Heitustu heilsustraumarnir 2017
10.1.2017 | 23:51
Oft er ráð að leyfa rykinu að setjast og vindum að feykja burt menguninni áður en rýnt er í kristalskúluna yfir heitustu heilsustrauma ársins. Þá verður allt skýrara.
Það verður margt um að vera í ár. Miklar breytingar eru í vændum. Svo miklar raunar að sumir tala um culinary shift, eða byltingu í mataræði. Jafnframt er gert ráð fyrir að umhverfisvænn lífstíll verði aldrei fyrirferðarmeiri.
Ef til vill erum við að vakna til meðvitundar um það að við erum ekki jafn takmörkuð og við höfum haldið.
JÓGA, JÓGA, JÓGAÞað er sama hvað reynt er að tala það niður. Jóga haggast ekki. Það eru vissulega til trend innan jógaheimsins sem koma og fara en kjarninn stendur alltaf fyrir sínu. Það er eins með jóga og netið. Jóga er ekki bóla. Í lok ársins komst jóga heimsminjaskrá Unesco yfir forna arfleið sem ber að vernda. Ástæðan? Jú, jóga er svo miklu meira en hreyfing. Það nærir líkama, sál og anda. Dregur úr ótta og streitu, bætir svefn, eykur blóðflæði og hreyfir við meltingunni. En umfram allt eykur jóga kærleikann í okkar eigin garð sem getur haft bráðsmitandi áhrif á aðra. Sjálfskærleikurinn var að leysast úr læðingi árið 2016 en verður heitari í ár en nokkru sinni fyrr.
Þó verður sú staðreynd að jóga getur breytir heilanum að teljast sú allra merkilegasta. Að þessu komust vísindin á síðasta ári. Jógaiðkun hreinlega kælir niður taugaboðin í heilanum og dregur úr hrörnun hans. Í rannsóknum hefur komið fram að eldri og reyndari jógar voru með heila á pari við sér miklu yngra fólk. Og þegar ég segi jóga á ég við allt sem því tengist, eins og gong og heilunartónlist, möntrur, hugleiðslu, mataræði, líkamsnudd, jógaheilsuferðir, Samflot og allar tegundir jóga. Jóga er er sannarlega heildstætt kerfi sem nærir öll skilningavit.
Jóga, jóga og meiri jóga er kjörorð ársins 2017.
HIN PERSÓNULEGA TÆKNI
Annað sem talið er að verði mikið tekið á árinu er hin persónulega einkaþjálfun. Þjálfun sem miðar að líkamsgerð hvers og eins. Það á líka við um mataræði. En sú allra persónulegasta verður þó að teljast sú sem þú berð á þér, eins og snjallúr, skrefamælir, hjartariti og ýmis þolþjálfunaröpp. Því er spáð að þessi persónulega tækni seljist fyrir allt að 4 billjónir dollara árið 2017. Þetta hefur sína kosti en líka nokkra galla. Nokkrir meðvitaðir læknar hafa bent á að það að ganga með þessa tækni á sér, sem sé sífellt að vakta mann, geti valdið óþarfa streitu, höfðuverk og dregið úr gæðum svefns okkar. Ef þú ert að velta þessarri tækni fyrir þér til losna við nokkur kíló er gott að hafa í huga nýlega vísindarannsókn á samburðarhópum sem sýndi að þeir léttust minna sem báru slík tæki á sér. Það er merkileg niðurstaða. Sumir sem sjá sálfræðilegu hliðina á málum vilja meina að þegar fólk sjái nákvæmlega hversu mörgum hitaeiningum það hafi brennt, hafi það meiri tilhneigingu til að verðlauna sig óhóflega. Góð dómgreind og gott innsæi, hið djúpa mannlega verður að fylgja með, sem t.d. kraftmikil jógaiðkun færir okkur. Þó er enginn í vafa um að hressandi þolþjálfun, einkum úti í náttúrunni, í bland við jógaiðkun séu frábært kombó.
MATUR SEM VIRKAR
Nú vilja margir meina að súperfæða eigi bara heima í súpermörkuðum. Mýmargir eru orðnir langþreyttir á að greiða dýru verði fyrir allskyns súperpillur og duft sem styðjast við litlar sem engar rannsóknir og gera fátt, að þeim finnst. Það er auðvelt að skilja. Góðu fréttirnar eru þær að mjög margar þekktar og minna þekktar lækningajurtir (sem virka súper vel) styðjast í dag við góðar vísindarannsóknir. Lykilatriðið er vita hvaðan þær koma, hvernig þær eru unnar og hvernig þær virka. Fáðu því sérfræðingana til að leiðbeina þér. Þeir finnast sjaldnast í súpermörkuðum. Functional Food var eitt af heitustu leitarorðum Google 2016. Þeir hjá Google segja að það verði ennþá heitara 2017. Undir Functional Food fellur m.a túrmerik sem nú fer með himinskautum á Google, og önnur virk krydd og lækningajurtir (kanill, pipar, ashwagandha, triphala), kókosolía, ghee, eplaedik, hunang, kjötsoð (með lækningajurtum), súrkál, Kombucha, og margt annað. Matur og jurtir sem eru sneisafull af næringu og gera eitthvað af viti fyrir mannslíkamann eru orðnar margra frétta virði í dag vegna mikilla rannsókna. Í dag snýst nýjasta uppljómun vísindaheimsins um hve mikil áhrif vandaðar lækningajurtir geta haft áhrif á geð okkar, ekki bara líkama. Við erum jú víst eitthvað annað og meira en bara efnið.
Í þesssu samhengi er gjarnan talað um culinary shift eða byltingu í mataræði og margir hafa þá skoðun að byltingin nái einnig til tækni, sjálfbærni og peninga. Það kraumar undir víða.
HIN TROÐNA SLÓÐ
Flest höfum við upplifað öfgar í mataræði. Engin fita, engin sykur, engin matur. Í ár er tímbært að snúa aftur inn á hina troðnu slóð forfeðra okkar. Það er gott að borða mikla og góða fitu en sykur í hófi. Mjög líklega er sókn í meira jafnvægi komið til vegna aukinnar líkamsvirðingar. Það að hugsa vel um sjálfan sig í stað þess að vera í afneitun og stunda sjálfsrefsingar. Í dag veltur allt á að gleðja líkama og anda og framkalla tæra matargleði. Nú er lag að hætta að telja hitaeiningar og þess í stað dásama óspillt lífrænt fæði (whole food). Það á líka við um lífrænar mjólkufurðir úr kúm sem hafa fengið að borða gras. Þær valda ekki hjartasjúkdómum. Þvert á móti stuðla feitar lífrænar mjólkuafurðir að góðri heilsu. Það breytir þó engu um það að grunnur fæðu okkur ætti að vera grænmeti, ákvextir, heil korn, hnetur fræ, vatn og baunir. Hreinn og heill lífrænn matur. Innan hinnar troðnu slóðar rúmast í raun öll breiddin: vegan, grænmetisætur, þeir sem kjósa fisk og kjöt en líka flexiterían, sem ferðast á milli allra flokka. Reyndar spá því flestir að kjötlausar máltíðir verði efstar á óskalista hins meðvitaða einstaklings í ár. Allt snýst um að gera hlutina vel og virða náttúrunna. Og enn og aftur, þetta snýst um jafnvægið.
HREIN FÆÐA, EKKI HREINSANIR
Detox djúsföstur eru að syngja sitt síðasta, segja nokkrir sérfróðir. Altént þar sem fólk er ekki undir faglegri leiðsögn eða að kljást við eitthvað óumfýjanlegt. Það breytir því ekki að mataræði okkar verður sífellt hreinna og hreinsun sem felst í því að borða góðan, næringarríkan og allra helst lífrænan heiðarlegan mat er sjóðheitt. Heitar súpur og þeytingar verða áfram kærkomir í mataræði okkar enda innihalda slíkir safar lífsnauðsynlegar trefjar og næringu sem gott er að næla sér í daglega. Lee Holmes næringarráðgjafi, matreiðslumeistari og höfundur bókarinnar Supercharged Food and Heal your gut, segist ekki mótfallinn stuttri djúsföstu með grænum söfum (alls ekki ávaxtadrykkjum) en mælir þó með mildari aðferð og því að við borðum almennt léttari fæði. Og tökum ALLS ekki út olíurnar, ekki einu sinni í djúsföstu.
SÚKKULAÐI Í MORGUNMAT?
Flest höfum við hlýtt á notalegt tal um að 70% lífrænt gæðasúkkulaði sé bráðhollt. Færri vita að súkkulaði hefur ennþá betri áhrif á okkur að morgni dags. Nýlega birtist rannsókn frá Syracuse háskólanum í Tel Aviv þess efnis að dökkt súkkulaði hefur áhrif á vitsmunalega getu okkar; rökhugsun, minni og einbeitingu sem er ákkúrat það sem við þurfum á að halda til að hefja vinnudaginn. Þetta styður raunar hugmynd okkar systra um að desert for breakfast sé dásamleg byrjun á degi. Vísindamenn við háskólanum í Tel Aviv bættu því við að eftirréttur í morgunmat stuðlaði að þyngdartapi, þ.e. ef skynsemin er höfð með og næringin líka. Indversku lífsvísindin hafa talað fyrir hinum sætu gæðum lífsins í 5000 ár og segja líka það sama , að það að borða sætt í hófi (þó ekki sykur) sé góð leið til að grennast og nærast.
DOSHA DINING
Hinn undraverða upprisa túrmeriks á undanförum árum hefur orðið til þess að fólk hefur beint sjónum sínum í æ ríkara mæli að indversku lífsvísindunum (Ayurveda fræðunum). Nú dásamar fólki túrmerik um allan heim og margir hafa öðlast dýrmæta reynslu um virkni þess. Túrmerik er í raun hið heilaga gral Indverja sem byggja hugmyndafræði sína á að við séum sett saman úr þremur mismunandi doshum, eða líkams/hugargerðum og að hver hafi eina þeirra ríkjandi. Þá dosu þurfum við að næra sérstaklega vel. Það góða við túrermik er að það virkar fyrir okkur öll. Allar dosurnar. Vaxandi áhugi á indverskum street food hefur vakið fólk til vitundar um að það geti sannarlega borðað góðan mat sem hafi líka lækningamátt. Enn og aftur Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna, eru á stöðugri uppleið og dosha dining eða það að borða í takt við eigin líkams/hugargerð er eitthvað sem þið ættuð að skoða nánar á árinu.
DRYKKIR SEM GEFA KIKK
Svokallaðir moctails eru drykkir sem fengið nútímalega yfirhalningu og í ár áttu rétt á að gera sömu kröfu til drykkja eins og matar. Loksins. Ferskpressaður safi, vel hugsaðir og vandaðir þeytingar, djúsí te, marðar jurtir og krydd, eðalkaffi, gerjaðir drykkir og skot. Þetta eru drykkirnir sem verða meira virði en nokkuð annað á árinu. Og til að hafa það alveg á tæru, þá eru drykkir líka matur. Betri veitingastaðir eru þegar byrjaðir á að bjóða upp á mocteila og aðra heilsudrykki. Drykki sem gefa kikk og eru annað en áfengi eða gos.
HYGGE Í HEIMAHÚSUMDanir eru sérfræðingar í að hafa það notalegt. Þeir nota orðin hygge sig nær daglega. Þeir eru sannir jóga norðursins og eiga langa hefð í hygge. Bara við það að segja orðin fer um þá sælustraumur. Ein vinsælasta bók Dana á síðasta ári var The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Hún er metsölubók og komst á topp 10 metsölubókalista hins virta tímarits Time. Gaman er líka að geta þess að bókin seldist eins og heitar lummur í Systrasamlaginu fyrir jól sem segir okkur vonandi eitthvað gott um einn heitasta lífsstíl ársins í ár. Svo er ekki verra að vita að höfundur bókarinnar, Meik Wiking, er yfirmaður hamingjurannsókna stofnunnarinar í Danmörku og veit hvað hann syngur.
Hér má fá góða innsýn inn í um hvað Hygge snýst.
SÚRDEIGSBRAUÐIÐ OG -SAMLOKAN
Brauð hefur átt á brattann að sækja. Margir hafa viljað losna við glútenið og hátt innihald kolvetna hefur staðið í öðrum. Blessunarlega er nú gott brauð að öðlast þann sess sem það á skilið. Ekki er átt við næringarlaus pappabrauð heldur brauð unnin úr alvöru heilum hráefnum upp á gamla mátann. Vönduð súrdeigsbrauð eru því miður ennþá fágæt hér á landi en þó eru nokkur bakarí sem hafa fært þau upp á hærra plan. Það er Sandholtsbakarí fremst í flokki. Önnur eru bakaríið í Grímsbæ, Litla brauðstofan og Brauð og Co.
Nýjar vísindarannsóknir frá Harward háskóla styðja að kornið er okkur mikilvægara en áður en var talið. Trefjar í korni eru líka taldar koma í veg fyrir að kekkir myndist í blóði sem minnkar líkur á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Súrdeigsbrauð úr vönduðum hráefnum inniheldur lífssnauðsynleg steinefni, mikla bredd B-vítamína, E-vítmín og dásamlegar trefjar. Njótum þess að borða vönduð og næringarrík súrdegisbrauð og djúsí súrdeigssamlokur á árinu. Það má líka vera glútenlaust, ef vill. En vönduð súrdeigbrauð innihalda jafnan auðmelt prótein sem flestir þola.
10 leiðir til að hygge sig að hætti Dana
23.11.2016 | 16:21
Danir eru sérfræðingar í að hafa það notalegt. Þeir nota orðin hygge sig nær daglega. Bara við það að segja orðin fer um þá sælustraumur. Ein vinsælasta bók Dana á þessu ári er The Little Book Of Hygge, The Danish Way To Live Well. Hún er metsölubók og komst nýverið á topp 10 metsölubókalista hins virta tímarits Time. Höfundur bókarinnar er Meik Wiking, yfirmaður hamingjurannsókna stofnunnarinar í Danmörku og algjör stjarna þar í landi um þessar mundir.
Hér koma nokkur hygge ráð frá Meik Wiking með dassi af íslenskri gráglettni en líka gæsku.
- Hyggekrog
Í fyrsta sæti að mati Dana er að koma sér upp hyggekrog eða kósíhorni á hverju heimili. Þetta er horn eða herbergi þar sem þú umvefur þig teppi með bók í hönd og ilmandi tebolla. Heimavinnandi nota líka hornið til að ná rétta andanum við vinnuna. Danir elska sinn hyggekrog. Ef þeir búa ekki yfir slíkum, dreymir þá um hann. Það þarf helst að vera við stóran glugga með útsýni yfir flóann. Hornið þarf að vera þakið í púðum og teppum. En hvað sem draumum líður er lítið mál að búa til hyggehorn í hvaða rými sem er . Það er þekkt að danskir fasteignasalar þykir mest til koma að nota orðið hyggekrog til að selja hús.
Í anda íslensku hefðarinnar gæti þetta verið bókahorn en það er líka vitað að Danir líkt og Íslendingar hafa núorðið mikinn áhuga á jógahyggehorni heima með ýmist útsýni yfir flóann eða hafið. Mest er um vert er að geta verið slakur og öruggur hver í sínu horni.
- Arinn
Draumur Dana er líka að hafa arinn til að hygge sig við. Það elska Danir en samkvæmt rannsóknum er það umfram allt dýr húshitunarkostnaður sem hefur rekið Dani til að hafa arinn í húsum sínum. Hitt er svo að 70% Dana finnst arinn ansi huggulegur, sérstaklega ef fjölskyldan kemur öll saman fyrir framan arininn.
- Kerti & falleg lýsing
Engin kerti. Ekkert hygge. Kerti eru er einstaklega hugguleg í augum Dana og 85% þeirra segja kertaljós og rétta lýsingu bera af í hugglegheitum. Danir brenna fleiri kerti en nokkur önnur Evrópuþjóð en það hlýtur að fara að styttast í að Íslendingar elti þá uppi. Þar sem Danir eru líklega lífrænasta Evrópuþjón vilja þeir helst ekki sjá ilmkerti, allavega ekki kemísk ilmkerti. Bara einföld kerti sem gefa frá sér fallega lýsingu.
- Lifandi viður
Fallegir hlutir hannaðir úr við eru stór partur af hyggetilveru Dana. Kannski þráum við að leita róta okkar en það er óneitanlega eitthvað við við. Það að snerta við, ganga á lifandi viðargólfi, setjast í viðarstól. Leikföng úr náttúrulegum við hafa aftur náð mikilli útbreiðslu í Danmörku eftir niðurlægingatíma gerviefnanna (að mati Dana). Það að snerta við færir okkur nær náttúrunni. Það er einfalt og notalegt. Eins og hugmyndin um að hygge sig.
- Heimili víkinga
En viður er ekki nóg. Danir vilja helst flytja allan skóginn heim til sín. Eins og lauf af trjám, hnetur, sprek og jafnvel feldi af dýrum. Í grunninn spyrja Danir sig: hvernig leit heimili víkinga út? Gærur á bekkjum, stólum, og í syllum. Feldir útum allt (svo er gaman er að að segja frá því að þeir sem stunda Kundalini jóga hafa gjarnan gærur á jógadýnunum sínum.). Með sitt mikla dálæti á kertum, við, gærum og skinnum kemur ekki á óvart að Kaupmannahöfn hafi brunnið nokkrum sinnum til grunna.
Förum varlega með eld.
- Innihaldsríkar bækur
Líkt og Íslendingar elska Danir bækur og eru gjarnarn með innihaldsríkar bókahillur nálægt eða í hyggehorninu sínu. Skiptir þá engu hvort þú lest glæpasögu, vísindaskáldsögu, Jane Austin, Laxness, Charles Dikens, Leo Tolstoy eða kannski eitthvað aðeins notalegra, eins og hugguleg húsbúnaðarblöð. Mjög líklegt er að ef ykkur líður vel í hyggehorninu sæki börnin þangað líka og vilja láta lesa fyrir sig.
- Keramik með sögu
Keramik er dálæti Dana. Fallegur tepottur eða keramikvasi á miðju borðstofuborðinu. Það sem Dönum þykir vænst um er ekki Omaggio vasinn. Ónei. Heldur Kähler sem á sér nærri 180 ára sögu og vakti mikla athygli á World Expo í París árið 1889. Sama ár Eiffel turninn var vígður. Royal Cophenhagen er líka í hjartarótum Dana. Alllir verða helst að eiga smá keramik frá þeim. - Snertiþörfin
Danir hafa alltaf lagt sig fram um að næra sem flest skilningavit til að hafa það virkilega hyggeligt. Það að strúkja með fingrunum eftir viðarborðinu, verma hendurnar á heitum keramik tebolla, snúa upp á hárin á gærunni. Það er allt annað en að snerta stál, gler eða plast sem þeir hygge sig helst ekki við. Danir vilja líka notalegar og umfram allt vel hannaðar flíkur úr náttúrulegum efnum. - Angurværð
Orðið vintage hljómar eins og ljóð í eyrum Dana. Þeir elska antikbúðir og stæra sig gjarnan af því ef þeir finna demanta innan um allt dótið. Gamall lampi, viðarstóll eða borð með sál þykir virkilega hyggeligt á hverju dönsku heimili. Þótt Danir séu frábærir nútimahönnuðir þykir ekkert varið í heimili sem ekki hafa eitthvað gamalt og helst sögulegt inn á milli. Danir eru í hjarta sínu mjög angurværir og tilfinningalegt gildi hefur mikið að segja. Höfundur bókarinnar orðar það svo skemmtilega þegar hann segir Dani í raun Kinder egg í hygge. - Teppi & púðar.
Teppi og púðar og mikið af þeim verða að prýða hvert danskt heimili. Danir vilja ullateppi og bómullarteppi. Þótt þeir sætti sig stöku sinnum við flísteppin. Mjúkir og fallegir púðar eru líka sannarlega hluti af því að hygge sig. En fátt er betra í augum Dana en að hygge sig með góðum mat sem nærir mörg skilningavit.
Hygge sig snýst með öðrum orðum um leyfi til að draga sig út úr skarkala hversdagsins og njóta lífsins. Um hamingju og einföld þægindi. Það kunna Danir þjóða best.
Danir ertu ef vill jógar norðursins?
Brauðið fær uppreist æru!
2.11.2016 | 21:38
Brauð hefur átt á brattann að sækja. Margir hafa viljað losna við glútenið og hátt innihald kolvetna hefur staðið í öðrum. Blessunarlega er nú brauðið að fá uppreist æru. Þar erum við ekki að tala um næringarlaus pappabrauð heldur brauð unnin úr alvöru hráefnum upp á gamla mátann. Vönduð súrdeigsbrauð sem eru fágæt hér á landi en finnast núorðið í sárafáum bakaríum. Nýjar vísindarannsóknir frá Harward háskóla styðja svo ekki verður um villst að kornið er okkur mikilvægara en áður en var talið.
Í vönduðu og vel unnu súrdeigsbrauði getur nefnilega verið besta samsetning trefja sem völ er á, ásamt vítamínum, steinefnum og allskonar flóknum og lífsnauðsynlegum kolvetnum. Að því tilskyldu að notast sé við heilt korn sem ekki er búið meðahöndla og úða með allskyns eitri.
Samvæmt nýju Harvard rannsókninni kemur fram að þeir sem borða 3 skammta af heilu korni á dag lifa talsvert lengur en þeir sem ekki gera það. Það styður raunar við og vikkar út eldri rannsóknir sem segja heilt korn draga úr hættunni á hjartasjúkdómum, sykursýki og sumum tegundum krabbameina.
Besta leiðin til að sjá hvort um heil korn sé að ræða er rýna utan á umbúðirnar eða spyrja afgreiðslufólkið í bakarínu. Ef orðið heilt eða whole kemur fyrir þá ætti að vera um heilkorn að ræða. Ólíkt og í heilu korni hefur kímið og klíðið verið fjarlægt úr unnu korni. Ef klíð og kím eru ennþá í brauðinu hægir á niðurbroti sterkju sem umbreytist glúkósa (sykur). Óunnið korn heldur blóðsykri okkar í jafnvægi á meðan unnið korn virkar eins og sykur sem skýtur okkur upp í orku og svo strax niður í orkuleysi.
Öllu skiptir, ef þú kýst súrdeigsbrauð, að það fái rétta meðhöndlun svo próteinin nái að brotna niður. Þannig minnka líkur á að það verði of þungt í maga. Og jafnvel glúteninnihald og aðrir óþolsvaldar minnka umtalsvert. Þetta er einmitt ástæða þess að t.d. Þjóðverjar borða helst ekki nýbakað súrdeigsbrauð. Þeir vilja það heldur dagsgamalt því þá hafa próteinin brotnað ennþá betur niður.
Trefjar í korni eru líka taldar koma í veg fyrir að kekkir myndist í blóði sem minnkar líkur á hjartaáföllum og heilablóðfalli.
Jurtaestrógen og lífsnauðsynleg steinefni eins og magnesíum, selen og kopar í korni eru þau efni sem talin eru geta minnkað líkur á ýmsum tegundum krabbameina.
Og bara til að hafa það á tæru þá fjarlægir vinnsla á korni ekki eingöngu kímið og klíðið heldur líka meira en helming B-vítamínanna, 90 % E-vítamínsins og nánast allar trefjarnar.
En munið líka að skoða orðið heilt þegar um pasta, risotto, hrísgrjón og önnur grjón eða korn er að ræða. Og ef þú vilt glútenlaust hafðu það korn heilt líka, eins og heilt amaranth, heilt hirsi og heilt kínóa. Annars er næringin svo gott sem horfin. Amaranth, hirsi og kínóa eru bestu glútenlausu heilkornin.
Þó er ekki allt sem sýnist. Heilt korn (whole grain) þýðir ekki alltaf alveg heilt korn. Hlutfallið af unnu á móti heilu getur stundum verið 10:1 (tíu á móti einum). Þannig stimpla margir framleiðendur vöru súna hástöfum sem heilkorna og komast upp með það. Því ættu allir alltaf að kíkja eftir vönduðu og helst lífrænu merkjunum og lesa vandlega utan á vöruna. Best er að borga fyrir gæðin. Þá fáið þið svo miklu meiri, betri og dýpri næringu úr minna magni.
Við erum rétt að bíta úr nálinni með fitufóbíuna. Sú fóbía var kannski að mörgu leyti skiljanleg því fitan sem hefur verið á borð borin undanfarna áratugi var oft svo illa unninn að hún gat verið hættuleg heilsu okkar. En sem betur fer er nú neysla á hreinum og vönduðum jómfrúarolíum af ýmsu tagi vaxið. Mikil vitundarvakning hefur orðið á neyslu góðra olía.
Nú óttast hins vegar framsýnar konur og menn að mörg heilsuvandamál muni spretta upp vegna meints sykurleysis í framtíðinni. Sykurfóbían nú minni um margt á olíufóbíuna sem hafði margvíslegar heilsufarslegar afleiðingar.
Margir rugla saman sykri og sætu sem er alls ekki það sama. Margt sætt frá náttúrunnar hendi er með því næringaríkasta sem fyrirfinnst. Sæta er okkur jafn nauðsynleg og fita. Kannski mikilvægust af öllu. Lífsins elexír. Og ef út í það er farið flokkast korn og grjón ásamt mörgu öðru undir hin sætu lífsgæði sem þið getið kynnt ykkur betur hér.
Heimildir: https://www.hsph.harvard.edu/
Heitt olíunudd framkallar gæsahúð og heldur húðinni ungri!
19.10.2016 | 11:13
Við sem erum svo lánsöm að hafa komist í heitt olíunudd hjá sérhæfðum Ayurveda nuddara vitum fátt notalegra. Um okkur flest fer hreinlega gæsahúð við tilhugsunina. Að ekki sé minnst á okkur ofurheppnu sem höfum komist í svokallaða Shiodhara nuddmeðferð. Stundum kölluð meðferð fyrir þriða augað. Þegar volg olía er látin drippa taktfast á ennið. Það er ólýsanlega nærandi upplifun og möst að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni. Meðferðin virkar gegn allskyns streitu, m.a. áfallastreitu og flugþreytu.
Í sömu andrá tölum við gjarnan um hversu tímabært það sé að fá Ayurveda nuddstofu til Íslands. Það myndi bæta lífsgæði okkur margra sem búum meirihluta ársins við kalt og þurrt loftslag og mikla vinda. Heitt olíunudd er eins og sniðið fyrir okkur sem búum á Íslandi.
Talað er um í Ayurveda að vata frumefnið (haust/vetur, vindar, þurrt loftslag) sé tengt húð og liðamótum. Þannig megi t.d. sjá fyrir sér leðurskó eða tösku í vindi og þurru loftslagi. Þetta sé einfalt, ef við berum ekki nærandi olíu á leðrið springur það, en á móti kemur geti leðrið orðið glansandi fínt ef við berum á það reglulega, nuddum og nærum vel.
Þar sem við búum ekki ennþá svo vel að hafa Ayurveda nuddstofu á íslandi er til önnur frábær lausn sem felst í því að mastera Abhyanga heimanuddið sem er auðvelt að gera með góðum olíum (sem vel að merkja geta líka verið án jurta en umfram allt lífrænar og ætlaðar húð). Og það auðvitað miklu ódýrara en að fara á nuddstofu. Heimaolíunudd er í raun frábær leið til að halda húðinni fallegri og heilbrigðri og liðunum mjúkum.
Vandaðar lífrænar grunnolíur sem innhalda virkar lækningajurtir eru ein af undirstöðuþáttum Ayurveda. Mælt er með daglegu sjálfsnuddi upp úr heitri olíu. Með því að nudda okkur daglega eða minnsta kosti 2x til 3 x í viku á vindasömum tímum sem þessum lítur Ayurveda svo á að ráða megi bót á allskyns kvillum sem með tíð og tíma gætu leitt til sjúkdóma. Olíunudd er ein besta leiðin til að koma í veg fyrir sjúkdóma segir Ayurveda fræðunum.
Kærleikur í eigin garð!
Minnst er á góð áhrif daglegs sjálfsnudds undir heitinu Abhyanga í hinum 5000 ára gömlu vedísku ritum. Lagt er til 15 mínútna nudd á hverjum einasta morgni (eða kvöldi) upp úr heitri olíu. Annars vegar til að tryggja góða daglega líðan og hins vegar styður það óneitanlega við aukna núvitund og self-compassion eða kærleik í garð okkar sjálfra.
Það sem einnig kemur skýrt fram í vedísku textunum um Abhyanga er hin mikla áhersla á að við fáum tækifæri til að frásoga lækningajurtirnar í gegnum okkar stærsta líffæri, húðina. Mælt er með að þú nuddir þig hátt og lágt og látir þá olíuna og jurtirnar sem henta þér frásogast vel inn í líkamann. Þannig áttu að ná að vinda ofan af þér, nærast líkamlega og andlega og losa líkamann við uppsöfnuð eiturefni.
Það besta við sjálfsnudd:
Eykur blóðflæði, ekki síst til okkar fíngerðu taugaenda
Róar taugakerfið
Bætir svefn
Mýkir liði og dregur úr stífleika
Eykur núvitund
Hreinsar og þéttir húð
Eykur teygjanleika húðar
Gefur húðinni ljóma
Formar líkamann
Eykur lífsþrótt
Nokkur góð ráð til að bera olíu á líkamann!
Hitaðu olíuna undir heitri vatnsbunu eða settu í vatnsbað, líkt og þegar þú ert að bræða súkkulaði eða smjör. Hafðu hana vel heita. Það er notalegra. Komdu þér í núvitundarástand. Vertu með sjálfri/um þér. Hafðu hugann við þann líkamspart sem þú ert að bera á hverju sinni.
Sittu eða stattu á handklæði og vertu í herbergi sem er hlýtt og notalegt, sem oftast er inn á baði. Gott er að taka frá sérstakt handklæði sem þú notar eingöngu fyrir olíunuddið. Notaðu lítið af olíu í einu og nuddaðu vel þar til hún fer inn í húðina. Gerðu eins og almennt er ráðlagt, byrjaðu á fótunum (og já iljunum líka) og nuddaðu uppeftir líkamanum í hringlaga hreyfingum. Notaðu báðar hendur. Þeir sem eru háir í vata orku ættu að hafa hreyfinganar mýkri en kafa týpurnar kröftugri. Pitta líkamsgerðin er þar á milli.
Höfuð og fætur! Við höfuðið er best að byrja á enninu og gagnaugum og fikra sig upp að hárinu. Það er róandi að nudda höfuðleðrið vel, sérstaklega fyrir vata sem eru gjarnan viðkvæmari þar en aðrir. Ef þú ert með sítt hár er gott ráð að setja olíu í dropateljara og nudda svo hársvörðinn. Það er afskaplega gott að setja olíu í allt hárið af og til ekki endilega á hverjum degi- og sofa með hana. Daginn eftir er trikkið að setja fyrst sjampó í hárið áður en það er bleytt. Þannig náum við olíunni úr.
Þegar maður nuddar fæturnar er best að sitja á handklæði á gólfinu og gefa sér tíma til að nudda ristar og iljar. Ef þú nuddar þig að kvöldi er mjög gott að sofa með olíuna á fótunum en fara þá í bómullarsokka upp í rúm. Nætursvefninn verður betri vittu til.
Ævintýralegt lífshlaup fyrsta kvenleiðtoga jógaheimsins
15.9.2016 | 08:49
Þótt nafn hennar hafi ekki farið hátt er Indra Devi talin einn áhrifamesti jógi hins vestræna heims. Einstök kona í hópi fjölmargra karlkyns jógaleiðtoga á síðustu öld. Devi er í dag gjarnan nefnd Mataji eða fyrsti kvenleiðtogi jógaheimsins. Hún var uppi þegar konur sem stunduðu jóga voru litnar hornauga og jafnvel ennþá gerðar brottrækar úr eigin samfélögum fyrir að iðka jóga (þá sögu má m.a. kynna sér á Yogawoman.tv). Líkt og svo margt annað í veraldarsögunni var jóga upphaflega sport hinna efnameiri karlmanna.Indra Devi er sögð hafa haft einstaklega blíða nærveru og seiðmagnað aðdráttarafl. Hún snerti við mörgum og með einstakri hlýju náði hún meira að segja í gegnum hjúp hinna allra tortryggnustu. Þegar Indra Devi féll frá (15. apríl 2002), hafði hún kennt jóga í Kína, á Indlandi, í Rússlandi, Suður-Ameríku, Mexíkó og Bandaríkjunum.
Hver var Indra Devi?
Hið rétta nafn Indru Devi var Eugenia Peterson Labunskaya. Hún fæddist í Rússlandi 12. maí 1899. Ung að árum sótti hún leiklistarskóla í Moskvu en um það leyti sem rússneska byltingin átti sér stað flúði hún ásamt móður sinni til Berlínar. Þar og víðar í Evrópu starfaði hún sem leikkona og dansari en það var svo árið 1927 að Devi ákvað að fara á slóðir Krishnamurti og ferðast til Indlands. Raunar heillaðist Devi fyrst af Indlandi aðeins 15 ára gömul við lestur ljóabókar Rabindanath Tagore. Á þessum árum var fáheyrt að ung vestræn kona ferðaðist ein síns liðs til Indlands. Það breytti þó engu um það að hún varð mjög vinsæl og þekkt leikkona á Indlandi og fékk mörg hlutverk í þöglu myndunum. Á sama tíma tileinkaði hún sér jógafræðin og átti eftir að hafa mikil og sterk áhrif á líf margra. Árið 1930 gekk hún að eiga Jan Strakaty sem þá var sendiherra tékkneska konsúlatsins í Bombay (Mumbai). Í gegnum fjölbreytt störf eiginmannsins fór jógahjólið að snúast er hún var kynnt fyrir Maharaja og Maharni hjá Mysore sem leiddu hana á fund hirðjógakennara hallarinnar, Kristhnamacharya sem jafnframt var Ayurveda læknir og fræðimaður. Þrátt fyrir miklar efasemdir um að konur ættu að stunda jóga lét hann undan og ákvað að kenna Devi undirstöður jógafræðanna. En auk þess að kenna hirðinni rak Kristhnamacharya hatha jógaskóla fyrir unga pilta. Á þessum tíma var jóga aðeins fært karlmönnunum og sjálfur var Kristhnamacharya þeirrar skoðunnar að jóga væri ekki fyrir konur (hjákátlegt, því konur eru 90% jógaiðkenda í heiminum í dag).
Fyrsti jógakennarinn í KínaEn það merkilega gerðist; Kristhnamacharya lét undan og hleypti Indru Devi inn í helgidóm yogashala fyrir tilstuðlan Maharaja og Magharini. Þrátt fyrir tregann í upphafi ber heimildum saman um að Kristhnamacharya hafi haft mikla ánægju af að kenna Devi og hafi gefið henni mikið af sinni djúpu visku. Devi ákvað að fylgja ströngum fyrirmælum Kristhnamacharya í hvívetna og honum fannst mikið til áhuga Devi koma. Hann ákvað því nokkru áður en Devi og eiginmaður hennar voru flutt yfir í sendiráð Kína að þjálfa hana upp sem jógakennara.
Devi og eiginmaður hennar fluttu nánar tiltekið til Shanghai og telja sagnfræðingar að með henni hafi fyrstu jógatímarnir verið kenndir í Kína nútímans. Eiginmaður Devi var mótfallinn kennslu hennar en hún fór sínu fram. Það var ekki var lítið sem Devi lagði á sig því hún kenndi að allt að 5 jógatíma á dag, að jafnaði 25 nemendum í einu.
Eftir að síðari heimsstyrjöldin skall á snéri Devi aftur til Indlands og gaf út sína fyrstu bók Yoga, the Art of Reaching Health and Happiness. Það er fyrsta bók vesturlandabúa um jóga sem gefin var út á Indlandi. Þar að auki er Indra Devi fyrsta vestræna manneskjan til að kenna jóga á Indlandi.
Jógakennari stórstjarnannaÞegar eiginmaður Devi féll frá árið 1946 toguðu Bandaríkin sterkt í hana. Devi er sögð hafa ákveðið hvert skildi halda eftir því hver yrði næsta skipaferð frá Indlandi. Það er skemmst frá því að segja að í janúar árið 1947 var Indra Devi stödd í Hollywood. Sem leikkona kunni hún ákaflega vel við sig þar og ekki leið á löngu þar til Hollywood stjörnurnar hófu að leita til hennar. Þær fundu fljótt að jógaæfingar, öndun, einbeiting og ró hugans hjálpaðu þeim að takast á við hlutverkin og lífið. Meðal Hollywood stórleikara sem lærðu jóga hjá Devi eru Gretu Garbo, Gloria Swanson, Jennifer Jones og Robert Ryan. Þá er talið afar líklegt að Marilyn Monroe hafi lært jóga af Devi, þótt það hafi ekki verið staðfest opinberlega. Einnig kenndi Devi jógatíma í baðstofum Elizabeth Arden í Arizona og Maine.
Nýtt hjónaband- ný tækifæri
Indra Devi gekk í hjónaband á ný árið 1953. Þá giftist hún Dr. Siegrid Knauer sem helgaði sig heildrænum lækningum. Þau komu sér fyrir í Tecate í Mexíkó þar sem Devi hóf að kenna jógafræðin og þjálfa jógakennara af miklum móð.
Ævintýrum Indru Devi var þó hvergi lokið því árið 1960 kallaði indverski sendiherrann í Moskvu hana á fund með öllum helstu leiðtogum Sovétríkjanna. Þegar hún snéri til æskustöðvannaí Moskvu átti hún fund með Alekesj Kosygin forsætisráðherra Sovjétríkjanna, Andrei Gromyko utanríkisráðherra og Anastas Mikoyan aðstoðarforsætiráðherra. Með þeim deildi hún bæði andlegri og líkamlegri reynslu sinni af jóga og gaf þeim innsýn inn í töfrandi leyndardóma jógafræðanna. Árangur fundarins var með besta móti því eftir hann ákvaðu leiðtogarnir að leyfa jógaiðkun í Sovétinu og vildu meira að segja gera það að undirstöðuiðkun í USSR. Þó ber að geta þess að Rússarnir leyfðu ekki jógaiðkun í landi sínu fyrr en það til hafði ferðast frá Indlandi til Kína og frá Ameríku til Evrópu. Enda alltaf á varðbergi gagnvart hættulegri hugmyndafræði. Árið 1992 kom út í Rússlandi bókin Yoga for You eftir Devi. Með því að greina á milli trúar og andlegrar viðleitni spirituality (orð sem alltaf er erfitt að þýða yfir á íslensku) tókst Devi að bægja frá efasemdum ráðamanna um að jóga væru trúarbrögð. Hún gat útskýrt að jóga væri heildræn aðferð og fræði til eflingar huga, anda og líkama. Það var ekki lítið afrek fyrir vestræna konu á tímum kalds stríðs og misréttis.
Sló í gegn í Buenos Aires
Með tíð og tíma þróaði Indra Devi jóga- og hugleiðslaðferð sem hún kallaði Sai Yoga, aðferð sem var innblásin af kennsluaðferðum Satya Sai Baba og undir áhrifum bhakti jóga og kennslu Krishnamacharya. Jógastíll hennar samanstóð að mestu af möntrum, bænum og hugleiðslu. Þetta var árið 1966. Rúmum 15 árum síðar eða 1982 þáði Devi boð um kenna jóga í Argentínu af hópi tengdum Sai Baba. Þess er skemmst að minnast að hún varð afar vinsæll kennari í Buenos Aires og áður en langt um leið hafði hún opnað sex jógastöðvar víðsvegar borginni.
Líklegt má telja að ástæðan fyrir því að aðferð hennar náði svo mikilli útbreiðslu hafi verið einstök áhersla á mildi og allstaðar var eftir ljúfmennsku hennar tekið. Indra Devi átti greiða leið að hjörtum fólks. Henni var lýst sem óttalausri í fasi og framkomu og alveg óhræddri við að gefa af sér mikinn kærleik. Gjarnan er talað um Indru Devi sem einstaklega ljúft náttúrafl. Líkt og nokkuð hefur verið skrifað um, m.a. í hinu virta jógatímariti Yoga Journal fór Devi ekki í manngreinaálit. Hennar staðfasta lífsspeki var einfaldlega þessi. Gefðu öllum kærleika og birtu. Þeim sem þykir vænt um þig, þeim sem hafa sært þig, þeim sem þú elskar og þeim sem þú þekkir ekki. Það breytir engu. Þú bara gefur af þér kærleik og birtu. Punktur.
Mjúka hliðin á hjartanu
18.8.2016 | 21:33
Fáir eru sjálfsagt að velta því fyrir sér svona dagsdaglega að hjartað er umlukið poka. Sterkri og sveigjanlegri himnu sem kallast gollurhús. Þótt vestrænir læknar séu afar færir í hjartalækningum vilja austrænu fræðingarnir meina að pokinn utan um hjartað sé í of litlum metum. Gollurhúsið, sem er fíngert og viðkvæmt, hafi margvíslegu hlutverki að gegna. Ekki síður tilfinningalegu en líkamlegu og vilja meina að þar sé komin sjálf tilfinningasían.
Gollurhúsið er ekki beintengt hjartaveggnum en ver hjartað sannarlega hnjaski. Hefðbundin austræn læknisfræði segir að gollurhúsið gegni lífsnauðsynlegu hlutverki í víðum skilningi. Það geti vissulega bólgnað vegna sýkinga en að stífur brjóstkassi, hjartasláttartruflanir, eymsli og þung öndum geti einnig stafað af einskonar tilfinngabólgu í gollurhúsinu.
Gollurhúsið er yin samkvæmt kínversku læknisfræðinni. Frumefni þess er eldur og litur bleikur, bæta þau indversku við. Helsta hlutverk gollurhússins er sannarlega verndun hjartans en í því búi líka einlægnin og hreinskilnin. Þ.e. ef við verðum reið í eign garð - t.d. vegna þess að við treystum um of - er það sagt bitna á gollurhúsinu. Það á líka við um þegar við erum undirgefin og hikandi. Hlustum ekki á hjartað.
Sjúkdómurinn Percarditis þýðir bólgið gollurhús. Geri eitthvað af þeim einkennum sem nefnd voru hér að ofan gera vart við sig þykir best að minnka sýruna í líkamanum og draga úr streitu. Einnig er minnst á að bólgið gollurhús geti verið þess valdandi að fram í okkur brjótist allskyns ofnæmi.
Samkvæmt indversku fræðunum er alltaf meiri hætta á bólgum í líkamaum ef pitta dosan (eldur & vatn) fer úr jafnvægi, þ.e. ef við verðum of heit og súr. Ef vata dosan (loft & eter) fer úr skorðum verðum við stíf. Ef bjúgsöfnun er hins vegar í kringum hjartað má gera ráð fyir því að kafað (jörð og vatn) sé í ójafnvægi. Þó er kafa dosan sögð best fyrir gollurhúsið (nema ef um bjúg er að ræða) því hún dregur bæði úr hita og stífni.
Nokkur góð ráð fyrir gott gollurhús:
Dragðu úr pittaríkri fæðu í nokkra daga. Slepptu sítrus, sterkum og steiktum mat, kjöti, tómötum, jarðhnetum, beiskum mat og jafnvel belgávöxtum.
Farðu þér hægt. Ekki ýta sjálfri/um þér út á ystu nöf. Horfðu á hafið og njóttu náttúrunnar. Dragðu eins og þú getur úr því sem veldur þér streitu.
Vertu góð/ur við þið sjálfa þig. Sjálfskærleikur er stórlega vanmetinn (hann á ekkert skylt við sjálfsvorkunn). Að fólk tali niðrandi um sjálft sig, jafnvel ómeðvitað, og hlusti ekki á hjartað er ótrúlega útbreitt mein.
Borðaðu meira af fæðu sem er rík af kafa. Hér er átt við lífrænar mjólkurvörur , kakó, sjávarfang, agúrkur, melónur og sæta ávexti, eins og mangó, banana og ber.
Ef þú ert með bjúg eða umfram vökva er ágætt að auka vataríka fæðu. Það gerir maður með hráfæði, heilum kornum, spírum, fræjum og öllu því sem kallast herpandi fæða. Það á líka við um sítrónur og grænt te.
Svo er það þetta fíngerða sem er jafn mikilvægt og allt hitt. Taktu bleika litinn inn í líf þitt og klæddu þig í mjúkar flíkur úr náttúrulegum efnum. Bleikar rósir gera líka sitt gagn. Líka mjúkur ilmur og mjúkar hreyfingar. Mýkt í öllum skilningi. Sæktu í félagsskap fólks sem er ríkjandi kafa. Það eru gjarnan þeir sem hafa smitandi rólegt lundafar.
Ps: Það má vera að líkamlegi púlsinn sé í hjartanu en sá andlegi er sagður slá í gollurhúsinu. Það má líka velta því upp hvort bleika hjartað sem er á mörgum Kristsmyndum sé ekki fremur vísun í gollurhúsið en sjálft hjartað.
Heimildir m.a.: Health And Consciousness Through Ayurveda And Yoga eftir Dr Nibodhi Haas.
Hin súra gúrkutíð!
13.7.2016 | 21:38
Flest höfum heyrt getið um gúrkutíð. Það er tíminn núna. Þegar lítið er í fréttum og viðskipti í lágmarki, að minnsta kosti fyrir opnum tjöldum. Allt snýst um sumarfrí og svalandi næringu. Líkt og hér á landi tala Danir um agurketid en færri vita að Danir sóttu heitið á þessu tímabili til Þjóðverja sem kalla það Sauergurkenzeit. Það er tíminn þegar gúrkurnar þroskast og eru lagðar í súr, sem er auðvitað mjög skynsamlegt, sérstaklega fyrir meltinguna.
Sumartíminn er semsé náttúrulegur uppskerutími agúkra. Agúrkur eru fjórða mest ræktaða grænmeti jarðríkis og bæði skyldar melónum og kúrbít. Öll vitum við að bragðið af agúrkum er milt og svalandi sem passar vel í sumarhitanum. Þótt gúrkur séu 90% vatn eða vökvi eru þær miklu næringarríkari en flestir töldu lengst af, kannski eins og gúrkutíðin er auðvitað mjög endurnærandi fyrir okkur flest sem þurfum nauðsynlega á stund á milli stríða að halda.
Í indversku lífsvísindinunum (sem bjuggu yfir mörgu áður en Danir og Þjóðverjar fundu sínar aðferðir til að borða gúrkur) er þekkt að agúrkur slá á hausverk og ástæðan fyrir því að þær eru lagðar á augu er vegna þessa að fræin í þeim er herpandi og draga úr bjúg. Það er því raunverulegt fegrunarráð að leggja gúrkur yfir augu.
Þessar augljósu staðreyndur urðu til þess að vísindamenn með sína nútímaþekkingu vildu rannsaka gúrkur betur. Þeir hafa komist að því að þrátt fyrir að vera 90% vatn innihalda þær mikið af K-vítamíni sem vinnur afskaplega vel með D-vítamíni, töluvert magn C-vítamíns og orkuvítamínið B4, sem ásamt mangani, fosfóri og magnesíumi -sem líka eru að finna í gúrkum - styrkja beinin og hjartað svo um munar.
Í gúrkum er líka efni sem kallast lignans. Og þetta eru kannski helstu tíðindin. Það er einstakt fjölfenól sem aðallega er að finna í jurtum af krossblómaætt. Þau eru þekkt fyrir að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum. Nýlegar rannsóknir sýna að agúrkur innihalda kraftmikið lignans sem binst estrógenlíkum bakteríum í meltingarveginum og er talið minnka líkar á ýmsum tegundum krabbameina, M.a í brjóstum, móðurlífi, eggjastokkum og blöðruhálskirtli. Annað stórmerkilegt jurtanæringarefni í agúrkum nefnist cucurbitacins. Það er líka talið hamla þróun ýmissa sjúkdóma en er í frekari skoðun.
Agúrkur eru semsé langt frá því að vera næringarlausar eins og lengi var talið. Og ef við gerum eins og Þjóðverjarnir, leggjum þær í súr fáum við líka kröftuga góðgerla, m.a. frábæra meltingagerla. Nýlega kom í ljós að fátt toppar góðgerla innihald t.d.sýrðra gúrka. Talað er um að einn munnbiti af vönduðum heimagerðum sýrðum gúrkum jafnist jafnvel á við glas af probiótískum gerlum. Þjóðverjar fóru viturlega að ráði sínu þegar þeir lögðu gúrkur og annað grænmeti súr.
Blómstrandi karrí. Hinn nýi bixímatur!
3.7.2016 | 13:32
Stundum var svokallaður bixímatur borðaður á mínu æskuheimili. Kjöt gærdagsins, með kartöflum og spældu eggi. Mér líkaði hann aldrei sérstaklega vel. Of mikið kjöt með eggjum. Alltof þungur matur að mínu mati. Svo komst ég að því síðar að ég vil hafa matinn minn léttan og bragðmikinn en í denn voru góð krydd ekki á hverju strái. Ég tók því fagnandi þegar ég sá loks bixímatinn í nýju ljósi. Nú eru bestu heilsukokkar heims að mastera bixímatinn í ýmsum útgáfum.
Hér er einn af mínum uppáhalds sem er að verða vikulegur á mínu heimili með ýmsum blæbrigðum, töfrum og kryddum.
Frábær fyrir og eftir EM leiki og kærkomin hvíld frá sumargrillinu.
2 tsk kókosolía
½ sinnepsfræ (eða 1 tsk sterkt sinnep)
1 laukur
2 hvítlaukrif, söxuð
1 msk rifinn ferskur engifer
½ tsk chillí
½ tsk túrmerik
1 msk garam masala
120 ml vatn
2 dósir saxaðir tómatar, plús nokkrir heilir litlir tómatar.
1 tsk salt
4 stönglar minta
400 gr frosnar grænar baunir, hægt að fá lífrænar víða (spergilkál og blómkál geta komið í stað grænna bauna).
4 msk kókosrjómi (eða þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós)
6 lífræn egg.
Nigella fræ eða Gomasio til skreytingar (má sleppa).
Ef þið notið sinnepsfræ byrjið á að poppa þau á stórri pönnu. Annars er best að byrja á því að steikja lauk og hvítlauk upp úr kókosolíu og bæta svo við kryddunum og sinnepinu. Setjið vatnið yfir og látið malla í 5 mínútur.
Bætið við tómötum og salti og látið malla í 20 mínútur. Bætið þá við baunum, helming af mintu og kókosolíu.
Setjið í eldfast mót og brjótið eitt egg yfir í einu. Búið til smá holu fyrir hvert og raðið smekklega.
Hafið ofninn heitann á sirka 200 gráðum og hitið réttin þar til eggjahvítan er bökuð en rauðan ennþá mjúk. Tekur sirka 10 mínútur.
Stráið mintunni og svörtum sesamfræjum og berið fram.
Frábært með salati og kínóa eða bara góðu naan brauði. Njótið.
Ilmkjarnaolíur sem ættu að prýða hvert heimili!
1.7.2016 | 13:47
Það er margsannað, jafnvel vísindalega, að góðar ilmkjarnaolíur geta haft djúp áhrif á líðan okkur. Að mati margra sem hafa áhuga á heilsu og jóga ætti hvert einasta nútímaheimili að búa yfir nokkrum tegundum ilmkjarnaolía. Þær eru lavender, piparmintuolía, frankincense, júkalyptusolía, ylang ylang, vetiver, nerolí, sandalviður, sítrónuolía, citronelluolía og síðast en ekki síst tea tree-olía.
Fyrir nokkru skirfaði ég um frankincense olíuna og magnaða kosti hennar, en í dag er hún ekki bara notuð af jógum heldur líka innan læknavísindanna. Ilmkjarnaolíur, sem eru vel unnar, geta ýmist verið róandi, upplífgandi, hressandi, skerpt hugann, bætt meltinguna, gefið orku og jafnvel bústað upp kynhvötina. Með auknum áhuga á jóga og öllu því fíngerða sem lífið hefur fram að færa hefur náttúrulegur og vel unninn ilmkjarni án aukaefna loks öðlast réttan sess. Skilningarvitið nef/þefskyn þarf sannarlega sína næringu.
Hér ilmkjarnaolíur sem ég mæli hiklaust með:
Lavender (lofnarblómaolía) hefur unaðslegan ilm. Ferska sæta angan af blómum. Fátt er franskara en lavender sem hefur almennt róandi og góð áhrif á þá sem þjást af ótta. Innan læknavísindanna hefur hún verið notuð sem sótthreinsir og verkjastillandi á minniháttar brunasár og liðverki. Það er frábært að nota lavender í slökun eftir jóga. Það kallar fram alsælu og nokkrir dropar á koddann bæta svefninn. Bættu lavender út í vatnið þegar þú straujar sænguverin (ekki bara fyrir jólin). Þá hefur líka komið í ljós að nokkrir dropar af lavender er eitt besta meðalið við hósta. Berið á bringu og háls og allt fellur í ljúfa löð. Sönnum sögum fer að því að franskir íþróttamenn noti lavender óspart við iðkun sína.
Piparmyntuolían er örvandi. Hún skerpir hugann og slær á hausverk og mígreni, örvar meltinguna og er góð á stífa og auma vöðva. Frábært að nudda á gagnaugun til að draga úr spennu og höfuðverk. Einnig er gott að blanda henni saman við möndluolíu eða aðra grunnolíu og nudda á aum svæði líkamans. Svo er hún mjög hressandi. Það er gaman að segja frá því að í stað þess að þefa af ammoníaki nota nú lyftingamenn fremur hressandi piparmintuolíu til að lyfta níðþungu. Við höfum m.a. haft fregnir af þessu hjá kraftlyftingafólkinu á Nesinu.
Júkalyptusolía hefur ferska og hreina angan sem opnar öndunina. Stundum er sagt að júkalyptus virki vel gegn öllu, sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Hún er frábær á slímhúðarvandamál, gegn sveppasýkingu, örverum og vírusum og er bólgueyðandi. Júkalyptus hefur reynst frábærlega gegn kvefi, hósta, astma, stíflum, á sár og vöðvaverki og við þreytu, hún er tannhreinsandi og líka góð til hreinsunar á húð. Það er bæði hressandi og hreinsandi að setja nokkra dropa af júkalyptus út í baðið.
Citronella er alltaf fersk og upplífgandi. Hún eflir sköpunarkraftinn og vermir bæði líkama og anda. Ilmurinn er blanda af jörð, grasi og sítrónu sem m.a. hefur góð áhrif á miðtaugakerfið. Vinnur gegn mígreni og höfuðverk. Hún er þekkt fyrir að fæla burt moskító og jafnvel geitunga. Samkvæmt Ayurveda lífsvísindunum hefur Citronella herpandi eiginleika sem þýðir að hún er góð á feita húð og svo ilmar hún dásamlega.
Tea Tree-olían er fyrir löngu orðin þekkt í óhefðbundnum sem hefðbundnum lækningum enda framúrskarandi góð og mjög vinsæl. Hún hefur herpandi eiginleika og er frábær á feita húð eða feitan hársvörð, um leið sefar hún viðkvæma húð og er góð á minniháttar sár og veldur ekki ertingu. Margir setja fáeina dropa af Tea Tree út í sjampóið sitt með góðum árangri.
Ylang ylang er ein af uppáhalds ilmkjaranolíu margra. Ilmurinn er engu líkur. Það er rómantísk yfirbragð yfir ylang ylang enda er hún eitt það mest róandi sem náttúran gefur af sér. Hún er líka þekkt fegrunarolía og stuðlar að mýkri og sléttari húð en er þó aðallega notuð til að gera hárið glansandi fallegt. Að auki hefur hún bakteríudrepandi áhrif.
Vetiver ilmkjarnaolían dregur þig út í náttúruna og er sannkölluð núvitundar ilmkjarnaolía og hin uppáhaldsolía margra.. Hún er notuð gegn streitu og er líka sögð draga úr áhrifum áfalla og er róandi. Nú er víða orðið þekkt að hún virkar vel á athyglisbrest. Vetiver virkar líka vel gegn liðagigt og vefjagigt. Ilmar ekki ósvipað og patchouli með dassi af sítrónu. Í Vetiver er mikið af svökölluðum Sesquiterpene mólíkúlum sem færa súrefni til frumnanna líkt og hemóglópin gerir fyrir blóðið, svo alls ekki vanmeta áhrifamátt vandaðra lífrænna ilmlkjarnaolía, sem hafa meiri áhrif en þig grunar.
Sítróna er frískandi og líkt og citronella eflir hún sköpunarkraftinn. Sítrónu ilmkjarnaolía eykur snerpu en er líka sótthreinsandi og sveppadrepandi og frábær á rispur, minniháttar skurði og önnur opin sár. Gott ráð er að nudda sítrónuolíu á axlir, bringu og háls. Það örvar innra flæði og stuðlar að því að þú komir áformum þínum í framkvæmd.
Sandalviður er einn mest aðlaðandi allra ilma. Sætur, mjúkur viðarilmurinn útskýrir vinsældir sandalviðs. Þessa viðar er getið í 4000 ára gömlum heimildum en hann hefur bæði verið notaður í læknisfræðilegum og líka trúarlegum tilgangi. Sandalviður er róandi og slakandi en líka sótthreinsandi og vatnslosandi. Olíurnar í viðnum róa magann og styrkja taugarnar. Góð blanda fyrir hormónajafnvægið er: 3 dropar sandalviðarolía, 2 dropar salvíuolía og 3 dropar lavender. Setjið út í grunnolíu og notið daglega.
Nerolí ilmkjarnaolía kemur úr beiska hluta appelsínubarkarins. Hún vinnur mjög vel á taugakerfinu öllu og tilfinningalífinu. Nerolí er sögð kvíðastillandi, notuð gegn höfuðverk, græðandi, róandi og lyktareyðandi. Það sem hún örvar líka frumuvöxt er hún frábær á ör og þar af leiðandi uppáhald margra snyrtivöruframleiðenda, í vörur sem eiga að vinna gegn öldrun húðar. Ef þú ert stressaður/stressuð með öran hjartslátt þefaðu þá hressilega af góðri nerolí og ró færist yfir. Nær samstundis.
Ps: Þegar þið fjárfestið í kjarnaolíum skuluð þið ALLTAF gæta þess að þær séu lífrænar og vandaðar. Það líka gott að eiga góðar grunnolíur til þess að setja fáeina dropa af kjarnaolíum út í. Kjarnaolíur eru í raun alveg kyngimagnaðar, kunni maður að nota þær rétt.
10 leiðir til að springa út í sumar
21.6.2016 | 21:08
Hugmyndin um að manneskjan sé hluti af náttúrinni, ekki yfir hana hafin, vex og dafnar. Þetta er m.a. grunnur hugmyndfræði hinnar dásamlegu Dr. Jane Goodall sem bræddi hjörtu gesta í Háskólabíói dögunum. Og um þetta snúast hin 5000 ára indversku lífsvísindi, Ayurveda. Þar er að finna ráð við flestu; allt frá mataræði að ilmum og frá litum að skapgerðar eiginleikum sem hver hæfir sinni árstíð.
Sumarið er tími birtu, elds og hita og það getur verið ansi magnað að spila með frumkröftum náttúrunar til að fá mest út úr þessum dásamlegasta tíma ársins. Sumarið flokkast sem pitta árstíð. Í Ayurveda samanstendur pitta af eldi og vatni og hefur eiginleikanna heitt, skarpt, olíukennt og létt. Fornu fræðin segja að líkt ýti undir líkt . Það merkir t.d. að einkum þeir sem eru ríkjandi pitta líkamsgerðir (þið getið skoðað betur hér) ættu sérstaklega að laga sig að sumrinu svo þeir nái að springja út. Hér eru nokkur ráð:
Í fyrsta lagi ættu eldhuganir (pitta) að draga úr mjög sterkum mat á sumrin en líka súrum og söltum. Í staðinn njóta beiska og sæta bragðsins. Og raunar allar líkamgerðir þegar hitinn er í hámarki.
Borðið mikið af sætum ávöxtum en forðist mjög súra. Best er að fara varlega í epli, ber, kirsuber, plómur og appelsínur en njóta þess í stað að borða döðlur, fíkjur, perur og melónur. Og svo er avócadó, sem deilt um hvort er grænmeti eða ávöxur, frábær sumarfæða.
Borðið gnótt af grænmeti sem er í senn sætt og beiskt. Það eru til dæmis laufmikið grænmeti, aspas, spergilkál, hvítkál, blómkál, baunir, agúrkur, hveitigras, þistilhjörtu, kúrbítur, kóríander og minta sem er mjög kælandi. Leggið minna upp úr lauk og hvítlauk, chilli, tómötum og eggaldini. Það flokkast sem vetrarfæða eða vatafæða.
Maske ekki bestu fréttirnar en áfengi og kaffi eru mjög hitagefandi. En hér eru líka góð tíðindi, þ.e. ef þið gætið þess að taka inn jurtir sem hlutleysa og kæla. Jurtir eins og mjólkuþistil og túnfífil, að ólgeymdum meltingarensímum minnka líkurnar á að líkaminn verði of þungur og súr. Og einn og einn bolli af íslensku fjallagrasatei gerir flest betra. Það er líka ráð að drekka kalda steinefnaríka drykki, eins og kókos- og mablevatn, líkt og jógarnir gera gjarnan eftir heitt jóga.
Hér eru ef til vill bestu tíðindin. Nú er hárrétti tíminni til að njóta sætustu lífsgæðanna. Hinnar náttúrulegu sætu (ekki sykurs. Og í guðanna bænum ekki rugla saman ávöxtum og sykri). Raunar er góður kókosís sá allra besti og afar kælandi. En súkkulaði flokkast ekki sem sumarfæða. Kannski þekkið þið það mörg að áhuginn á súkkulaði minnkar hvort eð er yfir hásumarið. Súkkulaði er nefnilega ekta haust- og vetrarfæða. Það er fátt dapurlegra en bráðið súkkulaði í sólinni.
Svefninn? Já, Ayurveda á svar við flestu. Sofðu á hægri hliðinni á sumrin til að freista þess að auka öndun í gegnum vinstri nös. Það kælir líkamann. Á meðan öndun í gegnum þá hægri gefur hita.
Æfið heldur morgnanna eða á kvöldin fremur en um miðjan dag. Njótið þess að fara í sund, gera mjúkt jóga og út að ganga. Ganga, eða hlaup meðfram sjó er mjög nærandi á sumrin en sjósund eiginlega best af öllu.
Og svo er þetta skemmtilegt. Ayurveda hefur líka hugmyndir um skart og litaval á klæðnaði og mælir með með silfri og perlum á sumrin (silfur er kælandi en gull hitagefandi). Kælandi sumarlitir eru hvítir og bláir, á meðan svart, rautt og appelsínugult er t.d. hitagefandi. En þetta vitum við kannski mörg.
Fyrir þá sem eru heitfengir á sumrin eru sætir og kælandi ilmir þeir allra mest nærandi og gefa jafnvel orku. Þetta eru sandalwood, minta, jasmína og lavender. Njótið þeirra nú um stundir.
Og mannlegir skpagerðareiginleikar sem fara okkur og sumrinu allra best eru hvating, þolinmæði og jákvæðni. Skaphiti og sumarið eiga litla samleið.