Systur brugga og byggja og safna á Karolina Fund!

Hugmyndin sem við systur í Systrasamlaginu höfum gengið með lengi er að fá tækifæri til að þróa afar næringarríka drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum fyrir alter egó Systrsamlagsins, Boðefnabarinn. Drykki úr bláberjum, fjallagrösum, krækiberjum, netlu, allskyns trjásveppum og mörgum öðrum spennandi jurtum sem við kjósum að kalla GRÆNA GULLIРog eru sannarlega vannýtt auðlind.

Ferða-boðefnabar!
BoðefnabarinnMeðfram uppbyggingu innviða Boðefnabars Systrasamlagsins eigum við þann draum heitastan að smíða og græja hreyfanlegan bar upp úr gamla kaffibarborði Systrasamlagsins á Seltjarnarnesinu, sem nú styttist óðum í að verði fjarlægður. Boðefnabarinn hugsum við sem framlengingu á Systrasamlaginu, til að hafa út í garði, fyrir framan Systrasamlagið og jafnvel til að ferðast með lengra.

Vannýtt auðlind
Þessa pælingu byggjum við á að bylting er eiga sér stað í næringu og ekki síst drykkjarmenningu um víða veröld undir yfirskriftinni “Drykkur er líka matur”. Með einlægan áhuga til margra ára á ennþá dýpri næringu til handa sem flestum höfum við systur undanfarin ár verið að þróa nýja og spennandi drykki úr erlendum lækningajurtum með ansi góðum árangri. Drykki úr þekktum lækningajurtum eins og túrmeriki, hibiscus (læknakólfi) og cacaói frá Guatemala, svo nokkur dæmi séu tekin. Nú brennum við í andanum og iðum í skinninu og viljum bjóða upp samskonar og ekki síðri næringarríka og braðgðgóða drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum sem eru mikill fjársjóður í okkar huga.

Við vitum nú þegar í hjarta okkar að slíkir drykkir myndu sóma sér ákaflega vel á Boðefna / kaffibarnum okkar sem byggir að miklu leyti á heitum og köldum jurtadrykkjum ekki síður en allskyns frábærum kaffidrykkjum, allskyns grautum og meðlæti. Þannig aukast líkurnar á að virkilega hollar, bragðgóðar og kraftmiklar lækningajurtir geti orðið hluti af daglegri neyslu fólks.


systraÞróa, mala, þurrka, máta og mæla!
Ferlið höfum við hugsað þannig að fyrst þurfum við að leita fanga og finna kraftmestu íslensku jurtirnar (sem við vitum svona nokk hverjar eru). Síðan er að þróa, mala og þurrka og máta á kaffihúsinu okkar á Óðinsgötunni með hjálp sérfróðra. Einnig er mikilvægt að fá nákvæmar mælingar á næringu jurtanna. Að lokum er að koma þeim í neytendaumbúðir. En í millitíðinni á okkar færanlega Boðefnabar sem við sjáum skýrt fyrir hugskoti okkar og getum vonandi vígt á menningarnótt.

Til þess að þessi gamli draumur okkar geti orðið að veruleika og sem flestum til góðs til framtíðar ákváðum við að fara skemmtilegustu leiðina og hefja söfnun á Karolina Fund, sem þið getið skoðað nánar HÉR.
 

Að gamni læt ég fylgja með áður óbirta upptöku af þátttöku Systrasamlagsins á heimsmeistaramótinu í hafragrautargerð, Golden Spurtle, sem fram fór í skosku hálöndunum í október 2017. Þar komu íslenskar jurtr heldur betur við sögu.

 


Heilsudrykkur ársins í Evrópu og Jesúvínin

Chaga og cacaóMögnuð vöruþróun er við það að blómstra í drykkjarveröldinni sem margir vilja meina að endi í byltingu. Því líkt og matur eru drykkir að verða miklu næringarríkari (og bragðbetri) en áður. Meðvitund fólks um innihald drykkja, ekki síður en hvað það borðar, er að vakna. Þó að þessi pistill snúi að hollari drykkjum er gott dæmi um þetta áfengið. Í samhengi þróunnar nýrra og betri drykkja verður nefnilega að geta nýju náttúruvínanna sem innihalda ekki bara vínanda og hitaeiningar heldur líka umtalsverða næringu. Þau eru oftast lífræn og biódýnamísk og nota ekki súlfat eða aukaefni. Kölluð súrdeigsbrauð vínheimsins. Aðrir nefna þau Jesúvínin þar sem tilgátur eru uppi um að vínin hafi verið næringarrík á hans tímum, en það er efni í aðra umfjöllun. Nýja kynslóðin á heilsudrykkarmarkaðnum eru drykkir sem eru allt í senn lífrænir, bragðmiklir og – góðir og með ekta innihaldsefnum. Vel unnið Kombucha, eins og t.d. Kombucha Iceland er magnað dæmi um það. Sykursullið, bragðleysið og skortur á næringu er að verða undir í baráttunni, sem betur fer.

KONUNGUR ALLRA SVEPPA
Sérfræðingarnir hjá Whole Foods fullyrtu meðal annars í lok síðasta árs að sveppadrykkir tæku flugið 2018 enda hvergi að finna öflugri næringu en í villtum skógarsveppum. Og þá er eins gott að það sé líka bragðgott. Þar sem sveppakraftur smellpassaðar með cacaói væri sú samsetning tær snilld, sögðu þau hjá Whole Foods. Heilsuvörufyrirtækið Virdian, sem hefur verið fremst meðal jafningja í evrópsku heilsubyltingunni, greip boltann og þróaði magnaðan drykk úr chaga svepp frá Lapplandi (sem kallaður er konungur allra sveppa) og tæru regnskógar cacaói frá Perú. Svo vel tókst til að blandan vann fyrir skemmstu verðlaun sem besti nýi drykkurinn Evrópu 2018 á Natural & Organic heilsusýningunni í London.

Þá er nú gott að vita af því að vestrænu vísindin hafa komist að er að chaga sveppurinn eykur orku, þrótt og þol, styrkir óæmiskerfið og ýtir undir að sár grói. Næringaefnin í villtum chaga svepp eru nánar tiltekið:  aminósýrur (1-3, 1-6) beta glúkans, betulinic sýra, snefilefni, meltingartrefjar, ensím, flavónóíðar, germanium, inotodiols, manosterol, melanín, pantothenic sýra, fenólar, jurtanæringarefni, fjölsykrur, saponins, sterólar, trametenolic sýra, tripeptides, triterpenes, triterpenóíðar, vanillic sýra, B1, B2 og B3 vítamín, D2 og vítamín, K2 vítamín. 1.
Um innihald regnskógar cacao-s þarf vart að fjölyrða en það geymir meira en 1200 næringarefni.chaga 

KRAFTMIKIL NÁLGUN
Annar drykkur frá sama fyrirtæki sem er ekki síðra dæmi um byltinguna er blanda úr furuberki og berjum. Í honum er kraftur aðalbláberja og rauðberja eða (týttuberja). Hér er því afar fersk nálgun í kraftmiklum nútímabúningi á gamalli skandinavískri hefð. Allt unnið á besta veg því uppskeran er sjálfbær og lífrænt vottuð í skógum Lapplands.
Furubörkur er í raun stórmerkilegur og ákaflega ríkur af OPCs flavínóiðum, litarefni sem gefur mörgu í náttúrunni lit, bragð og lykt. Það voru franskir sjómenn sem uppgötvuðu hann árið 1534 og drukku te af furuberki til að losna við skyrbjúg. Frakkar hafa síðan haft furubörk í heiðri og notað hann til að halda húð sinni ungri og hjarta- og æðasjúkdómum í skefjum. Þeir hafa líka lengi vitað að furubörkur jafnar blóðsykur og heldur slæma kólesterólinu niðri.

Bláber og rauðber eru mjög eftirsótt og allra mikilvægustu berin í norrænum skógum. Þau eru ríkuleg uppspretta anthocyanins, flavanols og phenolics 2. Þau vaxa hægt og safna því upp mikilli næringu og eru einstök uppspretta andoxunarefna. Flest þekkjum að aðalbláber eru góð fyrir sjónina. En báðar berjategundirnar hafa verið mikilvægar í náttúrulækningum vegna þess að þær eru allt í senn bólgueyðandi, bakteríudrepandi, lækka blóðþrýsting og vernda sjónhimnu. Yfirstandandi rannsóknir benda líka til að þau gegni mikilvægu hlutverki við heilsu hjarta- , meltingar-og taugakerfis. 3

UNDRANÆRING FYRIR HÚÐINA
Það er ærin ástæða til að segja frá hvað OPCs gerir sem er að finna í furuberkinum því nýlegar rannsóknir hafa sýnst að það efni hefur áhrif á kolleganið og elastinið (teygjuefnið) í húðinni á aðeins nokkrum dögum. Styrking kollagen massans, eða þráðanna í húðvefnum, ver okkur fyrir öldrum og ágangi eyðandi ensíma og halmar líka skaða á húð af völdum bólga og sýkinga. Þá liggja fyrir merkilegar rannsóknir sem sýna að OBCs örvar hyualronic sýru líkamans sem viðheldur raka, græðir sár og sléttir úr hrukkum. 4 Sjá meira um OBCs í greininni Andlitslyfting úr jurtaríkinu.
Þessi furubarkar- og berjadrykkurinn er góður út í heitt vatn en hann er ennþá betri í flóaðri jurtamólk.

HEILSUDRYKKUR SÍÐASTA ÁRS
turmerik latte
Þriðji drykkurinn frá breska heilsuvörufyrirtækinu er kúrkúmín latte sem hlaut sömu verðlaun, þ.e. Natural & Organic Award sem besti nýi heilsudrykkur ársins í Evrópu í 2017 en þess má getað þetta eru eftirsóttustu heilsuverðlaun í Evrópur í dag og þótt víðar væri leitað. Lífrænn kúrkúmín latte er að segja má nútímaútgáfa af hefðbundum túrmerik latte sem er líka þekktur sem “Gullna mjólkin” eða “Haldi Ka Doodh”.  Gullna mjólkin á rætur í suðaustur Asíu þar sem túrmerikrót með öðrum lækningajurtum var blandað út í heita mjólk. Einn bolli af þessum drykk inniheldur 485 mg af lífrænni túrmerikrót og turmerik þykkni, 250 mg sem gefur 85% kúrkúmíóða. Í honum er líka engifer, chili, grænar kardimommur Ceylon kanill og vanilla í anda gullna drykksins.
Þessi bólgueyðandi ofurdrykkur er m.a. góður kvöldin ef mann langar að narta. Líka magnaður fyrir þá sem eru í hreinsunarprógrammi, sem eru ansi margir þessa daganna.

Sjá grein um Cacaó.

Sjá grein um Hibiscus, bleika latteinn. 

Heimilidir m.a.
1. Jasmina GlamocÌŒlija, Ana Ćirić, MilosÌŒ Nikolić, AÌ‚ngela Fernandes, Lillian Barros, Ricardo C. Calhelha, Isabel C.F.R. Ferreira, Marina Soković, Leo J.L.D. van Griensven. Chemical characterization and biological activity of Chaga (Inonotus obliquus), a medicinal “mushroom”. Journal of Ethnopharmacology Volume 162, 13 March 2015, Pages 323–332.
2. Liu, Pengzhan et al. "Characterization Of Metabolite Profiles Of Leaves Of Bilberry (Vaccinium Myrtillusl.) And Lingonberry (Vaccinium Vitis-Idaeal.)." Journal of Agricultural and Food Chemistry62.49 (2014): 12015-12026.
3. Ogawa, Kenjirou et al. "The Protective Effects Of Bilberry And Lingonberry Extracts Against UV Light-Induced Retinal Photoreceptor Cell Damage In Vitro." Journal of Agricultural and Food Chemistry 61.43 (2013): 10345- 10353. Web.
4. Rohdewald, Peter. The Pycnogenol Phenomenon. Bochum: Ponte Press, 2015. Print.

 


Andlitslyfting úr jurtaríkinu

Nú er tími ljómandi fallegrar húðar að renna upp. Sól hækkar á lofti og öll viljum við líta aðeins betur út. Vönduð krem virka oft vel en þó vita flestir að ljóminn þarf umfram allt að koma innan frá. Allt snýst þetta í raun og veru um góða næringu og lækningajurtir sem henta húðinni (en vissulega öðrum þræði hvernig okkur líður). Hér eru allra bestu meðulin úr jurtaríkinu sem bókstaflega lyfta andlitinu og öllum skrokknum, ef því er að skipta. Hér eru fæðan, jurtirnar, meltingagerlarnir og furubörkurinn sem er magnaðri en flesta grunar.


Avócadó
er rík uppspretta fitusýra og E- vítamíns sem og karótenóíða sem eru frábær fyrir húðina. Jurtanæringarefnin í avócadó og avócadóolíu eru þekkt í fyrir að koma í veg fyrir skemmdir á húð, auk þess sem þau eru bólgueyðandi. Þannig að augljóslega förum við að líta betur út ef við borðum mikið avócadó.

nature-grass-plant-flower-purple-wild-1414654-pxhere.com (1)Króklappa. Rót hennar hefur verið sett á stall í gegnum aldirnar vegna þess hve mikil og góð áhrif hún hefur á húðina. Öflug húðhreinsun með króklöppu byggir á því hversu vel hún hreinsar lifur og gall. Það eru beiskir eiginleikar jurtarinnar sem hafa þessi áhrif.

Karótenóíðar eru fituleysanleg andoxunar næringarefni. Hundruðir meðlima eru í karótenóíð fjölskyldunni. Þar með talið beta karótín, lycopen, lúten og astaxanthin. Þessi næringarefni má m.a. finna í gulrótum, laufmiklu grænmeti, tómötum, sætri papriku, laxi og rækjum og virkilega vönduðum bætiefnum, og eru ákaflega góð húðnæring.

Kókosolía má bæði nota útvortis og innvortið því hún er bakteríudrepandi og svo er hún mögnuð til steikja upp vegna mikil hitaþols.

Gotu kola er þekkt jurt í Ayurveda hefðinni sem hefur bæði áhrif á blóðflæði og er örvandi. Hún örvar hina fínni þræði húðarinnar og jafnar þannig húðlitinn. Hún er einnig mikils metin vegna þess hve vel hún hreinsar vefi og blóð og ver húðina gegn eyðandi áhrifum sindurefna (öldrun).

L-lysine er ein amínósýranna. Vel þekkt er að hún ver okkur fyrir vírusum og heldur ristli heilbriguðum og styrkir húð.

Omega 3 er auðvitað mest rannsakaða fitusýran og sú allra mikilvægasta. Hún er afar öflug gegn bólgum og finnst bæði í fiski, höfræjum og blaðmintu (perilla). Rétt hluföll af omega 3-6 og 9 hafa líklega mest áhrif á heilsu mannkyns til góðs,

Probiotic/ góðgerlar, jákvæða örveruflóran hefur sannarlega góð áhrif heilsu þess sem býr yfir þeim. Þetta eru semsé vinalegu gerlarnir í meltingarveginum. Það eru margir hópar góðgerla sem hver hefur tiltekin áhrif á heilsu okkar. Á meðan sumir hópar eru tengdir meltingarvandamálum, t.d. IBS hefur komið í ljós að aðrir hafa áhif á húðheilsu. Lacobacillus rhamnous GG er sá gerill sem mest hefur verið rannsakaður í tengslum við húðheilsu en hann var upptötvaður árið 1985. Vísindalegar niðurstöður sýna að hann hann dregur m.a. úr ofnæmi og exemi.

Quercetin eru bíóflavínóðar sem finnast meðal annars í lauk og öðrum matvælum. Quercetin hefur m.a. áhrif á er histamín framleiðsluna í líkamanum, ofnæmi og bólguviðtaka sem þýðir að það dregur úr ofnæmum og bólgum. Líka mikið notað gegn frjókornaofnæmum.

Saccharomyces boulardii er gerill sem finna má í berki ávaxtar likta trés. Hann er bakteríudrepandi, sveppadrepandi og drepur sníkudýr sem gjarnan safnast upp í meltingarveginum. Þennan geril má finna í nokkrum bætiefnablöndum.

Selen er gjarnan sagt lang lang mikilvægasta næringarefnið fyrir húðina. Það hefur áhrif á ensím frameiðslu okkar og þau ensím sem draga úr bógum og þrota í húð. Sem andoxunarefni hindrar selen öldrun af völdun sindurefna og viðheldur kollagenframleiðslu húðar og þar með teygjanleika.

Túrmerik, einkum þó virka efnið kúrkúmín er sannarlega bólgueyðandi og hefur því áhrif á húðina til hin betra.

Sink er hitt stóra næringarefnið fyrir húðina og kemur jafnvægi á olíuframleiðslu hennar. Ójafnvægi í húðfitu veldur mörgum húðvandamálum, eins bólum, fílapenslum og fleiru sem geta valdið sýkingum. Á sama hátt getur of lítil húðfituframleiðsla valdið þurri húð. Sink er sannalega næringarefnið sem færir húðinni jafnvægi. 

tree-nature-forest-wilderness-branch-plant-109357-pxhere.comFurubörkur kemur þó kannski mest á óvart því hann er ákaflega ríkur af OPCs flavínóiðum, litarefni sem gefur mörgu í náttúrunni lit, bragð og lykt. Það voru franskir sjómenn sem uppgötvuðu hann árið 1534 og drukku te furuberki til að losna við skyrbjúg. Frakkar hafa síðan haft furubörk í heiðri og notað hann til að halda húð sinni ungri og hjarta- og æðasjúkdómum í skefjum. Þeir hafa líka lengi vitað að furubörkur jafnar blóðsykur og heldur slæma kólesterólinu í skefjum. En það er ærin ástæða til að kafa dýpra ofan í furubörkinn því rannsóknir hafa sýnst að það efni hefur áhrif á kolleganið og elastinið (teygjuefnið) í húðinni á aðeins nokkrum dögum. Styrking kollagen massans, eða þráðanna í húðvefnum, ver okkur fyrir öldrum og ágangi eyðandi ensíma og dregur líka skaða á húð af völdum bólga og sýkinga. Þá liggja fyrir merkilegar rannsóknir sem sýna að OBCs örvar hyualronic sýru líkamans sem viðheldur raka, græðir sár og sléttir úr hrukkum.  OPCs í furuberki ýtir einnig undir upptöku næringar í húð, færir húðinni raka og súrefni og hreinsar eiturefni. OPCs eykur líka framleiðslu nitric oxíð, eða köfnundarefniseinoxíðs, sem víkkar út æðarnar og eykur súrefni og blóðflæði. 1. Furubörk má m.a. fá í einhverjum nútímadrykkjum og farið er að nota hann m.a. í snyrtivörur.

Ps: Flest þessarra efna má nálgast auðveldlega hér á landi. Þó ekki öll. Gotu Kola hefur enn ekki verið leyft á Íslandi.

Heimild:
1.Rohdewald, Peter. The Pycnogenol Phenomenon. Bochum: Ponte Press, 2015.

 

 

 


Bleikur latte, sem eykur hárvöxt og er sagður grennandi, slær í gegn

Hibiscus jurtin er ansi mögnuð og rannsóknir sýna að hún eykur hárvöxt, færir húðinni ljóma, dregur úr kólsteróli, er góð fyrir meltinguna og er meira að segja sögð “grennandi”. Hún einstaklega auðug af C-vítamíni og andoxunarefnum og ekki af ástæðulausu nefnd læknakólfur upp á íslensku. Jurtin er alveg ferlega bragðgóð í drykki ef hún er blönduð rétt. Ég veðja á að hibiscusdrykkir nái miklum vinsældum á næstu misserum. Whole Foods og margir aðrir í heilsubransanum eru á sama máli.

boðefnabar - drykkurHitt eru svo að gömul náttúruvísindi jóganna sem fullyrða að hibiscus jurtin næri fyrstu og aðra orkustöðina einstaklega vel, eða orkustöðvarnar sem hýsa rótina okkar/jarðtenginguna og sköpunargáfuna. Það hangir auðvitað saman við það sem vestrænu vísindin styðja sem er að hún hefur góð áhrif á nýrnastarfsemina og æxlunarfærin, sem eiga einmitt uppruna sinn í fyrstu og annarri orkustöðinni. Þannig virkar hibiscusinn ekki bara fyrir líkamann heldur andann líka, eins og jógafræðin sjá heildarmyndina.

Hreyfir við meltingunni
Hibiscus (hibiscus sabdariffa / aqua de jamaica) er einstaklega fallegt blóm og í margra augum heilög jurt. Jurtin dregur úr hita í líkamanum og er því mjög vinsæll sumardrykkur fólks á heitari slóðum. Það fer hins vegar auðvitað eftir því hvernig jurtadrykkurinn er blandaður hvort hann hitar eða kælir. Það má vel blanda hibiscusblómið með hitagefandi jurt/um og draga það í ýmsar áttir.

Hibiscusinn afar súr og minnir um margt á trönuber en er þó ekki eins samandragandi. Á vef Amercian Heart Association, eða bandarísku hjartasamtakanna kemur fram að læknakólfur lækkar blóðþrýsting svo um munar og Tuft háskólinn í Boston mælir með 3 glösum á dag af hibiscustei í nokkrar vikur til að ná góðum árangri. Aðrar rannsókir sýna að hibiscus lækkar kólesteról en jafnframt hjálpi það þeim sem þjást af sykursýki 2. Hibiscus hreinsar líka lifrina og vísindamenn frá Biochemistry við Chung Shan Medical og Dental College, í Taichung, Tævan segja hana draga úr vexti skæðra krabbameinsfrumna.
Svo er kannski það sem margir horfa til; hibiscus örvar meltinguna og kemur þvaglátum í jafnvægi og ristli á hreyfingu. Þegar kemur á því að “grennast” er það vegna þess að jurtin hægir á upptöku sterkju og glúkósa. Það kemur til að því að hibiscusinn dregur úr framleiðslu amýlasa sem hamlar upptöku þessarra efna. Á þessu hangir sú staðreynd að við getum mögulega “grennst” með hjálp hibiscus.


hibiscus-2818765_640Heitur og kaldur hibiscus
Margir hafa svosem bragðað frábæra kalda hibiscusdrykki hér á landi. Hann er þá gjarnan sættur svolítið og jafnvel bætt við hann limónum og myntu. Þá er hann ekki bara fallegur, heldur svalandi og bragðgóður partýdrykkur.
Slíkur drykkur var einmitt opnunardrykkur Systrasamlagsins 15. júní árið 2013. Nú nærri fimm árum síðar er annar og mun heitari hibiscus drykkur að ná til margra í gegnum sama Systrasamlag. Þegar hibiscusjurtinni er mixað saman við heitar lækningajurtir og jurtamólk og hitaður svo úr verður latte, bleikur latte, gerast töfrar sem hreyfa við boðefnum líkamans. Alveg eins og þegar drykkur eins og cacao frá Gvatemala sem inniheldur X-faktorinn nærir inn að hjartarótum í orðsins fyllstu merkingu.

hibiscus-flower-background-1485007724aCeDrykkur er líka matur er boðorð nýrra tíma.

Heimild m.a.

https://www.organicfacts.net/health-benefits/beverage/hibiscus-tea.html


Slökun í borg fer í hugleiðslu með Strætó

40 daga hugleiðslan sem nú stendur sem hæst undir merkjum Slökunar í borg fer á ferð og flug föstudaginn 9. mars í orðsins fyllstu merkingu þegar Thelma Björk jógakennari og Systrasamlagið taka Ásinn (leið 1) frá Hlemmi til Hafnarfjarðar og aftur til baka.

strætóHugleiðsluferðalagið með Strætó hefst nánar tiltekið á Hlemmi kl. 14.12 og hefur viðkomu á strætóstoppistöðvum við Háskóla Íslands, í Kópavogi, í Garðabæ og í Hafnarfirði. Þaðan verður snúið við og hugleitt sömu leið til baka. Hægt er að hoppa inn (á við) hvenær sem er á leiðinni. Teknar verða nokkrar 11 mínútna hugleiðslur á leiðinni sem byggja á hinni marg vísindalega rannsökuðu Kirtan kryu sem er þekkt fyrir að vera mögnuð mantra á álagstímum.

Meiri orka
Í jógavísindunum segir að Kirtan krya heili gömul áföll, örvi heilaköngul og samþætti vinstra og hægra heilahvel. Hún á því sjaldan betur við en nú. Niðurstöður vísindarannsóknar á 12 mínútna iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. (Journal of Alzheimer’s Magazine/2010).

Þetta er í annað sinn sem Slökun í borg stendur fyrir 40 daga hugleiðslu en yfirstandandi hugleiðslulota hófst 9. febrúar og lýkur í Mengi 20. mars. Margir hafa kosið að hugleiða daglega, á meðan aðrir gera það öðru hverju. En umfram allt er er tilgangurinn sá að kynna fyrir fólki góð áhrif hugleiðslu. Því hvetjum við sem flesta til að hoppa á vagninn með okkur 9. febrúar þegar langþráður draumur margra um að fá hugleiða um borð í Strætó rætist.

Meiri Slökun í borg
Slökun í borg, sem hófst 10. nóv sl., er samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins og styrkt af Reykjavíkurborg. Verkefnið miðar að því að fá sem flesta til að slaka á og hugleiða til að freista þess að minnka daglega streitu og bæta andlega og líkamlega líðan.
Slökun í borg hefur meðal annars hugleitt í Systrasamlaginu, í Seljahlíð, heimili aldraðra, á Bergsson RE, á Aalto Bistro í Norræna húsinu, í Art67 gallerí og með börnum og fullorðnum í Hjallastefnunni.
Þar sem Slökun í borg stendur fram í ágúst er ennþá fjöldi hugleiðsluviðburða í farvatinu og ef til vill fleiri ferðir með Strætó.

Einfalt og ódýrt...
Allir geta iðkað slökun og hugleiðslu. Það er einfalt og ódýrt og krefst í raun engra sérstakra hæfileika. Tilgangurinn með möntru/hugleiðslu er umfram allt að fá fólk til að vingast við það sem við erum nú þegar; að vera til staðar, með okkur sjálfum, öðru fólki og samfélagi okkar.

Fylgstu með hugleiðsluferðalaginu á www.systrasamlagid.is, www.andadu.com og auðvitað straeto.is


Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður bústar ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri.
Þótt þessi brennandi heiti eplasíder sé vissulega nútímadrykkur byggir hann á aldagömlum hefðum og vísindum. Sterkur eplasíder er í raun tímalaus perla. Á meðan við bíðum þess að mjöðurinn bruggist og jurtirnar skili sér út í vökvann er gott ráð að undirbúa sig andlega undir næstu hreinsun, vorhreinsunina, sem er auðvitað mikilvægasta hreinsun ársins og tími lifrarinnar samkvæmt kínversku alþýðulæknisfræðinni.

Útkoman er afar hressandi og mjöður sem ýtir undir hringrás líkamsvessanna og meltingarinnar. Hann er góður fyrir lungun og kveikir meltingareldinn en bragðast líka mjög vel.

Uppskriftin er ekki heilög. Í hana má bæta ýmsum góðum lækningajurtum, t.d. piparrót, piparkornun, annarskonar lauk eða allskyns þurrkuðum berjum og jurtum. En umfram allt hafðu mjöðinn logandi.

Hér er minn logandi sterki eplasíder sem ég ætla að byrja að taka inn undir eins og hann er tilbúinn, sem er nákvæmlega eftir mánuð. Geymið hann á myrkum stað, t.d. á dimmasta staðnum í eldhúsinu. Þó þar sem þið sjáið til hans svo þið munið að hrista hann mjúklega daglega. Eftir mánuð verður mjöðurinn tilbúinn og eftir það geymist hann í 3 mánuði í ísskáp.
Ég mæli með að allt innihaldið sé lífrænt og eplaedikið líka, og með móður.

UPPSKRIFT:

½ bolli fersk rifin engiferrót

1 meðalstór laukur, saxaður

10 hvítlauksrif, kramin og söxuð

1 stór rauður chili með fræjum

Börkur og safi af 1 sítrónu

Börkur 1 stórri appelsínu

2 msk þurrkað rósmarín

1 tsk turmerik duft

1/2 tsk cayenne duft

Lífrænt eplaedik með móður.

¼ bolli gott hunang, eða eftir smekk

AÐFERÐ:

Undirbúið allt innihaldið. Skerið og rífið niður. Setjið í sirka 500 ml krukku með smelluloki (sjá mynd). Hellið eplaedikinu yfir og fyllið krukkuna passlega og bætið við hunangi eftir smekk. Gætið þess að eplaedikið snerti ekki málminn. Best er að setja smjörpappír á milli loks og krukkunnar og loka svo. Hristið mjúklega á hverjum degi. Að mánuði liðnum er best að notast við grisju og sigta vökvann frá jurtunum og setja svo vökvann lokaða krukku eða flösku. Ef ykkur finnst mjöðurinn mjög sterkur er í lagi að bæta við smá hunangi. En best er auðvitað að hafa hann logandi sterkan og skella honum í sig. Þannig virkan hann best bæði á líkama og anda.

Takið inn 1 teskeið daglega.

mjodur 1 mjodur 2

 

mjodur 3


Mögnuð mantra á álagstímum

Slökun í borg, fyrir alla, samstarfsverkefni Thelmu Bjarkar jógakennara og Systrasamlagsins tekur aftur flugið næsta föstudag 9. febrúar KL. 17.00 með 40 daga möntru/hugleiðslu. Líkt og með 40 daga hugleiðsluna sem ótrúlega margir héldu út á myrkustu mánuðum síðasta árs ætlum við að bjóða upp á fasta 11 mínútna möntrustund í Systrasamlaginu, Bergsson RE og í Seljahlíð. Samtals 4 x í viku. Einnig Pop up hugleiðslu viðburði hér og þar um borgina sem kynntir verða síðar.

SAMSTILLIR VINSTRA OG HÆGRA HEILAHVEL
27657569_10213061994638898_7874019883276347513_nHugleiðslan eða mantran sem nú verður kyrjuð er afar öflug og sú sem mest hefur verið rannsökuð á Vesturlöndum. Hún er þekkt undir heitinu Kirtan krya og er mikilvæg hinu kvenlega sem býr innra með okkur öllum. Í jógavísindunum kemur fram að Kirtan krya hjálpar við að heila gömul áföll, örvar heilaköngul og samstillir vinstra og hægra heilahvel. Hún á því sjaldan betur við en nú. Niðurstöður vísindarannsóknar á iðkun á Kirtan kriyu í 8 vikur leiddi í ljós aukna virkni á lykilsvæðum fyrir minni í heila fólks með skert minni og aukna almenna orku þátttakenda. Fólk var auk þess léttara í skapi og fann minna fyrir þunglyndi og þreytu. (Journal of Alzheimer’s Magazine/2010)

Rannsókninni var stýrt af Dr. Dharma Singh Khalsa yfirmanni og stórnanda rannsóknar- og forvarnarstofnunnarinnar fyrir Alzheimer í Tucson, Arizona en hann er jafnfram höfundur magnaðrar bókar sem nefnist “Meditation as Medicine”.

Kirtan krya byggir á fimm hljóðum; Saa Taa Naa Maa sem skapa einstakan víbring. Sérstakar handahreyfingar fylgja möntrunni.
Merking orðanna/hjóðanna er eftirfarandi:

Saa: Óendanleiki.

Taa: Tilvist.

Naa: Umbreyting.

Maa: Endurnýjun.

MÖNTRUR
Möntrur sem notaðar eru koma jafnan úr helgu indversku mállýskunum sanskrít eða gurmukhi. Yogi Bhajan, sem kom með kundalini til Vesturlanda árið 1969 og varð mjög vinsæll jógakennari og er einn af stóru leiðtogum jógaheimsins, útskýrði að heimurinn væri skapaður úr hljóði og að hljóðið myndi verða okkar helsti kennari í framtíðinni. Þegar við endurtökum möntru þá komumst við í vitundarástand þar sem við getum upplifað merkingu möntrunnar. Möntrur sem þessar eru einnig notaðar til að dýpka einstakar jógaæfingar og hugleiðslu.

40 DAGA HUGLEIÐSLAN
40 daga hugleiðslan stendur semsé frá 9. febrúar - 20. mars. Hún hefst nánar tiltekið 9.febrúar kl. 17.00 í Systrasamlaginu og allir sem vilja eru velkomnir.
Til stuðnings verður boðið upp á 11. mínútna hugleiðslu þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9.30 í Systrasamlaginu Óðinsgötu 1, á miðvikudögum kl. 9.30 á Bergsson RE, Grandagarði 16, og alla mánudaga kl. 9.30 í Seljahlíð, heimili aldraðra Hjallaseli 55.


Hér er fyrirtaks myndband sem má hafa til stuðnings fyrir þá sem vilja fylgja möntrunni eftir frá degi til dags, eða á milli þess sem sækja möntrustundir. Fyrst er Kirtan krya kyrjuð upphátt, svo er hvíslað, um miðbik möntrunnar er sönglað í hljóði, þá er aftur hvíslað og að lokum er mantran kyrjuð upphátt, eins og í upphafi. Skoðið sérstaklega handahreyfingarnar. 

ÁHRIF HUGLEIÐSLU EFTIR LENGD:
Jógavísindin hafa skoðað áhrif hugleiðslu í þúsundir ára. Að miklu leyti eru þau vestrænu farin að sjá það sama og jógarnir.

Það er um að gera að prófa mismunandi lengd af heilunarhugleiðslunni. Hér eru áhrif hugleiðslunnar á líkama eftir lengd:

3 mín hugleiðsla hefur áhrif á rafsegulsviðið, blóðrásina og stöðugleika blóðsins.

11 mín hugleiðsla hefur áhrif á taugarnar og innkirtlakerfið.

31 mín hugleiðsla virkir innkirtlakerfið, öndunina og einbeitingu sem hafa áhrif á frumur og takt líkamans.

62 mín hugleiðsla breytir gráa svæði heilans. Undirvitundunni.

Fylgjast má með með Pop upp hugleiðslu viðburðum á www.systrasamlagid.is og www.andadu.com en þess má geta að verkefnið, sem er styrkt af Reykjavíkurborg, mun standa fram í lok ágúst.

HEIMILDIR:
Heimildir um rannsóknir á Kirtan kryu-nni er m.a. að finna í Psychology today. Þar erum líka margar aðrar gagnlegar upplýsingar:https:
www.psychologytoday.com/blog/prime-your-gray-cells/201606/yoga-and-kirtan-kriya-meditation-bolster-brain-functioning


Er kakó “víma” 21. aldarinnar?

Katharine Hepburn á að hafa haft á orði um útlit sitt sem margir dáðust að: “Það sem þið sjáið, kæru vinir, er niðurstaða þess að hafa borðað súkkulaði alla ævi.”

cacaoUm súkkulaði hefur stundum verið sagt að það sé næstum “djöfullega afrodisak”, uppfullt af alsælu og munúð. Við þekkjum öll orðatiltækið um að súkkulaði sé fæða guðanna sem þeir noti til að sáldra töfrum inn í ólíklegustu skúmaskot lífsins. Til marks um tímanna sem við lifum á er talað um súkkulaði (cacao), þetta sem kemur beint af kakóplötunni, sem heitasta náttúrulega djammdrykkinn og um leið magnaða lækningajurt. Enda geti hann fært okkur náttúrulega alsælu. Of ef þú ferð inn á sjóðheitan dansstað í út í hinum stóra heimi í dag má vera að þú rekist á fólk sitjandi á gólfinu í kakóathöfn, þótt jógastúdíóin séu vissulega líklegri. Súperfæðan cacao á sér langa og litríka sögu og fer nú með himinskautum um hinn vestænan heim. Allt frá Ibiza að Manhattan er talað um að kókið hafi látið undan cacao-inu (gleðitíðindi). Vonandi er það merki um batnandi heim að okkar eigin náttúrulegu boðefni sé virkjuð.
Það er allstaðar verið að djamma á boðefnabarnum þessa daganna.

Fátt af þessu kemur svosem á óvart og helgar kakóathafnir eru eðlilegt framhald af jógabylgjunni þar sem andinn og efnið eru megin uppsprettan. Margt í vönduðu og hreinu cacao-i vekur upp tilfinningar sælu og tilhlökkunnar. Reyndustu menn í súkkulaðibransanum, belgískir súkkulaði framleiðendur segja Evrópubúa farna að sanka að sér góðu súkkulaði í massavís og hafi aldrei notið þess betur. Þetta geri þeir í auknum mæli í stað þess að drekka áfengi eða gleypa pillu.

Margir þekkja til sagnanna um kakóserimóníur, helgar athafnir, sem hafa verið hluti af menningu nokkura Ameríku þjóða um aldir. Líka sagnanna um að kakóbaunin hafi verið verðmæt og áhrifarík í viðskiptum, sem gull. Mayarnir áttu sterkar kakóhefðir í tengslum við brúðkaup og heitbindingar og eru fyrstir sem vitað er um að tengdu kakó (cacao) rómantík. Cacao drykkurinn rataði til Evrópu árið 1519 og náði fljótt inn í flest skúmaskot vestrænnar menningar, en auðvitað elítunnar fyrst og síðar almennings (en varð auðvitað fljótlega úþynnt, eins og svo margt í meðförum vestrænnar menningar). Það gerðist þó ekki strax. Í dag vita margir að fátt vekur meira ástríður og munúð en hin magnaða, hreina, tæra og lífræna kakóbaun. Það er engin vafi á því að önnur súkkulaðibylting er hafin. En líklegt má telja að núna verði hún tekin upp á næsta stig og fleiri fá að njóta cacao-sins í sinni tærustu mynd. Cacao inniheldur öll gæði cacao baunarinnar sem má segja að sé lygilega góð fyrir fyrir huga og líkama.

Súkkulaði og súkkulaði!
Svo hvað er súkkulaði (cacao)? Cacao er ekki sama og cocoa. Cacao er hrátt, náttúrulega gerjað ósoðið form af súkkulaði á meðan cocao, þetta sem við erum flest alin upp við, hefur verið ristað, hitað upp yfir öll mörk, unnið, jafnvel erfðabreytt og út í það bætt allskyns aukaefnum sem koma í veg fyrir virkni baunarinnar. Það er allt í kringum okkur. Á meðan nauðsynlegt er að nálgast þá bestu frá bónda, eins og t.d. kakóserimóníudrottningin, Kamilla Ingibergsdóttir og fleiri íslenskar konur og menn gera í Gvatemala. Í slíku súkkulaði er finna stórkostlega breidd næringarefna sem hafa skjóta virkni á þá sem þess neyta.

Gjafir Cacao-s
Kakó sem þetta er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og í raun ástardrykkur sem galopnar allar gáttir hjartans. Það inniheldur PEA, það sama og við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical" hefur aðeins fundist í einni plöntu - Cacao-i. Kakó inniheldur auk þess króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur, tryptophan, serótónin og gnótt af magnesíumi, svo eitthvað sé nefnt. Í því eru yfir 1200 virk efni. Allt þetta er sannað vísindalega.

Það er því engin furða að djammarar öðlist náttúrulegt úthald til að skemmta sé undir cacaodrykkju. Serótnín hefur áhrif á heilann og almenna vellíðan okkar. Og það er gaman að geta þess að orðið ananda (stofnin í anandamide) kemur fyrir í Sanskrít og þýðir sæla. Ekkert af þessu er því nýtt undir sólinni.

Bliss sameindin færir okkur að segja má himnasælu og gleði en leikur líka lykilrullu í að draga úr bæði líkamlegum og andlegu verkjum ásamt því að hjálpa til við að koma geðinu í jafnvægi og auka eða minnka matarlyst, eftir því sem við á, sem er kærkomið fyrir marga. Hernán Cortés sagði árið 1519 að þessi guðdómlegi drykkur verndaði gegn flensum og að vel mætti komast í gegnum daginn með því einu að drekka cacao.

Það sem hefur sjálfsagt skjótvirkustu áhrifin er himinátt magn magnesíums í náttúrulegu cacaoi sem slakar á stóru vöðvum líkamans og er bæði nauðsynlegt hjartanu og heilanum. Svo þegar dansandi cacao neytendur fljúga um dansgólfin losar magnesíumið um líkamann. Að auki eru flavóníðar í cacaoi bólgueyðandi og auka blóðrennsli sem er frábært fyrir hjartað. Allir vegir liggja til hjatans.

Árið 2006 var birt vísindaleg rannsókn sem sýndi að regluleg neysla súkkulaðis gæti hugsanlega dregið úr hjarta- og æðasjúkdómum um allt að 50%. Nýrri rannsókn sem var birt í American Journal of Clinical Nutrition leiddi í ljós að upptaka á súkkulaði (til þess að góð upptaka eigi sér stað þarf hráefnið að vera gott) dragi úr allskyns hjarta- og æðasjúkdómum, líka á nokkrum sem hafa með insúlínviðnám að gera. Að baki þessu liggur samantekt á 42 langtíma vísindalegum rannsóknum.

Helga hátíðar Cacao-ið
Til forna hafði cacao-ið sannarlega í senn læknandi og hátíðar tilgang. Seiðmenn Mayanna notuðu cacao til að komast í snertingu við æðri víddir, ef svo má að orði komast. Seiðmennirnir gáfu cacao í þessum tilgangi til að opna fyrir andlegar víddir en einkum þó til að opna hjartað og færa okkar helindi og tengsl við móður jörð. En fátt er meira jarðbindandi en cacao. Þið finnið það bara á lyktinni.

Þegar um er að ræða gæði sem þessi hafa þau nánast töfrandi áhrif á taugaboðefnin og virkja þau sem ýta undir blóðflæði um taugar, heila, hjarta og húð. Þannig að allur líkaminn nærist. Það er augljóst þegar við prófum. Sumir upplifa aukna skerpu, einbeitingu og að öll skilningavit skýrirst. Svo eru langflestir sammála um að þegar hjartað opnist streymi kærleikurinn bæði inn og út. Það sé því fullkomið að drekka cacao og hugleiða á eftir. Enginn vaknar þunnur daginn eftir.

katherine hepurnKeith Wilson sem býr í hálöndum Gvatemala hefur unnið með cacao í meira en 12 ár. Hann notar cacao eins og seiðmenn til forna og kallar fram cacao andann. Fornleifafræðingar sem rannsakað hafa Mayanna segja cacaó andann hafa verið öflugustu andagift Mayanna og Keith Wilson segir cacao geta verið fæðu umbreytinga. Umbreytinga sem nú eru að eiga sér stað í heiminum.

Mörgum þykir merkilegt að kakóathafnir hafi farið framhjá hippakynslóðinni, þótt margar aðrar meintar “lækningajurtir” gerðu það ekki. Cacao-ið þótti einfaldega ekki nógu skynörvandi. Cacao tekur fólk ekki á tripp en greiðir hins vegar fyrir róandi og djúpri innlifun/upplifun byggðri á okkar eigin boðefnum. Okkar eigin boðefnabar.

Hægt er að nota m.a. Cerimonial cacao frá Gvatemala á marga vegu. Það er vinsælt, áhrifaríkt og bragðgott. Það er frábært að drekka í góðum hópi til að ná "samslökun" en það má líka kíkja á eina kaffihúsið sem býður upp á cacao frá Gvatemala og fá sér bolla með sjálfum sér eða öðrum. Það er semsé í Systrasamlaginu.

Ef eitthvað má kalla ofurfæðu (mjög leiðinlegt orð) eða súperfæðu (ofnotað) þá er það cacao. Því staðreyndin er sú að margir sem neyta þess reglulega fara oft úr miklu orkuleysi inn í sterka lífsorku. Þið getið ímyndað ykkur ef þetta verður raunin með marga. Endalaus lífsorka og kærleikur. Þá er hætta á að heimurinn fari batnandi.


Whole Foods spáir topp 10 heilsufæðutrendunum 2018

Óhætt er að fullyrða að Whole Foods hafi drottnað yfir heilsuvörmarkaðnum undanfarin ár. Vart eiga áhrifin eftir að dvína eftir aðkomu Amazon sem nýlega keypti keðjuna. Það er því ástæða til að staldra við þegar Whole Foods leggur línurnar fyrir heilsuvörumarkaðinn árið 2018. Það er alltaf gaman að koma við í Whole Foods, sérstaklega í stóru búðirnar og sækja þangað innblástur. Þeir eru með puttann á púlsinum. Hér er hitamælir Whole Foods sem nýlega setti fram topp 10 lista yfir heitustu fæðu heilsutrendin árið 2018, sem fóru vissulega í gegnum íslenska síu.

  1. blóm til að borða Blómabragð
    Sælkerar og helstu matreiðslustjörnur heims hafa lengi dýrkað og dáð matblóm. Ekki síst vegna þess hve gaman er að skreyta diskinn með fallegum blómum. En nú má segja að blómabragðið sé að springja út. Heilu blómin og krónublöðin sem prýtt hafa fallega diska eru líka að verða að bragði í drykkjum og snakki. Þetta trend númer eitt árið 2018 að mati heilsukeðjunnar Whole Foods, sem segir blómin færa okkur náttúrulegt sætt bragð ekks síður en ilm. Nú munum við fara að sjá allskonar lækningajurta-latté-a og lavender latte kemur sterkur inn. Rósabragðið verður allsráðandi en þá þarf að fanga hárfínt bragðið. Dökkbleikur hibiscus drykkur verður bæði heitur og kaldur og ylliblómin verða á hvers manns vörum í koteilum og freyðandi drykkjum. Það er gaman að geta þess að við höfum tekið upp marga af þessum bráðskemmtilegu blómasiðum í Systrasamlaginu.

  2. Ofurduft
    Og flestir sem héldu að ofurduftið væru á útleið? Ónei, því fer fjarri enda frábær leið til að flytja góða næringu á milli staða og landa. Það á ekki síst við um allar mögnuðu lækningajurtirnar, sem eins og lifna við í höndum þeirra sem kunna með þær að fara. Allskonar latté-ar með óvæntu bragði (turmeric, matcha, cacao úr regnskógunum) munu ná nýjum hæðum. Ayurvedakryddin/lækningajurtinar (heitu meltingarkryddin) verða aldrei vinsælli og líka cacao-ið (þetta hreina frá Guatemala sem á viðkomu í Systrasamlaginu). Þetta þýðir líka að þreytingurinn með allskonar ofurdufti eins og spirulina, grænkáli, rótum prýða góða þeytinga sem aldrei fyrr. Semsé þeytingurinn er ennþá á uppleið enda frábær leið til að næra sig vel og á dýptina. Svo eru auðvitað vönduðu próteininduftin komin langt út fyrir líkamsræktarstöðvarnar.

  3. Sveppir sem búa yfir lækningamætti
    Það er ekkert að draga úr vinsældum sveppa, segja Whole Foods sérsfræðingarnir með viskuna frá Amazon farteskinu. Reishi, chaga, cordyceps og lion’s mane munu standa upp úr. Margir drykkir árið 2018 munu innihalda sveppakraft. Líka kaffi, þeytingar og te. Sveppakraftur sem geymir þetta sterka jarðarbragð smellpassar með kakói, súkkulaði og kaffi (og færir okkur jarðtengingu). En við munum líka mæta þeim í ýmsum húðsnyrtivörum enda húðin auðvitað magnað frásogs líffæri.

  4.  Matargerð Mið-Austurlanda
    Við sem fylgjumst vel með þróun í matargerð höfum séð Ottolenghi fara með himinskautum undanfarin ár og boða nýja tíma í matargerð. Hann er nýr Jamie Oliver. Árið 2018 verður meginstraumurinn mið-austurlenskur að mati Whole Foods. Hummus, pítur, og falafel þekkjum við mætavel en nú er matargeirinn að fara ennþá dýpra og leitar fanga í persenskar hefðir, til Marokkó (appelsínu blómaseyði), Sýrlands, Líbanon og ekki síst Ísraels. Þá sjáum við mikið af harissu, endlaust af kardimommum, za’tar, ásamt shakshuka, grilluðum halloumi og helling af lambi. Líka granatepli, eggaldin, gúrku, steinselju, mintu, allskyns tómatmauk og þurrkaða ávexti. Allt verður þetta ennþá meira áberandi árið 2018.

  5. Gagnsæi..
    …verður ennþá meira krafist á næsta ári við merkingu og innihald matvæla. Nokkrir veitingahúsaeigendur og ekki síst neytendur vilja vita hvaðan maturinn kemur og úr hvaða uppsprettu. Neytendur er líka farnir að fatta munstur þeirra segja eitt og gera annað í heilsubransanum. Það gæti orðið hávaði á næsta ári. Óerfðabreytt matvæli verða efst á bannlista í heilsugeiranun en í humátt á eftir koma siðleg viðskipti, siðferðisleg ábyrgð, velferð dýra og ekki síst hvaða næring er á bakvið hitaeiningarnar. Whole Foods ætlar sjálft að krefjast ennþá betri merkinga á matvælum á næsta ári. Það veit á gott.

  6. Hátækninni fleygir fram
    Grænmetisfæðan og –diskurinn mun áfram ráða ferðinni en matartæknin hefur hafið innreið sína. Heldur betur. Þannig styttist óðum í að hægt verði að fá “blæðandi” vegan borgara og túnfisk sushi búið til úr tómötum (ég veit ekki hvað mér finnst um það). Þessai tækni bíður líka upp á allskonar skemmtilega jurtamjólk og jógúrt, ís, brioche, crème brûlée og fleira sem verður svo gómsætt að þú munt ekki finna muninn á því hvort það er vegan eða ekki. Hér er þó um að ræða matvæli úr hnetum, perum, banönum og pili hnetum og fleiri jurtauppsprettum.

  7. Útblásið og poppað snakk
    Marrandi snakk verður sjálfsagt alltaf í miklu uppáhaldi. En aftur; tækninni fleygir fram og nú hefur orðið bylting í útblásnu, poppuðu, þurrkuðu og stökku. Hér erum við að tala um þang, poppuð hrísgrjón, kínóna og pasta og allskonar. Gömlu góðu “frönsku” kartöflurnar verða úr ennþá fjölbreyttari hráefni en áður, m.a. jicama, rósakáli, nípum og öðru (og vonandi koma rófurnar líka sterkar inn).

  8. Takó losnar úr skelinni
    Takóið er ekki endilega best í maískökunni, fullyrðir Whole Foods. Enda hver þarf svosem maísköku þegar skelin gæti verið úr þangi og bragðast eins, ef ekki betur? En þetta snýst svosem ekki endilega um það. Matur frá Mexíkó hefur aldrei verið jafn vinsæll. Undir skelinni er heill heimur af bragðmiklum dýrgripum, líka morgunverðum og eftirréttum, með og án korna. Þarna er fjársjóður fyrir þá sem aðhyllast Paelo og alla sælkeranna.

  9. Frá rót að stöngli
    Í kjötiðnaðinum er talað um frá nefi að hala. Í grænmetisiðnaðinum frá rót að stöngli sem snýst um að fara vel með hráefnið og nýta það allt. Það þýðir að nota beri allt af grænmetinu og ávöxtunum, það sem er vanalega ekki borðað. Réttir eins og pikklað vatnsmelónuhýði, pestó úr laufum rauðrófa og spregilkálsstönglar eru að koma neytendum á óvænt og skemmtilega næringarríkt bragð.

  10. Skál í bubblum
    LaCroix gæti hafa rutt brautina. En nú er komið að því drykkir sem eru náttúrlega freyðandi (bannað að tala um gos) er á hraðri uppleið. Þessir drykkir eru ekkert líkir sykruðum gosdrykkjum. Kaldbruggað, náttúruleg vatn, drykkir drukknir úr jávæðum kristalsflöskum. Það er þetta hreina og tæra. Heilsugos er kannski heitið og bragðið er óvænt og skemmtilegt. Mocteilar halda áfram að freyða og gefaog náttúrlegir gosdrykkir, eins og t.d. LemonAid með læmi frá Mexíkó, blóðappelsínum frá Ítalíu og/eða ástríðualdini frá Sri Lanka eiga sviðið. Líklega verður ekki aftur snúið. Sykrarðir innantómir gosdrykkir eru á hröðu undanhaldi.

Haltu meltingunni mjúkri og rakri í skammdeginu!

Langar þig í feitan mat, olíu, smjör, súpur, kryddaða rétti, heitt te, kaffi með ghee-i, hafa sætan bita innan seilingar? Ertu ólm/ur í egg? Viltu liggja í heitu baði, fara í gufu, fljóta, hugleiða, fara í jóga og kanna innri heima. Láttu það eftir því líklega er tengd/ur náttúrunni og skammdegið er að læðast inn í líf þitt.

Nú er tími umbreytinga. Það sést allt í kringum okkur. Tré og runnar 22780204_10212276098311981_8824241396723546449_nhafa afklæðst. Hitastig fellur og vindar blása. Allt er í senn þurrt, hrjúft, hvikult, kalt, fíngert og tært. Allir þessir eiginleikar flokkast undir vata samkvæmt hinu fornu en sígildu jóga og ayurveda lífsvísindum. Og þar sem við erum fátt annað en hluti náttúrunnar rís nú vata orkan innra með okkur (og fer okkur mis vel). Til að geta notið lífsins, haldið lífsorku og lifað með náttúrunni þurfum við að mæta þessum umbreyingum og koma böndum á vataorkuna (loft og eter er ríkjandi í náttúrunni).

Af hverju að taka tillit til árstíðar?
Hornsteinn góðrar heilsu samkvæmt jóga og ayurveda fræðunum er að taka tillit til hverrar árstíðar eins og hún birtist í okkar nærumhverfi. Það að aðlaga sig tíðarfarinu færir okkur jafnvægi. September, október, nóvember og jafnvel desember, eins og þeir mánuðir birtast hér á landi, er dæmigerð vata árstíð. Og án þess að vera endilega meðvituð um það langar okkur í eitthvað heitt og djúsí, heita grauta, heimabökuð næringarrík brauð og heitar súpur fremur en köld salöt, hráfæði og hrökkbrauð og rótargrænmetið kallar á okkur. Fæða sem er of köld og þurr heillar okkur ekki lengur enda nær hún ekki að næra okkur, jafnvel þótt slík fæða næri okkur á öðrum tímum.

Að mæta skammdeginu með reisn!
Það sem jóga og ayurveda leggja upp með að fæðan sem við borðum sé gagnstæð ríkjandi frumefnum náttúrunnar hverju sinni (aftur; nú er köld, létt, þurr, vindasöm og óútreiknanleg tíð=vata). Við drögum úr áhrifum hennar í lífi okkar ef við borðum það sem er heitt, olíukennt, dúpt og nærandi. Og þar sem skammdegið getur líka verið einhæft og einmannlegt ættum við að nota það til að ná jarðtengingu með því styrkja sambönd okkar og finna stöðugleika. Rækta fjölskyldu og vini. Rómantíkin fer skammdeginu afar vel.

Súrt, salt, sætt og ólíukennt eru boðorð skammdegisins.
Fæðan sem þú velur nú er öflug leið til að sefa vata frumefnin innra með okkur þannig að við náum jafnvægi. Þung, fiturík, heit og nærandi fæða með góðum próteinum og vönduðum fitusýrum færa okkur lífsorkuna. Mest um vert í skammdeginu er að halda meltingunni rakri og hafa fast land undir fótum. Náttúruleg sæta hentar líka þessum árstíma. Ekki neita þér um hana.
Súrt, salt, sætt og ólíukennt eru boðorð skammdegisins. Svona á heildina litið, hafðu matinn þinn maukenndan og mjúkan og helltu vel af gheei (smjörolíu) eða annarri olíu yfir hann. Í morgunmat er mælt með hafra- og/eða kínóagraut. Hafðu grænmetið þitt gufusoðið, og ef þú kýst súpu er gott ráða að bæta í hana korni og baunum. Ef þú borðar egg, þá er nú besti árstíminn til að borða mikið af þeim. Mjólkurmatur, hnetur/jurtamjólk og fræ henta einnig ágætlega. Skammdeigið er ekki tíminn til að borða það sem er beiskt, rammt og það sem er herpandi/samandragandi ætti að vera í hófi. Því er mælt með að þú hvílir grænmeti eins spergilkál, borðir spírur í hófi sem og laufmikið grænmeti, ferskar baunir, kex, hirsi, þurrkaða ávexti og poppkorn. Ekki þó örvænta með morgunþeytingin, því ef þú notar t.d. engifer, cayenne pipar, kanil eða eitthvað af góðum sterkum kryddum með og bætir í hann olíu mun hann sannarlega að næra líkama þinn og anda.

Fæða sem er góð í skammdeginu!

ayurvedaÁvextir sem lýsa upp skammdegið eru epli, avócado, sítrónur og súraldin, bananar, döðlur, fíkjur, greip, vínber, mangó, appelsínur og sveskjur og rúsínur (ef þú ert með sveskjur og rúsínur láttu þær liggja í bleyti)

Besta grænmetið nú eru gulrætur, rófur, chillí, kúrbítur, hvítlaukur, laukur, sætar kartöflur og mikið af graskerjum.

Besta kornið eru hafrar, heilhveiti, kínóa, brún hrísgrjón, basmati og amarath.

Ólíurnar bæði til inntöku og á kroppinn, eru ghee, möndluolía, ólífuolía, hnetuolía og sesamolía.

Besta sætan á vatatímum er “jarðarsætan”, þ.e. hunang, mable, molassi og hrásykur.

Og munið öll bragðmiklu kryddin.

Svo þarf vart að taka það fram að ljúft heitt bað og það að bera á sig mikið af góðum olíum á eftir á aldrei betur við en í skammdeginu. Drífið ykkur í gott nudd og farið að sofa fyrir kl. 10 á kvöldin.

Bestu kjarnaolíurnar fyrir meiri lífsorku eru vetiver, patchouli, salvía, ylang ylang, nerolí, sæt appelsína og sítrusolíur. Þetta eru allt kjarnaolíur sem gefa okkur jarðtengingu og lífsorku.

Fyrir utan allar góðu olíurnar sem við ættum að neyta nú má benda á tvö vítamín sem eru sérlega vænleg núna. Það eru C-vítamín sem vinnur gegn sýkingum og orkuleysi og með ónæmiskerfinu. Svo segir það sig sjálft að sem aldrei fyrr ættum við nú að taka inn D-vítamín í stórum skömmtun og K-vítamín með, sem hjálpar okkur að vinna enn betur úr D-vítamínu og koma því á rétta staði í líkamanum. Orkujurtir eins og Ashwagandha og burnirót eru líka kærkomnar á þessum tíma árs og geta sannarlega varið kerfið okkar og lýst upp skammdegið.

Ps: Þegar og ef snjóþungi fer að leggjast yfir Ísland þá bætist við kafa (kapha) orkan sem blandast vata orkunni en með vorinu tekur kafa orkan yfir.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband