Áhrif lyfja og lífsstíls á næringu
31.8.2025 | 10:02
Enginn velkist í vafa um að lyf eru öflug meðöl sem hálpa mörgum að takast á við ýmsa sjúkdóma og margvísleg heilsufarsvandamál. Hins vegar hefur sjaldan verið velt upp tengslunum á milli lyfjanotkunar og næringar. Algengar aukaverkanir eins og þreyta, syfja og ógleði eru vel þekktar en fólk er ekki eins meðvitað um þann skort á ýmsum næringarefnum sem neysla lyfja hefur gjarnan í för með sér. Það er skortur á nauðsynlegum vítamínum og steinefnum sem eru mikilvæg til að styðja við heilbrigða líkamsstarfsemi.
Næstum helmingur íbúa Bretlands (og 55% Íslendinga árið 2017) tekur einhvers konar lyf reglulega. Breska heilbrigðiskerfið (NHS) eyðir næstum 10 milljörðum punda á ári í lyf. Mikilvægur hluti lyfja er til að styðja við langtímaheilsufarsvandamál, svo sem sykursýki, háþrýsting og hátt kólesteról. Raunar sýnir nýjasta tölfræði NHS frá 2021 að 40% fullorðinna eldri en 16 ára höfðu að minnsta kosti einn langvinnan sjúkdóm eða ástand.
Hvað ættum við að vita um lyfin okkar
Margir fá ýmist lyfseðilsskyld lyf eða lyf án lyfseðils án þess að vita hvaða áhrif þau geta haft á næringu sína. Þó að lyfjum fylgi fylgiseðill sem lýsir hugsanlegum aukaverkunum, þá fjalla þau sjaldan um skort á næringu sem getur orðið vandamál. Hins vegar benda vísindalegar rannsóknir í vaxandi mæli til þess að ákveðin lyf geti valdið tæmingu nauðsynlegra vítamína og steinefna, eitthvað sem við öll þurfum að vera meðvituð um, til að geta fylgst með hugsanlegri áhættu fyrir heilsu okkar.
Hvernig draga lyf úr næringu okkar?
Minni matarlyst
Þetta er kannski hið augljósa. Þetta gerist oft þegar lyf auka ógleði eða gefa okkur óþægilegt bragð. Þá höfum við tilhneigingu til að borða minna, sem dregur úr næringarefnainntöku okkar.
Minni næringarefnaupptaka
Sum lyf geta haft áhrif á hversu mikið af næringarefnum frásogast í þörmum, sem þýðir minna magn næringarefna í líkamanum til notkunar.
Truflanir á næringarefnanotkun
Hvernig líkaminn brýtur niður eða notar næringarefni eftir að þau hafa verið frásoguð getur einnig orðið fyrir raski.
Áhrif á útskilnað næringarefna
Hraðinn sem líkaminn vinnur úr og seytir síðan næringarefnum, til dæmis með þvagi getur aukist eða minnkað með sumum lyfjum.
Hverjir eru í áhættuhópi?
Allir sem taka lyf geta verið í áhættuhópi, en það fer eftir því um hvaða lyf er að ræða.
Eldri kynslóðin
Aldraðir eru viðkvæmari fyrir næringarskorti tengdum lyfjum en þau sem yngri eru. Oft vegna þess að þeir taka mörg lyf sem geta hvert um sig haft áhrif á næringarefnamagn í líkamanum.
Þungaðar konur
Rannsóknir hafa sýnt að 95% þungaðra kvenna glíma við einhvern næringarskort vegna aukinnar næringarþarfar, hormónabreytinga og oft takmarkana á mataræði. Þetta getur versnað við notkun ákveðinna lyfja.
Langtímanotkun lyfja
Talið er að yfir 15 milljónir manna í Bretlandi búi við langtíma heilsufarsvandamál, sem getur ekki aðeins kallað á lyfjatöku heldur einnig næringarskort.
Mörg lyf í einu
Mismunandi lyf geta valdið sama næringarskortinum og þannig aukið hættuna á enn alvarlegri næringarskorti.
Þeir sem neyta lélegrar fæðu fyrir.
Að borða gjörunnin mat þýðir að það eru mun minni líkur á að þú uppfyllir næringarefnaþarfir þínar með mataræði. Það eykur einnig líkurnar á að þú fáir langtímasjúkdóm sem þú þarft að taka lyf við. Þannig getur lágt magn næringarefna orðið enn lægra.
Af hverju skiptir það máli?
Næringarefni eru nauðsynleg fyrir öll ferli líkamans, allt frá orkuframleiðslu til magasýruframleiðslu fyrir meltingu, taugaboðefni fyrir geð og vitsmuni, viðhald heilbrigðra beina og tanna, virkni skjaldkirtilshormóna og framleiðslu á kollageni í húðinni, og svo margt fleira. Til að viðhalda heilsu þurfum við nægilegt framboð af öllum lífsnauðsynlegum næringarefnum.
Hvernig á að greina skort?
Næringarskortur verður ekki alltaf augljós strax. Það tekur smá tíma eftir að áhirf lyfjanna byrja að koma í ljós og getur verið ruglað saman við aukaverkanir lyfja, eða afskrifað sem eðlilegur hluti lífsins eða öldrun. Heimilislæknirinn þinn getur skimað fyrir járni, B12, fólínsýru og D-vítamíni. Önnur eru oft greind með því að skoða einkenni skorts sem koma fram í líkamanum.
Til dæmis getur B12 skortur komið fram sem dofi og náladofi, líklega í höndum og fótum, vöðvaslappleiki, þreyta eða höfuðverkur. Lágt magnesíummagn getur komið fram sem þreyta, vöðvakippir, deyfð, hækkaður blóðþrýstingur eða léleg seigla gegn streitu.
Ættum við að taka fæðubótarefni með lyfjum?
Það er algjörlega háð því hvaða lyf fólk er að taka. Sum fæðubótarefni geta haft jákvæð áhrif samhliða lyfjum. Almennt er þó góð hugmynd að taka fæðubótarefni með að minnsta kosti 4 klukkustunda millibili frá lyfseðilsskyldum lyfjum. Það þýðir að þau eru mun ólíklegri til að trufla upptöku hvers annars.
Eftir hverju er best að leita þegar kemur að vítamínum og bætiefnum?
Auðvelda leiðin er að gera ráð fyrir að öll fæðubótarefni séu jöfn og gagnleg. En svo er alls ekki. Það er mikilvægt að lesa alltaf innihaldslýsinguna á merkimiðanum. Mörg vítamín og bætiefni innihalda fylliefni, bindiefni, rotvarnarefni, lím, sætuefni og annað sem er nastí. Þessi innihaldsefni eru notuð til að flýta fyrir framleiðsluferlinu og til að gera vöruna ódýrari. Þau hafa í raun engan viðbótar heilsufarslegan ávinning. Vísbendingar eru um að mörg þessarra efna hafi neikvæð áhrif á heilsu okkar. Svo hafðu vítamínin þín og bætiefnin vönduð. Leitaðu því eftir vítamínum og bætiefnum með virkum innihaldsefnum, skömmtum sem skipa máli og hreinni samsetningu.
Hvaða vítamín og bætefni þarf að skoða sérstaklega með hverjum lyfi?
Sýklalyf
Eitt algengasta lyfið sem er ávísað eru sýklalyf sem hjálpa okkur að losna við slæmar bakteríur í líkamanum. Hins vegar geta þau einnig drepið margar af þeim góðu bakteríum sem eru til staðar í meltingarveginum okkar. Þetta getur valdið ójafnvægi í þarmaflórunni með tilheyrandi aukaverkunum eins og magaóþægindum og ógleði, en einnig minnkaðri getu til að framleiða sum af B-vítamínunum og K-vítamín sem venjulega eru framleidd af þarmabakteríum. Truflun á þarmaflóru getur haft áhrif á marga þætti heilsu okkar, þar á meðal ónæmi, meltingu og jafnvel andlega líðan. Þá er vitað að steinefni geta bundist sýklalyfjum og dregið úr frásogi þeirra í þörmum. Til skamms tíma gæti tæming steinefna eins og sinks og magnesíums ekki haft mikil áhrif, annað en kannski á ónæmiskerfið og orkustig okkar. Langtímanotkun sýklalyfja gæti hins vegar dregið úr magnesíum- og kalsíummagni yfir lengri tíma, sem gæti haft áhrif á bein og vöðva.
Þess má geta að ákveðnar tegunda mjólkursýrustofna, eins og Saccharomyces boulardii, má taka með sýklalyfjum. Þessi tegund er ónæm fyrir sýklalyfjum og má gefa hana samhliða meðferð og næstu vikurnar og mánuðina á eftir til að bæta árangur og lágmarka aukaverkanir.
Þunglyndislyf
Þunglyndi, kvíði og önnur geðheilbrigðisvandamál eru sífellt algengari. Þess vegna er þörfin fyrir þunglyndislyf meiri en nokkru sinni. Algengasta flokkur þunglyndislyfja sem ávísað er eru sértækir serótónín endurupptökuhemlar (SSRI) sem hafa áhrif á natríumstjórnun í nýrum, sem getur valdið vökvasöfnun og minnkuðum þvaglátum.
SSRI lyf hafa ekki beint verið tengd fólínsýrutapi, en rannsóknir benda til þess að uppbót með fólínsýru geti aukið virkni þeirra, sérstaklega hjá þeim sem hafa lágt gildi.
Flogalyf
Þetta lyf er notað til að koma í veg fyrir flog. Rannsóknir hafa sýnt að flogaveikilyf geta dregið úr kalsíumupptöku í þörmum sem og lækkað D-vítamínmagn. Þetta gæti leitt til veikleika í beinum og aukið hættu á beinbrotum og beinþynningu.
Blóðþrýstingslækkandi lyf
Háþrýstingur getur stafað af mörgum samverkandi þáttum eins og óhollu mataræði, streitu, reykingum, áfengisneyslu og kyrrsetu. Hætta á háum blóðþrýstingi eykst með aldrinum og þeir sem eru of þungir eru einnig líklegri til að fá háþrýsting. Hægt er að berjast gegn háum blóðþrýstingi bæði með fæðubótarefnum og lyfjum.
Það eru til nokkrar gerðir af blóðþrýstingslyfjum sem virka með mismunandi aðferðum. Meðal þeirra eru beta-blokkar sem eru notaðir til að lækka hjartsláttartíðni og blóðþrýsting með því að hindra áhrif adrenalíns á beta-viðtaka og ACE-hemlar sem draga úr virkni ensímsins angíótensín-umbreytandi ensíms (ACE), ensíms sem þrengir æðar og veldur hækkun á blóðþrýstingi. Þvagræsilyf eru einnig notuð þar sem þau lækka blóðþrýsting með því að tryggja að líkaminn skili út umfram vatni.
Beta-blokkar
Beta-blokkar eru þekktir fyrir að valda tæmingu á kóensími Q10 með því að trufla endurvinnslu þess í líkamanum. Minnkun á kóensími Q10 er tengd mörgum hrörnunarsjúkdómum, þar á meðal hjarta- og æðasjúkdómum, en getur einnig valdið þreytu og vöðvaslappleika. Co-Q10 er nauðsynlegt fyrir ATP framleiðslu, orkugjafa líkamans.
ACE-hemlar
ACE-hemlar geta valdið útskilnaði sinks, sem leiðir til tæmingar og skorts. Þetta er lykilsteinefni fyrir heilbrigði ónæmiskerfisins, en einnig fyrir heilbrigði heilans, húðarinnar og beinanna og er öflugt andoxunarefni. Meðal sinkríkra matvæla eru hnetur, fræ og fiskur. Áhugaverðar rannsóknir sýna einnig að næringarríkt mataræði, sem samanstendur af heilum og hollum matvælum; ávöxtum og grænmeti með takmörkuðu magni af mettaðri fitu og sykri, getur stuðlað að betri árangri hjá þeim sem taka ACE-hemla og verulegri lækkun á blóðþrýstingi.
Þvagræsilyf
Þvagræsilyf minnka blóðrúmmál, sem þýðir að hjartað hefur minna að dæla með hverju slagi, sem lækkar blóðþrýsting. Þau geta dregið úr kalíumi og magnesíumi þar sem þau lækka natríum (salt) í líkamanum, sem getur haft áhrif á taugakerfið og vöðvana.
Það eru þrjár megingerðir af þessu lyfi. Lykkjuþvagræsilyf, tíazíðþvagræsilyf og kalíumsparandi þvagræsilyf. Það eru tvö fyrstnefndu sem tengjast hugsanlegum næringarefnaskorti.
Lykkjuþvagræsilyf stjórna natríummagni. Þau eru aðallega notuð við vökvasöfnun í lungum vegna hjartavandamála. Þau eru þekkt fyrir að draga úr magnesíumi og kalíumi, og raunar rafvökva í líkamanum en eru mikilvæg fyrir hjarta- og taugakerfi.
Tíazíðþvagræsilyf: Þessi tegund þvagræsilyfja er notuð til að létta bjúg; bólgum af völdum umfram vökva sem festist í vefjum líkamans vegna langvinnrar hjartabilunar. Þeim er þó fyrst og fremst ávísað til að lækka blóðþrýsting. Vitað er að þvagræsilyf af gerðinni tíazíð draga oft úr kalsíum, B1-vítamíni og kalíum. Einnig geta þau dregið úr úr sinki og sumar rannsóknir benda til þess að fólínsýra sé í hættu. Hér geta vítamín og bætiefni vissulega hjálpað.
Samsett getnaðarvarnarpilla
Getnaðarvarnarpilllur eru hormónaform getnaðarvarna sem koma í veg fyrir egglos og þar með meðgöngu. Þær eru einnig algengar fyrir þær sem eiga við vandamál í tíðahringnum að stríða, þar á meðal fyrirtíðarþunglyndi, miklar blæðingar eða legslímuflakk. Talið er að um 40% kvenna á aldrinum 16-50 ára taki getnaðarvarnarpillur. Getnaðarvarnarpillan hefur verið tengd við skort á fjölbreyttum næringarefnum, þar á meðal fólínsýru, B2-, B6- og B12-vítamínum. Auk C- og E-vítamína og steinefnanna sink og magnesíums. Þar sem pillan er oft tekin í mörg ár er mikilvægt að huga sérstakega vel að allri grunnnæringu og hafa vítamín og bætiefni í huga.
Hormónauppbótarmeðferð
Hormónauppbótarmeðferð (HRT) er meðferð sem konur nota á tíðahvörfum til að lina einkenni og/eða styrkja bein með því að skipta út hormónunum estrógeni, oft í samsetningu við prógesterón sem líkaminn framleiðir ekki lengur sjálfur.
Þrátt fyrir augljósan ávinning við tíðahvarfaeinkennum getur hormónameðferð, líkt og getnaðarvarnarpillan dregið úr magni sinks sem flutt er um líkamann og tæmt mörg næringarefni, þar á meðal B-vítamín, fólínsýru, C-vítamín og E-vítamín. Fjölvítamín og næringarríkt mataræði eru góð leið til að styðja konur sem eru á hórmónameðferð.
Blóðsykurslækkandi lyf
Þessi flokkur lyfja er notaður til að lækka eða stjórna blóðsykursgildum. Blóðsykurslækkandi lyf geta verið nauðsynleg fyrir þá sem eru með sykursýki eða forstig sykursýki. Mataræði sem er ríkt af sykri, unnum fitum, transfitum og hitaeiningum auka hættuna á sykursýki af tegund 2. Offita er annar áhættuþáttur fyrir sykursýki. Fjöldi þeirra sem þjást af sykursýki 2 er að aukast. Sagt er að 3,8 milljónir Breta eldri en 16 ára séu með sykursýki af tegund 2. Árið 2035 er gert ráð fyrir að 4,9 milljón Breta verði komnir með þann sjúkdóm. Í þessu samhengi er vert að nefna að blóðsykurslækkandi lyf geta minnkað upptöku á B12 og fólínsýru í þörmum sem með tímanum kann að birtast sem þreyta og taugakvillar á borð við dofa, náladofa eða oft verki í höndum og fótum. Blóðsykurslækkandi lyf hafa einnig reynst draga úr endurvinnslu CoQ10 í líkamanum, sem vert er að gaumgæfa.
Innöndunarlyf
Steraíinnöndunartæki eru tegund lyfja sem venjulega eru notuð í langan tíma til að draga úr bólgum og víkka öndunarveg, þekkt sem berkjuvíkkandi lyf. Þau eru notuð til að koma lyfjum beint í lungun til að bæta öndun, oftast hjá þeim sem þjást af astma.
Þótt þeirra sé neytt í litlum skömmtum samanborið við barksteralyf, geta þau til lengri tíma haft áhrif á kalsíumupptöku og aukið kalsíumútskilnað. Á löngum tíma getur þetta leitt til aukinnar hættu á beinrýrnun/beinbrotum og beinþynningu.
Steraíinnöndunartæki auka einnig útskilnað króms og sinks. Króm tekur þátt í blóðsykursstjórnun, en sink er nauðsynlegt fyrir vefjaviðgerðir og starfsemi ónæmiskerfisins og heilans, og mikilvægt andoxunarefni.
Verkjalyf
Algeng verkjalyf eins og parasetamól, kódein og íbúprófen virka öll á mismunandi vegu til að draga úr verkjatjáningu í líkamanum við allskyns kvillum. Rannsóknir benda til þess að parasetamól og kódein hafi ekki mikil áhrif á næringarstöðu okkar, en bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) eins og íbúprófen, sem almennt eru tekin eða ávísuð til að lina verki, draga úr bólgum og stjórna hita, geta gert það ef þau eru tekin í lengri tíma.
Þessi lyfjaflokkur hefur reynst draga úr magni fólínsýru (B9) sem flyst til vefja sem þurfa á henni að halda. NSAID geta einnig dregið úr upptöku C-vítamíns í vefjum og lækkað B12. Þau geta einnig haft áhrif á þarmavegginn, sem ef skemmist getur aukið járntap með möguleika á skorti og blóðleysi og lækkuðu B12. Venjulega er þessi næringarskortur af völdum tíðrar notkunnar NSAID frekar en bara skammtímanotkunar við hita. Það er gott fyrir okkur að vita að fólínssýra og B12 eru tvö af næringarefnunum sem við þurfum til að halda skaðlegu homocysteini í skefjum.
Prótónpumpuhemlar (PPI) og sýrubindandi lyf meltingarlyf
Lyf til að lækka magasýru eru venjulega notuð af þeim sem þjást af mikilli magasýru, meltingartruflunum eða slímhúðarvandamálum. Þau eru líka stundum notuð samhliða lyfjum sem geta skemmt þarmavegginn. Algeng einkenni mikillar magasýru geta verið uppþemba, ógleði og brjóstsviði. Dæmi um lyf til að lækka magasýru eru prótónpumpuhemlar (PPI) og sýrubindandi lyf. PPI virka með því að hamla ensíminu, almennt þekkt sem prótónpumpan, sem er staðsett á hvirfilfrumum magaveggsins. Þessi hömlun leiðir til verulegrar minnkunar á framleiðslu magasýru. Sýrubindandi lyf (álhýdroxíð) virka með því að hlutleysa magasýru.
PPI eru tekin til langs tíma og tengjast lágu magni af magnesíum, þekkt sem blóðmagnesíumlækkun. Minnkun á magasýru dregur úr frásogi steinefna, þannig að frásog magnesíums, járns, kalsíums og sinks geta öll orðið fyrir þessum skaðlegum áhrifum. Þessi lyf eru mjög útbreidd á Íslandi.
Sterar (kortikosteróíðar til inntöku)
Kortikosteróíðar eru notaðir til að draga úr bólgu og bæla ónæmiskerfið. Þeir eru oft notaðir fyrir þá sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóma eða fyrir þá sem eru með liðagigt. Þeir veita líkamanum bólgueyðandi hormón eins og kortisól sem dregur úr svörun ónæmiskerfisins og dregur úr bólgu og roða.
Kortikosteróíðar minnka frásog D-vítamíns og kalsíums, sem leiðir til aukinnar hættu á beinrýrnun, beinbrotum og beinþynningu. Sumar rannsóknir benda einnig til þess að skortur gæti orðið á sinki og krómi. Sink er nauðsynlegt fyrir fjölmörg kerfi og ferli í líkamanum, þar með talið ónæmiskerfið, húð, efnafræði heilans og til vefjaviðgerða, en króm tekur þátt í blóðsykursstjórnun. Barksterar geta aukið útskilnað C-vítamíns, sem er næringarefni sem er nauðsynlegt til að stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Kalíumútskilnaður eykst einnig. Beinheilsu vítamín og bætiefni eru því mikilvæg hér.
Lyf við þyngdartapi
Lyf við þyngdartapi eru að verða sífellt algengari í nútímasamfélagi. Eitt þekktasta lyfið af þessari gerð er Ozempic. Þessi lyfjaflokkur hefur reynst árangursríkur og getur verið gagnlegur í sumum tilfellum, en það er nauðsynlegt að breyta mataræði og lífsstíl samhliða. Mataræðið má bæta með litlum breytingum eins og t.d. að tryggja að ekki sé verið að neyta umfram hitaeininga reglulega. Ennfremur skiptir máli að draga úr neyslu á gjörunnum matvælum með mikilli fitu og miklum sykri. Það breytir miklu að neyta holllra og næringarríkara fæðis með ávöxtum, grænmeti, próteinum, baunum og belgjurtum.
Þar sem þessir hemlar draga úr niðurbroti og upptöku fitu í þörmum (þannig að þeir fara í gegn frekar en að frásogast) þýðir það að fituleysanleg vítamín geta einnig farið beint í gegn sem getur leitt til skorts á A-, D-, E- og K-vítamínum sem og beta-karótíni. Þessi næringarefni eru nauðsynleg fyrir margvísleg ferli í líkamanum, allt frá heilbrigði húðar og augna til sterks ónæmiskerfis og beina.
GLP-1 eru stungulyf sem líkja eftir hormóninu GLP-1. Þau bera ábyrgð á að lækka blóðsykur og draga úr þyngd með því að virkja GLP-1 viðtakann sem eykur virkni insúlíns. Þau eru notuð við sykursýki af tegund 2, offitu og vegna hjarta- og æðasjúkdóma.
GLP-1 geta dregið úr fæðuneyslu með því að bæla niður matarlyst. Lyfið getur að sjálfsögðu leitt til lakari neyslu nauðsynlegra næringarefna og getur leitt til skorts á fjölmörgum mikilvægum vítamínum og steinefnum, en einnig stórum næringarefnum eins og próteini og fitu. Þetta lyf getur einnig hægt á magatæmingu og dregið úr framleiðslu magasýru, sem getur haft áhrif á upptöku næringarefna.
Þar sem þetta eru ný lyf liggja engar rannsóknir fyrir umfram það að lyfið dregur úr matarlyst og þar með næringarefnainntöku. Þó benda sumar nýlegar rannsóknir til þess að þau næringarefni sem eru í mestri hættu og séu að tapast séu járn, magnesíum, kalíum, kólín og D-vítamín. En þar sem þessi matvæli geta einnig verið lág í almenningi vegna lélegs mataræðis þarf að efna til frekari rannsókna svo allt liggi skýrar fyrir.
Hvers vegna skiptir þetta máli?
Grunnatriði heilbrigðs lífs koma frá ýmsum venjum í daglegu lífi okkar, þar sem næring okkar er lykilþáttur. Fjölbreytt og næringarríkt mataræði hjálpar til við að veita líkamanum það magn næringarefna sem hann þarfnast, sem styður við heilann, hjartað, orkustig og fleira. Fjölvítamín getur einnig hjálpað til við að fylla upp í næringarskort í mataræðinu.
Takmörkun á neyslu á koffíni, áfengi og tóbaki er einnig mikilvæg, en líka minni neysla á sykri. Sykur og áfengi eru kapítuli út af fyrir sig enda bæði næringarefnahamlandi, sem þýðir að þau fjarlægja fleiri næringarefni úr líkamanum en þau gefa. Þau geta einnig haft áhrif á mataræði okkar, orkustig og andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að reykingar draga úr aðgengi sumra næringarefna, þar á meðal C-, E- og D-vítamínum, kalsíum, járni, sinki og mörgum fleirum. Tannín sem finnast m.a. í svörtu te bindast steinefnum í mataræðinu og koma í veg fyrir að þau frásogist. Ef þú drekkur mikið svart te gæti steinefnastaða þín verið lág.
Líkamleg vikni er líka mikilvæg til að viðhalda og bæta hjarta- og æðar og heila. Hreyfing bætir stjórn á hjartslætti, bætir blóðþrýsting og kólesterólmagn en eflir jafnframt geðheilsu okkar, stjórnar blóðsykri og viðheldur heilbrigðri þyngd.
Og svo er það blessuð streitan sem bókstaflega étur upp næringarefni. Mörg okkar lifa annasömu og stressandi lífi sem getur haft veruleg áhrif á heilsu okkar. Streita per se er þekkt fyrir að valda næringarskorti á mikilvægum vítamínum og steinefnum eins og magnesíumi, járni, C-vítamíni og B-vítamínum, sérstaklega B5. Það er því alltaf góð hugmynd að taka fjölvítamín, góðar olíur og auka magnesíum til að berjast gegn þessum hugsanlega næringarefnaskorti og tryggja að við fáum rétta næringu sem styður við lífsstíl okkar.
Heimildir:
Neuvonen PJ. Interactions with the absorption of tetracyclines. Drugs. 1976;11(1):45-54.
Aziz, F., Patil, P. Role of Prophylactic Vitamin K in Preventing Antibiotic Induced Hypoprothrombinemia. Indian J Pediatr 82, 363367 (2015)
Bhat RV, Deshmukh CT. A study of Vitamin K status in children on prolonged antibiotic therapy. Indian Pediatr. 2003 Jan;40(1):36-40.
Konstantinidis T, Tsigalou C, Karvelas A, Stavropoulou E, Voidarou C, Bezirtzoglou E. Effects of Antibiotics upon the Gut Microbiome: A Review of the Literature. Biomedicines. 2020 Nov 16;8(11):502.
Kontoghiorghes GJ. The Puzzle of Aspirin and Iron Deficiency: The Vital Missing Link of the Iron-Chelating Metabolites. Int J Mol Sci. 2024 May 9;25(10):5150.
Chopyk, J., Cobián Güemes, A.G., Ramirez-Sanchez, C. et al. Common antibiotics, azithromycin and amoxicillin, affect gut metagenomics within a household. BMC Microbiol 23, 206 (2023).
Ramirez J, Guarner F, Bustos Fernandez L, Maruy A, Sdepanian VL, Cohen H. Antibiotics as Major Disruptors of Gut Microbiota. Front Cell Infect Microbiol. 2020 Nov 24;10:572912.
McDonald LC. Effects of short- and long-course antibiotics on the lower intestinal microbiome as they relate to traveller's diarrhea. J Travel Med. 2017 Apr 1;24(suppl_1):S35-S38.
Zaura E, Brandt BW, Teixeira de Mattos MJ, Buijs MJ, Caspers MPM, Rashid M, Weintraub A, Nord CE, Savell A, Hu Y, Coates AR, Hubank M, Spratt DA, Wilson M, Keijser BJF, Crielaard W. 2015. Same Exposure but Two Radically Different Responses to Antibiotics: Resilience of the Salivary Microbiome versus Long-Term Microbial Shifts in Feces. mBio 6:10.1128/mbio.01693-15.
Gheysens T, Van Den Eede F, De Picker L. The risk of antidepressant-induced hyponatremia: A meta-analysis of antidepressant classes and compounds. European Psychiatry. 2024;67(1):e20.
Prescott JD, Drake VJ, Stevens JF. Medications and Micronutrients: Identifying Clinically Relevant Interactions and Addressing Nutritional Needs. J Pharm Technol. 2018 Oct;34(5):216-230.
Keith DA, Gundberg CM, Japour A, Aronoff J, Alvarez N, Gallop PM. Vitamin K-dependent proteins and anticonvulsant medication. Clin Pharmacol Ther. 1983 Oct;34(4):529-32.
Davies VA, Rothberg AD, Argent AC, Atkinson PM, Staub H, Pienaar NL. Precursor prothrombin status in patients receiving anticonvulsant drugs. Lancet. 1985 Jan 19;1(8421):126-8
Aghamohammadi V, Gargari BP, Aliasgharzadeh A. Effect of folic acid supplementation on homocysteine, serum total antioxidant capacity, and malondialdehyde in patients with type 2 diabetes mellitus.
Mohn ES, Kern HJ, Saltzman E, Mitmesser SH, McKay DL. Evidence of Drug-Nutrient Interactions with Chronic Use of Commonly Prescribed Medications: An Update. Pharmaceutics. 2018 Mar 20;10(1):36.
Kishi T, Watanabe T, Folkers K. Bioenergetics in clinical medicine XV: Inhibition of coenzyme Q10-enzymes by clinically used adrenergic blockers of beta-receptors.
Res Commun Chem Pathol Pharmacol 1977; 17: 157-164,
Tyrer LB. Nutrition and the pill. J Reprod Med. 1984 Jul;29(7 Suppl):547-50.
Pincemail J, Vanbelle S, et al. Effect of different contraceptive methods on the oxidative stress status in women aged 40 48 years from the ELAN study in the province of Liege, Belgium.
Palmery M, Saraceno A, Vaiarelli A, Carlomagno G. Oral contraceptives and changes in nutritional requirements. Eur Rev Med Pharmacol Sci. 2013 Jul;17(13):1804-13.
Aghamohammadi V, Gargari BP, Aliasgharzadeh A. Effect of folic acid supplementation on homocysteine, serum total antioxidant capacity, and malondialdehyde in patients with type 2 diabetes mellitus. J Am Coll Nutr. 2011;30:210-215.
Lender, M. (1979). Adverse Effects of Aluminum-Containing Antacids on Mineral Metabolism. Gastroenterology.
Yunice, A. A., Czerwinski, A. W., & Lindeman, R. D. (1981). Influence of Synthetic Corticosteroids on Plasma Zinc and Copper Levels in Humans. The American Journal of the Medical Sciences, 282(2), 6874.
Langsjoen PH, Langsjoen AM.
The clinical use of HMG CoA-reductase inhibitors and the associated depletion of coenzyme Q10: A review of animal and human publications.
Biofactors 2003; 18 (1-4): 101-111.
Jula A, Marniemi J, Huupponen R, Virtanen A, Rastas M, Rönnemaa T. Effects of Diet and Simvastatin on Serum Lipids, Insulin, and Antioxidants in Hypercholesterolemic Men: A Randomized Controlled Trial. JAMA. 2002;287(5):598605.
Mohn ES, Kern HJ, Saltzman E, Mitmesser SH, McKay DL. Evidence of Drug-Nutrient Interactions with Chronic Use of Commonly Prescribed Medications: An Update. Pharmaceutics. 2018 Mar 20;10(1):36.
Tran, N.T., Nguyen, L.T., Berde, Y. et al. Maternal nutritional adequacy and gestational weight gain and their associations with birth outcomes among Vietnamese women. BMC Pregnancy Childbirth 19, 468 (2019).
Lopresti AL. The Effects of Psychological and Environmental Stress on Micronutrient Concentrations in the Body: A Review of the Evidence. Adv Nutr. 2020 Jan 1;11(1):103-112.
Preston AM. Cigarette smoking-nutritional implications. Prog Food Nutr Sci. 1991;15(4):183-217. PMID: 1784736.