Sjálfsumhyggja í samgöngubanni

Aldagömlu heilsukerfin, jóga og Ayurveda, gera sannarlega ennþá sitt gagn þegar líkamleg og andleg heilsa er það sem öllu skiptir. Ef þú eykur kraft og umfang þessa þátta í lífi þínu er mjög líklegt að þér takist að styrkja varnir líkamans og halda gleðinni.

Byrjaðu daginn á hugleiðslu.

Mörg okkar höfum prófað hugleiðslu og sum haldið áfram. Fyrir nokkra þýðir hugleiðsla það að stilla orkustöðvarnar og róa hugann. En hugleiðsla gerir svo margt annað, eins og t.d. það sem skiptir mestu máli í dag, sem er að styrkja varnir líkamans. Það er líka þekkt að hugleiðsla dregur úr háþrýstingi og streitu sem er auðvitað ekkert annað en gott fyrir ónæmiskerfið.
Sjá grein um margar hliðar hugleiðslu HÉR.

Hafðu jurtirnir með

Margir sem hafa kynnst ferðamönnum frá Asíu á Íslandi hafa komist að því að þeir vilja heldur heitt vatn en kalt. Ayurveda mælir líka með heitu vatni og jurtatei. Gott sé að notast við jurtir eins og engifer, túrmerik, svartan pipar, kóríander, kardimommur og aðrar þekktar lækningajurtir. Sagt er að engifer sé einna öflugastur nú á tímum. Margar rannsóknir styðja að engifer dregur úr sljó- og flökurleika og jafnvel úr vöðva og beinverkjum. Engifer er beiskur og dregur úr slími (kafa), þessu blauta og þunga sem í okkur býr en fer gjarnan úr jafnvægi þegar við veikjumst. Hitt er mikilvægt að hafa í huga að ekki er skynsamlegt að taka margar tegundir verkjalyfja og blóðþynningarlyfja á sama tíma og engifer, því engiferinn er blóðþynnandi.

Stundaðu viðsnúið jóga

salamba-sarvangasana-yoga-figurine-shoulderstandEf þú stundar ekki jóga, byrjaðu í dag. Það er svo margt við jógað annað en bara jógastellingar. Viðsnúar jógastöður geta m.a. snúið við blóðflæðinu sem er hressandi fyrir ónæmikerfið. Þegar höfuðið er undir hjartanu og rassinn upp í loft. Hér er verið að vísa m.a. til Sarvangasana (herðastöðunnar) eða Uttanasana (frambeygju), þegar sogaæðavökvinn flæðir að öndurvegi þar sem vírusar og bakteríur eiga greiðustu leiðina inn í líkamanum. Þegar þú ferð aftur í standandi stöðu ættu eitlar líkamans að hafa hreinsa sig að einhverju leyti. Svo umfram allt eru viðsnúnar jógastöður ákkúrat málið núna til að styrkja ónæmiskerfið.
Meðal þeirra sem mæla með jóga á tímum Covid 19 er læknadeild Harvard háskólans.

Hreinlæti

Það þarf svosem ekkert að fjölyrða um það hér, eins mikið og um það hefur verið um það fjallað. En hreinlæti kemur sannarlega fyrir í jógafræðunum. Í jóga sútrum Patanjali er talað um “Shaucha” sem merkir hreinlæti. Um það er fjallað í fyrstu Niyamas (Niyamas er annar armur jóga fræðnanna). Þar er ítarlega farið yfir hreinlæti og m.a. sagt að hreinlæti hvers og eins skipti jafn miklu máli og það að tryggja hreinlæti í umhverfinu til að forðast sýkingar og smit.

Haltu þig frá köldum og líka brösuðum mat

Mikið af köldum mat dregur úr styrk meltingarinnar. Einnig brasaður og þungur matur. Ayurveda og jógafræðin mæla með heitum sætum súpum, allskonar góðum grænmetiréttum, jurtum og góðu korni til að hafa meltinguna sem allra öflugasta. Njótum umfram allt góðs og holls matar og pössum vel upp á bragðflokkana.

Andaðu djúpt!

Lovely+LungsÞað er vel þekkt að djúpar öndunaræfingar hafa afar góð áhrif á okkur og draga úr streitu og kvíða. Það er hætt við því að þegar þú byrjar að anda djúpt þá getir þú ekki hætt. Dýpri öndun eykur andrýmið í öllum skilningi, hreinsar lungun, styrkir ónæmiskerfið, eykur blóðflæðið og gefur okkur andlegan og líkamlegan styrk.

Mátulegur svefn

Jógafræðin líta svo að mátulegur svefn sé málið. Ekki of lítill og ekki of mikill. Þegar við sofum framkvæmir líkaminn mikilvægar frumuskiptingar sem eru vörn gegn sýkingum og halda líkamanum hreinum og eins heilbrigðum og unnt er. Reglulegur og nægur svefn hefur sannarlega verið tengdur við sterkara ónæmiskerfi.

Ashwagandha og aðrir apdaptógnear

Ashwagandha er ein elsta grunnjurt jógafræðanna. Talað er um að hún dragi úr streitu, kvíða og þreytu og hafi þar með góð áhrif á ónæmiskerfið. Ashwagandha læknar sjálfsögðu enga vírusa en getur hjálpað okkur að ná og viðhalda góðri orku. Nokkrar vestrænar jurtir eru af sama toga, þ.e. apdaptóngenar og fást líka hérlendis, eins og burnirótin sem og margar góðar blöndur.

Heit sturta

Heit sturta er alltaf kærkomin en notaðu allt þetta góða og nærandi eins og epsom salt og lífrænar kjarnaoliur. Dekraðu við þig og nuddaðu líkamann nátt og lágt. Og þá komum við einum mesta galdri Ayurveda fræðanna sem er abyghgna, eða....

Sjálfsnudd

Vissir þú að það sama orð yfir olíu og ást í Sanskrít. Það er orðið Sneha. Það má enda líta svo á að ástin sé olía lífsins. Sjálfsnudd með olíu er ein dýpsta sjálfsumhyggja jóganna. Hitaðu olíu undir heitri vatnsbunu eða settu í vatnsbað, líkt og þegar þú ert að bræða súkkulaði eða smjör. Hafðu hana vel heita. Það er notalegra. Komdu þér í núvitundarástand. Vertu með sjálfri/um þér. Hafðu hugann við þann líkamspart sem þú ert að bera á hverju sinni.
Sittu eða stattu á handklæði og vertu í herbergi sem er hlýtt og notalegt, sem oftast er inn á baði. Gott er að taka frá sérstakt handklæði sem þú notar eingöngu fyrir olíunuddið.

Notaðu lítið af olíu í einu og nuddaðu vel þar til hún fer inn í húðina.  Gerðu eins og almennt er ráðlagt, byrjaðu á fótunum (og já iljunum líka) og nuddaðu uppeftir líkamanum í hringlaga hreyfingum. Notaðu báðar hendur. Þeir sem eru háir í vata orku ættu að hafa hreyfinganar mýkri en kafa týpurnar kröftugri. Pitta líkamsgerðin er þar á milli.
Sjálfsnudd eykur blóðflæði, ekki síst til okkar fíngerðu taugaenda, róar taugakerfið, mýkir liði og eykur núvitund. Sjá hér betri útfærslu á sjálfsnuddi og heilun HÉR:

 

Við mælum svo með streymi margraskonar og jóga og hugleiðslu sem nánast allar jógastöðvar landsins bjóða upp á um þessar mundir.

Njótið.

 

 

 


Naflaolínudd og silkimjúkar varir

 

Nú þegar margir iðka sjálfsnudd / Abhyanga, hafa lært að brúka tungusköfu, púlla olíumunnskol og þurrbursta líkamann, er gott til þess að vita að vísindi lífsins hafa upp á margt fleira áhugavert að bjóða. Naflaolíunudd er loks komið upp á yfirborðið og hefur verið talsvert í umræðunni að undanförnu. Tískutímaritin Cosmopolitan og Harper ´s BAZAAR hafa bæði birt greinar um naflaolíunudd. Og hvers vegna, jú varirnar verða silkimjúkar, húðin glóandi, augun losna við þurrk og meltingin batnar, svo nokkur dæmi séu nefnd.

naflaolíunuddNaflaolíunudd á rætur í Ayurveda og er ein hinna ævafornu leiða til að halda okkur ungum, hressum og sætum. Allt veltur á því hvaða góðu olíu þú notar. Naflaolíunudd snýst um að hreinsa naflann og fylla hann af nokkrum dropum af vandaðri olíu og líka nudda magasvæðið allt um kring. Þetta er allt gott að gera að kvöldi dags, á tóman maga, áður en við förum að sofa og láta þannig naflann drekka í sig olíuna.

Vísindi lífsins vísa til meðferðar í Bhavaprakasha. Þar og víðar er talað um naflann sem mikilvægasta orkupunkt líkamans eða “great marma”. Undir það tekur kínverska alþýðulæknisfræðin sem segir naflann leika lykilhlutverk í almennri heilsu. Svæðið er kallað “shen que” eða andlega hliðið. Líkt og frá sjónarhóli Ayurveda er naflasvæðið í kínversku alþýðulæknisfræðinni miðpunktur allra orkubrauta líkamans.

En er naflinn nógu magnaður til að húð ykkar verði fegurri, meltingin góð, varirnar silkimjúkar og augun rök? Þið verðið bara að prófa.

Hvernig berðu þig að?

Naflaolíunudd er best að framkvæma fyrir svefninn svo olían frásogist vel á meðan við sofum. Byrjaðu á því að setja olíu á fingurnar og berðu á naflasvæðið. Nuddaðu svæðið í kringum naflann með mjúkum hreyfingum í sirka 1 mínútu. Settu þá nokkra dropa ofan í naflann (gott að nota dropateljara). Oftast er nefnt að 3 dropar séu nóg. Þurrkaðu olíuna í kringum naflann með t.d. bómull og þá er bara að leggjast til svefns og láta miðju líkamans vinna fyrir okkur.

Hvaða olíu er best að nota?

Fremstar eru laxerolía (castor) og ghee (smjörolía) og mikilvægt er að hafa þær báðar lífrænar.

Ekki bara að margir vitni um að naflaolíunudd bæti meltinguna heldur hafa vestrænu vísindin stutt það líka. Sjá nánar.

Hitt er líka vitað að það er samhengi á milli húðfegurðar og heilbrigðrar meltingar. En þótt meltingin sé fljót að léttast með því að setja olíu í naflann og flestir vitni um að vindverkir minnki, vilja sumir meina að það taki aðeins lengri tíma fyrir húðina að nærast og varirnar að vökna. Gefðu þér að minnsta kosti 2 vikur í það.

Hvaða olía gerir hvað?

Laxerolía bætir meltingu, minnkar vindgang, dregur úr verkjum í hnjám og er líka sögð draga úr liðverkjum, bakverkjum og vöðvaverkjum en hún er líka góð fyrir húð og hár.

Ghee (smjörolía) er sögð ákaflega góð fyrir húð og varir. Hana þarf að hita (bræða) undir heitri vatnsbunu í glerkrukku áður en hún notuð. Einnig sögð vinna gegn harðlífi, auka blóðflæði og styrkja ónæmiskerfið.

Sítrónuolía. Hér er lag að nota lífræna kjarnaolíu og blanda aðeins 1 dropa saman við 1 matskeið af grunnolíu (olífuolíu t.d.). Sögð jafna húðlit, hreinsa húð og færa henni ljóma.

Kókosolía er ekki bara sögð bæta meltinguna heldur líka draga úr hósta og kvefi. Hún er kælandi og því góð við magakrampa og tíðarverkjum. Kókosolía er jafnvel talin bæta frjósemi og skerpa sjón. Það er ekki lítið.

Möndluolía er rík af E-vítamíni og þykir yngjandi. Góð við þurri húð, baugum og jafnvel hrukkum.

Sinnepsolía (settu 1 tsk af sinnepsfræjum í 50 ml af lífrænni grunnolíu, hitið upp og sigtið). Sögð draga úr þreytu og sleni, bæta minni, styrkja nelgur, bæta sjón, minnka fótapirring og mýkja þurrar varir.

Olífuolía þykir svo einstaklega góð fyrir lifur, sögð lækka blóðþrýsting og styrkja bein og vöðva. Hún er líka afskaplega góð grunnolía fyrir t.d. sítrónukjarnaolíu og sinnepsolíu.

Svo er bara að þreifa sig áfram.
Góða skemmtun!

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband