætandi fæðubótarefnum eru mjög öflugar. Rannsóknir sem sýna svart á hvítu samhengi milli skorts á vítamínum og minnistaps. Vísindamenn hafa lengi rannsakað tengslin milli lágs magns B12 (kóbalamíns) og minnistaps. Skortur á B12 er algengastur hjá fólki með þarma- og magavandamál en líka hjá þeim sem eru á ströngu grænkerafæði. B12 skortur eykst jafnframt með aldrinum vegna almennt minnkandi magasýra eftir því sem fólk eldist. Einnig hefur verið sýnt fram á að ákveðin sykursýkislyf minnka B12 í líkamnum. Önnur lyf eins og sýrubindandi og bólgueyðandi lyf og getnaðarvarnir (hormónalyf) geta dregið úr nýtingu B12.

Þá má þó vel næla sér í nóg af B12 eftir náttúrulegum leiðum í gegnum fisk og fugla. Hins vegar þarf fólk sem er á ákveðnum lyfjum og fólk með lágar magasýur og jafnvel grænmetisætur að næla sér í aukaskammt B12 í formi vítamíns en blanda af adenosylcobalamin og methylcobalamin saman skipta þar miklu máli.

E vítamín
Þá eru nokkrar vísbendingar sem benda til þess að E-vítamín geti gagnast huga og minni hjá eldra fólki. Rannsókn frá 2014 í tímaritinu JAMA bendir til að mikið magn af E-vítamíni getur hjálpað fólki með vægan til í meðallagi alvarlegan Alzheimerssjúkdóm. Hins er of mikill skammtur ekki öruggur fyrir alla. Þetta kemur fram í rannsóknum Harvard Medical School. Að taka meira en 400 ae af E vítamínum dag getur nefnilega verið áhættusamt fyrir fólk með hjarta- og æðasjúkdóma, sérstaklega fyrir þá sem eru á blóðþynningarlyfjum. Þá hafa sumar rannsóknir sýnt að viðbótar E-vítamín getur aukið hættuna á krabbameini í blöðruhálskirtli. Þannig að 400 ae er því hæfilegur dagskammtur. E-vítamín er m.a. finna í hnetum, hreinum jurtaolíum, grænmeti eins og spínati og spergilkáli og öruggan skammt er að finna í vel hugsuðum fjölvítamínblöndum.

Omega 3 fitusýrur
Í endurskoðun á rannsókn frá 2015 kom í ljós að það að taka fæðubótarefni með docosahexaensýru (DHA) og eicosapentaensýru (EPA) leiddi til verulegs bata hjá fullorðnum með minnisvandamál. DHA er ein aðaltegund af omega-3 fitusýrum og EPA er önnur. DHA og EPA eru mest í sjávarfangi eins og laxi og makríl. Nokkuð sterkar vísbendingar eru um samband milli Omega 3 og minnis en ennþá sterkari sannanir eru að koma fram í fjölmörgum rannsóknum sem eru einmitt í gangi um þessar mundir.

Af jurtum er það einna helst hin forna Bramhi jurt sem kemur vel út varðandi minni en þess má geta að bæði E-vítamín og Bramhi og fleira er að finna í Brain Support multi frá Virdian. Ástæðan fyrir því að Brahmi hefur fest sig í sessi sem þetta dásamlega náttúrulega nootropic (nootropic þýðir efni sem eykur skilning og minni) er vegna þess að hún er að koma afar vel út úr vísindalegum rannsóknum þar sem borin er saman Bramhi og lyfleysa.

Mataræði við Miðjarðarhafið og MIND mataræði
Það er dýrmætt að fá næringu úr matnum en bætiefni geta sannarlega fyllt upp í eyðurnar. Semsé besta leiðin er að borða vel og muna að æfa minnið. Í raun er Miðjarðarhafsmataræði besta uppspretta allra vítamína sem líkaminn þarfnast. Það byggir á því að borða aðallega mat úr jurtaríkinu eða gott grænmeti, takmarka neyslu á rauðu kjöti, borða fisk og góða ólífuolíu en það er líka mikilvægt að hugsa og undirbúa allar máltíðir vel. Svokallað MIND mataræði, sem á vaxandi vinsældum að fagna, er svipað Miðjarðarhafsmataræðinu og byggir ennþá meira á grænu og laufmiklu grænmeti til viðbótar við þau prótein og olífuolíu sem Miðjarðarhafsmataræði snýst um. MIND mataræðið bætir svo því sérstaklega við að heilbrigðar svefnvenjur verndi heilann og minni hans.

Lífsstíll sem skaðar
Það er sannarlega hægt að bæta heilaheilbrigði með því að huga vel að mat og svefnvenjum. Skaðlegast er brasaður matur sem veldur skemmdum á hjarta- og æðakerfi og minnkar virkni heilans. Og, ekki síst, kyrrseta.

 

Heimildir:

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/24381967/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4927899/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25369926/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/25786262/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4222885/
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3856388/
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/alzheimers-disease/expert-answers/alzheimers/faq-20057895#:~:text=Vitamin%20B%2D12%20helps%20maintain,supplements%20can%20help%20improve%20memory.

https://jamanetwork.com/journals/jamaneurology/article-abstract/1791528
https://www.viridian-nutrition.com/blog/brain-health/how-brahmi-can-benefit-the-brain


Lífsorkan og vísindin

Flest tengjum við orku við ljós, hita og rafmagnið heima hjá okkur. En er einhver orka þarna úti sem gefur manneskjunni rafmagn? Það er umdeilt en kíkjum aðeins á málin.

 Í gegnum söguna hafa trúarbrögð eða heimsspeki eins og hindúatrú, búddismi og lækningakerfi á borð við hefðbundna kínverska alþýðulæknisfræði (TCM) vísað til lífsnauðsynlegrar lífsorku sem rennur í gegnum líkamann í straumum eftir ákveðnum „farvegi“. Talað er um sérstakar orkubrautir líkamans sem gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að líkamlegri og andlegri vellíðan og heilsu. Heldur það vatni undir nálarauga vestrænna vísinda? Lítum líka á það.

OrkaHvað eru orkubrautir?
Orkubrautir eru líklega best þekktar í hefbundum kínverskum lækningum, TCM en eru líka mikilvægur þáttur annarra hefða eins í Ayurveda, systurvísinda jógafræðanna.

Orðin sem koma fyrir um þessa tilteknu orku eru channels, meridians, nadis og srotamsi (sem þýðir á/straumur á Sanskrít). Þýðingar hafa verið orkubrautir, orkupunktar, þrýstipunktar og nálastungupunktar, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Hefðbundin kínversk læknisfræði
Í rannsókn vestrænna vísindamanna frá 2010, þar sem gerð var tilraun til að horfa með augum nútímans á kínversku læknisfræðina, segir m.a. að þessi gömlu vísindi byggi á því að lengdarbaugar líkamans séu leiðakerfi þar sem lífsorkan, eða Qi, flæðir um. Talið er að hægt sé að loka eða tæma Qi, sem getur leitt til ójafnvægis og sjúkdóma. Þessi sama rannsókn eða samanburður segir lengdarbaugana í manneskjunni geti samsvarað einskonar útlægu miðtaugakerfi.

Samkvæmt endurskoðun vísindamanna frá 2015 segir að lengdarbaugarnir séu „vökvaleiðslur með litla mótstöðu þar sem ýmsar efnafræðilegar og eðlisfræðilegar flutningar fer fram.”

Í umsögn rannsakenda er talað um 14 aðalrásir tengdar 365 undirrásum, sem kallaðar séu undirsamstæður. En samskeyti aðal- og undirrása eru þekkt sem nálastungupunktar.

Indversku lífsvísindin
Í textum Ayurveda á Sanskrít er vísað til orkubrauta sem srotamsi. Stromasi eru leiðarkerfi fyrir það sem kallað er srotas. Elstu heimildir um Ayruveda minnast á jafnvægi á milli líkams/hugargerðanna þriggja; vata, pitta og kapha. Ójafnvægi milli doshanna geti valdið stíflum í srotas eða milli stórra og minni orkubrauta sem næra líkamann. Nadi er svo annað orð í Sanskrít og oftar notað í búddisma og hindúahefðum.

Samkvæmt mati vísindamanna frá 2016 er talið að helstu nadi punktarnir samsvari taugakerfinu í líkamanum, þótt þeir séu aðgreindir frá því. Sama umfjöllun bendir á að það séu 10 stórir nadis í líkamanum og 350.000 minni háttar nadis. Að auki er talið að þrír helstu nadi punktarnir vísi til grunn lífsorkunnar. Þeir punktar kallast ida, pingala og sushumna. Punktarnir samsvari mismunandi þáttum taugakerfisins auk sérstakri orku. Pingala og ida mætast t.d. á punkti milli augabrúnanna, þekkta sem ajna, eða orkustöð þriðja augans. Þeir eru einnig taldir gegna hlutverki í sumum öndunaræfingum, eins og nadi shodhana, eða öndun í gegnum nasir. Sushumna er nafnið sem gefið er aðalorkurás hins svokallaða fíngerða líkama, eða sushumna nadi. Samkvæmt jóga og Ayurveda ferðast pranan eða sjálf lífsorkan eftir nadi orkubrautum.

Í rannsókn frá 2013 var staðfest að öndun í gegnum nasir hefði áhrif á parasympatíska taugakerfið, eða sefkerfið, sem ber ábyrgð á slökun.

Þær meðferðir sem tilheyra Ayurveda fræðunum eru:
Púlsgreining

Marma punkta meðferð
Abhyanga, eða sjálfsnudd
Shirodhara

Mikilvægt er að hafa í huga að hugtökin „karlkyns“ og „kvenleg“ vísa í þessum fræðum ekki til kynja, heldur til þeirrar orku sem Ayurveda sér að búi í hverri manneskju, óháð kyni. Þetta endurspeglar hugmyndina um yin og yang í hefðbundinni kínverskri læknisfræði.

Jóga og orkuheilun
Margir hafa sannalega upplifað að það að vinna með orkubrautirnar geti hjálpað fólki að taka heildsætt á heilsu sinni og vellíðan.

Kristin Leal, jógakennari og höfundur „MetaAnatomy: A Modern Yogi’s Practical Guide to the Physical and Orgetic Anatomy of Your Amazing Body,“ er ein af þeirra. Hún segir í þeirri bók að heilsa okkar sé meira en bara hvernig ónæmiskerfið okkar virkar: „Það er jafn mikilvægt og tilfinningar okkar, hvernig okkur líður, orkuástand okkar, hvernig við höfum samskipti, í samböndum okkar og daglegu mynstri - allt er mikilvægt fyrir heildarorkuna, “ segir Leal og vill meina að orkubrautirnar hafi með allt þetta að gera.

Cyndi Dale, titlar sig heilara og er höfundur bókarinnar „The Subtle Body: An Encyclopedia of Your Energetic Anatomy“. Hún segir að orkurpunktarnir séu eins og „árfarvegir orku sem streyma um líkamann.” Þeir séu lúmskir og sjást ekki en sumir viti að þeir hafi áhrif á okkur líkamlega og andlega. „Hugmyndin [um orkupunkta] er sú að við séum ekki bara líkamleg eða andleg/tilfinningaleg, heldur að allt vinni saman fyrir manneskjuna í heild,“ segir Dale. „Orkan fer inn og í gegnum frumur, að meðtöldum æðum og háræðum, hefur áhrif á vefi, næringu og úrgang.

Sömuleiðis bera orkubrautir ábyrgð á flæði orku um okkar fíngerða eða “óeðlisfræðilega” líkama. Við notum þær til opna inn í vefi og hreyfa við vökva í líkamanum,” segir Dale og bætir við að vinna með orkubrautir geti „hreinsað líkamlega og tilfinningalega orku og það fíngerða, sem kann að standa í vegi fyrir sannri vellíðan."

 Iðkendur þessarar aðferðar nota hana meðal annars við verkjastjórnun og til að takast á við allskyns andlega og líkamlega erfiðleika.

Margir telja að hægt sé að hreinsa þessar orkubrautir með:

Ákveðnum tegundum að jóga

Öndun, eða pranayama

Hugleiðslu

Qigong og tai chi

Vinnu við úrlausn áfalla

Orkuheilun

Saga orkubrauta
Þrátt fyrir skort á vísindalegum gögnum hafa orkupunktar og -brautir alltaf verið partur af fornum hefðbundnum lækningahefðunum. Í Hippocrates Corpus, forngrísku lækningaritunum, eru orkubrautir tengdar við mikilvæga líkamshluta, þar á meðal líffæri og skilningavit.

Í sögu kínverskrar nálastungumeðferðar bentu vísindamenn á að elstu tilvísanir í orkupunkta séu líklega í kínverskum lækningatextum sem fundust við Mawangdui grafirnar. Þessir textar eru frá 186 til 156 f.Kr. Vísindamenn kölluðu þá „mai“ og lýstu þeim sem „ímynduðum„ farvegum “í tengslum við greiningu og meðferð”.

Snemma á 20. öld, bjó franski diplómatinn Georges Soulié de Morant hugtakið „meridian“.

Samkvæmt endurskoðun vísindamanna frá 2014 var fyrsta skipulagða vísindarannsóknin á lengdarbaugum mannslíkamans unnin af Kim Bonghan prófessor í Kóreu á sjötta áratug síðustu aldar. Þeirri rannsókn var þó ekki fylgt eftir.

Í Ayruveda eru minnst á samskonar orku í trúarlegum textum hindúa, þar á meðal „Upanishads“ árið 500 f.Kr. og Veda árið 2000 f.Kr. Þær ber einnig á góma í nýlegri textum í ritum sem notaðar eru í ayurveda og nefnast „Ashtanga Hridayam“ og „Charaka Samhita".

Hvað segja vísindin?
Vísindamenn hafa bent á að orkubrautir sem notaðar séu við nálastungumeðferðar séu ekki almennt viðurkennt vísindahugtak. Margir vísindamenn hafa engu að síður reynt að finna vísbendingar sem styðja tilvist orkupunkta. Árið 2016 var framkvæmd rannsókn við háskólann í Seoul og þar staðfest að til væru rásir þekktar sem Primo æðakerfið (PVC). Samkvæmt tilgátum vísindamannanna er það mikilvægur hluti hjarta- og æðakerfisins. En þegar á sjöunda áratug síðustu aldar varpaði áðurnefndur vísindamaður Kim Bohang fram kenningu um tilvist pítulaga uppbyggingar; innan og utan æða á líffærum sem væru tengd líkt og símalínur. Þó er þörf á viðbótarannsóknum.

Í endurskoðun margra rannsókna komu fram nokkrar tilgátur, þar á meðal að tilvist primo æðakerfis (PVS) gæti verið undirstaða meridians puntkanna, eða lengdarbauganna og bandvefsins og gegndu hlutverki. Ekki var talið ólíklegt að nálastungumerðferðar fletirnir geti verið hluti af bandvef mannsins og hafi hlutverki að gegna. Vísindamenn settu einnig fram tilgátu um að taugabúnt /samstæður æða gæti verið 80 prósent af nálastungupunktum.

Þó að margar rannsóknir hafi verið gerðar eru engar óyggjandi sannanir um orkubrautir. Tilvist orkubrauta er því enn umdeild í vísindasamfélaginu.
Hitt er svo annað mál að sumir vilja meina að vísindin hafi ekki ennþá þróað tæki og tól til að sanna orkupunkta.

Heimildir:

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2005290110600143

https://www.hindawi.com/journals/ecam/2015/410979/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2816487/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3681046/

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC2629169/?

 


Hefurðu heyrt af Andrographis, hinu náttúrulega parasetamóli?

Ýmislegt gott hefur hvisast út um jurtina Andrographis sem margir kjósa kalla hið náttúrlega parasetamól. Andrographis er í gömlum fræðibókum nefnd “King of bitters” enda fyrirfinnst vart beiskari jurt. Jurtin á sér langa sögu í kínverski læknisfræði sem og ayurvedískum lífsvísindum.

Í kínverski alþýðulæknisfræðinni er hún notuð til að hreinsa hita úr lungum, í meltingu og þurrka upp raka í líkamanum, og sömuleiðis í ayurveda, en þar er talað um afeitrun, hreinsun meltingar og við margskonar ofnæmum.

Í Tælandi þekkja heilbrigðisstarfsmenn jafnt sem almenningur hið græna chiretta (Andrographis). Þessi jurt er jafn vinsæl og parasetamól þar í landi til að meðhöndla kvef og flensu.andrographis2

Þetta byggir á því að árið 1991 komust vísindamenn við Mahidol háskólann í Bangkok í Tælandi að þeirri niðurstöðu, eftir klíníska rannsókn, að chiretta (6g á dag) væri jafn áhrifaríkt og parasetamól (4g á dag) til að lina hita og hálsbólgu hjá sjúklingum með hálsbólgu. Síðan þá hafa nokkrar frekari rannsóknir gefið vísbendingar um að chiretta sé áhrifarík við meðhöndlun sýkinga í efri öndunarvegi. Tilkynntar aukaverkanir eru litlar sem engar eða í besta falli vægar og skammvinnar.

Í ljósi neyðarástands sem skapaðist þegar Covid reis sem hæst í Tælandi ákvað hið opinbera að gefa alls 11.800 föngum þetta náttúrulyf við vægum einkennum veirunnar og niðurstaðan var sú, að því er tælensk stjórnvöld greindu frá, að 99% fanganna náðu sér. Þetta varð til þss að tælenska mennta- og vísindráðuneytið lagði til að einkennalitlir eða -lausir tækju 60 gr af jurtinni 3 x á dag með mat.

Andrographis hefur nú verið rannsakað sem hugsanleg áhrifarík meðferð við öndunarfærasýkingum, eins og kvefi og inflúensu sem skilar sér í styttri tíma og minni alvarleika einkenna. Að auki hefur verið sýnt fram á Adrographis dregur úr hálsbólgu og hita. Enn athyglisverðara er að talið sé að jurtin verji fyrir sýkingum í 3-6 mánuði eftir að neyslu þess er hætt. Rannsóknir benda einnig til þess að Andrographis virki á 5-7 dögum gegn öndunarfærasýkingum. Þessi ekki svo þekkta jurt skilar stöðugt dýrmætari niðurstöðum í vísindarannsóknum og enn fleiri rannsóknir eru í vinnslu.

Til að kanna sögulega notkun hennar var kafað ofan rit sem voru sem voru gefin út 1951 af School of Tropical Sciences, Indlandi. Þar er skjalfest kerfisbundin rannsókn var gerð árið 1911 sem benti á Andrographolide væri aðal lífvirka efnið í jurtinni. Þetta sama styðja rannsóknir í dag.

Andrographis Complex 2

 

Heimildir.

Cáceres DD, Hancke JL, Burgos RA, Sandberg F, Wikman GK. Use of visual analogue scale measurements (VAS) to assess the effectiveness of standardized Andrographis paniculata extract SHA-10 in reducing the symptoms of common cold. A randomized double blind-placebo study. Phytomedicine. 1999 Oct;6(4):217-23.

Caceres, D.D., Hancke, J.L., Burgos, R.A. and Wikman, G.K., 1997. Prevention of common colds with Andrographis paniculata dried extract. A pilot double blind trial.?Phytomedicine,?4(2), pp.101-104.

Hu, X. Y., Wu, R. H., Logue, M., Blondel, C., Lai, L., Stuart, B., Flower, A., Fei, Y. T., Moore, M., Shepherd, J., Liu, J. P., & Lewith, G. (2017). Andrographis paniculata (Chuan Xin Lián) for symptomatic relief of acute respiratory tract infections in adults and children: A systematic review and meta-analysis. PloS one, 12(8), e0181780.

Poolsup N, Suthisisang C, Prathanturarug S, Asawamekin A, Chanchareon U. Andrographis paniculata in the symptomatic treatment of uncomplicated upper respiratory tract infection: systematic review of randomized controlled trials. J Clin Pharm Ther. 2004 Feb;29(1):37-45.

Grein í Bangkok Post: https://www.bangkokpost.com/life/social-and-lifestyle/2101707/a-promising-development-in-the-fight-against-covid

 

 

 


10 ráð til að efla lífsþróttinn í lok vetrar og byrjun vors

 

Af hverju kallast síð vetrar-vor kafa árstíð? Halda mætti að síðla vetrar og byrjun vors, með nýjum sífellt léttari dögum og bráðum nýjum sprotum, hefðu „léttari“ eiginleika. Svo er alls ekki. Þetta segja indversku lífsvísindin Ayurveda, sem telja manninn og náttúruna samofna heild.

jörðÞað er raki á jörðinni þegar frost og snjór bráðnar. Jörðin er ekki lengur hörð af frosti á þessum seinni hluta vetrar. Kuldinn er enn hér og jörð og vatn blandast saman sem gefur frá sér þunga, seigfljótndi, stíflu eiginleika sem safnast undir skónum þínum. Þessir eiginleikar eru ekki aðeins undir fótunum. Þeir eru undir og yfir og allt um kring og líka í andrúmsloftinu sem við drögum að okkur. Jafnvel þótt við höldum okkur innandyra í heitu og þurru umhverfi getum við ekki komist hjá því að verða fyrir áhrifum þessarar árstíðar.

Ef við erum tengd okkar eigin náttúru finnum við hvernig meltingarloginn hefur minnkað. Það kallar á léttari mat og heitar léttar hreinsanir. Það sem er í raun að gerast er að kerfið okkar er að opna fyrir léttari daga og búa sig undir hlýrri árstíð. En þar sem við erum vanaverur finnst okkur oft erfitt að stíga skrefið frá því að fara úr þungum vetrarmat yfir í léttari vormat en það þurfum við svo sannrlega að gera.

Hér koma 10 ráð til að létta okkur lífið á þessum tíma árs.

1. Leggðu allar mjólkurvörur til hliðar sem og þung matvæli eins og dýraafurðir.

2. Dragðu úr feitum mat eins og hnetum og steiktum mat. Prófaðu að steikja matinn þinn upp úr vatni, gufusjóða eða ofnbaka í stað þess að steikja upp úr olíu.

2. Borðaðu heitan mat og drykki. Slepptum köldum mat og hráfæði.

4. Léttur, heitur, bragðmikill og auðmeltanlegur matur er málið núna.

5. Sterk krydd geta aukið meltingareldinn. Þau hreinsa þyngslin í líkamanum eftir alla vetrarfæðuna. Kryddin sem eru sérstaklega gagnleg núna eru engifer sem rífur sig í gegnum meltinguna, túrmerik, negull og kardimommur. Kaffið er líka kærkomið á þessum tíma árs.

engifer26. Búðu til engiferte úr ferskum engifer og drekktu yfir daginn. Þetta mun hjálpa til við að hreinsa stíflur og losa um staðnaða orku og til að brenna eiturefnum (ama).

7. Þurrburstaðu húðina daglega með nuddhanska úr náttúrulegum efnum eða líkamsbursta með hörðum kaktushárum. Gerðu það áður en en þú ferð í sturtu á morgnana. Skoðaðu hvernig þú berð þig að.

8. Örvandi öndunaræfing eins og kapalabhati er frábær á þessum árstíma. Ef þú ert kafa líkams/hugargerð (eins og árstíðin núna) gerðu þrjár umferðir af kapalabhati, en ef þú ert ríkjandi vata eða pitta dugir ein umferð. (Taktu dosha prófið).

9. Gerðu þínar daglegu sólarhyllingar hraðar en venjulega og ef þú ferð út að ganga reglulega, hlauptu inn á milli. Það þarf að örva líkamann á þessu árstíma til að losa okkur við eiturefni, þyngsli og létta á orkunni.

10. Prófaðu hopp (t.d. léttaburstiþolþjálfun á litlu trampólíni) daglega í 10-12 mínútur eða ef þú átt húllahring þá er það frábær leið til að örva meltinguna. "Hlapp" er líka góð leið til að ýta undir orkuna. Það er að hlaupa og labba til skiptis. Smá hopp, rösk ganga, hlaup eða húllahopp örvar sogæðakerfið og hreinsar líkamann.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband