Likaminn lýgur aldrei
30.5.2019 | 20:58
Áttu erfitt með að vakna? Hrynur þú í orku um miðjan dag? Ertu hvíldarlaus á kvöldin og glaðvakandi þegar þú átt að sofna. Dekraðu við líkamann því hann er miklu klárari en hausinn á þér.
Lífs- og jógavísindin segja lykillinn að góðum degi að lifa í takt við náttúruna og hlusta á líkamann. Í bókstaflegri merkingu og samkvæmt orkuflæði okkar þýðir það; að vakna áður en sólin rís og sofna þegar sól sest. Getur verið smá vandamál hér á landi, en engu að síður góð rútína sem nær að viðhalda jafnri og góðri orku frá morgni til kvölds.
Ayurveda mælir með föstum siðum kvölds og morgna sem sameiginlega eru nefndar dinacharya. Þessi margra alda gamla rútína sem margir nota enn þann dag í dag með frábærum árangri er hönnuð til að gefa ykkur ró, skerpu og notalega orku. Og í raun fyrir öll þau verkefni sem við þurfum að takast á við frá degi til dags. Margir sem ná að halda þessarri einföldu rútínu vitna um að þeir fari átakalaust eða lítið í gegnum daganna og geti almennt sinnt starfi sínu með natni og í fókus.
Til þess að komast á réttu slóðina hafðu rútínuna samkvæmt einföldum Ayurveda hefðum. Morgunrútínan byggir á því sem er orkugefandi og á hreinsun. En einnig á að kyrra/stilla skilningavitin og auka núvitund. Kvöldrútínan snýr að því að vinda ofan okkur svo við náum slökun og friðsælum svefni. Hreyfingar í anda jóga asanas og hugleiðsla eru líka lyklar að skráargati dinacharya. Íhugaðu að gera asana (sem eru jógahreyfingar til að auðvelda okkur hugleiðslu) á hverjum morgni fyrir morgunmat og síðan hugleiðslu á morgnanna og kvöldin. Gott er að byrja á einum degi í einu.
Til að byrja með er gott að hefja daginn á einni til tveimur æfingum eftir þínu höfði svo bæta við sig eftir sem hentar og tími vinnst til. Og vitið þið til að með tímanum er hætt við því að þið viljið ALLS ekki sleppa úr degi. Líklegt er að ykkar Ayurveda rútína verði jafn sjálfsögð og sá háttur að bursta tennurnar á hverjum degi.
LJÓMAÐU MEÐ MORGUNRÚTÍNU
Samvæmt Ayurveda eru stundirnar fyrir sólarupprás vata. Það er í raun afar fíngerð orka sem gerir okkur allt auðveldara, m.a. bara það að komast út úr rúminu. Já, prófið bara. Það að vakna snemma gefur ykkur tindrandi orku sem endist út daginn. Á hinn bóginn, ef þú vaknar eftir seint tekur kafa orkan við en kafa er þung jarðarorka. Þá er líklegra að við verðum silalegri það sem eftir er dags. Það er líka rólegra að vakna á vata tíma og mun þægilegra að hugleiða, þó ekki sé nema í nokkrar mínútur.
TUNGUSKAFAN OG SÍTRÓNAN
Tunguskafan er í raun einfalt tól sem gerir mikið gagn. Yfir nóttina safnast það sem kallað er ama á tunguna en það eru samkvæmt Ayurveda eiturefni sem geta ýtt undir veikindi og eða sýkingar. Þetta er í raun afar einföld aðgerð sem auðvelt er að venja sig á. Og svo er bara að tannbursta sig.
Síðan er komið að því sem við þekkjum mörg hver mætavel: Það er að fá sér ½ sítrónu út í volgt vatn áður en þú borðar nokkuð annað. Sítrónudrykkurinn hreinsar nýrun og meltingaveginn og ýtir undir agni eða eldinn/brunan í meltingaveginum. Og ekki er verra að skola stundum nefgöngin með saltvatni sérstaklega á vorin og haustin.
NUDDAÐU LÍKAMANN UPP ÚR HEITRI OLÍU!
Nú er komið að því að nudda líkamann. Gerðu það alltaf þegar þú getur. Helst á hverjum morgni. Gefðu þér 10 mínútur. Ayurveda mælir með olíu fyrir þína líkams- hugagerð og/ eða sesamolíu, sem hentar líka öllum týpum (vata, pitta og kafa). Hitaðu olíuna, t.d. undir heitri bunu, eða í potti, en ekki um of. Nuddaðu þig hátt og lágt áður en þú ferð í sturtu. Það er fátt notalegra en að nudda líkamann upp í heitri olíu. Vittu til. Líkaminn mun þakka þér. Byrjaðu á hársverðinum (ef þú hefur tíma í það) en annars á andlitinu og fikraðu þig niður að hálsinum, öxlunum, höndunum, handabökunum og nuddaðu svo hendurnar með löngum hringlaga hreyfingum. Nuddaðu svo axlir og bak og síðan maga réttsælis. Nuddaðu einnig mjaðmir, rass, fætur, leggi og líka iljar, rist og tær og gerðu það vel. Því þar liggja margir mikilvægir taugaendar. Ef þú hefur tíma, á góðum degi (þú getur t.d. borðað á meðan í baðsloppnum) er gott að gefa húðinni 10 mínútur til að frásoga olíuna áður en þú ferð í sturtu. Ef þú vilt ekki setja olíu í hár eða andlit skaltu engu að síður nudda þau svæði. En þó er ekkert mál að ná olíunni úr hárinu. Galdurinn er sá að setja sjampó í hárið áður en þú bleytir það og nudda vel. Svo skaltu fara í sturtu og út í daginn. Margir eru sammála um að daglegt nudd sem þetta sé öflugasta fegrunaraðgerð sem til er.
AÐ VINDA OFAN AF SÉR - KVÖLDRÚTÍNA
Um leið og kvölda tekur (við búum á Íslandi), dempaðu ljósin og dragðu fyrir. Þá gefum við líkamnum og huganum merki um það að það sé að fara koma tími til að draga sig í hlé. Þar sem talsvert hefur breyst síðan þessi lífsvísindi þróuðust (þó alls ekki eins mikið og við höldum) segja nútímajógarnir að betra sé fyrir huga og líkama að sleppa því að horfa sjónvarp klukkustund áður en lagst er til hvílu. Að lesa eitthvað nærandi eða eyða tíma með fjölskyldu og vinum í ró og næði sé meira í anda Ayurveda. Og náttúrunnar.
NOTAÐU KJARNAOLÍUR!
Ef þú ert þreytt/ur er gott að láta renna í bað og setja í það róandi kjarnaolíur eða kveikja á kerti með góðum náttúrulegum slakandi ilmi, sem er líka gott að hafa jarðbindandi. Dæmi um það eru lavender sem er róandi, vetiver sem er gjarnan notuð gegn streitu og ylang ylang sem er í senn rómantísk og róandi. Ef þú nærð að skapa róandi andrúmsloft og andar að þér ilmi býrðu líka til stemmningu sem heilinn mun smám saman festa í minni.
ÓMÓTSTÆÐILEGT FÓTANUDD!
Fyrir svefninn er líka ákaflega gott að nudda á sér fæturnar og mörg dæmi um það að fólk sofi miklu betur ef það gerir það. Sjálf hef ég heyrt mörg dæmi um það hjá sem hafa prófað. Ég mæli með því að fótanudd á kvöldin verði með fyrstu nýju venjum þínum. Það er ótrúlega áhrifaríkt svefnmeðal. Gott er að leggja áherslu á svokallaða marma punkta. Með því að nudda þessa punkta nærðu djúpri slökun á skömmum tíma. Notaðu aftur sesamolíu, eða olíu með jurtum fyrir þína líkams-hugargerð (vata, pitta eða kafa olíu) og hafðu hana volga eða heita. Ef þú vilt láta olíuna fara vel inn í húðina er gott að sofa í mjúkum bómullarsokkum.
RÓANDI KVÖLDDRYKKUR!
Fyrir svefinn er gott að fá sér heita lífræna mjólk/jurtamjólk eða túmerikdrykk með kardimommum eða múskati. En þetta eru krydd sem sannarlega bæta svefninn. En þar sem við vitum að margir drekka helst ekki mjólk er líka gott að fá sér kardimommur eða múskat í heitt vatn eða drekka kamillute, góða blöndu og kamillu og vanillutei.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

...er áhugakona um heimspeki, heilsu, lífeðlisfræði, jóga, sjósund, hugleiðslu og ferðalög. Á bakgrunn í blaðamennsku, leikhúsi, var kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík, er stjórnmálafræðingur, jógakennari og stundaði meistaranám í sálgæslufræðum við guðfræðideild HÍ. Er að auki ljón, nörd, fæðu aktívisti og hin systirin í Systrasamlaginu.
Mars 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |