Edrú og forvitnum fer fjölgandi

Þótt aldrei hafi mælst meira kókaín í skolpi í Reykjavík og áfengisneysla hafi verið á stanslausri uppleið undanfarna áratugi hefur umræðan um líf án áfengis sjaldan verið meira áberandi en 2019. Edrú og forvitnum fer fjölgandi víða um heim og munu sjálfsagt halda áfram að fjölga á nýjum áratug af margvíslegum ástæðum.

 

Það er ekki víst að allir hafa hugsað það til enda hvernig lífið sé án áfengis. Mörgum finnst áfengi tilheyra mörgum uppákomum í lífinu. En það er líka gott að spyrja stundum hvernig samband þitt sé við áfengi og aðra vímugjafa. Notar þú áfengi til að virka félagslega? Slaka á? Tengja?

Það er líka gott að spyrja hvers vegna fæstir kjósa að skemmta sér án áfengis? Menning okkar lituð af neyslu áfengis sem sumir taka oftar þátt í en þá langar. Ef þú værir til í að sleppa undan allri áfengisdýrkuninni en hitta samt fólk og skemmta þér er hreyfingin Edrú forvitin kannski eitthvað fyrir þig.

 

edrú forvitniUmræðan um líf án áfengis fór ansi hátt á síðasta ári. Áfengislausir barir spretta upp og fleiri og fleiri kjósa að koma meðvitað saman án áfengis en áður. Ruby Warrington höfundur metsölubókarinnar með langa tilitilinn: Sober Curious: The Blissful Sleep, Greater focus, Limitless Presence, and Deep Connection Awaiting Us All on the Other Side of Alcohol og stofnandi Club Söda segir Edrú forvitinis (Sober Curious) hreyfinguna bókstaflega þýða það að setja spurningamerki við áfengisneyslu og vera um leið forvitin um hvatirnar, boðin og vætinganar um að drekka versus það að vera reikandi um í hugsunaleysi og án meðvitundar í ríkjandi drykkjukúltur.

 

Edrú forvitnir einstaklingar eru þeir sem hafa gjarnan tekið meðvitaða ákvörðun um að drekka ekki áfengi eða neyta annarra vímuefna. Það sem gerir þessa nýju hreyfingu svo vinsæla og áhugaverða sé nafnið, Edrú forvitin sem merkir að hver leitar sinna leiða til að drekka ekki. Leiðin sé alls ekki ein. En um leið og Edrú forvtini hvetur til áfengislauss lífstíls tekur hún líka utan um þá sem ekki langar að hætta alveg en kjósa engu að síður áfengisleysi líka.

 

Hvað er Edrú forvitin?

Ólíkt edrúmennsku sem kemur til af alkóhólisma eru Edrú forvitnir jafnan þeir sem kjósa það að drekka ekki, gjarnan heilsunnar vegna. Enda gvetur Edrú forvitnis hreyfingin þá sem það vilja til þess að skoða allt það óheilbrigða sem fylgir neyslu áfengis og annarra vímuefna.

 

Hvað þarf til að hætta?

Edrú forvitnisedrú forvitnisdót hreyfingin er jafnan ekki valmöguleiki fyrir þá sem eru í viðjum alkahólisma og geta ekki hætt en er sannarlega frábær kostur fyrir þá sem hafa tekist á við vandamálið. Sagt er að 1 af hverjum 8 eigi við áfengisvandmál að stríða Bandaríkjunum. Til að eiga sjéns á betra lífi er eini möguleikinn fyrir þann hóp að hætta að drekka. Margir úr þeim hópi hafa einnig gerst Edrú forvitnir.

 

Saga Edrú forvitnini

Það að vera edrú hefur ekki alltaf verið vinsælt. Menning okkar er á margan hátt ofin í kringum drykkju og áfengishátíðir. Þegar við drekkum í tengslum íþróttaviðburði, skálum fyrir brúðhjónum, eigum “hamingjustundir” á barnum eða bregðum okkur á ball eða mannamót gengur oftast allt út að það að drekka. Líka þegar við fögnum því stórkostlegasta í lífinu.

 

Í dag er maské óþarfi að fara á botninn til að hætta að drekka. Edrú forvitnishreyfingin er öðrum þræði stofnuð til að losa þá sem ekki vilja taka þátt í ríkjandi áfengiskúltur undan honum. Það sé til líf án áfengia, deyfi- og örvandi lyfja. Hinn náttúrulegi boðefnabar líkamans getur tekið við.

 

Árið 2014 var áfengislausum janúar komið á laggirnar sem hefur smám saman orðið vinsælli og er líklega aldrei vinsælli en í janúar 2020. Hópurinn sem Warrrington stofnaði, Club Söda, hefur verið til í mörg ár og vaxið og dafnað og staðið fyrir allskonar ráðstefnum, fyrirlestrum, hátíðum og uppákomum. “Mitt markmið er að sýna fram á það að ástunda edrú lífsstíl í samfélaginu sé eftirsóknarvert. Að það sé til leið til að upplifa lífið án áfengis og öllu því toxíska og eyðandi sem því fylgir, “ sagði Warrington í tengslum við útkomu bókarinnar.

 

Grænkera, jóga og hugleiðslu kynslóðin er líka opin fyrir Edrú forvitni og er stundum kölluð edrú kynslóðin. Þessi aldamótakynslóð hefur tekið Edrú forvitnishreyfingunni fagnandi og gert edrúlífstilinn eftirsóknarverðan.

 

Um öll Bandaríkin og í Bretlandi og víðar spretta upp edrú barir og skemmtistaðir sem eru uppfullir af mokteilum og óáfengum drykkjum og öðru spennandi. Þetta eru barir sem eru fallegir og aðlaðandi og ganga umfram allt út á skemmtileg edrú mannamót. Hreyfingin hvetur til edrú samkoma, jóga, hugleiðslustunda, bókaklúbba og fleira.

 

Læknar og heilsusérfræðingar hafa sumir hverjir bent á heilsufavandamál tengt neyslu alkóhóls við marga sjúkdóma, allt frá hjarta- og lifrarsjúkdómum til lélegs ónæmiskerfis og krabbameins. Sumir halda því þó enn fram að rauðvín sé gott fyrir hjartað. Flestar nýjustu vísindarannsóknirnar bera þess þó skýr merki að það fer best með mannslíkamann og -andann að drekka ekki.
Svo vegna heilsufars er líklega best að hætta eða kannski aldrei að byrja.

Hér má sjá áhugaverðustu edrú staðina í heiminum í dag:

https://www.thetemper.com/sober-communities-beyond-traditional-aa/

 


Saa Taa Naa Maa. Morgunhugleiðslan á Rás 1

 

Hugleiðslan eða mantran sem er kyrjuð í Morgunhugleiðslunni á Rás 1 með Thelmu Björk Jónsdóttur nú í upphafi árs þykir afar öflug og er sú mantra sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya. Í jógafræðunum kemur fram að Kirtan krya hjálpi við að heila gömul áföll, örvi heilaköngul og samstilli vinstra og hægra heilahvel.

Niðurstöður vísindarannsóknar á iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. Fólk var auk þess léttara í skapi og fann minna fyrir þunglyndi og þreytu.
(Journal of Alzheimer’s Magazine/2010)

Rannsókninni var stýrt af Dr. Dharma Singh Khalsa yfirmanni og stórnanda rannsóknar- og forvarnarstofnunnarinnar fyrir Alzheimer í Tucson, Arizona en hann er jafnfram höfundur bókar sem nefnist “Meditation as Medicine”.

Kirtan krya byggir á fimm hljóðum; Saa Taa Naa Maa sem skapa einstakan víbring. Sérstakar handahreyfingar fylgja möntrunni.


Merking orðanna/hjóðanna er eftirfarandi:

Saa: Óendanleiki.

Taa: Tilvist.

Naa: Umbreyting.

Maa: Endurnýjun.

MÖNTRUR
Möntrur sem notaðar eru koma jafnan úr helgu indversku mállýskunum sanskrít eða gurmukhi. Yogi Bhajan, sem kom með kundalini til Vesturlanda árið 1969 og varð mjög vinsæll jógakennari, útskýrði að heimurinn væri skapaður úr hljóði og að hljóðið myndi verða okkar helsti kennari í framtíðinni. Þegar við endurtökum möntru þá komumst við í vitundarástand þar sem við getum upplifað merkingu möntrunnar. Möntrur sem þessar eru einnig notaðar til að dýpka einstakar jógaæfingar og hugleiðslu.

Hér er fyrirtaks myndband sem hafa má til stuðnings fyrir þá sem vilja fylgja möntrunni eftir áfram. Fyrst er Kirtan krya kyrjuð upphátt, svo er hvíslað, um miðbik möntrunnar er sönglað í hljóði, þá er aftur hvíslað og að lokum er mantran kyrjuð upphátt, eins og í upphafi.

Skoðið sérstaklega handahreyfingarnar.

 

ÁHRIF HUGLEIÐSLU EFTIR LENGD:
Jógavísindin hafa skoðað áhrif hugleiðslu í þúsundir ára. Að mörgu leyti eru þau vestrænu farin að sjá það sama og jógarnir.

Það er um að gera að prófa mismunandi lengd af heilunarhugleiðslunni. Hér eru áhrif hugleiðslunnar á líkama eftir lengd:

3 mín hugleiðsla hefur áhrif á rafsegulsviðið, blóðrásina og stöðugleika blóðsins.

11 mín hugleiðsla hefur áhrif á taugarnar og innkirtlakerfið.

31 mín hugleiðsla virkir innkirtlakerfið, öndunina og einbeitingu sem hafa áhrif á frumur og takt líkamans.

62 mín hugleiðsla breytir gráa svæði heilans. Undirvitundunni.

HEIMILDIR:
Heimildir um rannsóknir á Kirtan kryu-nni er m.a. að finna í Psychology today. Þar erum líka margar aðrar gagnlegar upplýsingar: www.psychologytoday.com/blog/prime-your-gray-cells/201606/yoga-and-kirtan-kriya-meditation-bolster-brain-functioning

Ps: Thelma Björk heldur úti vikulegri hugleiðslu í Systrasamlaginu alla miðvikudaga klukkan 9.15 (og hefur gert í 2 ár).

 


Hvaða næringu þurfa veganar á mismunandi aldri?

 

Flestir eru sammála um að það að gerast alveg vegan eða vegani um tíma sé frábær reynsla. En það er líka gott að kunna skil á því hvernig það er að vera vegan á mismunandi aldurskeiðum og hvers þarf að gæta? Í dag skilgreina 600 þúsund manns sig sem vegan á Bretlandi og fer sá hópur stækkandi. Vegan hópurinn á Íslandi fer líka ört stækkandi, en líka sá hópur sem kýs að prófa og taka veganúar alla leið. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að breskir næringarfræðingar eru farnir að horfa betur í hvaða næringu og vítamín hver aldurhópur þarf að gæta sérstaklega að.

Hvað þurfa veganar að hafa í huga? Jenny Carson, master í næringarfræðum og sérfræðingur hjá Virdian í Bretlandi svarar því hvað hver aldurshópur þarf að skoða sérstaklega til tryggja að þau fái nóg af næringu.Virdian mynd

18 til 30 ára

Lífstíll ungs fólks hefur áhrif á það hvernig við eldumst. Sérstaklega þarf að hafa öll grunn næringarefnin í huga og vera meðvitaður um beinheilsu. Einnig að líkaminn (lifrin) hreinsi sig og starfi eðlileaga svo að hormónar og skap haldi jafnvægi. “Fólk á aldrinum 18-30 þarf að passa að brenna kertið ekki í báða enda. Þó að við þurfum að næra okkur vel á öllum aldri er það sérstaklega mikilvægt frá 18 til 30 ára,” segir Jenny. “Þarna á öll B-vítamín fjölskyldan, D-vítamín og K-vítamín að vera í hávegum. Samvirkni þess grunns og góð nærandi fæða stuðla að því að við stöndum á sterkum beinum í framtíðinni.
Einkenni skorts á B12 er þreyta og orkuleysi. B12 gegnir lykilhlutverki í myndun rauðra blóðkorna sem færir súrefni til frumnanna og framleiðir orku. B12 er nauðsynlegt til að fylla tómarúmið sem kann að myndast þegar þú gerist vegan.

30 til 45 ára

“Hér þarf að huga að því að verðra og vera foreldri og að fyrstu einkennum breytingaskeiðsins”, upplýsir Jenny og bætir við. “Á þessu aldursbili er mikilvægt að finna jafnvægi milli svefns, slökunar og orku. Hér kemur magnesíum sterkt inn en líka allt það sem er nauðsynlegt yngri hópnum sem eru öll B-vítamínin, D-vítamín, K-vítamín og góð næringarrík fæða. Þá er líka mikilvægt að huga að meltingunni; að við meltum matinn vel og að næringin nýtist til fulls. Taktu þér tíma í að undirbúa og hugsa um matinn sem þú lætur ofan í þig og borðaðu reglulega. Það hjálpar. Á bilinu 30 til 45 ára fer oft að bera á því ef fólk nýtir næringuna ekki nógu vel.”
Það hefur áhrif á hvernig við eldumst. Því er góður stuðningur við meltinguna líka mikilvægur.

45 og upp úr

Virdian veganEftir 45 ára fer fólk að fagna frelsi, ef heilsan er góð. “ Þá er mikilvægt að taka inn nóg af lífsnauðsylegum Omega 3 fitusýrum, sérstaklega í formi Eicosapentaenoic sýru (|EPA) og Docosahexaenoic sýru (DHA) plús kólín. Þessi næringarefni eru nauðsynleg fyrir heilann, heilbrigðar frumur og liði. D-vítamímið getur skipt miklu máli á þessum áldri (fyrir beinheilsu), ónæmiskerfi, kalk í blóði og upptöku annarrar næringar. Á norðlægum slóðum er mælt með í það minnsta 400iu af D-vítamíni í dag yfir vetrarmánuðina.”

Jenny Carson mælir alltaf með inntöku á góðu fjölvítamíni hjá þeim sem eru vegan, til að tryggja öll næringarefni og að ekkert sé skilið útundan. Það sé öruggast til að tikka í öll boxin. Umfram allt þurfi þó vítamínin að vera hrein og góð, án allra fylli- og litarefna og án allra aukaefna eða nastís en líka sykurlaus (sem ekki er sjálfgefið) til að þau nýtist vegönum sem öðrum afar vel.

 


Mögnuð meltingarte- uppskriftir

 

Margir vakna á nýju ári með ansi trega meltingu. Þá er um að gera að kveikja agni/ meltingareldinn sem er í raun afar auðvelt og ayurveda kunna best fræða. Fyrsta skilgreiningn á agni er eldur, sem er eitt fimm frumefna líkamans. Hann vísar líka til eldsins sem viðheldur líkamshita okkar, meltir matinn, tekur upp næringu og breytir fæðu í orku og fóður fyrir meðvitund okkar. Tein hér að neðan virka svo sannarlega til að koma meltingunni á blússandi ferð og eru kannski fyrsta frábæra sjálfshjálp ársins 2020.

agni teAgni te (meltingarte)

1 lítri vatn

cayenne á hnífsoddi

2 msk rifin engiferrót (óþarfi að afhýða ef hún er lífræn).

2 tsk sæta að eigin vali

1 til 2 tsk salt.

Sjóðið öll innihaldsefnin saman í 20 mínútur. Takið af hellunni og látið standa í nokkrar mínútur. Kreystið út í hálfa lime og njótið þess að drekka yfir daginn.

 

Surya agni te (sólar meltingarte)

1 msk rifin engiferrót (sama, óþarfi að afhýða ef rótin er lífræn)

1/2 tsk túmerik

1/2 tsk svartur pipar

Ögn af mable sírópi

Salt á hnífsoddi

 

Báðar þessar teblöndur henta vata og kapha hugar-, líkamsgerðum (skv ayurveda) sérstaklega vel og líklega mörgum pitta týpum sem hafa borðað þungan mat yfir jólin.
Ef meltingin er mjög góð er þetta ekki rétta teið fyrir þig.
Súra og sterka bragðið hentar alls ekki pitta líkamstýpum sem eru með hraða meltingu en sannarlega vata og kapha.
Fyrir þá sem ekki vita ýta saltið og sætan undir meltingarvökvann, túrmerik er bólgueyðandi (og enn meira með svörtum pipar), engifer hressandi og líka bólgueyðandi en slær líka á sykurþörf.

Gleðilegt ár og njótið.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband