Færsluflokkur: Bloggar

Hin kyngimagnaða Frankincense kjarnaolía

Vissir út að þefskyn okkar er beintengt ósjálfráða taugakerfinu, miðju tilfinninga okkar? Þegar þú finnur ilm af vandaðri ilmkjarnaolíu má segja að ilmurinn brjóti sér leið beint upp í heila. Hin skilningavitin 4; sjón, bragð, snerting og heyrn hafa líka fyrstu snertingu við heilastúku áður en þau hreyfa við öðru í líkama okkar. Og þar sem ósjálfráða Boswelliataugakerfið er jafnframt beintengt þeim hluta heilans sem stjórnar blóðþrýstingi, hjartslætti, minni, streitu, hormónajafnvægi og öndun hafa ilmkjarnaolíur ekki bara áhrif á tilfinningar okkar heldur líka líkama. Jafnvel undraverð áhrif. Frankincense ilmkjarnaolían, sem er af hinu harðgerða Boswellia tré, er merkilegasta dæmið um það.

Í grunninn hefur hver vönduð ilmkjarnaolía ýmist róandi, sefandi eða örvandi áhrif á okkur eða ýtir undir jafnvægi. Ilmurinn fer í gegnum nef að taukaviðtaka og beint að ósjálfráða taugakerfinu, sérstaklega í undirstúkuna. Við utanaðkomandi örvun af þessu tagi ýtir ósjálfráða taugakerfið undir sálræn, tilfinningaleg og líkamleg viðbrögð. Í raun eru áhrifin sem við getum haft á ósjálfráða taugakerfið með ilmkjarnaolíum mjög mikil og líklega ennþá vanmetin þótt nútíma læknisfræði sé þegar farin að nýta sér ilmkjarna af fullum krafti. Því að í ljós hefur komið að ilmkjarnaolíur hafa ekki bara áhrif á hvernig okkur líður heldur líka á ýmsa líkamlega kvilla og jafnvel mjög alvarlega.

Þannig er nefnilega að þegar við öndum að okkur ilmkjarnaolíu í gegnum nef gefa taugar strax boð um að heilinn eigi að vinna í því kerfi sem tengir saman líkama og huga. Til að gera langa sögu stutta eru ilmkjarnaolíur lang einfaldasta, öflugasta og áhrifamesta leiðin til þess. Vegna þess að viðtakarnir í nefinu eru í þráðbeinu sambandi við heilann.

Rannsóknir við háskóla bæði í Vín og Berlín hafa m.a. beint sjónum að efni í ilmkjarnaolíum sem kallast sesquiterpenes og er m.a. að finna í Frankincense, Vetiver, Sandalwood, Cedarwood og Patchouli. Þær hafa allar þá eiginleika að auka súrefni í heila, en sérstaklega þó Frankincense sem eykur súrefnisupptöku í heila um allt að 28%, sem er afar mikið. (Nasel, 1992). En aukið súrefnismagn í heila styrkir ekki bara heilastúku og ósjálfráða taugakerfið heldur hefur óvenjugóð áhrif á tilfinningar okkar og námsgetu, hormóna, orku, ónæmiskerfi, líkamlega hæfni og jafnvel líkamlegan styrk.

Árið 1989 upplýsti Joseph Ledoux sérfræðingur við New York Medical University að mandlan í heila hefur mest um það að segja að halda í en um leið losa okkur við tilfinningaleg áföll. Í gegnum rannsóknir sínar hafa Dr. Hirsch og Dr. Ledoux séð ilmkjarna hafa mælanleg áhrif á líkama og sál.

Þótt viðbrögðin séu ekki beinlínis sterk eru ilmkjarnaolíur afar gagnlegar mannslíkamanum á margan hátt. Skiptir engu hvort við notum þær í formi úða eða beint úr flöskunni. Hæfileg örvun á lyktarskyns frumum hefur reynst bæta við öflugri og alveg nýrri vídd við meðferðir á sjúkdómum meðfram öðrum aðferðum, og jafnvel við mjög alvarlegum sjúkdómum. Það að anda að sér ilmkjarnaolíum í lækningaskyni er fremur ný en öflug meðferð innan læknisfræðinnar. Ein af meginástæðunum þess að ilmkjarnolíur eru í dag gjarnan hafðar með þegar um heilaáverka er að ræða er einfaldlega sú að sameindirnar í þeim sem virka bæði fyrir sál og líkama.

Frankincense ilmkjarnaolían og heilinn

IlmkjarnaolíaEins og við flestum vitum er heilinn flóknasta líffærið. Heilaáverkar geta verið allt frá því að hafa minniháttar áhrif á vitund okkar til mjög alvarlegra. Í mörgum tilfellum er hægt að lækna höfuðákverka smám saman, en með astoð Frankincense olíunnar er komin upp á borðið aðferð sem reynst hefur framúrskarandi viðbót og hefur flýtt bata margra. Það er vegna þess að Frankincence kjarnaolían eykur súrefnis upptöku svo um munar, eða mest allra ilmkjarnaolía. Málið er að ef súrefnis upptakan heppnast vel gefur það heilanum færi á að vinna rétt úr upplýsingum sem fær hann til gróa og virka eins og hann á að gera.

Frankincense er ilmkjarnaolían sem hentar í raun sem meðferð við allskyns vandamálum í heila. Eins og áður segir inniheldur hún frumkjarna sem kallaður er sesquiterpenes sem getur krossað á milli heila/blóð tálma. Sesquiterpenes blæs í raun nýju lífi í ósjálfráða taugakerfið í heilanum og önnur tengd líffæri sem losa um tilfinningar og efla minnið. Frankincense bæði auðveldar og víkkar öndun. Önnur gagnleg efni í Frainkincense olíunni eru jafnframt verkjastillandi, samandragandi, styrkja ónæmiskerfið, örva blóðrás, eru slímlosandi, vatnslosandi og sýklaleyðandi, ásamt því að róa, græða, örva meltingu og hressa.

Rannsóknirnar í Vín og Berlín sýna með nákvæmni að sesquiterpenes byggir upp súrefnið í kringum heiladingul og heilaköngul. Það er einmitt það sem myndar hið hárfína jafnvægi á milli hormóna sem stjórna tilfinningum og örva minni.

Það sem öllu skiptir er að að ilmkjarnaolíur nái í gegnum blóð- og heilatálma sem síast í gegnum húð og fylgja svo taugabrautum og hringrás þeirra. Það flýtir bata, kemur jafnvægi á frumur en líka frumukjarna í erfðaefninu okkar.

Svo er önnur og mjög áhugaverð hlið á Frankincense ilmkjarnaolíunni sem Gísli Örn Lárusson athafnamaður hefur greint frá. En með hjálp hennar og túrmeriks og fornu Ayurveda lífsvísindanna segist hann hafa læknað sig af krabbameini í blöðruhálskirtli. Það hefur komið víða fram í viðtölum.

En því má alls ekki gleyma að Frankincense olían var meðal gjafanna sem vitringarnir þrír færðu Jesú Kristi nýfæddum í Betlehem.

Heimildir m.a.
http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3924999/


Ofurskálin & morgundjammið

Superbowl? Já, en ekki sú sem þið kannski haldið. Heldur á acaiberja ofurskálin sviðið. Hvert sem litið er skarta stjörnurnar á himnum Hollywood sinni morgunverðar ofurskál. Leikkonan Gwyneth Paltrow gerir einni slíkri hátt undir í höfði í nýju bókinni sinni, It’s All Easy, sem kom út fyrir nokkrum dögum, Mæðgurnar gáfu nýlega uppskrift af einni sem er fallegri en flestar og uppáhaldsmorgunverðarstaðurinn minn 26 grains við Neal’s Yard í London býður þá allra fegurstu og bestu sem ég hef bragðað.

Ofurska?lEins og nafnið ber með sér þarf OFURSKÁLIN að skarta mergjuðum morgunmat sem kemur okkur svo vel inn í daginn að að ef allur annar matur bregst lifir maður samt daginn af. Hitt er líka skemmtilegt að morguninn, þessi dásamlega stund, er nú verða áhugaverðasti "djammtími" dagsins. Fyrir tveimur árum spáði ég því í viðtali að það sama væri gerast hér á landi og í New York og London, sem er að morgundjamm er smám saman að taka við að kvölddjammi. Nú er minna eftirsótt að hittast eftir vinnu og á kvöldin til að fá sér í glas og mynda viðskiptatengsl. Þess í stað vill fólk hittast snemma og ef til vill stunda jóga og hugleiðslu saman -, en alveg örugglega fá sér búst og ofurskál, te eða kaffi og með’í. Og mynda þannig viðskiptatengsl í hinni fíngerðu og sönnu morgunorku. Eða eins og skáldin sögðu: “Ekkert bús bara djús," og “af litlum neista verður oft ofurskál."

Svo það sé rifjað aftur upp lýsti Flosi heitinn Ólafsson leikari og rithöfundur því að hann væri snillingur á morgnanna en gáfurnar þverruðu mjög eftir því sem liði á daginn. Þetta tengja margir við. Það kemur því ekki á óvart að morgundjammið með öllum sínum ofurskálum og leiftrandi gáfum sé að ná nýjum hæðum og víddum.

Hér er mín ofurgóða ofurmorgunskál sem ég geri að jafnaði fyrir tvo:

ofurska?l2300 gr frosin ber, sólber, krækiber eða jarðaber (sólber eru súr, kærkiber sætbeisk og jarðaber mjúk og sæt)

2 frosnir bananar, eða 1 banani og 1 avócadó

250 ml möndlumjólk

2 msk lífrænt acai lduft

1 til 2 tsk íslensk Kálfanes brenninetla

2 msk dökkt möndlusmjör (hemp- eða hnetusmjör eru líka fyrirtak)

Ég kýs að setja allt saman í kröftugan blandara, þar til morgungrauturinn verður silkimjúkur.

Ekki er bara fallegt heldur líka gott að skreyta með banönum, hnetum, eplum, bláberjum, mórberjum og hempfræjum.

En af hverju acai ber?

Berin eru ekki bara bragðgóð heldur geyma þau þau mikið magn ORAC (oxygen radical absorbance capacity). Að auki inniheldur þessi verðmæti ávöxtur verulegt magn af E-vítamíni og jurtabláma flavónóíðum, sem og kóensímið Q10. Árið 2006 sýndi rannsókn að acai berin innhalda mesta magn ORAC sem nokkurn tímann hefur mælst í fæðu, en það eru efni sem vinna gegn skaðlegum sindurefnum. Acai berin eru líka afar góð fyrir meltinguna.


Er andinn farinn langt fram úr efninu?

Þegar sól hækkar á lofti upplifa margir að andinn sé spriklandi fjörugur og farinn langt fram úr efninu. Eftir situr líkaminn þungur og silalegur. Samkvæmt kínversku alþýðulæknisfræðinni er vorið tími lifrarinnar. Stærsta kirtils líkamans. Ef lifrin er stífluð finna margir fyrir þrekleysi og staðnaðri lífsorku. Lifrin sér um að lífsorkan renni ljúflega í gegnum líkamann. Sagt er að hökt á lífsorkunni geti líka hindrað flæði tilfinninganna og kallað fram pirring og reiði. Og öfugt; reiði og pirringur geti stoppað flæði lífsorkunnar með ýmsum afleiðingum. Til að byggja upp qi-ið eða lífsorkuna á ný og enduvekja líkamann er að finna mörg góð ráð í frábærum lækningajurtum og heilsusamlegri fæðu.


fifillEins og flestir vita gegnir lifrin fjölmörgum hlutverkum og er aðal efnaskiptalíffæri
líkamans. Hún er tengd endurnýjun og búskap blóðsins og sér um að halda því hreinu og kraftmiklu. Lifrin er því að auki frumlíffærið í tengslum við tíðarhring kvenna.

Það sem kínverska læknisfræðin leggur ríka áherslu á er að þegar lifrin er í ójafnvægi geti hún valdið óþægilegum tilfinningalegum sveiflum, eymslum í rifjum, stöðuguri seddutilfinningu, svima, höfuðverk, stífni í sinum, tíðarvandamálum, þokutilfinningu, meltingartrufununum. Allt nema tíðarvandamálin eiga líka við um karlmenn.

Stífur brjóstkassi og pirringur?

Eitt af hlutverkum lifrarinnar er að halda uppi blóðvarasjóði. Þessi hluti hringrásarinnar á að sjá um að næra viðkvæma og auma vöðva eftir líkamleg/andleg átök og íþróttaiðkun, auk þess að vera í nánum tengslum við tíðarhring kvenna. Þannig sér lifrin til þess að nægar blóðbirgðir séu til sem hafa með reglu og þægindi blæðinga að gera. Óþægindi eða truflum á tíðarhringnum er í langflestum tilfellum meðhöndluð, samkvæmt kínversku læknisfræðinni, með því að koma reglu blóðflæði í lifur, eða með því að meðhöndla qi og yin.

Þegar lifrar lífsorkan staðnar, sem er mjög algengt á Vesturlöndum á vorin, upplifir fólk (og það á bæði við um karla og konur), pirring og stífleika, sérstaklega stífan og þungan brjóstkassa, og konur gjarnan fyrirtíðarspennu. Þegar lifrarblóð er lítið kemur það einnig fram í þurrum augum og húð, fölva og að blæðingar kvenna geta farið úr skorðum.

Stöðnuð lífsorka getur líka birst í því að neglur verði fölar og stökkar. Og þar sem augun eru sögð spegill lifrarinnar, og þar með lífsorkunnar, er mjög algengt að þegar fólk hefur hreinsað lifrina verði augun aftur rök, tær, djúp og glansandi.

Hér eru nokkur góðar jurtir til að hreinsa lifrina:

1) Mjólkurþistill (með háu silymarin innihaldi) ber höfuð og herðar yfir aðrar lifrahreinsijurtir. Hann bæði hreinsar og verndar og er besta fáanlega næringin fyrir lifrina. Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin og virka einnig á fjóra mismunandi vegu. Þau eru andoxandi, gera frumuhimnu og gegndræpi lifrarfruma stöðugri, hraða nýmyndun lifrarfruma og hægja á myndun kollagenþráða sem myndast við skorpulifur.

2) Túnfífill (ég bíð spennt eftir að hann vaxi nú úr grasi) er öflug jurt án aukaverkanna, sem er gott að taka inn með mjólkuþistli. Auk þess að vera frábær uppspretta margra mikilvægra vítamína og steinefna, eins og járns, fosfórs og sinks, er hann hvað mest dáður vegna þess að hann ýtir við gallvökvanum og styrkir þannig samband lifrar og gallblöðru, sem er gott fyrir heilsufar okkar í heild. Þekkt er að túnfífill hreinsar einnig hormóna sem setjast að í lifur og er að auki mjög vatnslosandi.

3) Króklappa/rót: Í Auyrvedískum fræðum er talað um króklöppu sem drottingu allra blóðhreinsandi jurta. Hún ýtir einnig við gallvökvanum og er sögð endurnýja skemmdar frumur. Hún er líka bólgueyðandi og beisk og þann bragðþátt vantar mjög uppá á Vesturlöndum fyrir jafnvægi líkamans.

5) Túrmerik (kúrkúmin) er gjarnan sögð drottning allra lækningajurta í Ayurveda. Það er marg vísindalega sannað að túrmerik er afar bólgueyðandi því er vitulegt að hafa hana með í hreinsuninni. Því staðreyndin er sú að lifrarvandamál eru uppspretta flestra bólgusjúkdóma. Til að tryggja góða upptöku túrmeriks er gott að hafa svartan pipar með. Rannsóknir hafa sýnt að svartur pipar auki upptöku næringarefna almennt.

6) Netlan frá Kálfanesi er ein mest blóðhreinsandi jurt sem fyrirfinnst og hreinar að auki briskirtilinn. Þá er líka vitað að neysla á netlu lækkar blóðsykur. Brenninetla er líka bólgueyðandi og þar sem hún vinnur á þvagfærasýkingum fari er gott að drekka bolla á dag á morgnanna um þessar mundir. Stórnetlan er sannkölluð ofurjurt sem óhætt er taka með inn í vorhreingerninguna.

7) Klórella inniheldur mikið magn af auðnýtanlegri blaðgrænu. Einnig hátt hlutfall af prótíni , kolvetni, öll B-vítamín, C og E vítamín, amínósýrur. En þar fyrir utan er klórellan afar blóðhreinsandi. Frábær fyrir þá sem kjósa að hvíla dýraprótein alveg, eða um stund.

fjallagros8)Fjallagrös, þ.e. þessi íslensku eru ein af mínum uppáhaldsjurtum og nauðsynlegur hluti allra hreingerninga. Fjallagrös eru í raun fjölsykrur sem hafa mýkjandi áhrif á slímhúð í maga og hálsi. Frábær meltingajurt ef maginn fer í uppreisn, sem gjarnan gerist við hreinsun. Fjallagrösin slá strax á og róa.

9)Enterosgel er svo að segja nýtt hér á landi og alveg einstök stoð fyrir meltinguna. Gelið virkar eins og svampur í meltingarfærunum þar sem það dregur í sig skaðvalda og stuðlar að heilbrigðri slímhúð og þarmaflóru. Það hefur hreinsandi áhrif án þess að draga úr upptöku næringarefna og er notað við flestum meltingarkvillum. Enterosgel er óvænt og skemmtilegt innlegg inn í vorhreingerninguna með margar vísindarannsóknir á bakvið sig. Sjá nánar hér. 

10)Lombardi DetoxLove er jurta teþeytingur og róandi viðbót við vorhreingerninguna. Í senn vegan, lífrænn, bragðgóður og án viðbætts sykurs. Dregur úr nartlöngun og gefur um leið smá kikk. Er í formi þægilegs dufts sem aðeins þarf að bæta við heitu eða köldu vatni. 


Fæða sem styrkir lifur og gallblöðru

Margar fæðutegundir eru þekktar fyrir að ýta undir hreinsun lifrar og gallblöðru. Það besta sem þú gætir gert fyrir lifrina er að borða þrjá til sex skammta af eftirfarandi fæðu daglega. Fæðan þarf allra helst vera lífrænt ræktuð, því lífrænt ræktað ber í sér nánast engin eitur- eða aukaefni sem setjast að í lifrinni, samanborið við það sem ekki er lífrænt ræktað.

Hér eru allmargar fæðutegundirnar sem næra lifur:

Alfa alfa spírur – Epli – Kínóa- Ætisþistilar- Aspas- Rauðrófur- Ber Brokkkál- Spíruð brokkálsfræ

Rósakál – Kál – Hvítkál – Sellerí – Kirsuber – Kafffífill – Kanill – Túnfífill – Fennel – Höfræ (möluð) – Hvítlaukur*

Engifer- Lecithin – Blaðlaukur * – Laukur * – Steinselja – Radísur – Sesamfræ – Spínat – Túrmerik* – Valhnetur

Vatnakarsi

*Forðist ef þið eruð viðkvæm í maga eða eigið sögu um miklar magasýrumyndun.

 Frábært að vita…

Það getur tekið 3 til 6 vikur að hreinsa lifrina og gallblöðruna. Ef þú kýst 2ja til 3ja vikna hreinsun með mat og jurtum hafðu jurtirnar með þér lengur. Eftir þann tíma, þ.e. 6 vikur, er dregið úr inntöku lifrarhreinsandi og styrkjandi bætiefna. Engu að síður er gott að viðhalda hreinni lifur og það fæst best gert með því að huga sem oftast að því að hafa lifrarhreinsandi fæðu á hinum daglega matseðli.

Til fróðleiks og skemmtunar

Öll mikilvægu yin-líffærin fimm eru sögð hafa mikil andleg áhrif á manninn. Þannig geymir hjartað gleðina, nýrun vilja mannsins og ótta, lungun sorg, miltað getu mannsins til að hugsa skýrt og lifrin sem fyrr segir reiðina og qi/lífsorkuna. Allar þessar tilfinningar eru eðlilegar og bera vott um heilbrigði en ef ójafnvægi kemst á þær geta þær jafnvel valdið sjúkdómum eða ójafnvægi í viðkomandi líffærum. Yang-líffærin (karlorkulíffærin) eru hins vegar gallblaðran (bile þýðir t.d. geðvonska) smáþarmarnir, ristillinn, maginn og þvagblaðran.


Jóga og heilinn. Stóru fréttirnar!

boðefniYfir 90 % einstaklinga sem ákveða að stunda jóga fara af stað með þær væntingar að auka líkamlegan styrk og liðleika og líka til að draga úr streitu. Hið besta mál. Þeir sem fara hins vegar á bólakaf í jógaiðkun breyta nær allir afstöðu sinni.

Í einni af þeim fjölmörgu rannsóknum sem gerðar hafa verið á jógaiðkendum hefur komið fram að 2/3 hlutar jóganema og 85% jógakennara breyta hugmyndum sínum um hvað jóga snýst eftir því sem þeir fara dýpra inn í jógað. Á þann veg að andlegi þátturinn og það að losna undan sjálfsásökunum verður mun eftirsóknarverðara en allt annað. Þetta meikar sens, eins og sagt er, því jóga býður upp á svo miklu meira en líkamsstöður og það að læra að standa á haus. Jóga felur í sér að við horfum á spegilmynd okkar, iðkun góðkennsku og kærleika og höldum áfram að auka meðvitund um okkur sjálf og aðra. Það breytir engu um það að heilsukostirnir eru mjög skýrir og mikilvægir, þ.e. jóga færir okkur styrk og liðleika, jafnvægi og dregur úr ýmsum heilsukvillum. Nýleg rannsókn sem birt var í Euorpean Journal of Preventive Cardiology sýnir að jóga dregur alveg jafn mikið úr hættu á hjartasjúkdómum og önnur hreyfing. Ennfremur hefur komið fram að jóga losar fólk að jafnaði við 3 kíló, lækkar blóðþrýsting, minnkar slæma kólesterólið, dregur úr krónískum verkjum, liðverkjum, astma og iðrabólgu.

Jóga og gráu svæðin
Eins og við flest vitum hafa sálfræðingar, læknar og geðlæknar mikinn áhuga á heilanum. Margir vísindamenn hafa sannarlega horft upp á að jógaiðkun dregur úr streitu, þunglyndi og kvíða en mörgum kemur á óvart að jógaiðkun til langs tíma breytir í raun heilanum. Ný vísindagrein sem birtist í The Frontiers byggð á taugarannsóknum á mönnum með MRI skanna færði vísindamönnum þá fullvissu að jógaiðkun dregur úr hrörnun heilans. Rannsókn með þessum nákvæma skanna sýndi að jóga dregur úr myndum grárra svæða í heilanum. Reyndari og eldri jógar voru með heila á pari við sér miklu yngra fólk. Það segir okkur að jógaiðkun kemur mjög líklega í veg fyrir að heilinn skreppi saman eftir því sem við eldumst. Það sem jafnframt kom fram í þessari rannsókn, og er jafnvel ennþá áhugaverða, er að jógaiðkun hefur meiri áhrif á gráu svæðin í vinstra heilahvelinu, eða þann hluta heilans sem tengdur er jákvæðum tilfinningum og reynslu; parasympatíska taugakerfinu sem er beintengt “hvíld og meltingu”. Tilfinningar eins og ánægja og hamingja hafa meiri áhrif á vinstra heilahvel okkar. Á bak við þær upplýsingar standa nákvæmar rannsóknir með PET sneiðmyndaskanna.

Sannleikurinn er engu að síður sá að jóga snýst ekki bara um breyta heilanum, líkamanum, ná höfuðstöðum eða jafnvel ekki um meiri ánægju. Ef svo væri gætum við allt eins farið í spinningtíma, út að hlaupa eða synt skriðsund. Jóga er um þetta allt og miklu meira. Í heimi þar sem við hendumst úr einu í annað, frá öðrum degi til þess næsta í stanslausri von um betri heilsu, flottari líkama, þægilegar tilfinningar, og erum í sífellu að plana framtíðina, býður jóga upp á þann möguleika að við “breytum” okkur í það sem við eigum nú þegar eða það sem við erum nú þegar.

Start_Where_You_AreHið raunverulega rými
Ein að mínum uppáhalds hugleiðslukennurum, Pema Chödrön útskýrir málið svona. “Þegar við byrjum að hugleiða, hugsum við oft á einhvern hátt með okkur um framfarir en það er í raun áras í okkar garð. Hugleiðsla snýst ekki um að henda því sem við erum til að verða eitthvað betra. Hún snýst um að vingast við það sem við erum nú þegar. Grunnurinn ert þú, eða ég, eða hver sem við erum. Við komumst að því með gífurlegri forvitni og áhuga. Við lærum á hæfileika okkar til að slaka á með skýrleika, rými, og með þeirri opnu meðvitund sem þegar er til staðar í huga okkar. Við upplifum stundir þar sem við erum hér og og nú og að það sé einfalt, afdráttarlaust og án óreiðu.”

Svo, af hverju jóga?
Svarið getur bæði verið flókið og persónulegt, en líka einfalt og algilt: Því við viljum vera til staðar. Við viljum vera hér og nú, ekki bara á mottunni heldur líka með okkur sjálfum, öðru fólki og með samfélagi okkar.

Jóga getur breytt hjörtum – þar er ekki eingöngu átt við blóðþrýsting.

Heimildir m.a.
https://www.psychologytoday.com/basics/chronic-pain

 


Gerðu þitt eigið ghee


10253914_754658557941404_8483768956118332703_nÞeir sem hafa tileinkað sér vísdóm jógafræðanna vita að ghee er ómissandi hluti tilverunnar. Ekki bara fyrir líkamann heldur er ghee í bókstaflegri merkingu vitsmunalegt fóður. Ghee, sem er olían í smjörinu, er af mörgum talin tærasta og næringarríkasta fita sem til er. Ghee fer einstaklega vel með kókosolíu í heita og nærandi kaffidrykki
.

Líklega eru bestu fréttirnar þær að þeir sem kjósa ekki mjólkurafurðir þola gheeið vel enda hefur því verið vel tekið meðal “vegana” og er auðvitað hluti af fæðu jóganna sem margir kjósa eingöngu grænmetisfæði. Í tæru og vel gerðu gheei eru nefnilega engin mjólkurprótein. Búið er að skilja þau frá. Eftir situr kristaltær fita án laktósa og casein og þannig verður ghee, sem hér á landi kallast ýmist skírt smjör eða smjörolía, mun hitaþolnara og brennur síður. Tært ghee þolir 252C° áður en það fer að brenna.

Líkt og kókosolía inniheldur ghee miðlungslangar fitusýrur sem nýtast okkur beint sem orka og kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Frábær fita sem þessi vinnur jafnframt gegn öldrun, lækkar slæma kólestrólið, hamlar myndun bólgu- og sjálfsofnæmisjúkdóma og geymir hinar lífsnauðsynlegu omega 3 og 6 fitusýrur í hárnákvæmum hlutföllum. Það sem ghee hefur umfram kókosolíu er að hún er sex sinnum öflugri næring fyrir heilann skv. vísindalegum rannsóknum. Þetta birtist í því þegar líkaminn brýtur niður fituna til að framleiða ketóna. Það ferli krefst mikillar orku sem færir okkur kýrskíra hugsun.

Ghee-ið og jógarnir!
Ghee er það sem er kallað yogavahi í Ayurveda, sem merkir að það er örvandi og góður hvatberi. Það liggur m.a. í því hversu góð áhrif það hefur á meltinguna, auk þess sem það ýtir undir upptöku næringarefna og smyr liði og vefi líkamans. Ghee þykir jafnframt frábær líkamsolía og ein sú allra besta til að blanda saman við lækningajurtum vegna kröftugar frásogunar hæfni.

Fyrir þá sem vilja kafa dýpra þá nærir ghee það sem kallað er ojas, tejas og sjálfa prönuna (lífsorkuna). Og vegna þess hve góður hvatberi ghee-ið er færir það okkur kraft þeirra jurta sem við blöndum við það, inn í það sem kallað er sjö dhatus, sem eru allir vefir líkamans.
Ghee hentar öllum líkamsgerðum segir í Ayurveda fræðunum. Það sefandi fyrir pitta og vata týpurnar sem ættu að nota það óspart en hentar einnig kafa líkamsgerðinni, þó í meira hófi.

Heilbrigður líkami framleiðir ghee
Ghee er ríkt af auðupptakanlegum vítamínum, eins og A D og E vítamínum. Og þar sem ghee, líkt og kókosolía, frásogast auðveldlega nýtist það okkur líka sem brennsluorka og heilafóður. Íþróttamenn nota gjarnan ghee til að fá aukinn kraft. En um leið brennir ghee orku og losar okkur við aukagrömmin, ef ekki fáein kíló. Það kemur til af miðlungslöngu fitusýrunum. Sérstaða þess er þó, að ólíkt öllum öðrum olíum, er ghee ríkt af svokallaðri butyric sýru, stuttkeðja fitusýrum sem eru afar fágætar og þykja einstakt heilafóður. Í raun nota góðgerlarnir í ristlinum trefjar til að búa til butyric sýru, sem við nýtum til þess að fóðra ristilinn og koma honum á hreyfingu. Það má því segja að heilbrigður líkami framleiði sitt eigið ghee.

Þar að auki styrkir ghee ónæmiskerfið og er bólgueyðandi. Það er m.a. þess vegna sem Ayurveda læknar hafa notað ghee í árþúsundir gegn bólgusjúkdómum. Þá flokkast ghee samkvæmt indversku lífsvísindum sem jákvæð fæða eða satvic fæða. Það er fæða sem styrkir okkur og víkkar meðvitund.

Hvorki óttast ghee né kaffi!
Líkt og önnur vönduð fita varð ghee fyrir barðinu á fitufóbíunni sem gekk sem faraldur um heiminn fyrir nokkrum árum og við erum enn að bíta úr nálinni með. Það hefur bæði verið sagt óhollt og geyma mettaðar fitusýrur. Þetta er einfaldlega rangt. Ghee er bráðholl fita og nauðsynleg. Það sama hefur verið sagt um kaffi, að það sé ekki gott fyrir okkur. Það á ekki við um lífrænt kaffi, sérstaklega ef það er drukkið á innan vð 15 mínútum eftir uppáhellingu. Það kaffi, einkum lífrænt, er í raun basískt, ekki súrt.

Og hvernig á að búa til gott ghee?
Það er erfitt að nálgast gott ghee hér á landi. Því er sniðugt að gera það sjálf/ur úr græna smjörinu, þessu ósaltaða, eða fara aðeins lengri leið og nýta sér Bíóbú rjómann og byrja á því að þeyta hann í smjör og skilja frá mysunni. Eftir margar tilraunir og miklar vangaveltur hef ég komist að því að besta aðferðin er sú að setja annað hvort Bíóbú smjörið eða “græna” smjörstykkið í eldfast mót og inn í ofn í klukkustund. Ofninn hef ég stilltan á 100 °C , alls ekki hærra. Á þeim tíma ná mjólkurpróteinin að skilja sig frá fitunni. Að klukkustund liðinni er mótið tekið út. Fleytið próteinin eða himnuna af olíunni. Það krefst smá natni. Svo er lokahnykkurinn sem snýst um að hella smjörolíunni á meðan hún er ennþá heit í gegnum fíngert sigti og beint ofan í glerkrukku sem þolir hita. Gott er að gera það yfir eldhúsvaskinum. Ghee geymist mjög vel og lengi á köldum stað.

Mín uppáhaldskaffiblanda er svona (sem ég kýs að kalla Skotheldan Indígó): Tvöfaldur espresso úr lífrænu og bragðgóðu kaffi, ½ - 1 tsk ghee, 1 tsk lífræn kókosolía, ¼ tsk lucuma og hnífsoddur ilmrík og braðgóð vanilla, helst Bourbon, því allt þetta fíngerða gerir þennan kaffidrykk ennþá bragðbetri. Hrærið vel saman þar til fitan leysist upp. Ef fólk vill er líka afar gott að bæta við flóaðri jurtamjólk. En alls ekki setja of mikið af henni. Þessi drykkur skerpir, fyllir, nærir og gleður og er í dag að verða með vinsælli kaffdrykkjum, þ.e. kaffi með góðum fitusýrum. Það er gaman að segja frá því að margir háskólanemar hafa haft á orði að þessi drykkur hjálpi þeim sannarlega í gegnum erfiðar próf- og verkefnatarnir.

En ghee nýtist í meira en kaffi. Það er t.d. frábært að poppa með gheei, kartöflur steiktar upp úr gheei verða alveg einstaklega stökkar og fallega brúnar, harðfiskur með gheei kemur á óvart og fátt er betra en ferkst t.d. spergilkál með salti og gheei. 

 


Stórneltan frá Kálfanesi á Ströndum er mögnuð lækningajurt

Eins og mörgum er kunnugt um býr Kálfanes á Ströndum yfir miklum töfrum, jafnvel göldrum, ef út í það er farið. Færri vita að þar vex mjög dýrmæt plöntutegund, svokölluð stórnetla sem lítur út eins og dökkur blettur í landslaginu. Ég kýs að kalla hana græna gullið af mörgum ástæðum en aðallega þó þeirri að oft er sagt um netluna að hún sé jurtin sem bæti næstum allt.

IMG 3257Stórnetlunar á Kálfanesi (Urtica dioeca) er getið í heimildum frá 18. öld og talið að rót hennar hefði lækingarmátt gegn brjóstveiki, hósta og hryglu. Ólafur Olavius, Eggert og Bjarni minnast á jurtina í ritum sínum. Vísindi dagsins hafa sannað það og gott betur því netlan geymir mjög hátt hlutfall blaðgrænu og er því uppfull af járni og steinefnum. Hún þykir frábær fyrir þá sem eru að fást við þrótt- og blóðleysi en líka þá sem kljást við astma, frjóofnæmi og allskyns ofnæmi. Gæslukona stórnetlunnar á Kálfanesi, Ragnheiður Harpa Guðmundsdóttir, sem nú er í óða önn að færa netluna nær almenningi upplýsti mig m.a. um að faðir hennar sem stundum þjáist vegna þvagsýrugigtar fái sjaldnar gigtarköst sé hann duglegur að drekka te af netlunni. Ragnheiður sagði einnig að dætur hennar og tengdadóttir (sem allar eru með börn á brjósti núna) hafi góða reynslu af því að drekka seyði af netlunni sem auki brjóstamjólkina. Hún einfaldlega svínvirki. Ragnheiður hefur undanfarið starfað með Matís sem hefur mælt stórnetluna hennar með mikla og körftuga virkni og næringu. Hún vex jú við íslenskt tíðarfar sem gerir hana sérlega kröftuga. Það eru frábær tíðindi. Það var því okkur bæði mikill heiður og ánægja þegar Ragnheiður Harpa hafði samband við okkur í Systrasamlaginu um að selja og gera tilraunir með Kálfanesnetluna.


Bla?berja netluþeytingurRANNSÓKNIR Á NETLUNNI
 Mjög margar fræðilegar greinar hafa verið birtar um netluna á vefnum www.sciencdirect.com. Þar segir m.a. að hún innihaldi hátt hlutfall af blaðgrænu, C-vítamín, and-histmín, acetyl choline steinefni, þar á meðal járn, kalk og kísil sem allt sé mjög auðupptakanlegt. Ef við köfum aðeins dýpra er gjarnan sagt um hana í erlendum heilsuritum að ef fólk þekkti eiginleika netlunnar sem lækningajurtarinnar væru vísast allir garðar fullir af netlurunnum. Að þessu sögu er líka fullyrt að netlan sé vanmetnasta lækningajurt veraldar, jurt sem litið hefur verið framhjá allt of lengi. En öll jurtin, hvort sem er stilkurinn, blöðin, ræturnar eða blómin, býr yfir miklum lækningamætti. Þó eru til heimildir um að Grikkir til forna hafi notað neltu til hreinsunnar líkamans því hún er bæði þvagræsandi og örvar meltinguna.

Það er líka áhugavert að geta þess að í einni af erlendu greinunum lýsir margra barna móðir því hvernig hún læknaðist af sífelldum höfuðverk og exemi með því einu að drekka einn bolla af netlutei daglega. Þetta stafar sennilega af því að netlan er blóðhreinsandi og þannig hreinsast exemið innan frá. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að netlan er mest blóðhreinsandi jurt sem fyrirfinnst og hreinsi að auki briskirtilinn. Þá er líka vitað að neysla á netlu lækkar blóðsykur. Brenninetla er líka bólgueyðandi og þar sem hún vinnur á þvagfærasýkingum fari langbest á því að neyta hennar fyrst á morgnanna eða fyrir fyrstu máltíð dagsins. Mælt er með að fólk drekki bolla á dag í mánuð í senn tvisvar á ári. Það framkalli mikla orku enda þekkt hressingalyf. Stórnetlan er sannkölluð ofurjurt.

DAVID WOLFE & LOUIS CURVAN
Svo margt gott hlýst af því að neyta netlu að það er nær ógerningur að telja það allt upp. En til að gera langa sögu stutta er hún að auki talin vinna á ennis- og kinnholubólgum, nefkvefi, margskonar húðvandamálum, hárlosi, nýrnasteinum, slitgigt, blóðnösum og magablæðingu, röskun á innkirtlastarfsemi, of of háum magasýrum, niðurgangi, blóðsótt, lungnavandmálum og jafnvel sögð hægja á öldrun. Og þar sem netlan er blóðhreinsandi kemur hún einnig að góðum notum til þess að græða sár. Netla hefur líka reynst góð við eymslum í vöðvum og vöðvaverkjum.

Margir kannast við David Wolfe, sem kemur gjarnan til Íslands og heldur vinsæla fyrirlestra. Í viðtali við Kevin Gianni mærði Wolfe gæði netlunnar og benti á að hún væri ekki bara rík af kalki heldur líka kísil. Til frekari fróðleiks má geta þess að franski vísindamaðurinn Loius Curvan, sem í tvígang hefur verið tilnefndur til Nóbelsverðlaunanna, hefur skrifað fimm bækur um samspil kalks og kísils, sem finnst í svo miklum mæli í netlunni. En þar sem Curvan skrifar á frönsku hafa bækur hans ekki náð til enskumælandi lesenda nema að litlu leyti.

NOTKUN Á NETLU
Seyði: Setjið 1 msk af brenninetlulaufum í ½ lítra af vatni. Látið standa í 30 mínútur áður en þið drekkið. 

Bað: Brenninetla þykir sérlega góð gegn þursabiti og öðum eymslum í skrokknum. Setjið mikið magn af jurtinni í kalt vatn og geymið yfir nótt. Sjóðið “bruggið” ásamt jurtunum og setjið svo í baðkarið. Látið húðina drekka í sig jurtirnar eins og lengi og þið viljið. Einnig frábært að nota í fótabað.

NETLUTÓNIK
Hér uppskrift af netlutóniki frá Ragnheiði Hörpu netlubónda sem gott er að taka inn yfir veturinn:

1 hluti lífrænt appelsínuhýði
4 hlutar mulin þurrkuð netla
4 hlutar þurrkaðar og saxaðar apríkósur
Lífrænu rauðvíni hellt yfir. Gæta þarf þess að vínið hylji ávexti vel en netlan og aprikósurnar drekka í sig vökvann.
Færið í krukku sem hægt er að loka vel og látið standa í 3 vikur. Velt eða hrist daglega.
Að þremur vikum liðnum eru ávextir og netla sigtuð frá í gegnum spýrupoka og vökvinn undinn vel úr ávöxtum og netlu.
Sett á dökkar glerflöskur. Geymt á svölum stað.
Daglegur skammtur:1 msk 2svar á dag fyrir fullorðna 2x á dag. Börn yfir 8 ára: 1 tsk 2x á dag

Helstu heimildir:

www.sciencedirect.com

http://healthmad.com/alternative/eight-health-benefits-of-stinging-nettle/

 

 


10 heitustu heilsustraumar ársins 2016

Það hefur sjaldan verið áhugaverðara en nú að vera meðvitaður um strauma og stefnur í heilsumálum. Þar gerast hlutirnir. Okkur systrum, þ.e. mér og Jóhönnu, sem er hinn helmingur Systrasamlagsins, finnst fátt skemmtilegra en að rýna í heilsukristalskúluna og spá í árið og jafnvel árin framundan.
Hér eru 10 heilsustraumar og -stefnur sem við teljum að muni ná flugi árið 2016. Góða skemmtun.

1. Jógasamfélög og ennþá meiri hugleiðsla og djamm

Jo?ga ferðaHvert ár hefur sinn topp og á síðasta ári má segja að jóga hafi risið hátt og ekkert bendir til annars en að bæði endurnærandi, mjúkt og/eða orkujóga, heitt eða kalt, og allt þar á milli muni blómstra sem aldrei fyrr. Nú liggur í loftinu að svokölluð jógasamfélög nái sérstöku flugi, þ.e. jógastöðvar með öllu því góða sem því fylgir; hugleiðslu, tónheilun, möntrusöng, slökun, allskyns námskeiðum og já, djammi líka. Nokkur framúrskarandi jógasamfélög hafa þegar fest sig í sessi hér á landi. Má þar nefna Jógasetrið, Yogavin, Yogashala, Jógastúdíó, Ljósheima og Sólir. Þangað fer fólk ekki bara til að næra líkama og anda heldur hvert annað langt út fyrir veggi jógastöðvanna. Utan þeirra hittist fólk sem borðar hollan mat saman, fer saman að fljóta, gengur um hálendið og ferðast jafnvel til útlanda.

2. Samflot

Talandi um að fljóta saman þá er það deginum ljósara að Samflot, þ.e. að fljóta saman í sundlaugum landsins og í heitum uppsprettum með þar til gerðri Flothettu og fótafloti mun aldrei verða vinsælla en nú, árið 2016. Það getum við fullyrt því Flothettan varð ein af vinsælustu jólagjöfum ársins. Hitt vitum við líka að mergjaðar rannsóknir eru nú í gangi á floti, að vísu í svokölluðum flottönkum, sem hafa gefið mjög sterkar vísbendingar um að það vinni m.a. með undraverðum hætti á gömlum áföllum. Um það birtist lærð grein í tímartinu Time nýverið og ég skrifaði m.a. um hér. Þótt einkaflot í heitum pottum undir stjörnubjörtum himni sé líka himneskt þá er eitthvað sérstakt við þá samstillingu sem myndast við það að fljóta saman.

3. Þetta snýst líka allt um heilann ekki rassinn!

Til allrar hamingju snýst hreyfing ekki lengur um það að verða mjó/r. Um leið og þið náið að ýta frá ykkur öllum hugmyndum um að breytast í eitthvað mjótt og glæsilegt (sem gæti þó vissulega verið hliðarverkun, sérstaklega glæsileikinn) og farið að ástunda það sem kveikir mest í ykkur, komist þið fljótt að því að þetta snýst alllt um andlegu hliðina. Raunar hafa þegar margir kveikt á perunni. Þetta kemur heim og saman við það sem við settum fram á síðasta ári um að heitasti líkaminn árið 2015 er þinn líkami. Það var m.a. Lena Dunham leikstjóri, rithöfundur og femínsti sem sagði á árinu að hreyfing snerist alls ekki um kjólastærðir heldur vellíðan og hvernig okkur líður í hausnum. Fyrir þá sem ekki vita er Lena Dunham áhrifamikill listamaður sem við deilum okkar hugmyndum með. Við spáðum því að góð líðan yrði fallegasta “lookið” 2015. Það verður ennþá heitara 2016.

4. Lífrænar olíur og líkamsviska

Þetta lætur kannski ekki mikið yfir sér en ömmur okkar margra (og langömmur sumra) notuðust gjarnan við hreinar olíur og jurtir til að þvo sér í framan á kvöldin. Til þess að hreinsa burt óhreinindi dagsins og farðann (ef þær notuðu hann). Nú hafa nokkur snyrtivörufyrirtæki tekið hefðir formæðra okkar sér til fyrirmyndar, einkum þau sem eru að framleiða úr lífrænu hráefni. Svo lítur dæmið þá út; þú hreinsar andlitið upp úr lífrænni olíu, ef til vill með jurtum í, með hringlaga litlum hreyfingum, frá hálsi upp á enni. Nuddið skapar hita sem opnar húðina og hreinsar óhreinar svitaholur. Í lokin er andlitið þvegið með heitu vatni. Það að olía valdi bólum og útbrotum er mýta sem sköpuð var í snyrtivöruheiminum og á sér enga stoð. Í dag er góð olía notuð í nánast allt; tekin inn, borin á kroppinn, sett í hárið, notuð sem tannkrem og til að "púlla eða hreinsa munn, kok og tennur. Hrein og lífræn gæða olía á sviðið 2016. Shiva Rea aktivísti og einn þekktasti jógakennari heims sagði í viðtali nýverið ekkert betra en olíu fyrir liðleika, langlífi, sjálfsþekkingu og líkamsvisku. Líkamsviska gæti orðið eitt af orðum ársins 2016!!

5. Ofurjurtir skáka ofurfæðu

Ofurjurtir eru vissulega byrjaðar að kikka inn, sérstaklega hjá okkur í Systrasamlaginu sem höfum fengið að kynnast mögnuðum kostum þeirra m.a. í gegnum kínversku alþýðulæknisfræðina og indversku lífsvísindin, Ayurveda. En þær eru ekki bara vinsælar “á Nesinu” heldur hafa sálfræðingar og líka þeir sem fást við húðfegrun út í hinum stóra heimi séð hvað þær hafa fram að færa. Þessar ofurjurtir eru m.a. jurtir sem vinna gegn streitu og jafnvel kvíða, svokallaðar adaptógen jurtir sem eru jafnframt lausar við aukaverkanir. Nú er svo komið að allt frá þekktum sálfræðingum til vitra húðsnyrtivörufyrirtækja nota adaptógena óspart. M.a. hefur Dr. Frank Lipman ávísað adaptógenum í stað lyfja í nokkur ár með góðum árangri. Það er enda þekkt að adaptógenar skilar sér þangað sem þörfin er mest. “Engin fæða, ekki einu sinni ofurfæða, gefur sama kraft”, segir Dr. Lipman. Hér er átt við jurtir á borð við ashwagandha, scisandra, burnirót, gingeng ofl. Þetta er líka til marks um að ofurfæðan er á undanhaldi, alltént sú ofurfæða sem getur raskað visterfinu. En mikið hefur verið rætt og ritað um að eftirspurn eftir ofurfæðu hafi hækkað verð svo mikið að heimamenn í fátækrari löndum geti ekki notið þeirra lengur. Annað gildir um ofurjurtirnar sem mun auðveldara er að eiga við og ennþá kraftmeiri. Heilbrigð skynsemi er að komast að.

6. Heimilið nýi griðarstaðurinn!

“Sleep is the new sex”. Þetta segja trendsetterarnir og margir fóru mikinn um mikilvægi góðs svefns árinu. Síðan hefur því verið bætt við að að hugleiðsla sé nýja nuddið. Nú hafa mörg hótel víða kveikt á perunni og bjóða ferðamönnum notalegri griðarstaði en áður. Í takt við nýja tíma. Betri rúm, jógadýnur, hugleiðsluaðstöðu, góða líkamsrækt og hreinar snyrtivörur. Og brátt getur ekkert hótel sem gefur sig út fyrir að vera fansí annað en líka boðið upp á lífrænt heilsufæði, helst beint frá býli. En þar sem fæstir hafa efni á svona hótelum verður trendið að búa til sitt eigið hótel, sem er heima. Með jógadýnum og fylgihlutum, góðum ilmi og nærandi umhverfi. Í það minnsta að hver fjölskylda eigi sinn kyrrláta griðarstað á eigin heimili. Nú þegar margir hafa verið að hreinsa til í sálinni, er næsta skref að hreinsa til og fegra heimilið og gera það notalegara. Svo að sálin fái sitt rými.

7. Þú ert það sem þú drekkur!

Í dag er það ekki lengur hvað þú berð á þig eða borðar, heldur hvað þú drekkur.  Þó er vatnsdrykkja ofmetin. Og raunar hafa fornu vísindin alltaf lagt upp upp með að við drekkum vökva, heita eða kalda, með jurtum og olíum í, þ.e. te eða aðra góða elexíra. Nú hefur það verið tekið upp á næsta level þannig að te, djúsar, súpur og þeytingar eru að verða enn innihaldsríkari en áður. Þar munu ofurjurtinar sannarlega koma við sögu. Ef þið hafið tekið á ykkur rögg og drukkið vel af þeytingum, djúsum, súpum og tei í nokkra daga (og lífrænt kaffi er jafnvel ekki út í kuldanum lengur) hafið þið væntanlega fengið smjörþefinn af því að ekkert krem kemst með tærnar þar sem bráðholl vökvadrykkja er með hælanna. Við ljómum. Við erum að tala um drykki með meltingargerlum, söltum, ofurjurtum (adaptógenum),túrmerki, fjallagrösum, engifer, sinki, andoxunarefnum. Það jafnast ekkert á við það. Beint í æð.

8. Jóga og heilsufæðis ferðamennska!

ferðamennskaRis og hnig allskyns heilsustefna og -strauma að undanförnu hafa þó komið mörgu góðu til leiðar. Á því herrans ári 2016 verður sem aldrei fyrr boðið upp á heilsuferðamennsku. Ferðamennsku sem byggir á jóga, hugleiðslu og slökun og síðast en ekki síst frábærri fæðu, líka að hætti sælkera. Svokölluð jóga retreat hafa verið afar vinsæl að undanförnu en eru nú að færast nær almenningi sem í auknum mæli vill nota fríið til þess að næla sér endurhleðslu af bestu gerð. En það er alger óþarfi að svelta sig því þeim fer fjölgandi sem bjóða upp á næringarríka lífræna fæðu sem skákar flestu. Hér erum við að tala um þá sem fá mat beint frá býli, með Ayurveda pælingum, makróbíótik, grænmetisfæði, vegan eða hráfæði, jafnvel vökvaföstu fyrir þá sem vilja. Allt klæðskerasniðið að þínum þörfum. Við spáum því að jógaendurhleðsla og það að vera zenaður í stórborg í kjölfarið verði heitast. Á Íslandi er framtíðarsýnin nákvæmlega sú sama t.d. jógaendurhleðsla, þarabað og flot á Reykhólum og jafnvel sigling út í Breiðafjarðareyjarnar líka. Við köllum alltént eftir magnaðri upplifun af þessu tagi á Íslandi líka.

9 Frumkvöðlamódelið að breytast?

Hin síðustu ár hefur orðið sprenging í frumkvöðlum hér á landi sem og erlendis. Þúsundir hafa flykkst úr bílskúrnum inn á skrifstofu með “milljón dollara” hugmyndir. Draumur frumkvöðlanna hefur ætíð verið sá að verða uppgötvaðir af fjárfestum með fulla vasa fjár og endalausa trú á draumnum – líkt og þeir væru að vinna heimsmeistaratitil í fótbolta. En hvað svo? Þú verður atvinnurekandi. Gætir hafa fengið til liðs við þig fólk sem deilir með þér draumum, en eftir smá tíma snýst allt um peninga sem eru “sirka bát” aðaldrævið í viðskiptamódeli samtímans. En því miður fer þetta módel á endanum í taugarnar á mörgum sem tapa sýninni. Nýjar hugmyndir óskast!!

10. Tónheilun og nærandi myndlist

Síðastliðið haust fór að bera mikið á því hér á landi að tónar væru notaðar til dýpkunnar á jógaiðkun. Sannarlega forn siður sem allnokkrir jógarkennrarar hafa boðið upp á hér á landi. Einkum varð Gongið áberandi. Við erum jú öll hljómur eða tíðni, eins og alheimurinn og sagt er að Gongið endurspegli það best. Nú eru í gangi viðmiklar rannsóknir á andlegum og sálfræðilegum áhrifum á svokölluðu “Mind Travel” og “Sound Bath” sem á vaxandi vinsældum að fagna í Bandaríkjunum. Það er ekki síst vegna að þess að nýverið birtist í NY Times viðtal við Dr. Helen Lavretsky sem starfar hjá Semel stofnuninni við UCLA, en sú stofnun sérhæfir sig í taugarannsóknum og mannlegri hegðun. Hún segir rannsóknir benda til þess að þetta tvennt (Sound Bath & Mind Travel) kalli fram djúpa andlega og sálræna hvíld, sem styrkir sefkerfið og dregur úr streitu. Leggið við hlustir þegar þið heyrið minnst á viðburði sem nefnast Sound Bath og Mind Travel á næstunni. Og það snýst ekki bara um tónlist heldur nærandi myndlist líka.

Innblástur var m.a. fengin af Time, NY Times, Mindbodygreen, Huffington post, Guardian, Yoga Journal, en umfram allt úr íslenskum samtíma.


Hátíðar biscottur. Alveg keppnis.



biscotturNýlega helltist yfir mig löngun til að deila með ykkur uppáhalds biscottunum mínum. Biscottum sem eru alveg "keppnis”, eins og vinkona mín orðaði það. Við systur (í Systrasamlaginu) hófum að sjóða þessa uppskrift saman fyrir tveimur árum í litlu búðinni okkar á Nesinu. Síðan þá eru þær ómissandi á aðventunni. En ef maður bakar biscotturnar of snemma er hætt við að aðrar “smákökur” falli í skuggann. Því er kannski ráð að baka þær nú, t.d. um helgina svo að þær fái á sig hátíðlegri blæ.


Bragðgóðar biscottur eru frábærar hvort sem með fyrsta morgunkaffibollanum eða þeim síðasta. En þær fara líka afskaplega vel með mörgum hátíðareftirréttum, eins og ís eða frómas, crème brûléé eða panna cotta. Svo er í þeim hollara hráefni en gjarnan er í biscotti sem að mínu mati færir þær úr flokknum “góðar” í “sælkera”. Það er einmitt þess vegna sem við köllum þær biscottur fremur en biscotti.

Hér er uppskriftin:

Um 5 dl. gróft spelt

2 tsk. vínsteinslyftiduft

1 tsk salt

3 stór egg af frjálsum.

3 dl kókospálmasykur

Börkur af ½ lífrænni sítrónu (mjög mikilvægt, vart viljið þið eiturefnasprautaðan börk?)

200 gr heilar lífrænar möndlur

200 gr gróft hakkað 70% súkkulaði, lífrænt (hvítt súkkulaði er líka góður kostur)

100 gr pistasíur (betri lífrænar)

100 gr þurrkuð trönuber (líka lífræn, einfaldlega bragðbetri)

Stillið ofninn á 180 °C gráður og leggið smjörpappír á bökunarplötu.

Blandið saman mjöli, salti og vínsteinslyftidufti í skál. Þeytið saman eggin og kókospálmasykurinn í annarri skál þar til blandan er ljós og létt. Blandið síðan mjölinu varlega saman við eggjablönduna. Að lokum er möndlum, súkkulaði, trönuberjum og sítrónuberki blandað saman við. Það er best að gera með því að skipta á þeytaranum og hræraranum í hrærivélinni. Hrærið varlega en ákveðið saman við eggjablönduna.

Skiptið deginu í þrjá hluta, sirka 4 sm breiðar pulsur og leggið hlið við hlið á bökunarplötuna.

Bakið “pulsurnar” í 30 mínútur fyrst (við 180°C), eða þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Takið út og lækkið hitann á ofninum niður í 100 °C. Látið kökurnar kólna í sirka fimm mínútur. Skerið þá “pulsurnar” niður í 1 sm þykkar sneiðar.

Leggið nú sneiðarnar á bökunarplötu, líklega þarftu tvær plötur. Bakið í ofni í 25 til 30 mínútur, eða þar til þær verða þurrar og fagurbrúnar. Látið þær kólna á grind eða í það minnsta forðið þeim af heitri bökunarplötunni.
Auðvitað verður maður að fá sér eina strax en hitt er að þær geymast mjög vel og eru ómóstæðilegar með fyrsta morgunkaffibollanum. Alltaf. Öll jólin. Njótið.

Ps: Næst stendur til að upplýsa um uppskrift sem undirrituð þróaði fyrir ári síðan úr afar spennandi hráefni. Uppskrift sem minnir einna helst á Ris a la mande en geymir engin hrísgrjón heldur chia fræ og er alveg "vegan" Meira innan skamms.


Stórmerkar flotrannsóknir vekja vonir

samflot á flúðumFáir efast um að Bandaríki Norður-Ameríku eru mekka jógaiðkunnar í heiminum í dag. Þar er gerjunin þótt uppsprettan sé sannarlega úr austrinu. Það sem nú vekur áhuga vísindamanna eru miklar framfarir á líkamlegri og andlegri heilsu uppgjafahermanna sem stunda jóga og hugleiðslu. Þá gefa yfirstandandi rannsóknir á floti sterkar vísbendingar um að það geti unnið á áfallastreituröskun. Það var hið virta tímarit Time sem upplýsti um stórmerkar flotrannsóknir sem nú eru í gangi fyrir fáeinum dögum.
Það sem er þó ekki síður áhugavert er að undanfarin ár hafa vísindamenn verið að tengja saman upplifun hermanna af stríði við upplifun fólks sem orðið hefur fyrir áföllum og/eða hefur alist upp við erfiðar aðstæðar. Það sé að mörgu leyti eins og að hafa upplifað stríð.

Tíðni áfallastreituröskunnar (Post Traumatic Stress Disorder, PTSD) meðal uppgjafahermanna er mjög vaxandi. Hún hefur mælst 20% prósent meðal hermanna sem börðust í Írak og Afganistan. Í dag er talað um að 200 þúsund bandarískir hermenn þjáist af áfallastreituröskun, auk þess sem há tíðni sjálfsvíga er hrikaleg. Til að gefa örlitla innsýn hefur sjálfsvígum við störf í hernum fjölgað um 30% frá 2008. Afleiðingar þess að hafa tekið þátt í stríði eru líka skráðar sem lyfjamisnotkun, alkóhólismi, heimilisleysi og fangelsisvist.

Til að freista þess að hjálpa uppgjafahermönnum hefur sjónum í auknum mæli verið beint að jógafræðunum, sem nú þykir sýnt að bjóði upp á áhrifaríkar leiðir til að eiga við afleiðingar stríðs. Fjöldi rannsókna hefur komið fram í dagsljósið sem staðfesta að þeir uppgjafahermenn (sem eru hermenn hættir störfum) sem stunda jóga (í senn stöður, markvissa öndun og möntrur (líkami, hugur, sál)) sýna miklar framfarir í að vinna bug á áfallastreituröskun, á sama tíma og þeir styrkjast mikið andlega og líkamlega. Þá hafa vísindarannsóknir gefið til kynna að jóga geri hermönnum kleift að sofa betur, streitan minnki og líkamlegur og andlegur sveigjanleiki aukist. En líka sjálfskærleikur og sjálfstraust.

Er flotið helsta vonin?

Hitt er að nú er eru í gangi afar merkilegar rannsóknir á áhrifum flots á áfallastreitursökun sem lofa mjög góðu. Áhugaverð grein um það birtist fyrr í þessum mánuði í TIME. Greinin lýsir m.a. reynslu uppgjafahermanns (sem sannarlega er greindur með áfallastreituröskun) af því að fljóta en upplýsir um leið um ákaflega merkilegar flotrannsóknir sem nú standa sem hæst.

Hér er stiklað á því helsta úr greininni í TIME:

Hann hófst kvöld eitt. Skjálftinn sem skók líkama Michael Harding þar sem hann lá sofandi. “Furðulegt,” hugsaði hinn 23 ára ástralski hermaður sem var staddur í Afganistan. Fáeinum dögum áður hafði hann tekið þátt í nokkurra klukkustunda umsátri þar sem yfirmaður hans var skotin til bana.
Skjálftinn varð brátt svo mikill að hann varð að biðja vin sinn um að kveikja fyrir sig í rettunni. Hann gat ekki svo mikið sem drukkið vatn úr flösku án þess að það sullaðist niður eftir skyrtunni. Í matarskálnum hafði skjálftinn í tvígang orðið svo spastískur að hann missti niður matarbakkann.

Harding var leystur frá störfum skv. læknisráði árið 2012 vegna áfallastreitu og sat einnig uppi með alveg nýjan persónuleika sem var kaldur og lokaður. Hann átti að auki erfitt með svefn, fékk matraðir og svitnaði á næturnar.flottankur

Til að freista þess að takast á við einkennin, prófaði Harding tvær tegundir af samtalsmeðferðum, fjórar pillutegundir og viskí og kók. Þegar ekkert dugði reyndi hann fyrir sér í jóga og hugleiðslu, prófaði safaföstu og ýmsar græðandi meðferðir. Það hjálpaði en þó ekki nóg til þess að óttinn og skjálftinn hyrfu að fullu.

Á þessum tíma leitaði konan hans, eins og hver örvæntingafull eiginkona myndi gera, eftir lausnum. Hvort eitthvað annað gæti komið til greina við meðhöndlun á áfallastreituröskuninni. Þá rakst hún á nokkur áhugaverðar umsagnir um það að láta sig fljóta. Eða þá aðferð sem snýst um að liggja í tanki í líkamsheitu og söltu vatni og fljóta.

Í huga Harding var flot hálfgert píp en hann lét engu að síður til leiðast í mars á síðasta ári. Og til að gera langa sögu stutta lognaðist hann út af í fyrsta flotinu, svaf í klukkutíma og vaknaði endurnærður. Eftir aðeins þrjú flot hafði slegið á óttann og ofurárverkina. Og eftir að hafa flotið regulega í þrjá mánuði hafði nætursvitinn líka minnkað. “Ég kann ekki skýringuna,” segir Harding. “En ég veit að mér líður betur og hugsanir mínar eru þægilegri.”

Þótt flot af ýmsu tagi hafi verið til lengur en elstu menn muna leikur engin vafi á því að í dag nýtur það að láta sig fljóta vaxandi vinsælda. Það segir sína sögu að árið 2011 voru 85 svokallaðar flotmiðstöðvar í Bandaríkjunum en í dag eru þær 250. Þar er átt við heilsuræktarstöðvar sem bjóða upp á flot í saltvatnstönkum sem að því er virðist vinnur á streitu og jafnvel áfallastreitu. Af þessum sökum hafa flotmiðstöðvar vakið áhuga vísindamanna. Justin Feinstein taugasérfræðingur er einn þeirra sem rannsakað hefur flot. Raunar hefur Feinstein svo mikla trú á áhrifum flots að í dag byggir hann alla vísindastarfsemi sína á rannsóknum á floti.

Flotrannsóknir í “heitum potti” - ekki tanki!
Á þessu ári opnaði hann einu flotrannsóknarstofuna í Bandaríkjunum. Float Clinic visindamiðstöðina við Laureate í Tulsa, Oklahoma, stofnun sem sérhæfir sig í heilarannsóknum. En þar inni eru engir tankar sem fólk er lokað inn í líkt og flotmiðstöðvarnar um gervöll Bandaríkin bjóða upp á, heldur flotlaugar sem minna meira á heitu pottana við sundlaugarnar Íslandi. Það gerir Feinstein til að koma í veg fyrir að nokkur fái innilokunarkennd.
Hjá Feinstein og félögum í Tulsa er gengið inn í hlýtt herbergi og í miðjunni er lítil hringlaga laug sem hefur að geyma mörg kíló af epsomsalti. Saltið er til að tryggja að engin spenna sitji eftir í vöðvum. Áður en rannsóknarviðfangsefnið, sem er að sjálfsögðu manneskja, er skoðuð nánar fær hún sjálf að myrkva herbergið þangað til engin sér neitt nema Feinstein. Þá rannsakar hann heila manneskjunnar sem flýtur. Það gerir vísindamaðurinn með því að mynda heilann fyrir og eftir flot og mæla heilabylgjur.

Það er skemmst frá því að segja að Feinstein og félagar eru hálfnaðir með fyrstu vísindatilraun sína, og þá fyrstu í veröldinni sem hefur verið framkvæmd með svona nákvæmum mælingum. Nú eru þeir í miðjum klíðum að skanna heila heilbrigðs fólks fyrir og eftir flot og bera myndirnar saman.
Það má því segja að háþróuð tækni taugavísindanna hafi hleypt nýju blóði vísindamenn sem í dag geta skoðað heila fólks á meðan á hugleiðslu stendur og eftir hugleiðslu og séð áhrifin. Þessar nákvæmu rannsóknir (með EEG búnaði og MRI tæki) sýna að hugleiðsla virkjar þann hluta heilans sem skerpir athygli um leið og hún dregur úr virkni möndlu (amygdala) í heila. Mandlan er sá hluti heilans sem virkjar “fight or flight” viðbrög okkar við ógn. Hvort sem ógnin er raunveruleg eða yfirvofandi. Það sem m.a. hefur þegar komið fram er að þessi mynd er skýrari hjá þeim sem hafa hugleitt lengi en hjá þeim sem eru að byrja að hugleiða. Viðurkenndar rannsóknir styðja nú þegar góð áhrif hugleiðslu við ótta og þunglyndi og að hún lækki blóðþrýsting.

Ennþá eru rannsóknir Feinstein í fullum gangi en hann er nú í miðri risa rannsókn sem hefur þegar fært honum þá sterku trú að flot stytti leiðina að djúpu hugleiðsluástandi. Feinstein er að uppgötva ákaflega margt: “Flot er að vekja með mér vonir um að stór hluti fólks sem aldrei nær að hugleiða geti nú komist í hugleiðsuástand,“ segir Feinstein.

Feinstein og félagar eru þegar farnir að sjá glitta í það að flot hefur sömu áhrif á heilann og lyf og hugleiðsuástundun. En þess má geta að Feinstein rannsakaði þunglyndislyfið lorazepam í tvíblindri rannsókn árið 2005. Í dag hefur hann fengið að sjá að flot hefur svipuð áhrif, nema það er ekki ávanabindandi. Núna, áratug síðar er Feinstein semsé að skoða flot í stað lyfja. Í rannsókn sinni núna skannaði Feinstein heila allra áður en tilraunin hófst. Síðan skipti hann upp hópnum. Báðir hóparnir fengu að prófa það sem vísindamennirnir telja hafa áhrif, sem var annað hvort 90 mínútna flot eða sami tími í slökun í hægindarstól. Feinstein lét báða hópa prófa tvær tarnir af báðum aðferðum til að passa upp á að nýjungin (þ.e. flotið) hefði ekki áhrif, en skannaði síðan heilabú hópanna eftir þriðju törn. “Í frumrannsókn komumst við í meginatriðum að því að það slokknar á möndlunni í heila eftir flot,” segir Feinstein. Og bætti við: “Það var mjög ánægjulegt að sjá það gerast án þess að það krefðist hugleiðslu.” Það er þó ekki allt búið enn því að sjálfsögðu þarf vísindasamfélagið viðameiri rannsókn svo það geti tekið flotið opnum örmum. Þótt margir geri það nú þegar. Þörf sé á annarri rannsókn með sömu niðurstöðum og meiru til.

Eldri flotrannsóknir

Feinstein er þó alls ekki eini vísindamaðurinn sem hefur látið heillast af floti. Nokkrar rannsóknir en nokkuð misjafnar að gæðum, hafa verið framvæmdar á undanförnum árum og áratugum. En líka rannsóknir sem gefið hafa góða raun. Meðal annars var ein merk rannsókn framkvæmd á sjöunda áratugnum af Thomas H. Fine. En á þeim tíma var talað um “hippadrauma” og rannsóknin töluð niður. Tveimur áratugum síðar framkvæmdi sami Fine rannsóknir á áfallastreituröskun og floti við University of Toledo. Þar voru þátttakendur látnir fljóta í 40 mínútur í einu og vísindaniðurstaðan var skýr: Streituhormónið kortisól minnkaði um 22% við flotið. Rannsóknin þótti heldur lítil en gaf þó skýra mynd um margt, m.a. að blóðþrýstingur lækki, geðsveiflur minnka, líka verkir og vöðvaverkir, auk þess sem flotið dró úr streitu.
Fine hafði á orði að flot geti haft miklu þýðingu sem meðferð við allskyns sjúkdómum sem við erum ennþá ekki búin að finna lausnir við.

Ein af fáum rannsóknum sem segir að fólk með kvíða geti unnið betur á kvíðanum með því að fljóta var birt í International Journal of Stress Management árið 2006. Þetta kom í ljós eftir að 70 einstaklingar með verki af völdum streitu voru rannsakaðir. Eftir 12 flottíma dró verulega úr verkjum, streitu, kvíða og þunglyndi. Ennfremur sem svefn batnaði og trúin á lífið jókst. Þessi áhrif vörðu í fjóra mánuði eftir að tilrauninni lauk.

Á næsta ári ætlar að Feinstein að endurtaka rannsóknina og skanna heila fólks með áfallastreituröskun fyrir og eftir flot. “Vonir okkar standa til að áhrifin af öllu þessu muni aukast hjá fólki með viðurkenndan kvíða,” segir hann. Ennþá fleiri rannsóknir standa fyrir dyrum t.d. er varða hvað áhrifin vara lengi eftir flot og hvernig heilinn breytist með reglulegu floti, t.d. 10-12 sinnum í mánuði? Vandinn í USA (og sá sem Feinstein hefur talsverðar áhyggjur af) er hversu dýrt það er að fljóta í flotttönkum, en eitt skipti kostar á bilinu 50 til 100 dollara.


flotmyndÞað sem Feinstein, Finn og fleiri vita ekki, enn sem komið er, er af íslensku Flothettunni og hversu auðvelt er að fljóta í upphituðum steinefnaríkum íslenskum sundlaugum og náttúruuppsprettum hér og þar. En við vitum fyrir víst að það mun komast til skila áður en langt um líður.

Það er þó gaman að geta þess að uppgjafahermaðurinn Michael Harding hefur keypt sér notaðan flottank og komið honum fyrir í kjallarnaum heima hjá sér. Þar flýtur hann einu sinni í viku, í um tvo tíma í senn. Hann er hins vegar að verða þreyttur á að hvetja vini sína í hernum að prófa tankinn. En þrátt fyrir góðar sannanir fyrir betri heilsu Harding hefur aðeins einn félaga hans látið til leiðast.

.

Aðalheimild:

http://time.com/floating/

Aðrar áhugaverðar heimildir og lesefni:

http://www.yogajournal.com/category/lifestyle/balance/yoga-for-veterans/

https://www.washingtonpost.com/news/federal-eye/wp/2015/04/10/warrior-pose-one-way-to-help-veterans-with-ptsd-lots-of-yoga/

 

 

 

 


Mesta fjörið er á boðefnabarnum!

Við eigum máske ekki peningatré en það má sannarlega segja að innra með okkur vaxi hamingjutré. Dópamín, serótónín, oxytocin og endorfín skipa þann dásamlega kvartett sem heldur okkur réttu megin í lífinu. Margt getur haft áhrif á virkni þessarra boðefna. Líka við sjálf. Fremur en að vera í farþegasætinu, eru til margar leiðir til að setjast í bílstjórasætið og leysa þau úr læðingi. Það hefur sjaldan verið vinsælla en einmitt nú að sækja í eigin boðefnabrunn. Það er alltént klárt að það að vera í náttúrulegu jákvæðu ástandi hefur mælanleg áhrif á lífsgæði okkar, afköst og velferð.súkkulaði

Hér eru nokkur helstu boðefnin og hvernig mögulegt er að nýta sér þau í hag, án þess að taka eitthvað sérstakt inn:

Dópamín
Dópamín ýtir undir að við finnum okkur leið að markmiðum okkar, þrám og þörfum. Dópamín gefur okkur ánægjustrauminn og styrkinn, þegar við náum að leysa það úr læðingi. Slugs, frestunaráratta, sjálfsefi og doði eru nátengd litlu magni dóapamíns.
Rannsóknir á rottum sýna að þær sem búa yfir litlu dópamíni velja alltaf auðveldari leiðina og borða minna. Þær sem hafa hins vegar meira dópamín leggja mikið á sig og borða helmingi meira. Þær eru jú orkuboltar.
Til þess að halda góðu flæði dópamíns fer best á því að brjóta stóra markmiðið niður í smærri einingar og fagna litlu áföngunum. Að halda reglulega upp á litlu sigrana viðheldur góðu dópamínflæði. Og í stað þess að leggjast í dópamín “timburmenni” er vænlegt að byrja svo fljótt sem unnt er á næsta verkefni og vinna það með sama hætti. Þannig vinna t.d. góðir stjórnendur. Þeir fagna vissulega þegar stóru markmiðunum er náð en gæta þess líka að halda upp á, hrósa og svo framvegis, á leiðinni.

Serótónín
Serótónín er merkilegt boðefni og virkast þegar við finnum til okkar. Einmannaleiki og þunglyndi sýna sig þegar skortur er á serótóníni. Lítið magn serótóníns í líkamanum er sagt ein helsta ástæðan þess að fólk sýnir af sér andfélagslega hegðun. Barry Jacobs sérfræðingur í taugavísindum við Princeton hefur útskýrt að flest þunglyndislyf beini sjónum að framleiðslu serótóníns.

Heilinn er merkilegt fyrirbæri sem greinir oft ekki á milli raunverulegra minninga og ímyndunnar en í báðum tilfellum getur hann framleitt serótónín. Þetta er líka ein af ástæðum þess að það t.d. að iðka þakklæti nýtur vaxandi vinsælda. Það kallar fram það góða og minnir okkur á að við séum einhvers virði. Ef þú þarft t.d. á serótónín orkuskoti að halda miðri streitutíð, gefðu þér tíma til þess að rifja upp góðar minningar.
Það er annars margt hægt að gera til að auka magn serótóníns. Fyrir utan að iðka þakklæti, eða hugleiða á eitthvað gefandi, ýta útivist og sólböð undir aukningu serótóníns. Það á líka við um D-vítamín í skammdeginu, ásamt B6 og B12 vítamínum. Og svo er annað að koma sterkar í ljós sem er að ef’ þarmaflóra okkar er heilbrigð er serótónínið margfalt öflugra. Þar skipta holl fæða og inntaka vinalegra meltingargerlar miklu máli. Auk þess sem serótónín eykur getu okkar til að melta mat og halda okkur í heilbrigðri líkamsþyngd. Ásamt dópamíni er serótónín sagt mikilvægasta boðefnið.

Oxytocin
Oxytocin er það boðefni sem hefur með nándina og traustið að gera og ýtir undir heilbrigð sambönd. Það leysist úr læðingi m.a. við. kynlíf en líka þegar konur fæða börn og gefa brjóst. Þekkt er að dýrategundir hafna afkvæmum sínum þegar oxcytocin flæðið er blokkerað. Oxytocin ýtir undir tryggð og félagslega færni og styrkir bönd. Oft er talað um oxytocin sem “knús” boðefnið. Því sé gott að faðma eins mikið og nokkur kostur er. Dr. Paul Zak “taugahagfræðingur” (líka þekktur sem Dr. Love) segir snertingu og faðmlag auka oxytocin í líkamanum og draga um leið úr streitu og styrki ónæmiskerfið. Það sé því góður siður að faðma fólk fremur en að taka í hönd þess. Dr Zak mælir með átta faðmlögum á dag.

Endorfín
Það losnar um endorfín þegar við fáum verki og finnum sársauka. Endorfín er náttúrlegt verkjalyf en dregur líka úr hræðslu og kvíða. Vellíðan eftir átök á borð við langhlaup, lyftingar, hjólreiðar, orkugefandi jóga, eða aðra áreynslu stafar af flæði endorfínis. Endorfín er að mörgu leyti líkt morfíni því það dregur úr sársaukaskynjun. Semsé hreyfing og líka hlátur eru einföldustu leiðirnar til að losa um endorfín. En líka tilhlökkun eða það að vera á leiðinni að gera eitthvað spennandi. 

flotÞað er þó margt annað og fíngerðara í lífinu sem leysir endorfín úr læðingi, t.d. það að gefa eftir og láta sig fljóta. Þar sem flot er ekki hreyfing heldur slökun, hugleiðsla og vellíðan getum við að auki undið ofan af okkur og dregið um leið úr skaðlegum þáttum streituhormóna.
Þá hefur það sýnt sig að ilmir af lavender og vanillu eru tengdar losun endorfíns. Rannsóknir hafa líka gefið vísbendingar um að dökkt súkkulaði og kryddaður matur leiðbeini heilanum um losun endorfíns. Svo það er góð hugmynd að hafa dökkt súkkulaði og góða kjarnaolíu innan seilingar þegar þú vilt losa um þetta notalega boðefni.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband