Færsluflokkur: Bloggar
Tunguskafa er 2 x mikilvægari en tannbursti og dregur úr hjartasjúkdómum
11.7.2019 | 21:47
Tunguskafan hefur verið þekkt tól í austrænum tannlækningum í mörg þúsund ár. Undanfarið hefur vísindaheimurinn glaðvaknað fyrir kostum tungusköfunnar. Ekki er langt síðan breskir og bandarískir tannlæknar sögðu tungusköfuna tvisvar sinnum mikilvægari en tannburstann.
Engin sérstök hefð er fyrir notkun tungusköfu á Íslandi. Það kann að breytast á næstunni þegar fleiri ná að kynnast kostum góðrar tungusköfu og víst er að vaxandi áhugi á jógafræðum hefur mikil áhrif.Tunguskafan er í raun einfalt tól sem virkar best þegar hún er úr einhverskonar málmi eða málmblöndu. Viska aldanna vitnar um að yfir nóttina safnist það sem kallað er ama á tunguna, eða eiturefni sem geta ýtt undir veikindi og/eða sýkingar. Þetta hefur m.a. lengi verið kennt í jógavísindunum.
En skoðum málið betur með augum nútíma vísindanna:
Dr. Nathan Bryan, sérfræðingur í sameindafræði og genarannsóknum við Baylor læknaháskólanum í Texas segir að regluleg notkun á tungusköfu ýti undir framleiðslu vinalegu bakteríanna sem örvi framleiðslu köfnunarefnis oxíðs (nitric oxíðs). Af hverju skiptir það máli?
Köfnunarefnis oxíð hefur gríðarleg áhrif á virkni stofnfruma líkamns til hins betra. Hlutverk stofnfruma er að halda okkur ungum en þær blása nýju lífi í gamlar frumur. Semsé tungusköfun heldur okkur ungum.
Kannski augljóst þegar grannt er skoðað:
Tungan þekur nánast þriðjung munnsins. Yfirborð tungunnar er þakið litlum totum sem hefur verið líkt við þykkt teppi. Það gerir yfirborð hennar viðkvæmt fyrir rotnun, matarleifum og bakteríum.
Sannað hefur verið að þessi kokteill sem safnast á tunguna getur orsakað andremmu, skán og tannskemmdir. Stílfað yfirborð tungunnar minnkar einnig bragðskyn.
Hér er eru ennþá fleiri dæmi úr vísindaheiminum:
Bakteríkur á tungu orsaka andremmu í 80 til 90% tilfella.
Heimild: American Association for Dental Research.
Hreinsun tungu eftir að hafa borðað feitan, sterkan og klístraðan skiptir jafnmiklu máli og að nota svitalyktaeyði eftir sturtu.
Heimild: Dental Economics.
Tunguskafa dregur úr tannskemmdum. Skán sem innheldur Streptococci tífaldast á viku ef tungan er ekki hreinsuð.
Heimild: Journal of American Dentistry.
Tunguskafa dregur úr tannskemmdum við tannrót.
Heimild: Australian Dental Journal.
Tunguskafa endurræsir bragðlauka færir okkur dýpra bragðskyn.
Óhreinn munur finnur ekki fíngerða bragðið af matnum.
Heimildir: Journal of Prosthetic Dentistry.
Hreinsun tungu með tungusköfu bætir bragðskyn, sérstaklega af beisku og salti.
Heimild: Journal of Clinical Periodontology.
Góð munnheilsa helst í hendur við almennt hreinlæti hrein tunga er ekki undanskilin (aftur: hún þekur 1/3 af munni). Ástæðan: Það dregur úr að skaðlegar bakteríur komist niður í maga og inn i blóðrás.
Heimild: Biomedcentra Oral Health.
En kannski það allra allra mikilvægasta:"Hreinsun tungu dregur úr hættu á hjartasjúkdómum vegna þess að það er samband milli lélegar munnheilsu, tannholdsvandamála og aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum.
Heimild: British Medical Journal.
"Tannholdsvandamál hafa verið tengd sykursýki, kransæðasjúkdómum og heilablóðföllum. Tungan er uppspretta meiriháttar lífríkis sem getur orsakað þessa sjúkdóma og hefur líklega almenn kerfisbundin áhrif.
Heimild: Dental Economics.
"Léleg munnumhirða, notkun sýkladrepandi munnskols og sýklalyfanotkun geta drepið allar bakteríur í munni og hindrað framleiðslu köfnunarefnis oxíðs sem gerir sjúklinga útsettari fyrir CVD (hjarta- og æðasjúkdómum).
Heimild: News Medical Life Science (ágúst 2017) Dr. Nathan Bryan, Baylor læknaháskólinn í Texas, USA.
Nú kunna margir að spyrja af hverju er ekki nóg að bursta tunguna með tannbursta?
1. Tannbursti nær ekki að hreinsa tunguna jafn djúpt og tunguskafa.
2. Vel hönnuð tunguskafa nær þangað sem tannbursti nær aldrei, sem er aftast á tunguna.
3. Þú kúgast ekki við notkun vel hugsaðrar tungsköfu.
4. Þú nærð daglega burtu 75% af slæma stöffinu sem safnast upp og veldur andremmu með notkun með tungusköfu en aðeins við 45% með tannbursta. Niðurstaða klínískrar rannsóknir þess efnis var birt í hinu virta Journal of Periodontalogy.
Önnur spurning sem oft vaknar er hvort munnskol dugi ekki til? Svarið er nei. Það drepur allar bakteríur. Líka þær góðu sem halda okkur heilbrigðum.
HÉR er flott myndband um hvernig nota má tungusköfu.
Áhugaverðustu tungusköfurnar í dag!
Ps: William Osler faðir nútímalæknisfræðinnar á að hafa haft á orði að hrein tunga, skarpur hugur og skýr sjón væri frumburðarréttur okkar alla daga.
Allt sem vinnur gegn sjúkdómum og elli
2.4.2019 | 20:53
Rasayana er risastórt orð. Það þýðir allt sem vinnur gegn sjúkdómum og elli, verndar, umbreytir og endurnýjar orku. Magnaðar jurtir eru í þeim hópi.
Rasayna er ein af átta kvíslum Ayurveda fræðanna sem vert að gefa gaum til að halda í vellíðan og fyrirbyggja sjúkdóma fram á síðasta dag. Út á það ganga indversku lífvísindin; að fyrirbyggja og snúa á ójafnvægi, sem gæti með tíð og tíma valdið illvígum sjúkdómi.
Samkvæmt Ayurveda eru Tulsi og jurtablandan Chyawanaprach ásamt túrmerki og ashwagandha fjórar öflugstu jurtirnar/jurtablöndurnar sem styrkja Rasayana.
Það heyrir margt áhugavert undir Rasayana. Orðið kemur úr Sanskrít og merkir í bókstaflegri merkingu slóð (ayana) kjarnans (rasa), eða slóðin/leiðin að kjarnanum. Þar er fjallað um hvernig við getum safnað okkur saman á ný og bætt lífsgæði okkar. Eins og allt í þessum stórkostlegu fræðum snýr Rasayana að ræktun hugar og líkama og því að næra andann. En þar sem um yfirgripsmikil fræði er ágætt að einbeita sér að þeim jurtum og þeirri jurtablöndum sem indversku lífsvísindin segja að verndi okkur hvað mest og best. Þetta eru semsé túrmerik og ashwagandha sem ég hef skrifað alloft um og hefur margvísindalega sannað gildi sitt. Hinar tvær og minna þekktar eru Holy basil, oft kölluð Tulsi og svo Chyawanaprash, sem er fornsöguleg jurtablanda. Margir þekkja hana sem kafasultuna.
Múltívítamínið Chyawanaprash
Ayurveda segir Chyawanaprash eitt öflugasta náttúrumeðalið til að kveikja meltingareldinn og styrkja um leið ónæmiskerfið. Sultan er sögð auka upptöku næringar, skerpa minnið, vera blóðhreinsandi, styrkja hjarta, þétta húð og næra vöðva. Það síðastnefnda er vegna þess að með bættri meltingu eykur Chyawanaprash upptöku próteina. Þannig eykst þróttur og þrek sem heldur okkur ungum á öllum aldri. Það kemur því tæpast á óvart að Chyawanprash sem er gefin uppskrift að í hinum 5000 ára vedísku ritum- sé flokkuð sem sjálfur lífselexírinn; einhverskonar lýsi eða fjölvítamín indversku lífsvísindanna. Það er gaman að segja fá því að nýlega sýndi hin vísindalega mælieining ORAC að 1 kúfuð msk af Chaywanaprash samsvarar samanlagt í það minnsta 1 x avóvadói, 1 x kiwi, 1 x tómat og handfylli af spergilkáli, sellerí, eða romanie salati.
En hvað er það sem gerir Chyawanprash svona merkilegt? Flestum ber saman um að það sé hin hárfína blanda af 35 kryddum og amilaki (garðaberjum) sem er mjög C-vítamínríkur ávöxtur og ein þekktasta jurtin í Ayurveda. Amilaki eru í senn súr, herpandi og beisk og kemur einkum jafnvægi á pitta (sem er eldur og stjórnar meltingunni og vatn) og virkar líka vel á vata (loft og eter )og kafa (jörð og vatn). Því er hér um svokallaða þrí-dosha jurt að ræða, sem virkar fyrir allar líkamsgerðir og öll kerfi líkamans. Með blöndu af lækningajurtum verður Chyawanaprash líka sæt og sterk. Kafasultan geymir því fimm af sex bragðgæðum Ayurveda og virkar djúpt inn í vefi líkamans. En er eins og allt í þessum fræðum ekki skyndilausn heldur til að neyta yfir lengri tímabil til að njóta ávaxtanna.
Aðrar jurtir í Chyawanprash eru m.a. pippali (langi svarti piparinn), Ashwagandha og fjöldi annarra lækningajurta og krydda, en í litlum mæli þó. Þess vegna hentar kafasultan ungum sem öldum, sem gjarnan borðar hana beint upp úr krukkunni eða blandar henni í heitt vatn, heita kúamjólk eða annars konar mjólk eða vökva.
En hvað er Tulsi?
Holy Basil eða öðru nafni Tulsi er helgasta jurt Indverja. Gjarnan höfð í húsagörðum til að hreinsa og bæta umhverfið. En fyrir líkamann kemur hún jafnvægi á kafa orkuna (jörð og vatn), sem oft er í miklu ójafnvægi hjá Vesturlandabúum sem gjarnan eru þungir og að kljást við bjúg. Það er vegna of mikillar neyslu á sætu og söltu á kostnað þess sem er sterkt, beiskt, herpandi og súrt. Við það myndast slím í líkamanum og við eigum á hættu að þyngjast bæði andlega og líkamlega. Auk þess sem hitastigið í líkamanum kann að fara úr jafnvægi.
Tulsi losar um slím í líkamanum, sérstaklega í lungum og öndunarfærum og styrkir hjartað. En er líka þekkt fyrir að halda ofþyngd í skefjum og líkamshita í jafnvægi.
En svo má nefna til frekari fróðleiks að Tulsi er flokkuð sem þrí-dosha sattvísk jurt (þ.e. mjög jákvæð). Hún er talin skerpa á skilningavitunum og opna gáttina milli hjarta og huga. Og fyrir þá sem vilja kafa enn dýpra inn í Ayurveda fræðin geta þeir gúgglað að Tulsi er sögð hreinsa áruna. Og er t.d. þess vegna að finna víða í húsagörðum á Indlandi. En það verður vart vísindalega sannað í bráð.
Ps: Það er líka gaman að segja frá því að undir Rasayana falla líka góðmennska og heiðarleiki. Ekki er ólíklegt að það vinni líka gegn sjúkdómum og elli.
Fiðrildadrykkurinn var mest instagrammaði drykkur síðasta árs
26.2.2019 | 18:14
Fáir drykkir voru jafn oft myndaðir fyrir instagram á síðasta ári og drykkur sem kallast blár matcha. Skyldi nokkurn undra. Undurfagur. Blár matcha er sá allra ferskasti í hópi vinsælla og kraftmikilla jurtadrykkja sem margir drekka mun oftar til að hvíla sig á endalausu kaffiþambi. Að auki má segja að ný kynslóð heilsuunnenda hafi komist á snoðir um það að drykkir geti sannarlega gefið jafn mikið og góður matur.
Blár matcha var valinn fegursti drykkur síðasta árs af hópi fagurkera í netheimum.
Flest þekkjum græna matcha drykkinn sem í grunninn er gerður úr ungum laufum tejurtarinnar og inniheldur margfalt meira af andoxunarefnum en grænt te. Við þekkjum líka mörg gullnu mjólkina eða túrmerik latteinn sem jógarnir færðu okkur og er bólgueyðandi og uppfullur af næringu.
Blár matcha byggir hins vegar tilvist sína á blómi sem kallast butterfly pea eða fiðrilda/baunablómið. Það er líka svona undurfallega blátt frá náttúrunnar hendi. Í bland við flóaða jurtamjólk er hann engu líkur nema ef vera kynni íslenskum aðalbláberjum.
Það er þó ekki svo að blómin sem drykkurinn byggir á séu eitthvert nýuppgötvað fyrirbæri í náttúrunni. Þau eiga sér langa sögu í austrænum jurtalækningum, þar með talið í þeim indversku (ayurveda) og þekkjast undir nafninu ciltoria ternrea.
Fiðrildabaunablómið býr yfir mörgum góðum kostum. En þótt það sé ekki eins andoxunarríkt og græna tejurtin er sagt að hún skerpi minni, dragi úr streitu og minnki depurð. Það kemur því ekki á óvart að markaðssetningin á bláum matcha hljómi þannig að um sé að ræða "bláan drykk við blús. En að auki er bláa blómið sagt slá á síþreytu.
En eins og með allar fíngerðar jurtir er lítið varið í þær nema þær séu hreinar og lífrænt vottaðar. Þannig er bláa fiðrildabaunablómið ríkt af bíóflavíónóðum (auðvitað, það er blátt). Umfram allt er það þekkt fyrir fernt:
°Það eykur hárvöxt (jafnvel þannig að þau gráu hörfi).
°Ýtir undir kollagen framleiðslu húðar og dregur úr hrukkum.
°Styrkir sjón.
°Minnkar blús.
Semsé, blái drykkurinn er ekki bara vinsæll að því að hann lítur út eins og geimsýra. Hann er hollur og vel að merkja mjög bragðgóður. Og auðvitað komin til Íslands, í Systrasamlagið.
Sjá hér heimildir:
https://articles.mercola.com/teas/butterfly-pea-tea.aspx
Láttu meltingareldinn loga glatt um jólin
19.12.2018 | 16:05
Í indversku lífsvísindunum, Ayurveda, kemur fyrir orðið agni sem er notað um hinn logandi meltingareld. Ekki nóg með að meltingareldurinn sjái um að vinna næringu úr fæðunni og lífinu heldur líka að brenna burtu því sem við þurfum ekki á að halda.
Ef meltingareldur okkar logar glatt, eigum við auðvelt með að melta fæðu og tileinka okkur öll lífsins gæði. En ef meltingareldurinn er daufur eigum við erfttt með að melta fæðuna og upp safnast það sem kallast ama eða óþarfi/eitur sem sest að í frumum líkamans og verður okkur sannarlega til ama.
Ayurveda fræðin segja okkur sannarlega gleðjast og njóta allra hátíða. En alger óþarfi sé íþyngja meltingunni um of. Til eru mörg góð ráð til að létta á meltingunni og hér er mjöður sem gerir það svo sannarlega. Þessi meltingarmjöður kallast einfaldlega agni nectar. Mjöðurinn heldur meltingareldinum skíðlogandi alla hátíðina og mjög einfalt er að búa hann til.
Smelltu í eina krukku eða flösku fyrir jól og taktu inn 2 msk um það bil hálftíma fyrir hverja máltíð. Þannig ferðu í gegnum jólin með reisn.
UPPSKRIFT
1/2 bolli nýkreist lífræn sítróna
1/2 bolli hrátt hunang
1/2 boilli ferskur lífrænn engifer
1/4 bolli vatn
Blandið vel saman sítrónusafa og hunangi og setjið í glerílát. Setjið engiferinn í blandara með 1/4 bolla af vatni. Maukið. Kreistið svo safann úr engifernum í gegnum poka eða sigti. Reynið að ná sem mestu af engifersafanum út. Blandið saman við sítrónuna og hunagið og setjið í krukku eða flösku sem lokast vel.
Geymist vel í ísskáp yfir jólin.
Njótið.
Gleðileg jól!
Undraveröld kristalla
17.11.2018 | 16:33
Flestum þykja kristallar ákaflega fagrir. Þótt ekki séu allir sammála um mátt þeirra. Þeir sem hafa rýnt í veröldina vita að við erum stjörnuryk innra sem ytra og að við gætum hreint ekki notað farsíma, hlustað á útvarp og magnað hljóð nema vegna kristalla. Um mátt stjörnuryksins (kristalla / orkusteina) vita auðvitað allir djúpvitrar listakonur og -menn. Á Woodstock sagði Joni Mitchell m.a. svo fallega we are stardust, billon year old carbon, we are golden Fallegt.
Áhugi á kristöllum fer vaxandi. Á safríku námskeiði í Endurmenntun HÍ um undraveröld gimsteina segir í kynningu að verðmætamat steina sé annað en áður. Áður hafi það byggt á því hvort þeim fylgdi gæfa eða ógæfa og hvort þeir hefðu töfra eða lækningamátt. Í viðskiptum dagsins byggir verðmætamat á lit, fegurð og uppruna. Talað eru um að 3000 steindir séu til á jörðinni en frá 50 130 séu eðalsteinar eftir mismunandi skilgreiningum. Flest höfum við lært að þetta snýst að mestu leyti um hörku. Demantur eru með hörkuna 10 en kvars með 7. Smaragður dansar á línunni með hörkuna 7.5 til 8. Eðalsteinar hafa hörkuna 8-10.
Náttúran snjallasti skaparinn
En hvað sem því líður hafa margir eignast fallega eðalsteina og enn fleiri undursamlega kristalla, sem margir fá að halda sinni lögun og sýna að náttúran er líklega allra besti byggingameistarinn. Semsé sögulega eru kristallar með magnaðan mátt og farvegur áhugverðrar orku og hjálpa okkur að losa um neikvæða orku. Í mörgum tegundum heilsufræða eru kristallar jafn mikilvægir og jurtir og/eða hugleiðsla. Það er alltént nýuppgötvað af vísindamönnum að hugurinn hefur miklu meiri lækningamátt en áður var talið og hvað sem vísindin segja um mátt kristalla (kannski ekki komin þangað enn) fullyrðir stór hluti jarðarbúa að kristallar búi yfir töfrum. Hér er greint frá nokkrum sem eru vinsælir, fallegir og töfrandi. Þeir allra mögnuðustu, segja sumir. Annað er á tæru að við lifum sannarlega í steindri veröld og svo skemmtilega vill til að gömlu góðu nýaldarfræðingarnir hafa byggt brú yfir í nútímavísindin um mátt magra töfrandi steinda.
Vinsælustu kristallarnir
Nú kemur það sem sagt er um margra af vinsælustu kristöllum jarðarinnar: Fyrstu þrír, rósakvarz, ametýst og glær kvarz eru sagðir þeir allra mögnuðustu og vinsælir eftir því.
Rósakvars (Rose quartz) er kristall ástarinnar í öllum formum og myndum. Hann er hjartaopnandi og er því tengdur beint við hjartastöðina. Þessi kröftugi kristall er sagður veita okkur andlega heilun og minnir okkur á að öll erum við partur af sömu heild.
Ametýst (Amethyst) dregur nafn sitt frá þjóðsögu um guðinn Bakkus og er því oft tengdur við hóf á drykkju og öðrum slæmum siðum. Rómverjar og Grikkir til forna skreyttu m.a. bikara og önnur drykkjarföng með ametýst til að hafa betur hemil á drykkju sinni. Ametýst er mjög öflugur steinn sem tengist við þriðja augað, krúnustöðina og æðri orkustöðvar og á að gefa beina tengingu í hið andlega. Hann er því mjög góður fyrir bæði heilun og hreinsun.
Glær kvars (Clear quartz)
Án kvars væri heimurinn ekki sá sami. Kvars er notaður í ýmis raftæki eins og klukkur, síma, tölvur og hljóðnema til að leiða og magna bylgjur. Vegna þessara eiginleika sinna er hann oft kallaður höfðingi heilaranna (master healer) í kristallaheiminum. Glær kvars tengir við allar orkustöðvarnar og hjálpar til við að magna orku annara kristalla og steina í kringum sig. Hann er því tilvalinn til notkunar í kristallanet (grid).
Lemúríukvars (Lemurian)
Talið er að Lemúríukvars hafi verið skilin eftir fyrir okkur jarðarbúa í dag af íbúum týnda landsins Lemúríu. Lemúríukvars er sagður mikill heilari og á að hjálpa til við að draga fram upplýsingar sem hafa verið faldar eða sem við sjáum ekki með berum augum. Lemúríkvars á að hafa verið sendur til okkar til að heila okkur sjálf og heiminn.
Smaragður (Emerald) er stundum kallaður heilarasteinninn og dansar á mörkum þess að vera eðalsteinn. Hann er grænn að lit með dassi af svörtum og hvítum rákum. Áhrifamiklar manneskjur í veraldarsögunni hafa heillast á smarögðum, allt frá Salómon konungi og Kleópötru til Elísabetar Taylor sem skartaði þeim fagurlega og varð fræg fyrir. Smaragður er enn af hjartasteinunum sem er sagður svo öflugur að hann geti dregið að sér gæfu og velsæld en er um leið öflugur verndarsteinn. Hann er að vísu fágætari en hinir en fæst þó með blöndum, t..d í kristalsvantsflöskum.
Karnelían (Carnelian) er sannkölluð orkusprengja fyrir fyrstu þrjár orkustöðvarnar: rótarstöðina (grunnþarfir, jarðtengingu), hvatastöðina (frjósemi, sköpun og kynorka) og sólar plexusinn (viljastyrkur og kjarkur).
Til forna var karnelían notaður til að veita fólki aukinn kjark í ádeilum og hjálpa því að tala á öruggann og yfirvegaðan hátt.
Í dag er hann notaður til að gefa okkur spark í rassinn þegar kemur að því að klára verkefni, fara að hreyfa sig eða einfaldlega koma sér af stað.
Þessi fallega glóandi steinn á að hjálpa til við að vekja upp kynorku en er líka tilvalin gjöf tengd frjósemi, t.d. fyrir þá sem standa í barneignum.
Blár Hávlít (Blue Howlite)
Hávlít er róandi steinn sem hjálpar til með afslöppun og svefn. Hávlít er oft tekinn og litaður með litarefni í ýmsum litum eins og í þessu tilfelli. Það á þó ekki að draga úr virkni hans, því að litaður blár hávlít er talinn hjálpa til við að muna og ráða drauma. Þessi sæmir sér vel á náttborðinu.
Sódalít (Sodalite) fannst fyrst í Grænlandi árið 1811.
Hann á að hafa örvandi áhrif á hugann og stuðla að auknu innsæi, athygli og hjálpa til við að mynda skoðanir og greina hluti og getur hentað vel þeim sem hafa áhuga á heimspeki. Hann tengir bæði í tjáningarstöðina og þriðja augað (innsæið okkar).
Bleikur Kalsít (Pink Calcite). Þessi fallega bleiki steinn býr yfir mjúkri orku sem tengir við hjartastöðina. Samúð er sterkt einkenni bleiks Kalsíts (Pink Calcite) og minnir hann okkur á sjálfsást, ást á öðrum lífverum og að öll erum við partur af einni heild. Fullkominn steinn fyrir þá sem vinna í að opna hjartað og minnka spennu og kvíða.
Pírít (Pyrite) fær nafn sitt úr grísku (pyr=eldur) en hefur í gegnum tíðina oft verið kallaður glópagull. Þessi einstaki málmsteinn tengir við sólar plexus og er innspýting af orku þegar kemur að viljastyrk, sjálftrausti og innblæstri.
Pírít er einnig tenging við gnægð og peninga og má vel nota pírít í þeim tilgangi að draga þessa hluti til sín. Stingdu honum t.d. í veskið eða í kristallanet (grid) heima fyrir.
Sítrín (Citrine)
Nafnið Sítrín kemur frá franska orðinu citron (sítróna). Þessi guli orku- og gleðigjafi tengir beint við sólarplexus, orkustöð viljastyrkjar og stjálfstrausts. Hann örvar sköpun og ímyndunarafl og hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Sítrín er fullkominn fyrir þá sem vinna í að auka sjálfstraust sitt og kjark og komast í betra andlegt jafnvægi.
Malakít (Malachite) myndar skemmtilega tengingu bæði við hjartastöðina og sólar plexus, sem er óvenjuleg blanda. Hann er kröftugur steinn sem á að hjálpa til með sjálfsvirðingu, sjálfsvilja og að standa við skuldbindingar í formi góðvildar og fyrirgefningar. Malakít á að vera einn öflugasti steinninn í vernd gegn neikvæðri orku. Heimildir um notkun malakíts hafa fundist allt frá 3000 fyrir Krist í Egyptalandi, þar sem hann var m.a. mulinn niður í duft og notaður sem augnskuggi. Athugið þó að Malakít inniheldur kopar og er því ekki æskilegt að setja hann í vatn og drekka.
Reykkvars með Sítrín (Smoky Citrine)
Reykkvars og sítrín mynda heilandi blöndu með jarðtengingu reykkvarsins og krafti og orku sítrínsins. Reyksítrín er hjálplegur þegar kemur að birtingamyndum í veraldlegum skilningi.
Andakvars með Límonít (Spirit quartz with Limonite)
Það er stundum talað um að kristalla- og steinategundir birtist okkur þegar við mest þurfum á þeim að halda. Það á vel við andakvars, sem komst fyrst í mannshendur árið 2001. Andakvars (Spirit quartz) er ákaflega fallegur og öflugur steinn. Uppbygging hans er einn langur, oddhvass kristall sem er þakinn mörgum litlum kristöllum. Talið er að þessi uppbygging magni krafta hans og töfra.
Gulur Andakvars er í grunninn ametýst sem litast hefur af náttúrunnar hendi með límonít. Hann er sagður orkusprengja fyrir sólar plexus og fullkominn fyrir þá sem vinna í sjálfstrausti og valdeflingu. Nafnið andakvars kemur þó ekki frá andlegum tenginum heldur fær hann nafn sitt frá fjólubláum, afrískum rúðuhreinsi sem ber nafniðsSpirit, en hann er svipaður á litinn og fjólublár andakvars. Andakvars er aðeins að finna í Suður-Afríku.
Hematít (Hematite)
Hematít er mjög öflugur steinn sem tengir við rótarstöðina. Hann virkar líkt og akkeri, dregur okkur aftur niður á jörðina þegar við erum orðin týnd í hugsunamynstri sem þjónar okkur ekki. Hann getur verið góður fyrir þá sem hugsa of mikið um fortíð eða framtíð. Í sumum aðstæðum er hematít of kröftugur í jarðtengingu, þá er gott að grípa í reykkvars eða svartan Túrmalín í hans stað.
Mandarínukvars (Tangerine quartz)
Mandarínukvars er glær kvars með þunnu lagi af hematít. Þessi fallegi kvars tengist hvatatsöðinni þar sem við vinnum m.a. með sköpun í öllum sínum myndum. Í hvatastöðinni má líka finna kynorkuna okkar og sköpun nýs lífs. Þessar fallegu mandrínukvars nálar eru fullkomnar í kristallanet (grid), sérstaklega tengt sköpunarkrafti og barneignum.
Malacholla er blanda af chrysocolla og calachite. Steinn sem stuðlar að jafnvægi. Crysocholla ber í sér kvenlæga orku og malachite karlæga. Þessar tvær tegundir orku mætast í þessum steini og mynda gott jafnvægi.
Flúroít (Fluorite) er kristall sem á að skýra hugann og hreinsa til í höfðinu. Flúorít er t.d. góður á skrifborðið og hjá tölvum til að hjálpa til með Flúorít með ráðandi grænan gefur tengingu við hjartað en ráðandi fjólublár tengir við krúnustöð.
Labradorít (Labradorite) er töfrandi steinn sem í þjóðsögum Inúíta var talinn vera frosin norðurljós enda lýsandi blár og gulur. Labradorít er allur um jákvæðni, hann er talinn fæla burt neikvæða orku og er oft talinn einn sterkasti verndari steinaríkisins. Í þessum fallega bláa steini má finna glampandi bláa og gula fleti. Labradorít tengir við þriðja augað, innsæjið okkar og á að hjálpa okkur að auka meðvitund og nálgast hlutina með opnum hug.
Lapis Lazuli. Þessi fallega blái steinn á sér langa sögu alla leið aftur forn-egypta sem notuðu hann ekki aðeins sem skart heldur muldu hann líka niður sem meðal og augnfarða. Nafnið kemur frá forn Persíu (lazhuward) sem þýðir blár. Í gegnum tíðina hefur lapís verið tengdur konungdómi og er m.a. sarkófagi Tútankamóns fagurskreyttur með lapís. Þessi konunglegi steinn tengir við tjáningarstöð og þriðja auga. Hann er eins konar gátt að sögum, fortíð og fyrri lífum og er fallegur steinn sem á skilnn hvers konar stall. Hann sæmir sér m.a. vel á altari. Nafnið kemur frá Selene, gyðju tunglins.
Selenít (Selenite) er sannkallaður englakristalll sem tengir við þriðja augað, krúnustöð og efri orkustöðvarnar. Hann hjálpar okkur að tengja við hærra sjálf og andlega hjálpara og leiðsögumenn. Afar hreinsandi og verndandi kristall sem má jafnvel nota til að hreinsa aðra steina og kristalla. Selenít er tilvalinn í hugleiðslu og til notkunar í verndandi kristallanet (grid) m.a. í glugga til að halda óþægilegri orku úti.
Tigers eye og red tigers eye hjálpa við að fá skýra sýn á hlutina, taka eftir smáatriðum og sjá réttu leiðina m.a. í ákvarðanatöku. Tengir við sólarplexus og er oft tengdur við gnægð eins og Pírítinn. Rautt tengir við lægri orkustöðvar, rótar- og hvatastöð. Á að vera örvandi og gefa innblástur og hvatningu.
Mookaite Jaspís fylgir fyrstu þremur orkustöðvunum, orkuskot fyrir sálina. Jákvæð orka, viljastyrkur, tenging við tíðni Jarðarinnar. Sjálfsstyrkur, sjálfsvilji, hægt að virkja sólarplexus með að pressa honum að orkustöðinni. Hann er karrigulur með smá vínrauðu í.
Svartur Tourmaline er gjarnan sagður rokkstjarna kristalsheiminsins enda af fróðum talinn sérlega öflugur verndari gegn skaðlegum geislum farsíma- og tölvunotkunnar. En ekki síður gegn allri neikværðu orku og óvild. Stilltu honum upp við hlið tölvunnar, hafðu hann með farsímanum, saumaðu hann innan á klæði þín. Og hafðu einn í einu horninu á heimili þínu. Svartur tourmaline er sagður möst have í heimi kristallanna nú á tímum mikils áreitis og neikvæðrar orku.
Það er gaman að segja frá að kristallar eru til í öllum stærðum og gerðum og öllum verðflokkum. Óndanlegan fróðleik er að finna um kristalla á netinu.
Kanónur, klæði, krem, kristallar, cacaó og einn karl!
4.11.2018 | 18:20
Fimmtudaginn 8. nóvember klukkan fimm ætlar Systrasamlagið sannarlega að standa undir nafni þegar margar af helstu kanónum landsins koma saman og kynna undursamlegar vörur sínar, líf og list. Þær eru Sirrý Örvars, Sóley Elíasdóttir, Kamillia Ingibergsdóttir og Snorri Ásmundsson.
Sirrý Örvars er einn af okkar allra fremstu textílhönnuðum. Þar sem hún býr í Belgíu og hefur ekið um sveitir Belgíu og Frakklands undanfarin ár kviknaði hugmyndin að HÚN BySirrý hörlínunni. Það var svo á ferðalagi hennar um Litháen sem Sirrý komst í kynni við magnað fyrirtæki sem vinnur með allan Mið-Evrópska hörinn, allt frá hrávinnslu að spuna og frá vefnaði að saumaskap. Heillandi ferlið og gæðin gerðu það að verkum að fyrstu vörur bySirrý urðu að veruleika. Vistæn rætkun og umhverfisvæn framleiðsla eru mjög mikilvægir þættir í hugmyndinni að baki fatnaði hennar, ásamt þægilegum sniðum og líflegum litum og munstrum sem hefur gert bySirrý línuna vinsæla meðal viðskiptavina Systrasamlagsins undanfarin ár. Sirrý verður á svæðinu og kynnir fatnað sinn.
Sóley Elíasdóttur stofnanda og eiganda Sóley Organics þarf vart að kynna. Við systur erum svo lánsamar að hafa fengið að fylgjast með öllu hennar ferli frá fyrsta degi. Það kom hvorki okkur né öðrum, sem hana þekktu, á óvart að hún hæfi framleiðslu lífrænna græðismyrsla og síðan snyrtivörulínu sem er orðin þekkt um allan heim. Sóley kemur í heimsókn. Við fáum að njóta handanudds þar sem tvær af hennar vinsælustu vörum, mjúk og græðir koma við sögu.
Kamilla Ingibergsdóttir kakódrottning kynntist einstöku cacaói frá Gvatemala þegar hún var komin á yfirsnúning og þurfti mest á því að halda. Það skilaði henni svo miklu að síðan hefur hún verið ástríðufull cacaósölukona og heldur reglulega vinsælar cacaóhugleiðslur. Kamilla sér Systrasamlaginu fyrir cacaói beint frá býli. M.a. í okkar vinsæla Hátíðar-cacaó bolla sem er bæði bragðgóður og uppfullur af magnesíumi, andoxunarefnum en að auki hjartastyrkjandi og eykur súefni til heilans. Í tilefni dagsins selur Kamilla hreint kakó til heimabrúks en ætlar um leið að kynna kyngimagnaða kristalla sem Systrasamlagið hóf nýlega sölu á.
Þá er það rúsínan í pylsuendanum því þetta síðdegi kemur einn karl við sögu. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson fær þann heiður að vígja Boðefnagallerí Systrasamlagsins sem verður undir listrænni stjórn Önnu Kristínar Þorsteinsdóttur textílhönnuðar í framtíðinni. Snorri mun selja myndir við vígsluna sem okkur rennir í grun að geti orðið jólamyndin í ár.
Sýning Snorra í Systrasamlaginu mun standa til áramóta.
Allir eru auðvitað velkomnir.
Heimabrugg aldrei vinsælla
2.10.2018 | 20:38
Kreppa eða ekki? Það breytir því ekki að heimabrugg hefur sjaldan verið vinsælla. Mikil kefírbruggunarbylgja er á Vesturlöndum enda nú vitað og þekkt að afurðir úr kefír eru iðandi af lífi og talað er um að þær séu miklu öflugri en allar meltingarpillur. Nýlega var greint frá því í fréttum að Bretar hefðu ekki undan að framleiða afurðir úr mjólkurkefír og sjaldan hefur sést eins mikið úrval drykkja úr vatnskefír í hillum verslanna, altsvo í erlendum verslunum. Þá ferðast kefírgrjón til bruggunnar manna í millum sem aldrei fyrr. Í ljósi alls þessa er gaman að segja frá því að nafnið kefír er dregið af tyrkneska orðinu keif, sem þýðir góð tilfinning.
KákasusgerillinnÞið kannist sjálfsagt mörg við mjólkurkefír, sem á rætur í Kákasus fjöllunum. Rannsónir hafa sýnt að mjólkurkefír inniheldur 30 stofna af góðgerla en litla systir hans, vatnskefír um það bil helmingi færri. Þó gerir það vatnskefír að einum vinalegasta, frísklegasta og jafnvel bragðbesta meltingardrykk sem hægt er að brugga. Í ljósi umræðunnar um skort á góðgerlum og stöðugum melingarvandamálum alltof margra er ekkert nema skiljanlegt að kefír sé orðinn jafn vinsæll.
Vinsældir kefírs stafa ekki síður af því að það er mjög auðvelt að brugga úr honum allskyns guðdómlega drykki. Mun einfaldara en t.d. úr frænda hans, kombucha sem þarf meiri tíma og klapp. Úr vatnskefirgrjónum, sem henta vel vaxandi hópi grænkera, er létt verk að brugga heima hjá sér undursamlega gosdrykki sem heilu fjölskyldurnar geta skipt út fyrir aðra drykki með góðri samvisku.
Kefír hefur lengi verið notaður í evrópskum og asískum alþýðulækningum vegna þess hve margvísleg góð áhrif hann hefur á heilsuna. Kefirgrjón eru í raun blanda af bakteríum og sveppum. Með því að koma mjólkurkefírgrjónum í samband við mjólkursykur má búa léttsýrða mjólk og sprelllifandi jógurt en með því að tengja vatnskefír (góðum) sykri, ávöxtum og allskyns hollustu verður útkoman frábærlega spennandi drykkir.
Semsé mjólkurkefír þrífst á mjólkursykri úr þeirri mjólk sem við þekkjum best, kúamjólk en líka geita- eða sauðamjólk. Þó hefur sumum snillingum tekist að gera skemmtilegar afurðir úr hrísgrjóna- og kókosmjólk með því að næra mjólkurkefírinn á mjólkursykri inn á milli.
Vatnskefír dafnar hins vegar best á lifandi syrkri, t. d. lífrænum reyrsykri. Kókossykur eða hlynsíróp henta síður vantskefír, nema þá til að bragðbæta drykkina, ef vill.
Einstakar gjafir kefírs
Það er ærin ástæða til að taka upp samband við góð kefír. Ef hans er neytt oft, helst daglega, getur hann haft mjög góð áhrif á heilsu okkar. Kefír styrkir ónæmiskerfið enda inniheldur hann gnótt efnasambanda og næringarefna sem efla ónæmiskerfið. Gerlarnir eru fjölbreyttir og margir. En einn þeirra alveg einstakur. Hann nefnist Lactobacillus Kefiri og vinnur gegn mörgum skaðlegum bakteríum og má þar t.d. nefna E. Coli. Þessi góðgerlahópur kemur jafnvægi á ónæmikerfið og er bókstaflega sagður skúra burtu vondum bakteríum. Annað sérstakt við kefírinn eru fjölsykrur sem nefnast kefiran sem rannsóknir hafa sýnt fram á að vinni gegn Candida sveppasýkingum, sem margir eru að kljást við.
Rannsóknir hafa líka tiltekið að bæði mjólkur- og vantskefír geta unnið á magasári, bakflæði, ristilbólgu, niðurgangi, hægðarregðu, sýkingu í meltingarvegi og einnig er talið að hann fyrirbyggj krabbamein í blöðruhálsi og ristli. Heilsudrykkir úr kefír ýta einnig undir heilbrigðan blóðþrýsting, blóðsykursjafnvægi og hafa góð áhrif á geð.
Engu að síður er nokkur munur á mjólkur- og vatnskefír hvað varðar næringu. Líkt og mjólkin geymir mjólkukefír kalk og magnesíum, sink, A-vítamín og B 1, B12 og B7, prótein og kolvetni. Vatnskefír hefur hins vegar lágan sykurstuðul og leysir glúkósa hægt og örugglega út í blóðráðsina. Kosturinn við vatnskefír, sem er auðvelt að hafa vegan, er að búa má til úr honum allskyns skemmtilega, persónulega og nærandi gosdrykki. Sjálf brugga ég engiferdrykki og sítrónudrykki sem slá öllum gosdrykkjum sem ég þekki við og eru svo sprelllifandi að það er með hreinum ólíkindum. Möguleikarnir í kefírbruggun eru því óendanlega margir og spennandi.
Að því sögðu vil ég nota tækifærið og benda á að þótt kefírbruggun sé einföld er oft kúnst að byrja og koma sér upp rútínu. Því er gott að fá sterka byrjendaleiðsögn. Mörg góð stuðningmyndbönd eru á netinu en það jafnast ekkert við Námskeið í bruggun vatns- og mjólkurkefír sem haldið verður brátt í Systrasamlaginu, ekki fyrsta sinn.
Það eru allir að tala um ashwagandha!
2.9.2018 | 17:35
Nú þegar degi er tekið að halla og hitastigið lækkar finnum við mörg hver fyrir óþægindum í skrokknum. Líkt og náttúran erum við manneskjurnar í öðrum takti á vetri og hausti en að vori og sumri. Við sveiflust eins og vindarnir, verðum stífari í skrokknum og orkuminni. Á meðan sumum finnst tíðin notaleg verða aðrir aðrir blúsaðri.
Frá sjónarhorni Ayurveda lífsvísindanna á þetta sér ofureðlilegar skýringar. Minkandi birta hefur áhrif á prönuna okkar, eða sjálfa lífsorkuna. Um leið eiga indversku lífsvísindin svar við orkuleysinu, stífleikanum og skammdegisdepurðinni og hafa lengi átt. Meðal annars í hinni mögnuðu vatajurt með skrýtna nafnið, ashwagandha, sem er vinsælasta orkujurt Indverja. Þeirra lýsi. Nýlega gerði berska Vouge ashwagandha hátt undir og flokkaði hana ekki síður sem fegrunar- en orkujurt, sem hangir auðvitað saman.
Pranan er í raun fíngerð orka sem gefur öllum verum og sjálfu sköpunarverkinu lífsorku. Hún er nátengd öndun þó hún sé ekki að öllu leyti bundin henni. Hugmyndafræðilega er þetta orkan sem streymir frjáls og taktföst um líkamann og færir okkur orku, kraft, heilsu og jafnvel sjálfa gleðina. Þegar pranan mætir mótlæti og höktir, kunnum við að finna fyrir staðbundnum verkjum, stífleika, óþægindum, hræðslu eða óróleika sem dregur úr lífskrafti okkar. Allt veltur á hvar og hvernig hindranirnar birtast.
Samkvæmt Ayurveda er ein af aðaluppsprettum prönunnar sjálft sólarljósið sem við fenguð heldur lítið af í sumar. Mikilvægi þess er vel þekkt og rannsakað. Orkan sem frá henni stafar er kveikja prönunnar sem hefur svo áhrif á allt líf. Þar á meðal jurtir og tré og sem og dýr og menn. Sólin er lífsnauðsynlegur og órjúfanlegur hluti tilvistarinnar og hefur líka áhrif á líðan okkar En hvað gerist þegar náttúran býður okkur upp á takmarkað sólarljós? Líkt og nú í skammdeginu? Eitt er að fleiri halda sig inni en áður. Þó er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert í skammdeginu er að fara út og viðra okkur þegar sól er hæst á lofti, jafnvel þótt við sjáum ekki til hennar. En það er líka mikilvægt og jafnvel lífsnauðsynlegt muna eftir að taka inn D- og K vítamín. Þó eru heldur betur fleiri leiðir til að viðhalda prönunni og hrista af okkur slenið og drungann.
HIN KRAFTMIKLA ASHWAGANDHA JURT
Í fyrsta sæti yfir frábærar vetrarjutir er hin kraftmikla Ayurveda jurt ashwagandha sem bætir bæði geð og orku en það gerir hún með því að næra taugakerfið og draga úr órólegri vataorku/vetrarorku sem er einmitt orkan sem nú er era að verða í náttúrunni, kuldinn, þurra loftið og vindarnir. En ofan á það er streita af sama meiði, hin óþægilega birtingarmynd vataorkunnar ofan á nýja tíð. Því skiptir nú öllu að lægja öldurnar innra með okkur. Þannig getur vönduð lífræn ashwagandha jurt gert gæfumun þegar skammdegið skellur á. Því um leið og hún dregur úr streitu, eykur hún orku og bætir svefn. Það stafar af því að hún hefur þá eiginleika að auka T3 og T4 skjaldkirtilshormónin sem koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Og líka þar sem hún er það sem kallað er Yang jurt (samkvæmt kínversku læknisfræðinni) er hún jafnframt góð fyrir hreinsunarkerfi líkamans. En umfram allt hafa margar rannsóknir á ashwagandha tengdar taugakerfinu lofað mjög góðu. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að jurtin dregur úr hrörnun heilafrumna, skerpir minni og dregur úr hræðslu og depurð. Og eitt það áhugaverðasta er að ólíkt mörgum róandi og geðlyfjum eru engar aukaverkanir. Að þessu sögðu eru líka nokkrar áhugaverðar rannsóknir í gangi á áhrifum ashwagandha á tauga- og heilasjúkdóma á borð við Parkisons og Alzheimer sem lofa góðu.
Hitt er að Aswagandha er jaframt mjög bólgueyðandi (sem m.a. dregur úr stífleika) og því eru vísindamenn einnig að skoða hana með tilliti til ýmissa tegunda krabbameina sem lofa góðu.
Svo eru það áhrif ashwagandha gegn streitu? En að auki er hún bakteríudrepandi sem sýnir að hún styrkir ónæmiskerfið. Því er hún einnig frábær vörn gegn margskonar flensum. Einnig er ótvírætt að ashwagandha er góð uppspretta náttúrulegrar orku. Hún lækkar kólesteról, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og er adaptogenjurt sem merki að hún hefur mikla virkni og litlar sem engar aukaverkanir.
Aðrar adaptongenic jurtir sem m.a. Vouge mælir með og er nokkuð auðvelt er að nálgast hér á landi eru:
Chaga sem inniheldur einstakt magn andoxunarefna og er dáður fyrir hevsu góður hann fyrir ónæmiserfið. Og chaga er ekki síst sagður hægja á því að við eldumst.
Maca rótin frá Perú sem tengd er aukinni orku, úthaldi, útgeislun og kynorku.
En svo verðum við líka að nefna burnirótina (rhodila rosea), þekkt sem gullna rótin. Hún er líka gædd þessum eiginleikum að virkja á líkamann í heild án þess að búa til spennu. Burnirótin er mögnuð lækningajurt, sem einnig vex villt á Íslandi. Margar rannsóknir styðja að burnirótin virkar ákaflega vel gegn stressi og doða og virki vel á líkama og sál. jafnframt hefur hún afar jákvæð áhrif á kynhvötina. Og margir vilja meina að hér sé á ferð langöflugasta meðalið gegn flugþreytu sem til. Skýringin á sterkum áhrifum burnirótar á kynhvöt bæði karla og kvenna ler sögð liggja í hversu sterkt þessi jurt virkar á hormónakerfi líkamans.
Nokkrar heimildir:
https://www.vogue.co.uk/article/best-adaptogens-for-stress
Puri, Harbans Singh. Rasayana: ayurvedic herbs for longevity and rejuvenation Volume 2 of Traditional herbal medicines for modern times. s.l.: CRC Press, 2002. ISBN 0415284899, 9780415284899.
Panda S, Kar A. Withania somnifera and Bauhinia purpurea in the regulation of circulating thyroid hormone concentrations in female mice. Journal Ethnopharmacology 1999, 67(2):233-9.
Panda S, Kar A. Changes in thyroid hormone concentrations after administration of ashwaganda root extract to adult male mice. Journal of Pharmacology 1998, 50:1065-1068.
Kalani A, Bahtiyar G, Sacerdote A. Ashwagandha root in the treatment of non-classical adrenal hyperplasia. British Medical Journal Case Reports 2012, 10(1136).
Gupta SK, Dua A, Vohra BP. Withania somnifera (Ashwagandha) attenuates antioxidant defense in aged spinal cord and inhibits copper induced lipid peroxidation and protein oxidative modifications. Drug Metabolism Drug Interactions. 2003;19(3):211-22
Jayaprakasam B, Padmanabhan K, Nair MG. Withanamides in Withania somnifera fruit protect PC-12 cells from beta-amyloid responsible for Alzheimers disease. Phytotherapy Research. 2010, 24(6):859-63
Brjóstanudd bætir lífsorkuna
15.7.2018 | 20:17
Nú er HM lokið og þá er kominn tími til að huga að brjóstum kvenna.
Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda. Vandað brjóstanudd hreinsar óhreinindi í gegnum sogæðakerfið, dregur úr vekjum og tilfinningaspennu og ýtir undir að lífsorkan flæði um líkamann. Og auðvitað, opnar hjartað.
Brjóstanudd með réttum olíumBrjóstanudd er bæði áhrifamikið og fyrirbyggir. Bestur árangur af brjóstanuddi næst með því að nota góðar lífrænar grunnolíur. Nuddið getur orðið ennþá áhrifaríkara með réttum kjarnaolíum sem blandað er út í grunnolíur. Bestar eru kjarnaolíur með kamillu (slakandi), oreganó (bólgueyðandi), rósmarín (örvandi) og franicense (opnar hjartað og jarðtengir). Blandið t.d. í lífræna sesamolíu eða möndluolíu með annað hvort góðri blöndu kjarnaolía eða stakri kjarnaolíu sem höfðar mest til þín núna.
Indversku lífsvísindin mæla sérstaklega með brjóstanuddi til að fyrirbyggja sjúkdóma og í hefðbundnu ayurvedísku nuddi eru brjóst kvenna (sem og brjóstkassar karlmanna) jafn mikilægir líkamshlutar og aðrir. Í hefðbundnu ayurveda nuddi, sem þykir það allra besta sem fyrirfinnst hnettinum (sammmála), er losað um stíflur og sérstaklega horft í prana (lífsorkuna) og apana (það sem ýtir undir flæði lífsorkunnar) í gegnum svokallaða nadi punkta, okkar mikilvægustu orkupunkta. Þrýstipunktarnir (marmas) eru einnig ákaflega mikilvægir, einkanlega þegar kemur að brjóstum. Þeir liggja í brjóstkassa og í handarkrika samhliða mikilvægum sogæðapunktum.
Losar um tilfinningar og opnar hjartað
Brjóstanudd að hætti ayurveda kemur jafnvægi á sogæðar og losar um bandvefsreifar, upplýsir Jennifer Johnson stjórnandi Chopra heilsumiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum en miðstöðin hefur sérhæft sig í umhirðu og ummönnun brjósta kvenna sem hún segir hjálpa konum líkamlega en ekki síður andlega og tilfinningalega. Hjartað sé jú í brjóstkassanum og rík þörf sé hjá mörgum að hleypa gömlum tilfinningum út sem setjist að í bandvefsreifunum.
Þar sem ólíklegt er þó að þú komist í gott ayurveda nudd hér á landi og enn síður að brjóst þín verði nudduð hjá vestrænum nuddara er fátt annað í stöðunni en að nudda sjálfur og gera það minnst einu sinni í mánuði.
Að nudda eigin brjóst
Stattu eða sittu fyrir framan spegil. Komdu þér notalega fyrir. Haltu undir brjóstið með annarri hendi á meðan þú nuddar það með hinni. Strjúktu mjúkt en örugglega frá ysta hluta að geirvörtu. Gerðu þetta nokkrum sinnum. Myndaðu því næst V með þumalfingri og vísifingri og nuddaðu allar hliðar brjóstsins. Aftur, mjúkt en örugglega. Lyftu þá hendinni upp í loft og nuddaðu vel undir handakrikanum og færðu nuddið vel upp á bringu að hálsi og jafnvel að eyra. Nuddaðu nákvæmlega eins hinum megin. Góður hálftími af brjóstanuddi gerir gífurlegt gagn. Meira en þig grunar. Korter á hvort brjóst í það minnsta.
Gangi þér vel.
Ps: Oxytocin er það boðefni sem hefur með nándina og traustið að gera og ýtir undir heilbrigð sambönd, ekki síst við okkur sjálf. Það er það boðefni sem leysist úr læðingi við gott brjóstanudd.
Heimildir m.a:
https://chopra.com/
.