Áhrif lyfja og lífsstíls á næringu 

 

Enginn velkist í vafa um að lyf eru öflug meðöl sem hálpa mörgum að takast á við ýmsa sjúkdóma og margvísleg heilsufarsvandamál. Hins vegar hefur sjaldan verið velt upp tengslunum á milli lyfjanotkunar og næringar.  Algengar aukaverkanir eins og þreyta, syfja og ógleði eru vel þekktar en fólk er ekki eins meðvitað um þann skort á ýmsum næringarefnum sem neysla lyfja hefur gjarnan í för með sér. Það er skortur á nauðsynlegum vítamínum og steinefnum sem eru mikilvæg til að styðja við heilbrigða líkamsstarfsemi.  

Næstum helmingur íbúa Bretlands (og 55% Íslendinga árið 2017)  tekur einhvers konar lyf reglulega. Breska heilbrigðiskerfið (NHS) eyðir næstum 10 milljörðum punda á ári í lyf. Mikilvægur hluti lyfja er til að styðja við langtímaheilsufarsvandamál, svo sem sykursýki, háþrýsting og hátt kólesteról. Raunar sýnir nýjasta tölfræði NHS frá 2021 að 40% fullorðinna eldri en 16 ára höfðu að minnsta kosti einn langvinnan sjúkdóm eða ástand. 

Lyf og bætiefniHvað ættum við að vita um lyfin okkar 
Margir fá ýmist lyfseðilsskyld lyf eða lyf án lyfseðils án þess að vita hvaða áhrif þau geta haft á næringu sína. Þó að lyfjum fylgi fylgiseðill sem lýsir hugsanlegum aukaverkunum, þá fjalla þau sjaldan um skort á næringu sem getur orðið vandamál. Hins vegar benda vísindalegar rannsóknir í vaxandi mæli til þess að ákveðin lyf geti valdið tæmingu nauðsynlegra vítamína og steinefna, eitthvað sem við öll þurfum að vera meðvituð um, til að geta fylgst með hugsanlegri áhættu fyrir heilsu okkar. 

Hvernig draga lyf úr næringu okkar? 

Minni matarlyst  
Þetta er kannski hið augljósa. Þetta gerist oft þegar lyf auka ógleði eða gefa okkur óþægilegt bragð. Þá höfum við tilhneigingu til að borða minna, sem dregur úr næringarefnainntöku okkar. 

Minni næringarefnaupptaka  
Sum lyf geta haft áhrif á hversu mikið af næringarefnum frásogast í þörmum, sem þýðir minna magn næringarefna í líkamanum til notkunar. 

Truflanir á næringarefnanotkun  
Hvernig líkaminn brýtur niður eða notar næringarefni eftir að þau hafa verið frásoguð getur einnig orðið fyrir raski. 
 
Áhrif á útskilnað næringarefna 
Hraðinn sem líkaminn vinnur úr og seytir síðan næringarefnum, til dæmis með þvagi getur aukist eða minnkað með sumum lyfjum. 

Hverjir eru í áhættuhópi? 
Allir sem taka lyf geta verið í áhættuhópi, en það fer eftir því um hvaða lyf er að ræða. 

Eldri kynslóðin 
Aldraðir eru viðkvæmari fyrir næringarskorti tengdum lyfjum en þau sem yngri eru. Oft vegna þess að þeir taka mörg lyf sem geta hvert um sig haft áhrif á næringarefnamagn í líkamanum. 

Þungaðar konur 
Rannsóknir hafa sýnt að 95% þungaðra kvenna glíma við einhvern næringarskort vegna aukinnar næringarþarfar, hormónabreytinga og oft takmarkana á mataræði. Þetta getur versnað við notkun ákveðinna lyfja. 

Langtímanotkun lyfja 
Talið er að yfir 15 milljónir manna í Bretlandi búi við langtíma heilsufarsvandamál, sem getur ekki aðeins kallað á lyfjatöku heldur einnig næringarskort. 

Mörg lyf í einu  
Mismunandi lyf geta valdið sama næringarskortinum og þannig aukið hættuna á enn alvarlegri næringarskorti. 

Þeir sem neyta lélegrar fæðu fyrir.  
Að borða gjörunnin mat þýðir að það eru mun minni líkur á að þú uppfyllir næringarefnaþarfir þínar með mataræði. Það eykur einnig líkurnar á að þú fáir langtímasjúkdóm sem þú þarft að taka lyf við. Þannig getur lágt magn næringarefna orðið enn lægra. 

Af hverju skiptir það máli? 
Næringarefni eru nauðsynleg fyrir öll ferli líkamans, allt frá orkuframleiðslu til magasýruframleiðslu fyrir meltingu, taugaboðefni fyrir geð og vitsmuni, viðhald heilbrigðra beina og tanna, virkni skjaldkirtilshormóna og framleiðslu á kollageni í húðinni, og svo margt fleira. Til að viðhalda heilsu þurfum við nægilegt framboð af öllum lífsnauðsynlegum næringarefnum. 

Hvernig á að greina skort? 
Næringarskortur verður ekki alltaf augljós strax. Það tekur smá tíma eftir að áhirf lyfjanna byrja að koma í ljós og getur verið ruglað saman við aukaverkanir lyfja, eða afskrifað sem eðlilegur hluti lífsins eða öldrun. Heimilislæknirinn þinn getur skimað fyrir járni, B12, fólínsýru og D-vítamíni. Önnur eru oft greind með því að skoða einkenni skorts sem koma fram í líkamanum. 
Til dæmis getur B12 skortur komið fram sem dofi og náladofi, líklega í höndum og fótum, vöðvaslappleiki, þreyta eða höfuðverkur. Lágt magnesíummagn getur komið fram sem þreyta, vöðvakippir, deyfð, hækkaður blóðþrýstingur eða léleg seigla gegn streitu. 

Ættum við að taka fæðubótarefni með lyfjum? 
Það er algjörlega háð því hvaða lyf fólk er að taka. Sum fæðubótarefni geta haft jákvæð áhrif samhliða lyfjum. Almennt er þó góð hugmynd að taka fæðubótarefni með að minnsta kosti 4 klukkustunda millibili frá lyfseðilsskyldum lyfjum. Það þýðir að þau eru mun ólíklegri til að trufla upptöku hvers annars. 

Eftir hverju er best að leita þegar kemur að vítamínum og bætiefnum? 
Auðvelda leiðin er að gera ráð fyrir að öll fæðubótarefni séu jöfn og gagnleg. En svo er alls ekki. Það er mikilvægt að lesa alltaf innihaldslýsinguna á merkimiðanum. Mörg vítamín og bætiefni innihalda fylliefni, bindiefni, rotvarnarefni, lím, sætuefni og annað sem er nastí. Þessi innihaldsefni eru notuð til að flýta fyrir framleiðsluferlinu og til að gera vöruna ódýrari. Þau hafa í raun engan viðbótar heilsufarslegan ávinning. Vísbendingar eru um að mörg þessarra efna hafi neikvæð áhrif á heilsu okkar. Svo hafðu vítamínin þín og bætiefnin vönduð. Leitaðu því eftir vítamínum og bætiefnum með virkum innihaldsefnum, skömmtum sem skipa máli og hreinni samsetningu. 

Hvaða vítamín og bætefni þarf að skoða sérstaklega með hverjum lyfi? 

Sýklalyf 
Eitt algengasta lyfið sem er ávísað eru sýklalyf sem hjálpa okkur að losna við slæmar bakteríur í líkamanum. Hins vegar geta þau einnig drepið margar af þeim góðu bakteríum sem eru til staðar í meltingarveginum okkar. Þetta getur valdið ójafnvægi í þarmaflórunni með tilheyrandi aukaverkunum eins og magaóþægindum og ógleði, en einnig minnkaðri getu til að framleiða sum af B-vítamínunum og K-vítamín sem venjulega eru framleidd af þarmabakteríum. Truflun á þarmaflóru getur haft áhrif á marga þætti heilsu okkar, þar á meðal ónæmi, meltingu og jafnvel andlega líðan. Þá er vitað að steinefni geta bundist sýklalyfjum og dregið úr frásogi þeirra í þörmum. Til skamms tíma gæti tæming steinefna eins og sinks og magnesíums ekki haft mikil áhrif, annað en kannski á ónæmiskerfið og orkustig okkar. Langtímanotkun sýklalyfja gæti hins vegar dregið úr magnesíum- og kalsíummagni yfir lengri tíma, sem gæti haft áhrif á bein og vöðva.  
Þess má geta að ákveðnar tegunda mjólkursýrustofna, eins og Saccharomyces boulardii, má taka með sýklalyfjum. Þessi tegund er ónæm fyrir sýklalyfjum og má gefa hana samhliða meðferð og næstu vikurnar og mánuðina á eftir til að bæta árangur og lágmarka aukaverkanir.  

Þunglyndislyf 
Þunglyndi, kvíði og önnur geðheilbrigðisvandamál eru sífellt algengari. Þess vegna er þörfin fyrir þunglyndislyf meiri en nokkru sinni. Algengasta flokkur þunglyndislyfja sem ávísað er eru sértækir serótónín endurupptökuhemlar (SSRI) sem hafa áhrif á natríumstjórnun í nýrum, sem getur valdið vökvasöfnun og minnkuðum þvaglátum. 
SSRI lyf hafa ekki  beint verið tengd fólínsýrutapi, en rannsóknir benda til þess að uppbót með fólínsýru geti aukið virkni þeirra, sérstaklega hjá þeim sem hafa lágt gildi. 

Flogalyf 
Þetta lyf er notað til að koma í veg fyrir flog. Rannsóknir hafa sýnt að flogaveikilyf geta dregið úr kalsíumupptöku í þörmum sem og lækkað D-vítamínmagn. Þetta gæti leitt til veikleika í beinum og aukið hættu á beinbrotum og beinþynningu. 

Blóðþrýstingslækkandi lyf 
Háþrýstingur getur stafað af mörgum samverkandi þáttum eins og óhollu mataræði, streitu, reykingum, áfengisneyslu og kyrrsetu. Hætta á háum blóðþrýstingi eykst með aldrinum og þeir sem eru of þungir eru einnig líklegri til að fá háþrýsting. Hægt er að berjast gegn háum blóðþrýstingi bæði með fæðubótarefnum og lyfjum. 

Það eru til nokkrar gerðir af blóðþrýstingslyfjum sem virka með mismunandi aðferðum. Meðal þeirra eru beta-blokkar sem eru notaðir til að lækka hjartsláttartíðni og blóðþrýsting með því að hindra áhrif adrenalíns á beta-viðtaka og ACE-hemlar sem draga úr virkni ensímsins angíótensín-umbreytandi ensíms (ACE), ensíms sem þrengir æðar og veldur hækkun á blóðþrýstingi. Þvagræsilyf eru einnig notuð þar sem þau lækka blóðþrýsting með því að tryggja að líkaminn skili út umfram vatni. 
 
Beta-blokkar 
Beta-blokkar eru þekktir fyrir að valda tæmingu á kóensími Q10 með því að trufla endurvinnslu þess í líkamanum. Minnkun á kóensími Q10 er tengd mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, en getur einnig valdið þreytu og vöðvaslappleika. Co-Q10 er nauðsynlegt fyrir ATP framleiðslu, orkugjafa líkamans. 

ACE-hemlar  
ACE-hemlar geta valdið útskilnaði sinks, sem leiðir til tæmingar og skorts. Þetta er lykilsteinefni fyrir heilbrigði ónæmiskerfisins, en einnig fyrir heilbrigði heilans, húðarinnar og beinanna og er öflugt andoxunarefni. Meðal sinkríkra matvæla eru hnetur, fræ og fiskur. Áhugaverðar rannsóknir sýna einnig að næringarríkt mataræði, sem samanstendur af heilum og hollum matvælum; ávöxtum og grænmeti með takmörkuðu magni af mettaðri fitu og sykri, getur stuðlað að betri árangri hjá þeim sem taka ACE-hemla og verulegri lækkun á blóðþrýstingi. 

Þvagræsilyf 
Þvagræsilyf minnka blóðrúmmál, sem þýðir að hjartað hefur minna að dæla með hverju slagi, sem lækkar blóðþrýsting. Þau geta dregið úr kalíumi og magnesíumi þar sem þau lækka natríum (salt) í líkamanum, sem getur haft áhrif á taugakerfið og vöðvana. 
Það eru þrjár megingerðir af þessu lyfi. Lykkjuþvagræsilyf, tíazíðþvagræsilyf og kalíumsparandi þvagræsilyf. Það eru tvö fyrstnefndu sem tengjast hugsanlegum næringarefnaskorti. 
 
Lykkjuþvagræsilyf stjórna natríummagni. Þau eru aðallega notuð við vökvasöfnun í lungum vegna hjartavandamála.  Þau eru þekkt fyrir að draga úr magnesíumi og kalíumi, og raunar rafvökva í líkamanum en eru mikilvæg fyrir hjarta- og taugakerfi. 
 
Tíazíðþvagræsilyf: Þessi tegund þvagræsilyfja er notuð til að létta bjúg; bólgum af völdum umfram vökva sem festist í vefjum líkamans vegna langvinnrar hjartabilunar. Þeim er þó fyrst og fremst ávísað til að lækka blóðþrýsting. Vitað er að þvagræsilyf af gerðinni tíazíð draga oft úr kalsíum, B1-vítamíni og kalíum. Einnig geta þau dregið úr úr sinki og sumar rannsóknir benda til þess að fólínsýra sé í hættu.  Hér geta vítamín og bætiefni vissulega hjálpað.  

Samsett getnaðarvarnarpilla 
Getnaðarvarnarpilllur eru hormónaform getnaðarvarna sem koma í veg fyrir egglos og þar með meðgöngu. Þær eru einnig algengar fyrir þær sem eiga við vandamál í tíðahringnum að stríða, þar á meðal fyrirtíðarþunglyndi, miklar blæðingar eða legslímuflakk. Talið er að um 40% kvenna á aldrinum 16-50 ára taki getnaðarvarnarpillur. Getnaðarvarnarpillan hefur verið tengd við skort á fjölbreyttum næringarefnum, þar á meðal fólínsýru, B2-, B6- og B12-vítamínum. Auk C- og E-vítamína og steinefnanna sink og magnesíums. Þar sem pillan er oft tekin í mörg ár er mikilvægt að huga sérstakega vel að allri grunnnæringu og hafa vítamín og bætiefni í huga. 

Hormónauppbótarmeðferð 
Hormónauppbótarmeðferð (HRT) er meðferð sem konur nota á tíðahvörfum til að lina einkenni og/eða styrkja bein með því að skipta út hormónunum estrógeni, oft í samsetningu við prógesterón sem líkaminn framleiðir ekki lengur sjálfur. 

Þrátt fyrir augljósan ávinning við tíðahvarfaeinkennum getur hormónameðferð, líkt og getnaðarvarnarpillan dregið úr magni sinks sem flutt er um líkamann og tæmt mörg næringarefni, þar á meðal B-vítamín, fólínsýru, C-vítamín og E-vítamín. Fjölvítamín og næringarríkt mataræði eru góð leið til að styðja konur sem eru á hórmónameðferð.  

Blóðsykurslækkandi lyf 
Þessi flokkur lyfja er notaður til að lækka eða stjórna blóðsykursgildum. Blóðsykurslækkandi lyf geta verið nauðsynleg fyrir þá sem eru með sykursýki eða forstig sykursýki. Mataræði sem er ríkt af sykri, unnum fitum, transfitum og hitaeiningum auka hættuna á sykursýki af tegund 2. Offita er annar áhættuþáttur fyrir sykursýki. Fjöldi þeirra sem þjást af sykursýki 2 er að aukast.  Sagt er að 3,8 milljónir Breta eldri en 16 ára séu með sykursýki af tegund 2. Árið 2035 er gert ráð fyrir að 4,9 milljón Breta verði komnir með þann sjúkdóm. Í þessu samhengi er vert að nefna að blóðsykurslækkandi lyf geta minnkað upptöku á B12 og fólínsýru í þörmum sem með tímanum kann að birtast sem þreyta og taugakvillar á borð við dofa, náladofa eða oft verki í höndum og fótum. Blóðsykurslækkandi lyf hafa einnig reynst draga úr endurvinnslu CoQ10 í líkamanum, sem vert er að gaumgæfa. 

Innöndunarlyf 
Steraíinnöndunartæki eru tegund lyfja sem venjulega eru notuð í langan tíma til að draga úr bólgum og víkka öndunarveg, þekkt sem berkjuvíkkandi lyf. Þau eru notuð til að koma lyfjum beint í lungun til að bæta öndun, oftast hjá þeim sem þjást af astma. 
Þótt þeirra sé neytt í litlum skömmtum samanborið við barksteralyf, geta þau til lengri tíma haft áhrif á kalsíumupptöku og aukið kalsíumútskilnað. Á löngum tíma getur þetta leitt til aukinnar hættu á beinrýrnun/beinbrotum og beinþynningu. 
Steraíinnöndunartæki auka einnig útskilnað króms og sinks. Króm tekur þátt í blóðsykursstjórnun, en sink er nauðsynlegt fyrir vefjaviðgerðir og starfsemi ónæmiskerfisins og heilans, og mikilvægt andoxunarefni. 
 

Verkjalyf 
Algeng verkjalyf eins og parasetamól, kódein og íbúprófen virka öll á mismunandi vegu til að draga úr verkjatjáningu í líkamanum við allskyns kvillum. Rannsóknir benda til þess að parasetamól og kódein hafi ekki mikil áhrif á næringarstöðu okkar, en bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) eins og íbúprófen, sem almennt eru tekin eða ávísuð til að lina verki, draga úr bólgum og stjórna hita, geta gert það ef þau eru tekin í lengri tíma. 
Þessi lyfjaflokkur hefur reynst draga úr magni fólínsýru (B9) sem flyst til vefja sem þurfa á henni að halda. NSAID geta einnig dregið úr upptöku C-vítamíns í vefjum og lækkað B12. Þau geta einnig haft áhrif á þarmavegginn, sem ef skemmist getur aukið járntap með möguleika á skorti og blóðleysi og lækkuðu B12. Venjulega er þessi næringarskortur af völdum tíðrar notkunnar NSAID frekar en bara skammtímanotkunar við hita.  Það er gott fyrir okkur að vita að fólínssýra og B12 eru tvö af næringarefnunum sem við þurfum til að halda skaðlegu homocysteini í skefjum. 

Prótónpumpuhemlar (PPI) og sýrubindandi lyf – meltingarlyf 
Lyf til að lækka magasýru eru venjulega notuð af þeim sem þjást af mikilli magasýru, meltingartruflunum eða slímhúðarvandamálum. Þau eru líka stundum notuð samhliða lyfjum sem geta skemmt þarmavegginn. Algeng einkenni mikillar magasýru geta verið uppþemba, ógleði og brjóstsviði. Dæmi um lyf til að lækka magasýru eru prótónpumpuhemlar (PPI) og sýrubindandi lyf. PPI virka með því að hamla ensíminu, almennt þekkt sem prótónpumpan, sem er staðsett á hvirfilfrumum magaveggsins. Þessi hömlun leiðir til verulegrar minnkunar á framleiðslu magasýru. Sýrubindandi lyf (álhýdroxíð) virka með því að hlutleysa magasýru. 
PPI eru tekin til langs tíma og tengjast lágu magni af magnesíum, þekkt sem blóðmagnesíumlækkun. Minnkun á magasýru dregur úr frásogi steinefna, þannig að frásog magnesíums, járns, kalsíums og sinks geta öll orðið fyrir þessum skaðlegum áhrifum. Þessi lyf eru mjög útbreidd á Íslandi. 
 
Sterar (kortikosteróíðar til inntöku) 
Kortikosteróíðar eru notaðir til að draga úr bólgu og bæla ónæmiskerfið. Þeir eru oft notaðir fyrir þá sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóma eða fyrir þá sem eru með liðagigt. Þeir veita líkamanum bólgueyðandi hormón eins og kortisól sem dregur úr svörun ónæmiskerfisins og dregur úr bólgu og roða. 
Kortikosteróíðar minnka frásog D-vítamíns og kalsíums, sem leiðir til aukinnar hættu á beinrýrnun, beinbrotum og beinþynningu. Sumar rannsóknir benda einnig til þess að skortur gæti orðið á sinki og krómi. Sink er nauðsynlegt fyrir fjölmörg kerfi og ferli í líkamanum, þar með talið ónæmiskerfið, húð, efnafræði heilans og til vefjaviðgerða, en króm tekur þátt í blóðsykursstjórnun. Barksterar geta aukið útskilnað C-vítamíns, sem er næringarefni sem er nauðsynlegt til að stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Kalíumútskilnaður eykst einnig. Beinheilsu vítamín og bætiefni eru því mikilvæg hér. 
 
Lyf við þyngdartapi 
Lyf við þyngdartapi eru að verða sífellt algengari í nútímasamfélagi. Eitt þekktasta lyfið af þessari gerð er „Ozempic“. Þessi lyfjaflokkur hefur reynst árangursríkur og getur verið gagnlegur í sumum tilfellum, en það er nauðsynlegt að breyta mataræði og lífsstíl samhliða. Mataræðið má bæta með litlum breytingum eins og  t.d. að tryggja að ekki sé verið að neyta umfram hitaeininga reglulega. Ennfremur skiptir máli að draga úr neyslu á gjörunnum matvælum með mikilli fitu og miklum sykri. Það breytir miklu að neyta holllra og næringarríkara fæðis með ávöxtum, grænmeti, próteinum, baunum og belgjurtum. 
Þar sem þessir hemlar draga úr niðurbroti og upptöku fitu í þörmum (þannig að þeir fara í gegn frekar en að frásogast) þýðir það að fituleysanleg vítamín geta einnig farið beint í gegn sem getur leitt til skorts á A-, D-, E- og K-vítamínum sem og beta-karótíni. Þessi næringarefni eru nauðsynleg fyrir margvísleg ferli í líkamanum, allt frá heilbrigði húðar og augna til sterks ónæmiskerfis og beina. 

GLP-1 eru stungulyf sem líkja eftir hormóninu GLP-1. Þau bera ábyrgð á að lækka blóðsykur og draga úr þyngd með því að virkja GLP-1 viðtakann sem eykur virkni insúlíns. Þau eru notuð við sykursýki af tegund 2, offitu og vegna hjarta- og æðasjúkdóma. 
GLP-1 geta dregið úr fæðuneyslu með því að bæla niður matarlyst. Lyfið getur að sjálfsögðu leitt til lakari neyslu nauðsynlegra næringarefna og getur leitt til skorts á fjölmörgum mikilvægum vítamínum og steinefnum, en einnig stórum næringarefnum eins og próteini og fitu. Þetta lyf getur einnig hægt á magatæmingu og dregið úr framleiðslu magasýru, sem getur haft áhrif á upptöku næringarefna.  
Þar sem þetta eru ný lyf liggja engar rannsóknir fyrir umfram það að lyfið dregur úr matarlyst og þar með næringarefnainntöku. Þó benda sumar nýlegar rannsóknir til þess að þau næringarefni sem eru í mestri hættu og séu að tapast séu járn, magnesíum, kalíum, kólín og D-vítamín. En þar sem þessi matvæli geta einnig verið lág í almenningi vegna lélegs mataræðis þarf að efna til frekari rannsókna svo allt liggi skýrar fyrir. 
 
Hvers vegna skiptir þetta máli? 
Grunnatriði heilbrigðs lífs koma frá ýmsum venjum í daglegu lífi okkar, þar sem næring okkar er lykilþáttur. Fjölbreytt og næringarríkt mataræði hjálpar til við að veita líkamanum það magn næringarefna sem hann þarfnast, sem styður við heilann, hjartað, orkustig og fleira. Fjölvítamín getur einnig hjálpað til við að fylla upp í næringarskort í mataræðinu. 
Takmörkun á neyslu á koffíni, áfengi og tóbaki er einnig mikilvæg, en líka minni neysla á sykri. Sykur og áfengi eru kapítuli út af fyrir sig enda bæði næringarefnahamlandi, sem þýðir að þau fjarlægja fleiri næringarefni úr líkamanum en þau gefa. Þau geta einnig haft áhrif á mataræði okkar, orkustig og andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að reykingar draga úr aðgengi sumra næringarefna, þar á meðal C-, E- og D-vítamínum, kalsíum, járni, sinki og mörgum fleirum. Tannín sem finnast m.a. í svörtu te bindast steinefnum í mataræðinu og koma í veg fyrir að þau frásogist. Ef þú drekkur mikið svart te gæti steinefnastaða þín verið lág.  
Líkamleg vikni er líka mikilvæg til að viðhalda og bæta hjarta- og æðar og heila. Hreyfing bætir stjórn á hjartslætti, bætir blóðþrýsting og kólesterólmagn en eflir jafnframt geðheilsu okkar, stjórnar blóðsykri og viðheldur heilbrigðri þyngd. 

Og svo er það blessuð streitan sem bókstaflega étur upp næringarefni. Mörg okkar lifa annasömu og stressandi lífi sem getur haft veruleg áhrif á heilsu okkar. Streita per se er þekkt fyrir að valda næringarskorti á mikilvægum vítamínum og steinefnum eins og magnesíumi, járni, C-vítamíni og B-vítamínum, sérstaklega B5. Það er því alltaf góð hugmynd að taka fjölvítamín, góðar olíur og auka magnesíum til að berjast gegn þessum hugsanlega næringarefnaskorti og tryggja að við fáum rétta næringu sem styður við lífsstíl okkar. 

Heimildir:

Neuvonen PJ. Interactions with the absorption of tetracyclines. Drugs. 1976;11(1):45-54.

Aziz, F., Patil, P. Role of Prophylactic Vitamin K in Preventing Antibiotic Induced Hypoprothrombinemia. Indian J Pediatr 82, 363–367 (2015)

Bhat RV, Deshmukh CT. A study of Vitamin K status in children on prolonged antibiotic therapy. Indian Pediatr. 2003 Jan;40(1):36-40. 

Konstantinidis T, Tsigalou C, Karvelas A, Stavropoulou E, Voidarou C, Bezirtzoglou E. Effects of Antibiotics upon the Gut Microbiome: A Review of the Literature. Biomedicines. 2020 Nov 16;8(11):502.

Kontoghiorghes GJ. The Puzzle of Aspirin and Iron Deficiency: The Vital Missing Link of the Iron-Chelating Metabolites. Int J Mol Sci. 2024 May 9;25(10):5150.

Chopyk, J., Cobián Güemes, A.G., Ramirez-Sanchez, C. et al. Common antibiotics, azithromycin and amoxicillin, affect gut metagenomics within a household. BMC Microbiol 23, 206 (2023).

Ramirez J, Guarner F, Bustos Fernandez L, Maruy A, Sdepanian VL, Cohen H. Antibiotics as Major Disruptors of Gut Microbiota. Front Cell Infect Microbiol. 2020 Nov 24;10:572912.

McDonald LC. Effects of short- and long-course antibiotics on the lower intestinal microbiome as they relate to traveller's diarrhea. J Travel Med. 2017 Apr 1;24(suppl_1):S35-S38. 

Zaura E, Brandt BW, Teixeira de Mattos MJ, Buijs MJ, Caspers MPM, Rashid M, Weintraub A, Nord CE, Savell A, Hu Y, Coates AR, Hubank M, Spratt DA, Wilson M, Keijser BJF, Crielaard W. 2015. Same Exposure but Two Radically Different Responses to Antibiotics: Resilience of the Salivary Microbiome versus Long-Term Microbial Shifts in Feces. mBio 6:10.1128/mbio.01693-15.

Gheysens T, Van Den Eede F, De Picker L. The risk of antidepressant-induced hyponatremia: A meta-analysis of antidepressant classes and compounds. European Psychiatry. 2024;67(1):e20.

Prescott JD, Drake VJ, Stevens JF. Medications and Micronutrients: Identifying Clinically Relevant Interactions and Addressing Nutritional Needs. J Pharm Technol. 2018 Oct;34(5):216-230. 

Keith DA, Gundberg CM, Japour A, Aronoff J, Alvarez N, Gallop PM. Vitamin K-dependent proteins and anticonvulsant medication. Clin Pharmacol Ther. 1983 Oct;34(4):529-32.

Davies VA, Rothberg AD, Argent AC, Atkinson PM, Staub H, Pienaar NL. Precursor prothrombin status in patients receiving anticonvulsant drugs. Lancet. 1985 Jan 19;1(8421):126-8

Aghamohammadi V, Gargari BP, Aliasgharzadeh A. Effect of folic acid supplementation on homocysteine, serum total antioxidant capacity, and malondialdehyde in patients with type 2 diabetes mellitus.

Mohn ES, Kern HJ, Saltzman E, Mitmesser SH, McKay DL. Evidence of Drug-Nutrient Interactions with Chronic Use of Commonly Prescribed Medications: An Update. Pharmaceutics. 2018 Mar 20;10(1):36.

Kishi T, Watanabe T, Folkers K. Bioenergetics in clinical medicine XV: Inhibition of coenzyme Q10-enzymes by clinically used adrenergic blockers of beta-receptors.
Res Commun Chem Pathol Pharmacol 1977; 17: 157-164,

Tyrer LB. Nutrition and the pill. J Reprod Med. 1984 Jul;29(7 Suppl):547-50. 

Pincemail J, Vanbelle S, et al. Effect of different contraceptive methods on the oxidative stress status in women aged 40 48 years from the ELAN study in the province of Liege, Belgium.

Palmery M, Saraceno A, Vaiarelli A, Carlomagno G. Oral contraceptives and changes in nutritional requirements. Eur Rev Med Pharmacol Sci. 2013 Jul;17(13):1804-13.

Aghamohammadi V, Gargari BP, Aliasgharzadeh A. Effect of folic acid supplementation on homocysteine, serum total antioxidant capacity, and malondialdehyde in patients with type 2 diabetes mellitus. J Am Coll Nutr. 2011;30:210-215.

Lender, M. (1979). Adverse Effects of Aluminum-Containing Antacids on Mineral Metabolism. Gastroenterology.

Yunice, A. A., Czerwinski, A. W., & Lindeman, R. D. (1981). Influence of Synthetic Corticosteroids on Plasma Zinc and Copper Levels in Humans. The American Journal of the Medical Sciences, 282(2), 68–74.

Langsjoen PH, Langsjoen AM.
The clinical use of HMG CoA-reductase inhibitors and the associated depletion of coenzyme Q10: A review of animal and human publications.
Biofactors 2003; 18 (1-4): 101-111.

Jula A, Marniemi J, Huupponen R, Virtanen A, Rastas M, Rönnemaa T. Effects of Diet and Simvastatin on Serum Lipids, Insulin, and Antioxidants in Hypercholesterolemic Men: A Randomized Controlled Trial. JAMA. 2002;287(5):598–605.

Mohn ES, Kern HJ, Saltzman E, Mitmesser SH, McKay DL. Evidence of Drug-Nutrient Interactions with Chronic Use of Commonly Prescribed Medications: An Update. Pharmaceutics. 2018 Mar 20;10(1):36.

Tran, N.T., Nguyen, L.T., Berde, Y. et al. Maternal nutritional adequacy and gestational weight gain and their associations with birth outcomes among Vietnamese women. BMC Pregnancy Childbirth 19, 468 (2019). 

Lopresti AL. The Effects of Psychological and Environmental Stress on Micronutrient Concentrations in the Body: A Review of the Evidence. Adv Nutr. 2020 Jan 1;11(1):103-112. 

Preston AM. Cigarette smoking-nutritional implications. Prog Food Nutr Sci. 1991;15(4):183-217. PMID: 1784736.

 


Af hverju kanill er frábær til að hefta sykurlöngun, bæta hjartaheilsu, slá á mígreni og meira til?

Ríkulegt bragð og frábær fyrir heilsuna. Hvað er hægt að biðja um meira? Kanill gerir matinn sannarlega áhugaverðari og vandaðaður kanilkraftur í formi bætiefnis getur líka stutt við almenna vellíðan þína, stjórnað blóðsykrinum, bætt orkuna, hækkað góða kólesterólið og slegið á mígreni, svo fátt eitt sé nefnt.

Uppruni kanilsins; Mikilvægt.
Kanill, (Cinnamomum verum), er eitt elsta og mikilvægasta kryddið í mannkynssögunni. Hann var notaður af Egyptum til forna, varð mikilvægur gjaldmiðill í Miðausturlöndum og kanill er lofaður í ýmsum í trúarritum. Kanill hefur m.ö.o. verið dýrmætur hluti af mannkynssögunni þúsundir ára. 1

En það er bara ein tegund af kanill sem flokkast sem hinn “sanni kanill”, það er sá sem upprunninn er frá Sri Lanka (aður Ceylon) og sá sem Evrópubúar ræktuðu allt frá 17, öld á Madagaskar með góðum árangri. Síðan hefur hinn frægi Ceylon kanill vaxið og dafnað við rétt skilyrði víðsvegar um heim. 2 Það er líka gott fyrir okkur að vita að til eru mismunandi tegundir af kanil með afar ólíka kosti. En það er bara ein tegund sem stendur upp úr og hefur frábær og jafnvel framúrskarandi áhrif á heilsuna.

kanill 2

Byrjum á því mikilvægasta í dag; Blóðsykurstjórnuninni
Í heimi þar sem allt leikur á reiðiskjálfi, þar með talið blóðsykurinn, er notalegt að vita af aðgengilegum ráðum til að getað hamið hann og tamið, svo um munar. Sögur hafi lengi verið uppi um að kanill hafi vænleg áhrif á blóðsykurinn. Nú hafa nútíma vísindin stutt að kanill getur haft mjög góð áhrif á sykursýki af tegund 2.i. Þá hefur verið sýnt fram á að neysla á Ceylon kanil viðheldur heilbrigðum blóðsykri sem felst í því að hann eykur glúkósaupptöku í frumum líkamans og insúlínæmi. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að kanill getur fært okkur góða orku og um leið forðað okkur frá því missa niður orkuna. Kanill hefur góð áhrif á blóðsykur hjá heilbrigðum einstaklingum og þeim sem þjást af sykursýki 2 sem geta með þessu móti forðast bæði háa toppa og lága dali sem leiða til þreytu og stundum jafnvel slappleika. 

Svo er það þetta með þyngdarstjórnunina
Að þessu sögðu liggur fyrir að kanill hefur þá kosti að geta hjálpa okkur að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd. Flestar rannsóknir á kanil sem lúta að líkamsþyngd sýna að hinn frægi BMI stuðull komst í gott lag og mittismálið minnkaði með inntöku kanilkrafts. 5 Meira gott hefur komið á daginn því með rannsóknum hefur líka verið sýnt fram á öflug áhrif á hjarta- og æðakerfi, hann er gagnlegur fyrir þá sem þjást fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og góður fyrir þá sem glíma við mígreni.

Stuðningur við hjartaheilsu
Kanill styður hjartað og blóðrásina. Sterkar vísbendingar erum um að kanill stuðli að viðhaldi eðlilegs blóðfitugildis og ýti undir framleiðslu á háþéttni lípópróteini (HDL), eða „góða“, kólesterólinu. Birst hafa niðurstöður um bata á bæði slagbils- og þanbilsþrýstingi á allt að 7 dögum í röð eftir neyslu á Ceylon kanilkrafts. 6

Bólgueyðandi
Ceylon kanill hefur mýmarga kosti, þar á meðal verulega andoxunarvirkni og getu til að vernda gegn oxunarálagi og bólgum. Próteinin Interlukein-6 (IL-6) og C-Reactive Prótein (hs-CRP) eru almennt tengd bólgum og oxunarálagi; Ceylon kanilþykkni reyndist draga verulega úr þessum merkjum. 7

Það er einmitt nákvæmlega þessir bólgueyðandi kraftar kanils sem geta hjálpað gegn öðrum heilsufarsvandamálum. M.a. er talið að mígreni stafi af auknum bólgum, þar á meðal nituroxíði og IL-6, þar sem þau leiða bæði til bólgu- og taugaverkja. Í klínískum rannsóknum hefur komið í ljós að kanill dregur úr þessum bólgum sem leiða til jákvæðra áhrifa á alvarleika, tíðni og lengd mígreniskasta. 8

Vinnur gegn PCOS einkennum
Svo er það sem hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, þekkt sem PCOS. En PCOS er hormónasjúkdómur sem hefur áhrif á um það bil eina af hverjum 15 konum á barnseignaraldri um allan heim. PCOS eykur hættuna á efnaskiptasjúkdómum eins og insúlínviðnámi, offitu og hjarta- og æðasjúkdómum. 9 Góðu fréttirnar í því tilliti eru þær að Ceylon kanilkraftur eykur insúlínviðnám og bætir blóðsykursgildi og blóðfitugildi og styður við þyngdarstjórnun. Kanilkraftur hefur því reynst góður kostur til að styðja við þá sem þjást af PCOS. 10 11

Kanill sem bætiefni
Kanill er vissulega frábær í dagsins önn sem krydd út á hafragrautinn, í kökur, drykki og fleira og um að gera að nota og njóta sem oftast. En til að tryggja að þú njótir hans í “lækningskyni” er betra að velja lífrænan Ceylon kraft sem færir þér á bilinu 1000-6000 mg (1-6gr) og hafðu hann án undantekninga Ceylon/Sri lanka kanil. Það er hinn áhrifaríki kanill og skammtur sem vísindin hafa rannsakað og styður við blóðsykurstjórnun og allt það sem á undan er talið. Kannaðu líka hvort bætiefnið/krafturinn sé án bindi- og fylliefna og annarra gerviefna sem ég kýs stundum að kalla “nastís”; að ekki sé því til fyrirstöðu að hann nýtist þér sem best.

Hvað segja ayurvedafræðin?

Ein af þeim fræðum sem hafa lagt mikið upp úr neyslu kanils í þúsundir ára eru Ayurvedafræðin. Þau hafa einmitt greint eiginleika Ceylon kanilsins niður í frumeindir og áhrif hans á líkamlega og ekki síður andlega heilsu. Og svona flokka fræðin Ceylon kanil:

  • Rasa: Sæti kanillinn vekur hlýju og gleði.

  • Virya: Hitandi kostir kanils styrkja melinguna og auka brennslu.

  • Vipaka: Sætur eftirkeimur kanils vekur upp notalega tilfinningu og fullnægju.

  • Áhrif á dosurnar: Kanill kemur jafnvægi á vata- og kapha orkutegundirnar og mildar pitta orkuna upp að vissu marki.

  • Eykur orku Vyana Vayu: Vyana Vayu er það sem eykur blóðrásina og dreifir mikilvægum næringarefnum um líkamann. Heitir eiginleikar kanilsins örva blóðflæði, stuðla að betri lífsþrótti og vellíðan, sem er sérlega gott yfir kaldari mánuðina sem eru auðvitað allir mánuðir á Íslandi að undanskildum sumarmánuðunum.

    Helstu kosti kanils að öðru leyti: Kanill bætir blóðrásina og styður hjartaheilsu og færir vataorkunni notalega uppörvun. Bætir við extra lagi af vörn gegn árstíðabundnum sjúkdómum því kanill er líka örverudrepandi. Síðast en ekki síst; hjálpar kanill við að stjórna blóðsykri, sem getur komið á stöðugleika í orku og í veg fyrir taumlausa löngun í hitt og þetta.

 

Heimildir:

1 Suriyagoda L, Mohotti AJ, Vidanarachchi JK, Kodithuwakku SP, Chathurika M, Bandaranayake PCG, Hetherington AM, & Beneragama CK. “Celyon cinnamon”: Much more than just a spice. Plants, People, Planet. 2021; 3 (4) 319-336

2 Pathirana R, & Senaratne R. An Introduction to Sri Lanka and Its Cinnamon Industry. Cinnamon. 2020; 1-38

3 Nuffer W, Bull ST, Bakhach H, & Nuffer M. Sweetly Improving Sugars? Reviewing Cinnamon's Effect on Blood Glucose. Journal of Medicinal Food. 2023; 26 (1) 68-73

4 Kizilaslan N, & Erdem NZ. The Effects of Different Amounts of Cinnamon Consumption on Blood Glucose in Healthy Adult Individuals. International Journal of Food Science. 2019; 2019, 4138534

5 Jain SG, Puri S, Misra A, Gulati S, & Mani K. Effect of oral cinnamon intervention on metabolic profile and body composition of Asian Indians with metabolic syndrome: a randomised double-blind control trial. Lipids in Health and Disease. 2017; 16, 113.

6 Zhang K, Li Y, Lin X, Daneshar M, Karamian F, & Li M. Effect of cinnamon supplementation on blood pressure, oxidative stress, and inflammatory biomarkers in adults: An umbrella review of the meta-analyses of randomised controlled trials. Nutrition, Metabolism, and Cardiovascular Disease. 2024;  34 (12) 2659-2668

7 Delaviz E, Salehi M, Ahmadi A, Fararooei M, Vakili M, & Ashjazadeh N. Effect of Cinnamon on Inflammation Factors, Pain and Anthropometric Indices in Progressive-relapsing Multiple Sclerosis Patients: A Randomised Controlled Trial. Jundishapur Journal of Natural Pharmaceutical Products. 2021; 16 (1) e14505

8 Khorvash F, Askari G, & Zarei A. The effect of cinnamon on migraine treatment and blood levels of CGRP and IL-6: A double-blinded randomised controlled clinical trial. Journal of the Neurological Sciences. 2019; 405, Supplement, 106-107

9 Dunaif A. Insulin resistance and the polycystic ovary syndrome: mechanism and implication for pathogens. Endocrine Reviews. 1997; 18 (6) 774-800

10 Heshmati J, Sepidarkish M, Morvaridzadeh M, Farsi F, Tripathi N, Razavi M, & Razaeinejad M. The effect of cinnamon supplementation on glycaemic control in women with polycystic ovary syndrome: A systematic review and meta-analysis. Journal of Food Biochemistry. 2020; 45 (1) e13543

11 Borzoei A, Rafraf M, Niromanesh S, Farzadi L, Narimani F, & Doostan. Effects of cinnamon supplementation on antioxidant status and serum lipids in women with polycystic ovary syndrome. Journal of Traditional and Complementary Medicine. 2018; 8 (1) 128-133

 

 


Vítamínin sem koma þér í gegnum veturinn - og kosningarnar!

 

Svo gæti farið að margir verði hóstandi með heilaþoku kjörklefunum í lok nóvember. Kvefið er komið og flensan færist nær og nær. Nú þegar vetur gengur í garð, að ekki sé talað um þegar flensan mætir af öllum sínum þunga er gott að vera búin að byggja upp mótstöðu. Í það minnsta þannig að flensan taki ekki af okkur viljann til að kjósa eða hugsa rökrétt.

Mesta umtalið er ávallt um C-vítamín í fylgd góðra fitusýra sem veitir frábært viðnám gegn veikindum og er gulls ígildi fyrir ónæmiskerfið, húðina og orkustigið. En það þarf miklu meira til að komast í gegnum myrkustu og köldustu mánuði ársins, sérstaklega þegar álagið er mikið.
vítamín

Óumsemjanlegt!!

Í fyrsta lagi er það að taka inn D-vítamín á þessum tíma árs óumsemjanlegt. Skortur á sólskini á norðurhjara veraldar kallar á D-vítamín á hverjum einasta degi. Höfum í huga nokkra hópa sem eru útsettari fyrir skorti en aðrir: Það eru börn undir 5 ára aldri, þungaðar konur, konur með barn á brjósti og aldraðir. Það er á okkar ábyrgð að passa upp á þesssa viðkvæmu hópa.
Ef þú finnur að þú ert að veikjast eða veikist oftar en venjulega getur það verið merki um lágt magn af D-vítamíni, sem er algengara en fólk heldur þrátt fyrir alla umræðuna. Þess utan hjálpar D-vítamín líkamanum að taka upp kalk og fósfat, sem eru tvö nauðsynleg steinefni fyrir beinheilsu og vöxt. Í frumum líkamans eru jafnframt viðtakar sem virka betur til að halda ónæmiskerfinu virku ef nægt D-vítamín er til staðar. D-vítamín hjálpar okkur að verjast alvarlegum öndunarfærasjúkdómum og árið 2017 var sýnt fram á fylgni á milli hás magns D-vítamíns í líkamanum og gnægðar örvera í þörmunum sem er tengt góðri meltingarheilsu. Einnig hefur D-vítamín verið tengt minni bólgum, styrkari vöðvum og sterkari liðum. Þetta hefur m.a. komið fram í British Medical Journal.

 

B6 vítamín fyrir betra geð

Öll B-vítamínin eru mikilvæg. Í raun mikilvægustu orkuvítamínin. Þar sem B6 stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins er það ákaflega mikilvægt á kvef- og flensutímabilinu. Mikilvægið stafar af stórum hluta í stuðningi við framleiðslu T-eitilfrumna en það eru verndarfrumur sem senda boð sem stjórna viðbrögðum ónæmiskerfisins gegn sýkingum. Ef þú þjáist af minni orku og aukinni þreytu yfir vetrartímann ætti B6 að lyfta þér upp. Það gerir líkamanum kleift að breyta fæðu í orku. Árstíðabundin röskun, kölluð SAD, getur valdið vonleysistilfinningu, trega og einbeitingarörðugleikum. B-vítamín tryggja í raun betra geð og góða vitræna virkni. B6 hefur einkum áhrif á taugaboðefni í heila sem hjálpa til við að stjórna skapi og andlegri starfsemi. Ef deyfðin nær tökum á þér yfir vetrartímann er mikilvægt að hafa B6-vítamínið í hámarki. 

Sink fyrir betri svefn

Sink er steinefni sem er frábært að taka inn á veturna til að styrkja náttúrulegar varnir líkamans, sérstaklega gegn árstíðabundnum húðvandamálum. Kalt og þurrt vetrarloft er ansi oft harkalegt fyrir húð og slímhúð. Sink er eitt af því sem ýtir undir að sár grói og viðheldur góðri slímhúð. Gott sinkmagn í líkamanum hjálpar til við að koma í veg þurrk og sprungur. Þá styðja rannsóknir við að sink geti stytt kveftímann. Ávinningurinn af því að taka sink með C-vítamíni hefur verið skjalfestur: í einni rannsókn komust vísindamenn að því að samsetningin C- vítamín og sink er verulega áhrifarík til að draga úr nefrennsli. Hitt er, sem við mörg vitum, að skortur á náttúrulegu ljósi og kaldara hitastig, kemur oft í veg fyrir að við fáum góðan nætursvefn. Nægilegt magn af sinki getur unnið gegn því. Ef þú átt í erfiðleikum með að loka augunum og festa svefn í vetur skaltu íhuga að narta í graskersfræ (kannski ekki af ástæðulausu úr aðal þakkargjörðar grænmetinu). Auk þess að vera rík uppspretta sinks innihalda graskerfræ einnig melatónín sem styður við heilbrigðan svefn. Það er skynsamlegt að leggja ríka áherslu á sink yfir vetrarmánuðina.

Omega-3 fyrir mýkri húð

Omega-3 fitusýrur eru lífsnauðsynlegar allt árið um kring. En yfir vetrarmánuðina þegar loftið er kaldara og þurrara tryggja þær húðinni raka og teygjanlega. Omega 3 fitusýrur eru líka bólgueyðandi og halda því “þurrum” húðsjúkdómum (eins og exemi), sem blossa gjarnan upp á veturna, í skefjum. Á saman tíma smyrja þær liði og eru í raun ómissandi hluti af vetrarlífinu. Omega fitursýrur halda rakanum inni í frumuhimnunum og styðja því við ónæmiskerfi húðar. Þótt mikilvægt sé að bera á sig góðar olíur yfir vetrartímann eru Omega 3 fitusýrurnar það sem heldur okkur virkilega djúsí. Ekki gleyma því að Omega 3 draga úr bólgum, lækka blóðþrýsing og bæta almennt hjarta- og æðakerfi. Það er mikilvægt á streitutímum, eins og á kosningavetri.

Járn fyrir bætta orku

Járn er sannarlega orkugefandi steinefni sem þarf til að búa til blóðrauða, mikilvægan hluta rauðra blóðkorna. Blóðrauði flytur súrefni um líkamann og frásogar orku úr fæðugjöfum. Þannig að ef þig skortir járn eru líkur á því að þú finnir fyrir stöðugri þreytu, líkt og að þú sért að keyra á tómum tanki. Börn og barnshafandi konur og konur á barnseignaraldri hafa oft lægra járnmagn. Ef þér er nú þegar of kalt, þótt ekki sé kominn hávetur, getur verið þess virði að láta kanna járnið þitt þar sem lágt magn getur hindrað getu líkamans til að mynda, geyma og dreifa hita. Ráðlagður daglegur skammtur fyrir karla er 8,7 mg fyrir karla og um það bil tvöfalt það, eða 14,8 mg, fyrir konur á barnseignaraldri. Gakktu úr skugga um að þú hafir eitthvað C-vítamín við höndina til að auka frásog járnsins.

Ofurkraftar ylliberja

Ylliber, þessi smáu dökku ber eru hreint kyngimögnuð. Á þau er minnst víða í alþýðulæknisfræði mismunandi landa og sagt að þau haldi okkur heilsuhraustum í gegnum köldustu mánuði ársins. Andoxunarefnin sem búa í þessum litlu berjum halda ekki aðeins ónæmiskerfinu sterku heldur eru einnig talin hafa bakteríudrepandi og veirueyðandi ofurkrafta. Það geta sannarlega stytt kvef- og flensutímann.

C-vítamínið sjálft 

C-vítamín er alltaf gott á kvef- og flensutímum. Kannski það allra mikilvægasta. Fyrir utan að rétta líkamanum hjálparhönd þegar þú reynir að koma í veg fyrir kvef í kulda býr C-vítamín yfir ótrúlegum andoxunareiginleikum sem geta hjálpað þér við að takast á við algeng vetrarhúðvandamál. Í raun og veru er C-vítamín hið eina og sanna “kollgen” sem gerir við skemmdar húðfrumur, endurnýjar húð og viðheldur henni.

B 5 fyrir minni streitu, kannski kosningavítamínið?

Svo er það annað B- vítamín. B5 vítamín, sem vert er að nefna. Stundum nefnt „andstreitu“ vítamínið vegna þess að það getur snúið við líffræðilegum skaða af völdum streitu. Líkamlegt, tilfinningalegt og sálrænt álag veldur gjarnan því að nýrnahetturnar seyta kortisóli (langtíma streituhormóni) og adrenalíni (skammtíma streituhormóni). Langvarandi streita knýr framleiðslu á of miklu af þessum hormónum, sem getur valdið skaða, jafnvel löngu eftir að álagið er yfirstaðið. Þegar B5 vítamín er í nægilegu magni í líkamanum dregur það úr seytingu kortisóls og líkaminn er betur fær um að jafna sig. Í skortsástandi getur farið svo að nýrnahetturnar ráði ekki við álagið og skortur verður á heilbrigðum viðbrögðum gegn mýmörgum streituvöldum. Langvarandi álag tekur lífeðlisfræðilegan toll. B5 vítamín er því kannski aldrei mikilvægara en nú veturinn 2024.

 

 

 

 


Hugleiðslumaraþon í miðborginni

Systrasamlagið efnir til hugleiðslumaraþons í miðborginni laugardaginn 20. júlí frá 10-16.

Boðið verður upp á nokkrar ólíkar tegundir af hugleiðslu úr mismunandi menningarheimum. Við fáum til liðs við okkur reynda hugleiðslukennara sem munu miðla þekkingu sinni og leiða okkur hver í gegnum sína hugleiðslu.

Hugleiðslumaraþonið fer nánar tiltekið fram í Systrasamlaginu og ef til vill að einhverju leyti í Leynigarði Systrsamlagsins, ef veður leyfir. Hægt verður koma inn hvenær sem er dagsins og hefja hugleiðslu á heila tímanum en auðvitað er líka gaman að gefa sér daginn og prófa þær flestar, ef ekki allar. Dásamleg leið til að róa hugann, taugakerfið, hjartað og takast á við streitu. 

HUGLEIÐSLUMARAÞON MOGGINN

M.a. þess sem kemur við sögu eru:

Möntruhugleiðsla
Kirtan
Indversk hugleiðsla
Kyrrðarbæn
Lectio Divina
Hljóðbað

Hugleiðslukennarar að þessu sinni eru Thelma Björk, Össi Árnason, Shilpa Khatri Babbar, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Vala Gestsdóttir.

 

Nánari dagskrá og meira um hugleiðslurnar og kennarana:

10:00 Thelma Björk sem er allt í senn jóga og listgreinakennari með diplóma í jákvæðri sálfræði og stofnandi Andaðu er konan á bakvið hugleiðslumorgna alla föstudaga í Systrasamlaginu. Hún mun leiða okkur í gegnum möntruhugleiðslu.Í hugleiðslu með möntrum er farið með endurtekna þulu í huganum eða upphátt til að ná hlutlausum huga og til að slökkva á truflandi hugsunum. Með möntrusöng er unnið með orð eða röð orða sem eru endurtekin til að framkalla breytingu á huga og vitund. Að sögn Thelmu Bjarkar færir það henni hugarró að syngja möntrur. Það sefar hugann og hjálpar okkur að losa upp óæskileg hugsanamynstur sem valda okkur hugarangri

11:00 Össi Árnason er fyrrum sjómaður og kvikmyndagerðamaður. Hann fór til Indlands og lærði jógakennarann og hefur síðasta áratug haft brennandi áhuga á andlegum og líkamlegum málefnum. Hann kynnir okkur fyrir kirtan hugleiðslu og mætir með gítarinn. Sanskrít orðið „kirtana“ þýðir „að endurtaka“. Kirtan er frábær leið til að róa taugarnar og sefa hugann, sem verður þá náttúrulega hneigður til að hugleiða. Kirtan er upphaflega æft með sanskrít möntrum en það er í raun hægt að gera það á hvaða tungumáli sem er, svo framarlega sem tilfinningin og hugarfarið er til staðar.

12:00 Dr. Shilpa Khatri Babbar er félagsfræðingur og formaður indverskra fræða við Háskóla Íslands þar sem hún hefur kennt hindímál og indverska menningu síðan 2022. Hún er fædd og uppalin á Indlandi og hefur iðkað ayurveda, chanting og Bhakti jóg sem saman mynda stoðir indverskrar hugleiðslu. Shilpa segir forna indverska heimspeki sjálfstyrkjandi. Hún hefur haldið meira en 50 afar vinsæla fyrirlestra á Íslandi með áherslu á indversku reynsluvísindin.Dr. Shilpa lítur á heiminn sem eina stóra fjölskyldu og sér sig sem sendiherra innri friðar, friðar á milli fólks og milli okkar og alheimsins. Eina markmið hennar er að verða betri manneskja.

13:00 Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sem er æskulýðs- og fræðslufulltrúi Hafnarfjarðarkirkju er í námi í Spiritual Direction, hún er með kennsluréttindi í hugleiðsluaðferðum kristinnar trúar frá Contemplative Outreach og fyrir jólin 2023 komu út Kyrrðarlyklar eftir hana sem eru spjöld sem styðja við bæn, íhugun og hugleiðslu. Bylgja Dís kemur inn með kyrrðarbæn og Lectio Divina sem eiga rætur sínar að rekja til hugleiðsluarfs kristinnar trúar. Kyrrðarbæn fer fram í þögn og ásetningur hennar er að dvelja í nærveru Guðs, eða æðri máttar, handan hugsanna, orða og tilfinninga. Í Lectio Divina er helgur texti lesin fjórum sinnum með þögn á milli og í þögninni íhugar hvert og eitt okkar textann á sínum forsendum.

14:00 Andrými og kaffistund. Kaffihúsið opið með léttum veitingum.

15:00 Vala Gestsdóttir lærði tónheilun og hjá Acutonics í Englandi. Grunnur Völu liggur í tónlist en hún hún er með meistaragráðu úr Tónlistardeild LHÍ, auk þess sem hún lærði hljóðfræði og hljóðupptökur við SAE Institute í London. Vala miðlar tónheilun sem er heilandi meðferð sem byggir á hljóðbylgjum sem streyma um líkamann og losa um spennu og uppsafnaðar stíflur sem myndast við áföll og annað mótlæti sem við verðum fyrir í lífinu. Tónheilun getur umbreytt lærðu hegðunarmunstri sem við sitjum uppi með, munstri sem ekki þjónar neinum tilgangi og getur aftrað heilbrigðu flæði á leið okkar í lífinu.

16:00. Dagskrárlok.

Þetta verKefni er unnið i samvinnu við Andaðu og Sumarborgina

ATH: Kaffihús og verslun Systrasamlagsins er lokuð á meðan hugleiðsla/fræðsla er í gangi

Gengið er inn bakdyramegin, í gegnum garðinn.

Hægt verður að fá sér drykk og meðí á milli hugleiðslustunda.

Vekjum líka athygli á andrýminu milli hugleiðsla sem verður frá 14-15.

ÖLL velkomin og aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

 

 

 


Hvernig er best að forðast gjörunnin vítamín og bætiefni?

 

 

Flestur matur sem við borðum fer í gegnum einhvers konar vinnslu og er alls ekki allur slæmur. Einfaldast er auðvitað að elda heima; sjóða hrísgrjón, hræra egg eða saxa og búa til ferskan grænmetisrétt. Þegar iðnaðarvinnsla hefur bæst við er maturinn gjarnan orðinn meira skaðlegur, eða í það minnsta ekki eins næringaríkur. Það að hreinsa korn eins og hveiti eða hrísgrjón til að búa til „hvítar“ útgáfur er gott dæmi um það þegar það besta er fjarlægt. Þetta vinnsluferli rífur burt trefjarnar og mikið af næringarefnum. Ef þú ferð lengra upp skalann færð þú það sem kallað er gjörunnin matvæli, sem blessunarlega eru loks til umræðu.

Gjörunnin matvæli geyma langan lista af innihaldsefnum sem þú myndir aldrei bæta við matinn ef þú býrð hann til heima hjá þér. Veltu fyrir þér um rotvarnarefnum, litarefnum, bragðefnum, þykkingarefnum, sveiflujöfnunarefnum og öllu því sem hljómar “efna”! Því miður inniheldur þessi flokkur mörg matvæli sem fyrirfinnast í skápnum okkar, þar á meðal morgunkorn, fjöldaframleitt brauð, kjöt, og tilbúið grænmetiseitthvað, sem hljómar svo vel... [i].

Gjörunnin matvæli hafa tilhneigingu til að innihalda meira af sykri og/eða sætuefnum, sem og meira af mettaðri fitu og gjarnan slatta af hitaeiningum sem stundum eru alveg næringarlausar.
Það eru verulegar heilsufarslegar afleiðingar af gjörunnu mataræði, þar á meðal aukin hætta á sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum, IBS, þunglyndi, krabbameini og offitu, svo og ofnæmis- og sjálfsofnæmissjúkdómum, astma hjá börnum og hjarta- og efnaskiptabreytingum í æsku [ii] [iii] [iv]. Að lifa á gjörunnum matvælum skilur fólk oft eftir of þungt en samt vannært sem þýðir að það skortir mikilvæg næringarefni, vítamín og steinefni. Að forðast gjörunnin matvæli getur því verið gagnlegt fyrir alla aldurshópa.

gjörunnin vítaminMörg okkar eru orðin meðvituð og kjósa að forðast aukaefnin sem unnin matvæli innihalda. En getum við beitt þessum sömu rökum við val okkar á vítamínum og fæðubótarefnum?


Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt forðast vinnslu þegar vítamín og bætiefni eru búin til, en vissulega er hægt að gera ráðstafanir til að halda þeim eins hreinum og virkum og mögulegt er. Sérstaklega með því að forðast “hjálparefni” sem hafa ekkert næringarfræðilegt gildi og geta í raun haft skaðleg áhrif á heilsu okkar, umhverfið og ekki síst á verksmiðjustarfsmenn sem starfa við framleiðslukeðjunnar.

Hvernig á að bera kennsl á gjörunnin vítamín og bætiefni?
Það er margt í boði á markaðnum í dag sem er vægast sagt misjafnt að gæðum. Á meðan sumt er aðgengilegt í matvöruverslunum fæst margt nær eingöngu á netinu. Þar er því miður hellingur sneisafullir af allskyns óþarfa; litað og bragðbætt, óvandaðir vökvar, freyðitöflur, gúmmí og steyptar töflur með staflana af allskyns auka- og hjálparefnum svo það líti sem best út fyrir neytandann. Aukaefnin eru “hönnuð” með það í huga að gera vítamínin og bætiefnin aðlaðandi í útliti og á bragðið en einnig til að draga úr framleiðslukostnaði.

Þarna leiða oft snjöll skilaboð fókusinn hjá slæmum aukaefnum og minna heilbrigðum formúlum. Hérna komum við að kjarna málsins því fjölmargar rannsóknir hafa tengt mörg af þessum efnum við heilsufarsvandamál. Hér mætti nefna gervi rotvarnarefni eins og natríumbensóat sem stuðlar að hegðunarvandamálum hjá börnum og ofvirkni og svo margt annað [v] Svo spurning er, hverju ættir þú að leita eftir og hvað áttu að forðast? Að velja hrein vítmín og bætiefni í stað gjörunninna er hægt að gera með því að lesa innihaldslýsinguna.

Köfum aðeins dýpra inn í heim gjörunnina hráefna sem þú finnur í smáa letrinu:
Sykur, glúkósasíróp, maltsíróp og dextrósi koma oft fyrir. Vandamálið við sætuefni sem þessi er ekki bara hvað þau eru ávanabindandi heldur hafa þau skaðleg áhrif á tannglerung og sveifla blóðsykrinum (þarf af leiðandi er meiri hætta á sykursýki og offitu), að ekki sé talað um skaðleg áhrif á hjarta, lifur og fleiri líffæri... og svo ekki sé minnst á heilbrigði þarma þar sem þessi efni trufla jafnvægið í þarmaflórunni og ýta undir skaðlega myndun á örverum sem geta verið sjúkdómsvaldandi[vi]. Þetta þýðir að þau eiga hvorki heima í mat né vítamínum og bætiefnum sem eiga að bæta heilsu.

Gervisætuefni eins og súkralósi eða aspartam. Aspartam hefur verið mikið í fréttum undanfarið þar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur flokkað það sem „hugsanlega krabbameinsvaldandi“ og heldur áfram að fylgjast með rannsóknum á áhrifum þess. [vii] Nýlegar rannsóknir tengja súkralósa við aukið gegndræpi og leka í þörmum sem getur kostað það að ómeltur matur, sýklar og eituefni fara í gegn og út í blóðið, sem hefur skaðleg áhrif á ónæmiskerfið. Súkralósi leiðir einnig til breytinga á örverum í þörmum og er bólgumyndandi. Afleiðingarnar eru uppþemba, mataróþol, þreyta, meltingarvandamál og húðvandamál. [viii]

Ýruefni (Emulsifiers). Það er notað til að blanda saman vatni og olíu sem annars blandast ekki frá náttúrunnar hendi. Pólýsorbat 80 er dæmi um það sem er mikið notað í fæðubótarefum en sýnt hefur verið fram á að það skaðar slímhúð í þörmum, veldur bólgum og getur átt þátt í myndun Crohns sjúkdómsins, sykursýki af tegund II og hjarta- og æðasjúkdóma [ix]

Gervi rotvarnarefni (Artificial Preservatives). Þetta er notað til að tryggja gott geymsluþol og áferð, sérstaklega fyrir vökva, vatnsbundnar eða jafnvel olíubundnar samsetningar, sem eru viðkvæmar fyrir pöddum eða oxun. Forðastu tilbúnar útgáfur eins og kalíumsorbat og natríumbensóat. Leitaðu eftir náttúrulegum valkostum, þar á meðal C-vítamíni, E-vítamíni eða jurtum með öfluga virkni gegn sýklum, sbr. rósmarín. Veldu hylki unnin úr jurtum sem í raun varðveita innihaldsefnin. Jurtahylkin eru um leið frábær leið til að forðast óvönduð og skaðleg aukaefni. Hægt er að varðveita góðar olíur með því að nota köfnunarefni þegar þeim er tappað á flöskur. Það kemur í veg fyrir allan óþarfa.

Carrageenan. Þetta er efni er oft að finna í vegan gúmmíum og glærum vítamín- og bætiefna hylkjum en það er einnig notað til að þykkja vörur eða fleyta innihaldsefnum. Carrageenan er efni unnið úr þangi, sem gæti hljómað vel en þar sem það er unnið með sýru hafa menn séð vísbendingar um að það geti valdið bólgum í þörmum..[x]

Magnesíumsterat og sterínsýra. Þetta er almennt notað í vítamínum og bætiefnum sem eru á steyptu formi en líka þeim sem þarf / á að tyggja. Það er bæði til að flýta framleiðsluferlinu og húða pressaðar töflur. Þó að þessi efni komi úr mat eru sérfræðingar á því að þau geti haft skaðleg áhrif. Ef þú tekur fjölda vítamína og bætiefna með þessu efnum getur upptakan orðið alltof hröð og sjáðu til; magnesíumsterat inniheldur lítið sem ekkert magnesíum

Títaníum díoxíð. Þetta skjannahvíta duft er notað í málningu, plast og pappír til að skapa jafnan lit. Það er líka að finna í tannkremi og matvælum eins og ís, súkkulaði, sælgæti, rjóma, eftirréttum, tyggjói, í álegg og dressingar og margt, margt fleira. Í lyfjum og fæðubótarefnum er það notað til að tryggja jafnt útlit á töflum og þjónar engum tilgangi nema að auðvelda framleiðslu og lágmarka fyrirspurnir neytenda um ólík afbrigði. Árið 2022 bannaði Matvælastofnun Evrópu títaníum díoxíð og staðfesti að það væri ekki lengur talið öruggt sem aukefni í matvælum (flokkar það sem líklegt til að vera krabbameinsvaldandi). Engu að síður er það enn notað og miklum mæli í matvælum víða, og þar á meðal hér á landi í lyf, vítamín, bætiefni og mat. Það er ekki aðeins óskynsamlegt að borða E-númer E171 (sem er títaníum díoxíð) heldur er það þekkt fyrir að valda alvarlegum langtíma lungnasjúkdómum hjá starfsmönnum í verksmiðjum þar sem títaníium díoxíð er unnið. Og svo er það einstaklega skaðlegt lífríki í vatni.[xii]

Talkúm (Talk)
. Þetta er annað fylliefni sem mikið notað í lyf en hefur líka lætt sér inn í vítamín og bætiefniframleiðslu. Talk er oftast notað sem svokallað “klessunarefni” til að koma í veg fyrir að innihaldsefni festist við vélar við framleiðslu þeirra. Þótt það sé almennt notað við lyfjagerð er enginn ávinningur af því og öryggi þess alls óvíst vegna skorts á áreiðanlegum upplýsingum um eiturhrif, þótt uppi sé sterkur grunur um það.[xiii] [xiv]

Pálmaolía. Það er kapíutuli út af fyrir sig. Notuð sem flæðiefni til að koma í veg fyrir að efni festist og klessist og kekkist. Pálmaolía er mörgum áhyggjuefni. Vinnsla á pálmaolíu hefur í auknum mæli haft skaðleg áhrif á viðkvæmt vistkerfi skóga og á búsvæði á svæðum í Asíu og Afríku. [xv]

Stóra spurningin?
Þegar við gröfum aðeins dýpra á bak við vörumerki lyfja- og fæðubótarefna og inn í aðfangakeðjuna, byrjum við að skilja áhrifin sem mörg þessara aukefna hafa, ekki aðeins á okkar eigin heilsu, heldur einnig heilsu jarðar og ekki síst heilsu þeirra starfsmanna sem taka þátt í ræktun eða námuvinnslu þessara hráefna. Fjöldamarkaðsframleiðsla til að framleiða ódýran mat byggir á gjörunnum aðferðum og sömuleiðis byggja vítamín og fæðubótarefni sem framleidd eru hratt og ódýrt oft á sama lögmáli. Og oft er meiri skaði en næring

Góð bætiefni. Líkt og með mat, þá er best að hafa vítamín og bætiefni eins einföld og mögulegt er og lífræn vottun innihaldsefna frá viðurkenndum vottunaraðilum er alltaf besti kosturinn. Það gefur til kynna að hreinleiki og siðferðisleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi Munið að börn eru viðkvæmari en fullorðinir og barnshafandi konur einnig. Öll erum við í raun viðkvæm fyrir óþarfa djönki

Merkimiðinn: Sum vörumerki velja að skrá „virk“ innihaldsefni á meira áberandi stað og setja síðan fullan innihaldslista aftan á merkimiðann með mjög smáu letri. Þú finnur földu aukefnin gjarnan á hinum listanum. Vertu viss um að þú skoðir alla lista; bæði stóra og smá letrið. Flest virt vörumerki hafa raunar ekkert að fela og bjóða 100% virk innihaldsefni án alls þess sem er skaðlegt fyrir mann eða jörð.

Fræðslan
Það er alltaf gott að leita eftir vandaðri fræðslu í tengslum við inntöku vítamína og bætiefna, til þeirra sem þekkinguna hafa. Ekki er víst að slíkt sé boði þar sem eingöngu netsala fer fram eða í stórmörkuðunum.

Svo er hitt með óþols- eða ofnæmisvaldana. Matvælastofnun leggur líka til að þeir séu feitletraðir svo auðvelt sé að koma auga á þá. Ofnæmivaldar geta verið glúten, egg, fiskur, skeldýr, mjólk, hnetur og jarðhnetur, soja, jafnvel sinnep og brennisteinsdíoxíð/súlfít.

Lokaorð
Líf okkar hefur tilhneigingu til að vera gjörunnið úr öllum áttum, ef svo má að orði komast. Nú liggja fyrir mikið af vísindarannsóknum sem sýna hversu skaðlegt okkar gjörunna líf getur verið. Taktu ákvörðun um að velja það sem er óunnið, lítið unnið og sérstaklega hreint. Það sem virkar 100% er auðvitað besta ráðið sem þú getur gert fyrir heilsu og hamingju þína og komandi kynslóða.

massa vítamín

 

Heimildir:

[i] BBC ‘What is ultra-processed food? - BBC Food
[ii] Pagliai G, Dinu M, Madarena MP, Bonaccio M, Iacoviello L, Sofi F. Consumption of ultra-processed foods and health status: a systematic review and meta-analysis. Br J Nutr. 2021 Feb 14;125(3):308-318. 
[iii] Elizabeth L, Machado P, Zinöcker M, Baker P, Lawrence M. Ultra-Processed Foods and Health Outcomes: A Narrative Review. Nutrients. 2020 Jun 30;12(7):1955.
[iv] Srour, B., Fezeu, L, K., Kesse-Guyot, E., Allas, B., Majean, C., Andrianasolo, R, M., et al (2019) ‘Ultra-processed food intake and risk of cardiovascular disease: prospective cohort study’ (NutriNet-Sante), BMJ, 365:l145
[v] McCann, D., Barret, A., Cooper, A., Crumpler, D et al (2007) ‘Food additives and hyperactivity behaviour in 3-year old and 8/9-year-old children in the community: a randomised, double-blind, placebo-controlled trial, The Lancet, Vol: 370 (9598), pp. 1560-1567
[vi] Satokari R. High Intake of Sugar and the Balance between Pro- and Anti-Inflammatory Gut Bacteria. Nutrients. 2020 May 8;12(5):1348. 
[vii] Aspartame hazard and risk assessment results released (who.int)
[viii] M C ArrietaL Bistritz, and J B Meddings. Alterations in intestinal permeability. Gut. 2006 Oct; 55(10):1512-1520
[ix] Partridge D, Lloyd KA, Rhodes JM, Walker AW, Johnstone AM, Campbell BJ. Food additives: Assessing the impact of exposure to permitted emulsifiers on bowel and metabolic health - introducing the FADiets study. Nutr Bull. 2019 Dec;44(4):329-349.
[x] Martino JV, Van Limbergen J, Cahill LE. The Role of Carrageenan and Carboxymethylcellulose in the Development of Intestinal Inflammation. Front Pediatr. 2017 May 1;5:96.
[xi] https://ec.europa.eu/newsroom/sante/items/732079/en
[xii] Identification of research needs to resolve the carcinogenicity of high-priority IARC carcinogens (who.int)
[xiii] Talc | FDA[xiv] mono100C-11.pdf (who.int)
[xv] Rainforest-Action-Network-Leuser-Report-FINAL-WEB.pdf (ran.org) 

 

 

 

 

 


Ferskur, næringaríkur og óunnin biblíumatur!

Páskahátíðin er framundan sem að margra mati er notalegasta hátíð ársins. Minni streita, meira frí og margir nota tækifærið og bæta dögum við fríið. Páskarnir eru ekki síður nýttir til að gera vel við sig í mat og drykk. Það leiðir hugann að öllum þeim mat sem kemur við sögu í biblíunni en eins og önnur fæða sem neytt var til forna er biblíumatur eins mikil andstaða við skyndibita og hægt er að hugsa sér. Allt hráefni er ferskt og óunnið. Engin gjörunnin matvæli voru í boði. Eingöngu alvöru matur, hollur, einfaldur og oft mjög bragðgóður. Svo virðist sem biblíufæði hafi verið saðsamt, næringar- og orkuríkt og staðið vel með fólki. Líkt og fæðan úr hinum fornu ayurvedafræðum hefur verið undir smásjá nútímans undanfarið hefur maturinn sem kenndur er við biblíuna enn og aftur verið dreginn fram í dagsljósið.  Fljótt á litið rímar biblíumaturinn líkt og fæða jóganna fullkomnalega við óunnið heilsufæði nútímans.

Byrjum á olífuolíunni...
olífuolíaGyðingar voru mestu olífuolíu kaupmenn biblíutímans. Til forna var olífuolía notuð til lækninga, í lampa, fyrir sápur, snyrtivörur en líka sem gjaldeyrir. Olífuolían var að auki notuð til að smyrja konunga og presta. Um það vitnar m.a. hebreska orðið yfir Messías (Moshiach) sem þýðir smurður. Á sama hátt eru margar olíur hátt skrifaðar í indversku lífvísindunum (ayurvedfræðinum). Í Sanskrít kemur fyrir orðið snea sem hefur tvíþætta merkingu sem er annars vegar olía og hins vegar ást.
Nú þegar miklar nútíma rannsóknir hafa verði gerðar á olífuolíunni er ljóst að fornu fræðin standast og það sama á við um margar aðrar óunnar olíur sem þó hafa mismunandi mátt fyrir mannslíkamann. Allavega benda rannsóknir til að neysla á olífuolíu stuðli að góðri heilsu fyrir hjarta, heila, húð og liðheilsu og vinni líka gegn sykursýki og haldi blóðsykri í jafnvægi. Það er ennþá ástæða til að hafa ást á góðum olíum.

Granateplin
Þessi bragðgóðu sem er stundum erfitt að meðhöndla hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár. Líklega megum þakka eðal kokkum eins og Yotam Ottolenghi að miklu leyti heiðurinn. Margar rannsóknir styðja frábæra kosti granatepla sem eru bólgueyðandi og búa yfir gnótt andoxunrefna. Vísindin segja að góðu áhrifin stafi af magni ellagínsýru, flavóníóða, jurtanæringar og trefja. Þau veiti okkur vörn og séu góð við þarmabólgu, offitu, veiti insúlínviðnám og vinni jafnvel gegn krabbameinum.

Gerjuð vínber
JesúvínKysstu mig kossi vara þinna,
atlot þín eru ljúfari en vín. (Ljóðaljóð 1:2)
Það er vart hægt að gera lista yfir helstu matvæli biblíunnar án þess að nefna vínber. Nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir fullyrða að hófleg áfengisneysla, einkum rauðvínsdrykkja (en þó umfram allt neysla á dökkum berjum), geti dregið úr hættu á hjartavandamálum af völdum æðakölkunnar. Þegar þrúgusafi er gerjaður myndast náttúruleg andoxunarefni og flavoníðar, t.d. resveratrol. Þar af leiðandi hafa vísindamenn lagt mikla áherslu á að meta heilsufarslegan ávinning af resveratroli á undanförnum árum, sem hefur verið tengt við varnir gegn langvinnum sjúkdómum og meðferð við sykursýki og offitu. En það þarf svosem ekki gerjuð vínber til að neyta góðs resveratols. Gott resveratol er í aðalbláberjum og kakóplöntunni, svo fátt eitt sé nefnt.

Hörinn
Hörinn er ein af mikilvægustu plöntutrefjum biblíunnar. Hör hefur verið uppspretta líns eins lengi og elstu konur muna. Þó að hörnum hafi að miklu leyti verið skipt út fyrir bómull (og annað) er hör enn ein mikilvægasta trefjaplantan og var sannarlega undirstaða helstu klæða og matvæla biblíunnar. Hörplantan á sér einnig ríka sögu sem náttúruluyf og nær sú saga allt aftur til Babýlonar 300 f. kr. Hörfræin eru ennþá mærð í nútíma lækningum. Það er vegna náttúrulegar uppsprettu omega 3, lignans og trefja. Að auki hafa rannsóknir metið hörfræ fyrir getuna til að hjálpað þeim sem eru að kljást við lungna- og hjartasjúkdóma og ekki síst meltingarvandmál.

Spírað kornbrauð
BrauðTaktu hveiti, bygg, baunir, linsubaunir, hirsi og speldi,
láttu það all í eina skál og gerðu þér brauð úr því. (Esekíel 4:9).
Í Esekíelsbók segir frá að Guð hafi gefið spámanninum Esekíel uppskrift að því sem hefur reynst hið fullkomna brauð, þar eð nútímavísindin hafa nýlega sýnt okkur að það býr til „fullkomið prótein“ sem inniheldur allar nauðsynlegar amínósýrur. Aðalástæðan fyrir því að Esekíelar brauð er hollara en önnur brauð er sú að ef korn og belgjurtir eru lagaðar í bleyti og þær spíraðar, sem gerir það auðveldara að melta þau - og þar af leiðandi er það eina brauðið sem er á þessum lista yfir helstu matvæli biblíunnar
Hér er átt við að uppskera „spíraða kornsins“ eigi sér stað rétt eftir að fræið byrjar að spíra. Áður en það hefur þróast í fullvaxna plöntu. Í þessu mikilvæga vaxtarástandi meltir ungi sprotinn hluta af sterkjunni til að ýta undir vöxt hennar. Vegna þess að sterkja kornsins hefur verið nýtt, eykst magn mikilvægra næringarefna - þar á meðal próteina, vítamína og steinefna. Að auki hafa rannsóknir bent til þess að járn og sink frásogist mun auðveldara eftir spírun
Mörgum er misjafnlega lagið að búa til þetta brauð því vinnsluferlið er langt og ekki er auðvelt að nálgast kornið og braunirnar á þessu þroskastigi. En þar sem vel hefur tekist til er fólk stórhrifið. Hér er ein aðferð sem má kannski prófa. Uppskrift.

Hrá geitamjólk
Sé heyið hirt og háin tekin að spretta
og hafi jurtum fjallanna verið safnað
átt þú lömb þér til klæðnaðar,
geithafra til þess að kaupa fyrir akur
og nóga geitamjólk þér til fæðslu,
heimili þínu til matar og til viðurværis þernum þínum.
(Orðskviðirnir 27:26-27)

Óunninn mjólk eins og hún kemur beint geitinni (og kúnni) geymir gnótt af vítamínum og steinefnum sem stuðla að heilbrigðum beinum og tönnum. Slík mjólk er hlaðin kalsíum, K2 vítamíni, magnesíumi, fosfór og fituleysanlegum vítamínum. Að sjálfsögðu hefur verið framkvæmd samanburðarrannsókn á næringu kúamjólkur og geitamjólkur og um margt segir að geitamjólk gæti verið enn gagnlegri. Ólíkt kúamjólk, hafa t.d. vísindamenn frá háskólanum í Granada séð gögn um geitamjólk sem benda til þess að hún gæti komið í veg fyrir sjúkdóma eins og blóðleysi og beinþynningu. Að auki hefur geitamjólk eiginleika sem hjálpa til við meltingu og efnaskiptanýtingu steinefna eins og járns, kalsíums, fosfórs og magnesíums.

Lamb
Þannig skuluð þið neyta þess:
Þið skuluð vera gyrtir um lendar,
með skó á fótum og stafi í höndum.
Þið skuluð eta það í flýti.
(2. Mósebók 12:11)
Vegna mikilvægis páskalambsins og að leggja það hlutverk að jöfnu við Krist, eru lömb virtasta dýr sögunnar og mikilvægasti maturinn í biblíunni. Lambakjötið sem hér er átt við er kjöt af innan við ársgömlu. Það hefur minna fituinnihald og ríkt af próteini, B12 vítamíni, B6 vítamíni, níasíni, sinki og öðrum mikilvægum næringarefnum, það er án efa hollasta rauða kjötið á jörðinni, vilja margir meina, þ.e. ef það er grasfóðrað.

Beiskar jurtir (kóríander og steinselja)
Þeir skulu neyta kjötsins sömu nótt,
þeir eiga að eta það steikt við eld
með ósýrðu brauði og beiskum jurtum
(2. Mósebók 12:8)
KóríanderFræðimenn eru ekki algjörlega sammála um hvaða plöntur höfundar biblíunnar voru að vísa til þegar þeir skrifuðu um „beiskar jurtir,“ en kóríander og steinselja eru almennt á listanum.
Kóríander er fræ af “kraftmikla andoxunarefninu og náttúrulega hreinsiefninu kóríander”. Jafnvel hefðbundnin læknisfræði hefur merkt kóríander sem plöntu gegn sykursýki og vísindarannsóknir staðfesta gagnleg áhrif þess á blóðsykur. Kóríander virðist einnig gagnast gegn háum blóðþrýstingi, það hreinsar þungmálma úr líkamanum ásamt því að hafa önnur góð heilsufarsáhrif.
Raunar hefur kóríander verið notað sem meltingarelexír og græðandi krydd í þúsundir ára, með vísbendingar um notkun þess allt að 5000 f.Kr. Þess er getið í Sanskrít textum, fornegypskum ritum, Gamla testamentinu og ritum gríska læknisins Hippókratesar. Rómverski herinn flutti kóríander til Evrópu, þar sem það var notað til að varðveita kjöt, og Kínverjar töldu það vinna gegn matareitrun. Það er mikið til í því.
Steinselja er önnur heilsueflandi jurt og rík uppspretta nokkurra mikilvægra vítamína, þar á meðal A-vítamín, C-vítamín og kalíum. Steinselja og ilmkjarnaolía hafa verið notuð sem náttúruleg afeitrun, þvagræsilyf og sótthreinsandi og bólgueyðandi efni um aldir í ýmis konar alþýðulækningum.

Grænmeti
Reyndu okkur nú, þjóna þína, í tíu daga.
Gefðu okkur grænmeti til matar og vatn að drekka.
(Daníel 1;12)
Í stað þess að borða lostæti Babýloníumanna báðu Daníel og vinir hans um að lifa á grænmetisfæði. Þegar kominn var tími til að koma þeim fyrir konung urðu Nebúkadnesar og allir leiðtogarnir undrandi þegar þeir sáu að hinir fjórir ungu vinir voru hæfari og litu betur út aðrir ungir menn sem borðuðu babýlonsku réttina. Gjarnan síðan nefnt Daníels fastan. 
Af öllum fæðuflokkum er grænmeti án efa næringarmesta gjöf jarðar, eða býr yfir mestri næringarþéttni og er jafnframt öruggasta fæðan. Það hlýst engin skaði af því að borða mikið magn af grænmeti. En ávaxtaát allan daginn gæti aukið á tannskemmdir og hækkað blóðsykurinn

Grænmeti er raunar mjög áhrifaríkt, sérstaklega grænmeti af krossblómabætt (spergilkál, grænkál, blómkál, sinnepskál, radíusur, rósakál, vatnakarsi ofl) vegna þess að það er ríkt af glúkósínólötum (stór hópur glúkósíða sem innihalda brennistein). Þykir jafnvel vinna gegn skæðustu sjúkdómum. Grænmeti hefur verið undirstaða fæðu um allan heim í þúsundir ára. Vísindamenn hafa m.a. fundið varðveitt fræ frá Brassicaceae fjölskyldunni í Kína frá 4000 og 5000 f.Kr. 

Hrátt hunang
hunangFinnir þú hunang fáðu þér nægju þína
svo að þú verðir ekki ofsaddur af því og spýir því upp.
(Orðskviðirnir 25:16)
Það er engin furða að hrátt hunang sé nefnt „fljótandi gull. Góð áhrif á húð og líkama virðist nær takmarkalaus. Hrátt hunang er enda hlaðið lykilnæringarefnum. Rannsóknir hafa staðfest að hunang inniheldur m.a. flavónóíða. Auk þess að vera frábær staðgengill orkudrykkja fyrir íþróttamenn og sannarlega fyrir þá sem þarfnast smá uppörvunar. Þá ýtir hrátt hunang einnig við vöxt góðgerla í meltingarvegi þar á meðal Bifidobacteria. Annar heillandi eiginleiki hunangs er hæfni þess til að bæta ofnæmisheilsu. Gakktu úr skugga um að þú kaupir gott hunang og helst beint frá býli.

Gleðilega páska!


Ps: Hér var bara stiklað á stóru því það er heill hellingur af annarri fæðu nefnd í biblíunni og bráðhollri.

Nokkrar heimildir:
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/30487558/

https://fdc.nal.usda.gov/fdc-app.html#/food-details/169134/nutrients
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/20043077/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23519910/

https://fdc.nal.usda.gov/fdc-app.html#/food-details/169414/nutrients
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC4252429/
https://canal.ugr.es/prensa-y-comunicacion/medios-digitales/perishablenews-eeuu/study-proves-that-goat-milk-can-be-considered-as-functional-food/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23281145/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/33207780
https://pubs.acs.org/doi/abs/10.1021/jf025692k
https://pubs.acs.org/doi/abs/10.1021/jf025692k
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3145055/
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34559743/

 

 

 

 


Heilsutrendin 2024. Hvað er í kortunum?

 

Hvernig lítur heilsa og vellíðan út fyrir þig? Kannski er það að hjóla í búðir frekar en að keyra, taka stigann í stað lyftu eða skipta út áfengum drykk fyrir óáfengan? Undanfarin ár hefur fólk svo sannarlega verið til í endurskoða nálgun sína á heilsu og vellíðan. Árið 2024 munum við líklega sjá skýrara hvernig eftirköst undanfarinna ára; heimsfaraldurs og kreppu hefur mótað líf okkar.
Svo má auðvitað spyrja; hvað er trend? Trend er ekki endilega það sama og bóla sem springur! Trend þróast. Frá því ég hóf að skoða strauma og stefnur í heilsumálum fyrir margt löngu stunduðu fáir hugleiðslu á Íslandi. Í dag, 10 árum síðar, segjast 22% Íslendinga hafa hugleiðslu sem hluta af lífi sínu, skv. könnunum. Sem þýðir að tugir þúsunda stunda hugleiðslu.
Heilsuþróunin er sannarlega andleg ekki síður en líkamleg og margt liggur í loftinu. En hvað er líklegt að vaki fyrir fólki eða haldi fyrir fólki vöku 2024?

Meltingarheilsan
ProbioticsAf öllum þeim þáttum sem eru mikilvægir fyrir fólk þegar það kaupir mat hefur orðið „probiotic“ vaxið mest og sala á drykkjum sem innihalda góðgerla aukist gífurlega. Heilsuvandamál í þörmum eru býsna algeng og margskonar mataræði og streituvandamál hafa yfir langan tíma haft neikvæð áhrif á meltingu okkar. Fjöldi Bandaríkjamanna sem segjast finna fyrir ógleði, uppköstum eða niðurgangi reglulega/oft hefur aldrei verið meiri frá því mælingar hófust. Og aldrei hafa fleiri fæðubótarefni fyrir meltingarheilbrigði verið seld þar í landi. Fullyrða má að svipuð þróun hafi átt sér stað á Íslandi. Margir leggja nú meira á sig en nokkru sinni áður við halda þörmunum heilbrigðum og munu áfram leita allra leiða til að hressa þá við.

Mjólkurvörur koma inn aftur
Áratugur veganisma var kærkomið trend og færði okkur grænmetið aftur. Alltént sá angi hennar sem lagði upp úr góðu grænmeti. Fylgifiskur var minnkandi áhugi á mjólkurvörum. En nú er fólk að reyna að finna leiðina til að nota aftur einfaldar og hollar mjólkurvörur. Ekki að ástæðulausu. Þegar allt kemur til alls bæta mjólkurvörur rjóma, próteini og nostalgíu við mat sem erfitt er að endurtaka í öðru formi. En mjólkurvaran sem við mörg erum að sækjast eftir nú er ekki fituskert og sykurhlaðin, heldur hin náttúrulega “sæta” mjólkurafurð úr ekki svo fjarlægri fortíð. Áhuginn beinist að mólkurvörum sem eru framleiddar á sjálfbæran hátt, þeim sem hafa gagnlega fitu og eru stútfullar af lifandi góðgerlum. Eftir vikulega grænmetiskasssa undanfarin ár má allt eins búast við því að matarkassar næstu ára innihaldi meira úrval af mjólkurvörum (jógúrt, ostum, kotasælu og smjöri) sem færa okkur nær daglegu próteinmarkmiðum okkar. Gott er að vona að áhugi á sjálfbærum, lífrænum búskaparháttum muni valda breytingum á mjólkuriðnaði á þann hátt sem það getur gagnast heilsu okkar og um leið heilsu jarðarinnar. Með hærri styrkjum sem veittir voru til íslensku bændastéttarinnar nýverið er kannski von?

Vonarstjarnan 2024 er kotasælan.
KotasælaVaxandi vinsældir kotasælunnar endurspegla líklega gríðarleg áhrif samfélagsmiðla á hegðun neytenda. #cottagecheese hafa fengið yfir 663 milljónir áhorfa á TikTok.
Kannski liggur þarna undir þrá eftir jafnvægi. Kotasælan rokselst víða um heim. Eftir margra ára framleiðslu “mjólkurvara” úr jurtaríkinu vilja nú margir snúa aftur í vöru eins og kotsælu sem hefur einkar aðlaðandi næringargildi. Kotasæla er stútfull af próteini, kalki og nauðsynlegum vítamínum og er í raun ansi snaggaralegur skyndibiti. Hluteysi kotasælunnar og skemmtileg áferð býður upp á að hennar sé notið með margvíslegum hætti. Ofan á eða í brauðið, í pastarétti, með morgunmatnum, í sósuna, ofan á pístuna (jú minnir svolítið á blómkálsbitana), með indversku réttunum, eða bara ein og sér. Það góða við kotasælu er líka að hún er janvíg með einhverju sætu og ósætu. Og ekki svo hitaeiningrík próteinbomba.

Heilinn
Sögulega séð voru fjölvítamín allt sem fólk þurfti til að bæta heilsuna. Það hefur breyst. Haltu samt áfram að taka fjölvítamín og hafðu þau framúrskarandi. Mest spennandi flokkur samtímans eru Nootropics (frá grísku „noos“ og „tropein“ sem þýðir „að hugsa“ og „að leiðbeina“). Sagt er að aldamótakynslóðin og Z kynslóðin sækist í því tilliti eftir drykkjum og dufti sem veita fullnægjandi bragðupplifun, vellíðunartilfinningu og skerpu á sama tími en aðrir vilji sinn þægilega dagskammt til inntöku. Nootropics eru semsé flokkur fæðubótarefna sem sýnt hefur verið fram á að stuðli að vitrænni heilsu. Áður héldu fæðubótarefni fyrir heilann gjarnan koffín og ginkgo biloba. Það er að breytast. Það sem hefur vakið athygli allra kynslóða, ekki síst eldri borgara og íþróttafólks, eru annars skonar. L-theanine er eitt þeirra, sem tengjast ró og máske meiri sköpunargáfu en mestur er áhuginn Brahmi. Brahmi er sannarlega Nootropics og á sér langa sögu sem heilalækningajurt, líka þekkt sem jurt náðarinnar. Breskir læknar og vísindamenn hafa haft um hana stór orð að undanförnu og kalla Brahmi “game changer” í þágu heilans. Brahmi er sagt auka afköst heilans, hugsun og námsgetu og er nú vel vísindalega undirbyggð. Brahmi eykur asetýlkólín. Það er náttúrulegt efni í taugakerfinu sem sagt er auka vitræna úrvinnslu, athygli og minni. Það munar um minna.

Fyrirbyggjandi nær yfir meira
heilsugæslaOrðið fyrirbyggjandi, sem hefur mikið borið á góma í nokkur ár, er að verða skýrara í huga fólks og nær yfir fleiri svið en nokkru sinni. Meðal annars hreyfingu, vellíðan, fæðu og jú bólusetningar. Allt snýst þetta um hið fornkveðna að forvarnir séu betri en lækning. Þessi breyting frá viðbragðsaðferðum yfir í fyrirbyggjandi nálgun er að verða stefnumótandi forgangsverkefni margra heilbrigðisstarfsmanna/stofnanna/ fólks víða um heim. Flestar rannsóknir sýna að fyrirbyggjandi skapar langtímaávinning fyrir sjúklinga, auk þess að draga úr kostnaði sem fylgir meðhöndlun á heilsuvanda sem hægt er að koma í veg fyrir. Tækniframfarir, þar á meðal gervigreind, munu væntanlega gegna stóru hlutverki í framtíðinni, færa okkur viðvörun fyrr og því skjótari íhlutun. En það má heldur ekki gleyma að gömlu fyrirbyggjandi vísindin eru mörgum hugleikin um þessar mundir og eru sannarlega að gagnast, ásamt því að vera innblástur fyrir vestrænu vísindin. 

Styrktarþjálfun sem sjálfsagt mál
Flest æfingakerfi framtíðarinnar munu sjálfsagt snúast um að byggja upp styrk. Við erum þegar byrjuð á bygga upp styrk. Þó að vellíðunariðnaðurinn hafi oft lagt áherslu á mildari æfingar eins og jóga, sem við þurftum sannarlega að halda áfram með, bendir flest til þess að fleiri muni hefja styrktarþjálfun árið 2024 en áður. Í sjálfu sér er styktarþjálfun ekki lengur bara einhver “æfing” heldur hluti af heilbrigðri vellíðan. Það er mikilvægt fyrir heilbrigðiskerfið, að nýta sér styrktarþjálfun, og þann líkamlega ávinning sem hún hefur í för með sér. Ekki einasta að styrktarþjálfun auki beinþéttni og hjarta- og æðaheilbrigði heldur bætir hún svefn, styður við andlega vellíðan og auðvitað; eykur vöðvamassa. En svo er það þetta með hreyfanleikann.

Hreyfanleikinn í daglegu lífi
SeniorsWalkingSamkvæmt Google leitarvélinni hefur leit að eftir orðinu „hreyfanleiki“ aukist mikið undanfarin ár. Jógabyltinginn hefur sjálfsagt veitt mörgum innblástur. Stirðleiki er ekki óafturkræfur. Þá hefur hækkandi aldur fólks alveg örugglega haft áhrif á löngunina til að verða liðugri. Þó ekki sé nema til sjálfsbjargar. Það að geta klætt sig, komist inn og út úr bílnum, leikið við barnabarn eða barnabarnabarn skiptir höfuðmáli, nú eða til að geta komist í göngutúr. Það að vera sterkur og liðugur er ekki lengur um að taka hörkuæfingu einu sinni til tvisvar viku heldur að koma hreyfingu á daglegt líf sitt, líka heima og stunda um leið sjálfsumhyggju. Hreyfanleiki með áherslu á langlífi er meira en bara trend. Fólk er farið að átta sig á því hvað líkaminn er fær um, með meðvitund um lífsstílsmiðaða hreyfingu. Niðurstaðan er: Líkamsrækt snýst meira um heilsubót og virkni fremur en fagurfræði.

Taugakerfið í sviðsljósið
Bara það að Gjörningaklúbburinn og Sinfó setji Flökkusinfóníuna á dagskrá byrjun árs gefur tóninn fyrir 2024. Taugakerfið með sinni löngu og mikilvægu vagus / flökkutaug verður í sviðljósinu. Það eru margskonar leiðir til að róa taugarkerfið og sjálfsagt hefur öll hugleiðslan hjálpað okkur mest. Hljóðböðin sem einmitt róa taugakerfið eiga vaxandi vinsældum að fagna. Hljóðböð eru nákvæmlega eins og þau hljóma – að baða sig í hljóði. Flestar hljóðbaðstundir fela í sér dauft, hlýtt, ilmandi herbergi þar sem þú getur legið, haft það notalegt og notið hljóðs frá góðum gongspilara. Hljóðböð eru talin bæta slökun og draga úr streitu. Hljóðbað er líka eins konar hugleiðsla. Í heimi sem fyllist sífellt meira af hávaða og örvun frá skjáum okkar er engin furða að fleiri hafi áhuga á að flýja í róandi hljóðbað þar sem tíminn og síminn eru afstæðir. Þetta mun allt á endanum leiða til meiri samkenndar sem vonandi trendar feitt á næstu árum. Sjáum til.

Húðiðnaður skiptir um andlit
jane fondaUndanfarin ár hefur meira og minna allt sem lotið hefur að húðvörum notast við hugtakið „gegn öldrun“. Þetta er nálgun sem er um að leiðrétta “mistök”. Snúa á áður áunnin skaða. Síðan kom hugtakið „fyrirbyggjandi" öldrun, sem fjallaði ekki lengur um að snúa klukkunni til baka, heldur um hvernig á að stöðva öldrunarferlið. Algjörlega. Og á tvítugsaldri. Þó að þessar aðferðir endurspegli tíðaranda eru þær í raun gamaldags. Í leit að ofleiðréttingum eða því að eldast aldrei, hefur fegrunariðnaðurinn oft valið lausnir sem enda með því að stefna heilsu húðarinnar í hættu og búa til andlit sem er svo einkennileg að það sætir furðu. Í raun ómanneskjuleg andlit. Meira að segja Jane Fonda hefur sagt opinberlega að hún sjái ekki eftir neinu meira í lífinu en öllum lýtaaðgerðunum sem hún hefur gengist undir. En að hún verði að lifa með því. Það breytir því ekki að það eru ótal náttúrulegar og heilbrigðar leiðir, gamlar og nýjar, til að hugsa vel um sig og húðina um leið.
Áður fyrr var hugtakið öldrun, þ.e. orðið sjálft, tengt neikvæðni. Nú er það bara staðreynd að langlífi eykst. Því þarf öldrun fjarri því að hafa neikvæða merkingu. Í dag getur fólk elst og átt virkilega fallegt og heilbrigt líf.

Amen!

Heimildir koma héðan og þaðan.

 


Tími tómarúmsins kallar næringu og nokkur ævintýri

Lengsta tíð ársins ársins stendur nú sem hæst. Þetta er tíð tómarúmsins sem mun að líkindum standa yfir hér á landi fram á vor með ýmsum tilbrigðum. Einkenni þessa tímabils eru kuldi, þurrkur, léttleiki, tærleiki, hreyfing, mikið loft en líka hið dularfulla og ævintýralega tómarúm.

Frábær tíð. Svo lengi sem við höldum jafnvægi megum við eiga von á heilbrigðu, skapandi og frjósömu tímabili. Ef, hins vegar frumkraftar þessa tímabils safnast um of í líkama og huga okkar getur ójafnvægið komið fram með líkamlegum eða tilfinningalegum óþægindum. Má þar nefna svefnleysi, þurr húð, liðagigt, hægðatregða, hár blóðþrýstingur og kvíða og þunglyndi.

tómarúmÞessi tíð nefnist vata tími eftir elstu heilsuuvísindum heims, ayurveda og tekur mið af náttúrkröftunum sem nú ríkja.

Það er til mikils að vinna að reyna að halda sér í góðu jafnvægi fram á vor og fylla og næra tómarúmið.

Engir 2 eru eins (Hver ert þú? Taktu prófið). Þeir sem eru viðkvæmar fyrir vata tíðinni eru jafnan sterkar vatatýpur sjálfar. Í þeim er mikið loft og eter/rými en minni jörð og vatn. Svo eru þeir sem eru af allt annarri grunngerð en kunna að vera í ójafnvægi. Því þurfum við ansi mörg að vera vakandi fyrir náttúrukröftunum sem nú eru undir og yfir og allt um kring og í okkur líka.

Hér eru nokkrar hagnýtar hugmyndir um jarðtengingu á þessu síkvika dularfulla og kalda tómarúms tímabili á norðurhveli jarðar. Eitt öflugasta meðalið er matur en miklu meira kemur til.

MATUR:

Borðaðu heitan ferskan og vel eldaðan mat. Forðastu þurran eða ósoðinn mat (sérstaklega salöt og mikið hrátt grænmeti). Segir sig sjálft.

Drekktu mikið af heitum vökva. Heitt vatn og jurtate halda líkamanum rökum. Þú getur útbúið ferskt engifer te með því að setja teskeið af fersku rifnu engifer í hálfan lítra hitabrúsa og fylla hana með heitu vatni.

Borðaðu meira af sætu, sýrðu og söltu og minna af beisku, herpandi og sterku.
Ghee / olíur, avókadó, bananar, mangó, ferskjur, sítrónur, grasker, gulrætur, rófur, aspas, kínóa, hrísgrjón, mung baunir, möndlur og sesamfræ eru nokkur dæmi framúrskarandi vata róandi matvæli. Kryddin sem fara best í maga á þessum tíma árs og losa um tómarúmið / loftið í meltingunni eru kanill, kúmín, engifer, kóríander, fennel, negull, salt, sinnepsfræ, svartur pipar, kardimommur og basil.

Ekki hafa áhyggjur ef matarlystin virðist sterkari en venjulega. Aftur, tómarúm, líka í okkur, er náttúruleg tilhneiging á veturna. Á sama tíma og það er mikilvægt að borða fylli sína á veturna er líka betra að losna við mikla svengd. Hún getur orðið ærandi. En auðvitað, ekki borða alltof mikið. Jafnvægið er málið.

MJÚK EFNI OG NUDD

Fatnaður úr mjúkum efnum í jarðlitum og jafnvel í mildum pastellitum róa vata orkuna. Róandi litir róa orkuna. Haldið ykkur heitum hvort sem er heima eða á vinnustaðnum og klæðið ykkur vel. Forðist dragsúg og gott er að verja eyru og háls sérstaklega vel.

Til að halda ykkur heitum er auðvitað frábært að hreyfa sig en líka gefa sér fluelsmjúkt líkamsnudd flesta morgna upp úr heitri og lífrænni olíu. Það eru bæði gömul vísindi og ný.
Abhyanga sjálfsnudd er magnað tæki til halda sér heilbrigðum. Nuddaðu líka höfuð og fætur.

SVEFN OG FRIÐSÆLD

Það er mikilvægt fyrir vatatýpur að hafa í huga að þetta er fólkið sem kann sér ekki hóf og gengur á gjarnan á sig líkamlega og andlega. Þess vegna þarf að gæta sérlega vel að svefninum. Þetta er líka fólkið sem ætti að hafa hugleiðslu hluta af lífi síni. Fyrir ofvirkan vata huga er hugleiðsla ein besta leiðin til að finna ró og kyrrð og komast í snertingu við ævintýrin. Þær áhugaverðu fréttir bárust nýlega að 22% landsmanna hafa nú þegar hugleiðslu í lífi sínu. Það eru í raun stór tíðindi, ef til vill menningarbylting? Þetta kom fram í þætti RÚV, Svona erum við, 16. nóvember sl.

Lestu meira, róaðu þig. Búðu til afslappandi svefnrútínu. Vertu í nærandi félagsskap. Aðventan er framundan og því tækifærin til að hitta fólk ærin. Góð hvíld á móti er nauðsynleg til jafnvægis.

STEINEFNI, OLÍUR og auðvitað D-vítamín

Bættu vítamínum við daglega rútínu; omega 3 ríkum olíum, d-vítamíni, steinefnum og b12. Það getur hjálpað þér að takast á við líkamlegan og andlegan pirring. B12 vítamín á skilið alveg sérstaka athygli. Það er af mörgum talinn hinn faldi vítamínskortur sem getur valdið mikilli þreytu og ekki síst bólgum í líkamanum. Sjá hér.

Talandi um að halda kroppnum heitum. Járn er aldrei mikilvægara en yfir vetrarmánuðina. Það gefur nefnilega hita. Þó ekki taka inn járn nema að þú þurfir þess. Láttu mæla þig. Ákkúrat vegna þessa er neysla á kjöti meiri yfir vetrarmánuðina (jarðtengjandi og járnríkt) en aðra mánuði ársins. Ef þú ert með kaldar hendur og fætur gæti líka verið gott að skoða sink og magnesíum. Sink styður við ónæmiskerfið og styrkir húð, hár og neglur líka. Sink þarf að taka inn reglulega því líkaminn safnar því ekki upp.

Svo er það hið margumtalaða magnesíum sem er að finna í frumum, vöðvum, beinum, vefjum og fleiru. Magnesíum er okkur lífsnauðsynlegt og styður við hundruð efnahvarfa í líkamanum. Magnesíum hefur verið tengt svo mörgu m.a. lægri blóðsykri, bættri hjartaheilsu (hjartað er viðkvæmara á veturna) og betri frammistöðu í líkamsrækt. Jafnvel þó að það sé mikið af magnesíumríkum matvælum í boði í dag er alls ekki víst að þú fáir nóg.

Máske er tómarúmið ekki svo dularfullt. Það þarf bara nærandi fyllingu og nokkur ævintýri.

 

 

 

 


Nokkur heit haustráð!

Haust. Mörg elskum við þennan árstíma. Eins mikið og við njótum hlýrra, sólríkra daga sumarsins, getum við varla horft framhjá undrum og litadýrð haustsins! Í þessum skrifuðum orðum eru margir að pakka niður sumarfötunum og ná í hlýju yfirhafnirnar. Undirbúningur fyrir kaldari tíð þýðir líka að það er gott að gæta betur að sér eftir notalegt sumarkærleysið.
Hér fylgir góður heilsutékklisti fyrir haustið.
heitt vatn 

Byrjaðu á ónæmiskerfinu

Byrjaðu að huga að þér á þínum. Ef þú átt börn er frábært að spá strax að ónæmisheilsu allra fjölskyldumeðlima og setja C-vítamín og jafnvel sink á dagkskrá. En líka hið sígilda sem við mörg þekkjum svo vel; Ólífulauf og ylliber og auðvitað D-vítamínið og B-vítamínin. Nú er tíminn til að leggjast vörn. Þar sem að minnsta kosti 70% af ónæmiskerfinu liggur í þörmunum er góð hugmynd að styrkja meltingarkerfið með vinalegum meltingagerlum og hafa helst alltaf forlífisgerla (prebiotic) í sömu blöndu.

Farðu í tékk

Vissir þú að fleiri hjartaheilsuvandamál uppgötvast á köldum mánuðum en á nokkurn öðrum tíma ársins? Það er vegna þess að kalt veður getur haft áhrif á blóðrásina og sem gerir vinnu hjartans erfiðari. Haustið er því kjörinn tími til að fara í hina árlegu heilsuskoðun til að tryggja að þú sért við topp heilsu áður en vetrarveðrin hefjast. Einnig inniheldur heilsufarssaga fjölskyldunnar margar vísbendingar sem geta hjálpað þér og þínum lækni / heilsusérfræðingi að byggja upp sterka heilsuáætlun. Ættingjar hafa tilhneigingu til að koma oftar saman yfir haust- og vetrarmánuðina, svo notaðu tækifærið og lærðu meira um heilsuarfleifð þína!!

Kitlaðu bragðlaukana

haustuppskeraHaustið er tíminn til að gæða sér á heilnæmum mat. Njóta uppskerunnar sem komin er í hús. Það er góð leið til að næra bæði líkama og anda af sannkölluðum fjörefnum. Ef þú hefur tök á, keyptu lífrænt og beint frá bónda. Skoðaðu hvað er spriklandi ferskt ákkúrat núna. Borðaðu eins og þú mögulega getur af næringarríku grænmeti. Haustið er líka tíminn til að prófa hollar súpur og gera tilraunir með krydd sem hafa lækningamátt. Má þar nefna t.d. túrmerik, kanil og engifer og allar grænu kryddjurtirnar. Og endilega líttu á hvað er að gerast í ofurfæðistraumunum sem eru oft fullkomnir fyrir kaldari tíma. Beinaseyði er hátt skrifað, andoxunarríka matcha teið líka, að ekki sé talað um alla ofursveppina, eins og ljónslappa, chaga og marga aðra. Kíktu líka á öflugar og nærandi olíur. Sem dæmi er black seed olían afar vinsæl um þessar mundir og skipar sannarlega heiðursess í ofurheimum.

Skoaðu æfingarrútínuna

Skipuleggðu hvernig þú ætlar að hafa úti æfingarútínuna í vetur svo þú guggnir ekki þegar það er orðið skítkalt úti. Hafðu mýktina þó alltaf með. Útivera og jóga? Líkamsræktarprógramm í raunheimum eða netinu? Dansað í stofunni? Finndu þína fjöl. Ef þú hefur ekki þegar gert það notaðu tímann til að finn nokkrar æfingar / teygjur / örhugleiðslur sem geta fylgt þér í vinnunni.

Og svo er það hárið og húðin...

Hefur þú veitt því athygli að húð þín bregst við kulda? Húð fólks verður jafnan aðeins daprari á kaldari og þurrari mánuðum ársins. Og hárið líka. Þetta er ekki ímyndun þín. Um leið og hitinn lækkar úti hækkar hitinn inni og loftið verður þurrt. Skortur er á raka. Þessar andstæður og hlaupin á milli hitastiga hafa sannarlega áhrif á húð og hár sem verður líflaust, þurrt og slappt.

Náðu aftur ljómanum með daglegri þurrburstun og góðum olíum. Svalaðu þyrstu hárinu þinni og hársverði með góðri hárolíublöndu eða hreinni og lífrænni jojoba-, möndlu-, sesam- eða roseip olíu. Nuddaðu líkamann hátt og lágt með hreinni með möndlu- eða sesamolíu eða sérstökum olíublöndum með jurtum sem henta þinni húðgerð. Svo er það hin margumrædda hýlaronicsýra sem er ótrúlegur rakagjafi. Hún dregur raka að húð þinni og viðheldur vökvajafnvægi. Hyalaronicsýra er frábær viðbót við húðkrem og olíur, sem bæði er hægt að bera á sig og taka inn. Í raun undursamlegt rakaboost.

Vökvaðu þig að innan líka

Mikilvægt er að passa upp á vökvajafnvægi líkamans á haustin sem sumrin. Líkamainn þarfnast vökva til svo margra verka. Fyrir meltinguna, steinefnajafnvægið, orkuna, húð, liði og flest annað. 2 til 3 lítrar dag er málið. Fer eftir stærð þinni og þyngd. Það þarf þó ekki alltaf að vera vatn beint úr krananum. Má líka vera te og allskyns góðir vökvar. En mikið vatn engu að síður. Nú bendir flest til þess að það sé miklu betra að hafa vatnið heitt / volgt en kalt. Margir bera mikið lof á það í dag að hefja daginn á stóru heitu glasi af vatni. Heitt vatn á morgnana virkji efnaskipti líkamans og örvi fitubrennslu yfir daginn. Það hreinsar líka þarma og minnkar vindang og bjúg. Það er þess virði að prófa þessa morgunrútínu.

Finndu réttu skammtastærðirnar fyrir þig

Á sumrin og í góðu fríum gleymum við oft hvað við erum vön að borða mikið að jafnaði. Ekki endilega halda þig við sömu stóru skammtastærðinar og í sumar. Mundu eftir hinu gullna jafnvægi á milli próteina, kolvetna og fitu. Bættu heldur í grænmetið sem margir kjósa nú að leggja sér til munns í upphafi máltíðar til að koma í veg fyrir blóðsykursflökt. Skoðaðu næringuna sem þú lætur ofan í þig. Haltu rútinu. Jólin kom áður en þú veist af.

Slökunarrútína

Prófaðu að bæta einhverju nýju inn í slökunarrútínuna þína, eins og t.d. morgunhugleiðslu eða síðdegishlugleiðslu. Komdu þér upp jóga/hugleiðsluhorni á heimilinu. Það gerir slökunina girnilegri. Spáðu líka í góðar aðlögunarjurtir sem gætu hjálpað þér að slaka á. Þær eru t.d. L-theanine, cordyseps, ashwagandha og burnirót. Þessar tvær síðastnefndu hjálpa okkur að takast á við streitu um leið og þær gefa okkur notalega orku.
Svo er annað og gott ráð: Síðdegisgöngutúrinn er betri en svefn. Mundu að náttúran er mesti heilarinn. Það gæti líka verið skynsamlegt að skoð lýsinguna heima og ekki síst hafa D-vítamínið í hávegum. Öll vitum við að líkaminn þarfnast sólarljóss til að framleiða þetta nauðsynlega næringarefni. Skortur á sól gerir það að verkum að þú ert líklegri til að vera með lítið af D-vítamíni, sem getur einnig stuðlað að þreytutilfinningu.

 

Umfram allt, njótið haustsins

Nokkrar heimildir:

Let’s Talk About Health: “Adding Years to Your Life, and Life to Your Years” By Ray Morgan Om.D Ph.D. https://books.google.com/books?id=LDdFDwAAQBAJ (Accessed 2/27/2018)

Cold weather and your heart. British Heart Foundation: https://www.bhf.org.uk/informationsupport/support/practical-support/will-cold-weather-affect-my-heart-condition

Water: How much should you drink every day? MayoClinic. https://www.mayoclinic.org/healthy-lifestyle/nutrition-and-healthy-eating/in-depth/water/art-20044256

https://www.medicalnewstoday.com/articles/319673#risks-of-drinking-hot-water

 

 


Vítamín og bætiefni sem gera sumarið svo miklu betra!

Við tengjum sumrið almennt ekki við veikindi og annasöm dagskrá kann að koma í veg fyrir að þú munir eftir að taka vítamínin þín í sumar. Hafðu samt nokkur vítamín og bætiefni í huga sem í raun geta gert sumarið svo miklu betra og skemmtilegra.

Verjum húðina innan fráSUMAR
Það er frábært að verja húðina innan frá og getað aukið úthaldið um leið. Hið víðfræga astaxanthin er það sem stendur upp úr. Ekki er verra ef blandan sem þú kýst inniheldur líka SOD (Superoxide Dismutase) sem er að finna í hverri einustu frumu líkamans. SOD ver húðina fyrir oxunarálagi og er talið koma í veg fyrir skemmdir á vefjum.

Hylauronic sýra
Hylauronic sýra er að finna í miklu magni í líkamanum þegar við erum ung en minnkar með árunum. Hylaurornic er þessi náttúrulega fjölsykra sem bindur raka kröfuglega í húðinni, en hefur líka góð áhrif á liði og augu. Hiti og þurrkur gengur gjarnan nærri okkar náttúrulegu hylauronic sýru. Það er því gott ráð að taka hana inn og bera hana á sig, ekki síst á sumrin.

Kröftugir góðgerlar skipta höfuðmáli
Ekki klikka á góðum meltingargerlum sem skipta miklu máli á sumrin þegar við erum að flandrast á milli staða, hitta allskonar fólk og þegar við erum að borða mat í ólíkum löndum með ólíkri flóru. Taktu inn daglega viðhaldsgerla en til að forðast sýkingar og eiga frábært ferðasumar mælum við með dúndur gerlinum Saccharomyces Boulardii.

Súper steinefni
Haltu vökva líkamans og vöðvum í toppstandi og hraðaðu endurheimt. Góðar (electrolyte) steinefnablöndur innihalda gjarnan nauðsynleg sölt eins natríum, magnesíum, kalíum og klóríð sem eru frábært rafvökva-eldsneyti fyrir líkamann.

Mjólkurþistill með öflugu sylimarin innihaldi
Mjólkurþistill er sannarlega fyrir þá sem leggja mikið lifrina í mat og drykk yfir sumartímann. Enda ber mjólkurþistill höfuð og herðar yfir aðrar lifrajurtir. Hann er bæði hreinsar og verndar og er besta fáaanlega næringin fyrir lifur. Vert er að minna á að mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja. Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin og virka einnig á fjóra mismunandi vegu. Þau eur andoxandi, gera frumuhimnu og gegndræpi lifrarfruma stöðugri, hraða nýmyndun lifrarfruma og hægja á myndun kollagenþráða sem myndast við skorpulifur. 

Gættu líka að….
C-vítamíni sem getur verið gagnlegt við að koma í veg fyrir og meðhöndla sólbruna. Það getur einnig stutt ónæmiskerfið og hjálpað til við histamínviðbrögð við árstíðabundnu ofnæmi. Við eyðum meiri tíma utandyra. C-vítamín getur hjálpað til við að berjast gegn sindurefnum og aðstoða við að forðast sumarkvef sem gæti hægja á þér frá því að njóta allrar þessara skemmtilegu útivistar.

D-vítamíni. Þú gætir haldið að vegna þess að þú eyðir meiri tíma í sólinni þurfir þú ekki að taka D-vítamín á sumrin. Ef þú ert að nota sólarvörn (og þú ættir að gera það ) ertu ekki aðeins að koma í veg fyrir sólbruna, heldur einnig sumpart geislana sem skila D-vítamíni til líkamans. Ein rannsókn sýndi að skortur á D-vítamíni var jafn mikill á sumrin og á veturna. Kalsíumupptaka eykst einnig með D-vítamínuppbót, þannig að ef þú tekur kalsíum allt árið um kring, viltu ekki hætta að taka D-vítamín á sumrin.

Gleðilega sumarest!

 



 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband