Af hverju kanill er frábær til að hefta sykurlöngun, bæta hjartaheilsu, slá á mígreni og meira til?

Ríkulegt bragð og frábær fyrir heilsuna. Hvað er hægt að biðja um meira? Kanill gerir matinn sannarlega áhugaverðari og vandaðaður kanilkraftur í formi bætiefnis getur líka stutt við almenna vellíðan þína, stjórnað blóðsykrinum, bætt orkuna, hækkað góða kólesterólið og slegið á mígreni, svo fátt eitt sé nefnt.

Uppruni kanilsins; Mikilvægt.
Kanill, (Cinnamomum verum), er eitt elsta og mikilvægasta kryddið í mannkynssögunni. Hann var notaður af Egyptum til forna, varð mikilvægur gjaldmiðill í Miðausturlöndum og kanill er lofaður í ýmsum í trúarritum. Kanill hefur m.ö.o. verið dýrmætur hluti af mannkynssögunni þúsundir ára. 1

En það er bara ein tegund af kanill sem flokkast sem hinn “sanni kanill”, það er sá sem upprunninn er frá Sri Lanka (aður Ceylon) og sá sem Evrópubúar ræktuðu allt frá 17, öld á Madagaskar með góðum árangri. Síðan hefur hinn frægi Ceylon kanill vaxið og dafnað við rétt skilyrði víðsvegar um heim. 2 Það er líka gott fyrir okkur að vita að til eru mismunandi tegundir af kanil með afar ólíka kosti. En það er bara ein tegund sem stendur upp úr og hefur frábær og jafnvel framúrskarandi áhrif á heilsuna.

kanill 2

Byrjum á því mikilvægasta í dag; Blóðsykurstjórnuninni
Í heimi þar sem allt leikur á reiðiskjálfi, þar með talið blóðsykurinn, er notalegt að vita af aðgengilegum ráðum til að getað hamið hann og tamið, svo um munar. Sögur hafi lengi verið uppi um að kanill hafi vænleg áhrif á blóðsykurinn. Nú hafa nútíma vísindin stutt að kanill getur haft mjög góð áhrif á sykursýki af tegund 2.i. Þá hefur verið sýnt fram á að neysla á Ceylon kanil viðheldur heilbrigðum blóðsykri sem felst í því að hann eykur glúkósaupptöku í frumum líkamans og insúlínæmi. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að kanill getur fært okkur góða orku og um leið forðað okkur frá því missa niður orkuna. Kanill hefur góð áhrif á blóðsykur hjá heilbrigðum einstaklingum og þeim sem þjást af sykursýki 2 sem geta með þessu móti forðast bæði háa toppa og lága dali sem leiða til þreytu og stundum jafnvel slappleika. 

Svo er það þetta með þyngdarstjórnunina
Að þessu sögðu liggur fyrir að kanill hefur þá kosti að geta hjálpa okkur að viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd. Flestar rannsóknir á kanil sem lúta að líkamsþyngd sýna að hinn frægi BMI stuðull komst í gott lag og mittismálið minnkaði með inntöku kanilkrafts. 5 Meira gott hefur komið á daginn því með rannsóknum hefur líka verið sýnt fram á öflug áhrif á hjarta- og æðakerfi, hann er gagnlegur fyrir þá sem þjást fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og góður fyrir þá sem glíma við mígreni.

Stuðningur við hjartaheilsu
Kanill styður hjartað og blóðrásina. Sterkar vísbendingar erum um að kanill stuðli að viðhaldi eðlilegs blóðfitugildis og ýti undir framleiðslu á háþéttni lípópróteini (HDL), eða „góða“, kólesterólinu. Birst hafa niðurstöður um bata á bæði slagbils- og þanbilsþrýstingi á allt að 7 dögum í röð eftir neyslu á Ceylon kanilkrafts. 6

Bólgueyðandi
Ceylon kanill hefur mýmarga kosti, þar á meðal verulega andoxunarvirkni og getu til að vernda gegn oxunarálagi og bólgum. Próteinin Interlukein-6 (IL-6) og C-Reactive Prótein (hs-CRP) eru almennt tengd bólgum og oxunarálagi; Ceylon kanilþykkni reyndist draga verulega úr þessum merkjum. 7

Það er einmitt nákvæmlega þessir bólgueyðandi kraftar kanils sem geta hjálpað gegn öðrum heilsufarsvandamálum. M.a. er talið að mígreni stafi af auknum bólgum, þar á meðal nituroxíði og IL-6, þar sem þau leiða bæði til bólgu- og taugaverkja. Í klínískum rannsóknum hefur komið í ljós að kanill dregur úr þessum bólgum sem leiða til jákvæðra áhrifa á alvarleika, tíðni og lengd mígreniskasta. 8

Vinnur gegn PCOS einkennum
Svo er það sem hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið, eða fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, þekkt sem PCOS. En PCOS er hormónasjúkdómur sem hefur áhrif á um það bil eina af hverjum 15 konum á barnseignaraldri um allan heim. PCOS eykur hættuna á efnaskiptasjúkdómum eins og insúlínviðnámi, offitu og hjarta- og æðasjúkdómum. 9 Góðu fréttirnar í því tilliti eru þær að Ceylon kanilkraftur eykur insúlínviðnám og bætir blóðsykursgildi og blóðfitugildi og styður við þyngdarstjórnun. Kanilkraftur hefur því reynst góður kostur til að styðja við þá sem þjást af PCOS. 10 11

Kanill sem bætiefni
Kanill er vissulega frábær í dagsins önn sem krydd út á hafragrautinn, í kökur, drykki og fleira og um að gera að nota og njóta sem oftast. En til að tryggja að þú njótir hans í “lækningskyni” er betra að velja lífrænan Ceylon kraft sem færir þér á bilinu 1000-6000 mg (1-6gr) og hafðu hann án undantekninga Ceylon/Sri lanka kanil. Það er hinn áhrifaríki kanill og skammtur sem vísindin hafa rannsakað og styður við blóðsykurstjórnun og allt það sem á undan er talið. Kannaðu líka hvort bætiefnið/krafturinn sé án bindi- og fylliefna og annarra gerviefna sem ég kýs stundum að kalla “nastís”; að ekki sé því til fyrirstöðu að hann nýtist þér sem best.

Hvað segja ayurvedafræðin?

Ein af þeim fræðum sem hafa lagt mikið upp úr neyslu kanils í þúsundir ára eru Ayurvedafræðin. Þau hafa einmitt greint eiginleika Ceylon kanilsins niður í frumeindir og áhrif hans á líkamlega og ekki síður andlega heilsu. Og svona flokka fræðin Ceylon kanil:

  • Rasa: Sæti kanillinn vekur hlýju og gleði.

  • Virya: Hitandi kostir kanils styrkja melinguna og auka brennslu.

  • Vipaka: Sætur eftirkeimur kanils vekur upp notalega tilfinningu og fullnægju.

  • Áhrif á dosurnar: Kanill kemur jafnvægi á vata- og kapha orkutegundirnar og mildar pitta orkuna upp að vissu marki.

  • Eykur orku Vyana Vayu: Vyana Vayu er það sem eykur blóðrásina og dreifir mikilvægum næringarefnum um líkamann. Heitir eiginleikar kanilsins örva blóðflæði, stuðla að betri lífsþrótti og vellíðan, sem er sérlega gott yfir kaldari mánuðina sem eru auðvitað allir mánuðir á Íslandi að undanskildum sumarmánuðunum.

    Helstu kosti kanils að öðru leyti: Kanill bætir blóðrásina og styður hjartaheilsu og færir vataorkunni notalega uppörvun. Bætir við extra lagi af vörn gegn árstíðabundnum sjúkdómum því kanill er líka örverudrepandi. Síðast en ekki síst; hjálpar kanill við að stjórna blóðsykri, sem getur komið á stöðugleika í orku og í veg fyrir taumlausa löngun í hitt og þetta.

 

Heimildir:

1 Suriyagoda L, Mohotti AJ, Vidanarachchi JK, Kodithuwakku SP, Chathurika M, Bandaranayake PCG, Hetherington AM, & Beneragama CK. “Celyon cinnamon”: Much more than just a spice. Plants, People, Planet. 2021; 3 (4) 319-336

2 Pathirana R, & Senaratne R. An Introduction to Sri Lanka and Its Cinnamon Industry. Cinnamon. 2020; 1-38

3 Nuffer W, Bull ST, Bakhach H, & Nuffer M. Sweetly Improving Sugars? Reviewing Cinnamon's Effect on Blood Glucose. Journal of Medicinal Food. 2023; 26 (1) 68-73

4 Kizilaslan N, & Erdem NZ. The Effects of Different Amounts of Cinnamon Consumption on Blood Glucose in Healthy Adult Individuals. International Journal of Food Science. 2019; 2019, 4138534

5 Jain SG, Puri S, Misra A, Gulati S, & Mani K. Effect of oral cinnamon intervention on metabolic profile and body composition of Asian Indians with metabolic syndrome: a randomised double-blind control trial. Lipids in Health and Disease. 2017; 16, 113.

6 Zhang K, Li Y, Lin X, Daneshar M, Karamian F, & Li M. Effect of cinnamon supplementation on blood pressure, oxidative stress, and inflammatory biomarkers in adults: An umbrella review of the meta-analyses of randomised controlled trials. Nutrition, Metabolism, and Cardiovascular Disease. 2024;  34 (12) 2659-2668

7 Delaviz E, Salehi M, Ahmadi A, Fararooei M, Vakili M, & Ashjazadeh N. Effect of Cinnamon on Inflammation Factors, Pain and Anthropometric Indices in Progressive-relapsing Multiple Sclerosis Patients: A Randomised Controlled Trial. Jundishapur Journal of Natural Pharmaceutical Products. 2021; 16 (1) e14505

8 Khorvash F, Askari G, & Zarei A. The effect of cinnamon on migraine treatment and blood levels of CGRP and IL-6: A double-blinded randomised controlled clinical trial. Journal of the Neurological Sciences. 2019; 405, Supplement, 106-107

9 Dunaif A. Insulin resistance and the polycystic ovary syndrome: mechanism and implication for pathogens. Endocrine Reviews. 1997; 18 (6) 774-800

10 Heshmati J, Sepidarkish M, Morvaridzadeh M, Farsi F, Tripathi N, Razavi M, & Razaeinejad M. The effect of cinnamon supplementation on glycaemic control in women with polycystic ovary syndrome: A systematic review and meta-analysis. Journal of Food Biochemistry. 2020; 45 (1) e13543

11 Borzoei A, Rafraf M, Niromanesh S, Farzadi L, Narimani F, & Doostan. Effects of cinnamon supplementation on antioxidant status and serum lipids in women with polycystic ovary syndrome. Journal of Traditional and Complementary Medicine. 2018; 8 (1) 128-133

 

 


Bloggfærslur 16. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband