Hefurðu heyrt af Andrographis, hinu náttúrulega parasetamóli?

Ýmislegt gott hefur hvisast út um jurtina Andrographis sem margir kjósa kalla hið náttúrlega parasetamól. Andrographis er í gömlum fræðibókum nefnd “King of bitters” enda fyrirfinnst vart beiskari jurt. Jurtin á sér langa sögu í kínverski læknisfræði sem og ayurvedískum lífsvísindum.

Í kínverski alþýðulæknisfræðinni er hún notuð til að hreinsa hita úr lungum, í meltingu og þurrka upp raka í líkamanum, og sömuleiðis í ayurveda, en þar er talað um afeitrun, hreinsun meltingar og við margskonar ofnæmum.

Í Tælandi þekkja heilbrigðisstarfsmenn jafnt sem almenningur hið græna chiretta (Andrographis). Þessi jurt er jafn vinsæl og parasetamól þar í landi til að meðhöndla kvef og flensu.andrographis2

Þetta byggir á því að árið 1991 komust vísindamenn við Mahidol háskólann í Bangkok í Tælandi að þeirri niðurstöðu, eftir klíníska rannsókn, að chiretta (6g á dag) væri jafn áhrifaríkt og parasetamól (4g á dag) til að lina hita og hálsbólgu hjá sjúklingum með hálsbólgu. Síðan þá hafa nokkrar frekari rannsóknir gefið vísbendingar um að chiretta sé áhrifarík við meðhöndlun sýkinga í efri öndunarvegi. Tilkynntar aukaverkanir eru litlar sem engar eða í besta falli vægar og skammvinnar.

Í ljósi neyðarástands sem skapaðist þegar Covid reis sem hæst í Tælandi ákvað hið opinbera að gefa alls 11.800 föngum þetta náttúrulyf við vægum einkennum veirunnar og niðurstaðan var sú, að því er tælensk stjórnvöld greindu frá, að 99% fanganna náðu sér. Þetta varð til þss að tælenska mennta- og vísindráðuneytið lagði til að einkennalitlir eða -lausir tækju 60 gr af jurtinni 3 x á dag með mat.

Andrographis hefur nú verið rannsakað sem hugsanleg áhrifarík meðferð við öndunarfærasýkingum, eins og kvefi og inflúensu sem skilar sér í styttri tíma og minni alvarleika einkenna. Að auki hefur verið sýnt fram á Adrographis dregur úr hálsbólgu og hita. Enn athyglisverðara er að talið sé að jurtin verji fyrir sýkingum í 3-6 mánuði eftir að neyslu þess er hætt. Rannsóknir benda einnig til þess að Andrographis virki á 5-7 dögum gegn öndunarfærasýkingum. Þessi ekki svo þekkta jurt skilar stöðugt dýrmætari niðurstöðum í vísindarannsóknum og enn fleiri rannsóknir eru í vinnslu.

Til að kanna sögulega notkun hennar var kafað ofan rit sem voru sem voru gefin út 1951 af School of Tropical Sciences, Indlandi. Þar er skjalfest kerfisbundin rannsókn var gerð árið 1911 sem benti á Andrographolide væri aðal lífvirka efnið í jurtinni. Þetta sama styðja rannsóknir í dag.

Andrographis Complex 2

 

Heimildir.

Cáceres DD, Hancke JL, Burgos RA, Sandberg F, Wikman GK. Use of visual analogue scale measurements (VAS) to assess the effectiveness of standardized Andrographis paniculata extract SHA-10 in reducing the symptoms of common cold. A randomized double blind-placebo study. Phytomedicine. 1999 Oct;6(4):217-23.

Caceres, D.D., Hancke, J.L., Burgos, R.A. and Wikman, G.K., 1997. Prevention of common colds with Andrographis paniculata dried extract. A pilot double blind trial.?Phytomedicine,?4(2), pp.101-104.

Hu, X. Y., Wu, R. H., Logue, M., Blondel, C., Lai, L., Stuart, B., Flower, A., Fei, Y. T., Moore, M., Shepherd, J., Liu, J. P., & Lewith, G. (2017). Andrographis paniculata (Chuan Xin Lián) for symptomatic relief of acute respiratory tract infections in adults and children: A systematic review and meta-analysis. PloS one, 12(8), e0181780.

Poolsup N, Suthisisang C, Prathanturarug S, Asawamekin A, Chanchareon U. Andrographis paniculata in the symptomatic treatment of uncomplicated upper respiratory tract infection: systematic review of randomized controlled trials. J Clin Pharm Ther. 2004 Feb;29(1):37-45.

Grein í Bangkok Post: https://www.bangkokpost.com/life/social-and-lifestyle/2101707/a-promising-development-in-the-fight-against-covid

 

 

 


10 ráð til að efla lífsþróttinn í lok vetrar og byrjun vors

 

Af hverju kallast síð vetrar-vor kafa árstíð? Halda mætti að síðla vetrar og byrjun vors, með nýjum sífellt léttari dögum og bráðum nýjum sprotum, hefðu „léttari“ eiginleika. Svo er alls ekki. Þetta segja indversku lífsvísindin Ayurveda, sem telja manninn og náttúruna samofna heild.

jörðÞað er raki á jörðinni þegar frost og snjór bráðnar. Jörðin er ekki lengur hörð af frosti á þessum seinni hluta vetrar. Kuldinn er enn hér og jörð og vatn blandast saman sem gefur frá sér þunga, seigfljótndi, stíflu eiginleika sem safnast undir skónum þínum. Þessir eiginleikar eru ekki aðeins undir fótunum. Þeir eru undir og yfir og allt um kring og líka í andrúmsloftinu sem við drögum að okkur. Jafnvel þótt við höldum okkur innandyra í heitu og þurru umhverfi getum við ekki komist hjá því að verða fyrir áhrifum þessarar árstíðar.

Ef við erum tengd okkar eigin náttúru finnum við hvernig meltingarloginn hefur minnkað. Það kallar á léttari mat og heitar léttar hreinsanir. Það sem er í raun að gerast er að kerfið okkar er að opna fyrir léttari daga og búa sig undir hlýrri árstíð. En þar sem við erum vanaverur finnst okkur oft erfitt að stíga skrefið frá því að fara úr þungum vetrarmat yfir í léttari vormat en það þurfum við svo sannrlega að gera.

Hér koma 10 ráð til að létta okkur lífið á þessum tíma árs.

1. Leggðu allar mjólkurvörur til hliðar sem og þung matvæli eins og dýraafurðir.

2. Dragðu úr feitum mat eins og hnetum og steiktum mat. Prófaðu að steikja matinn þinn upp úr vatni, gufusjóða eða ofnbaka í stað þess að steikja upp úr olíu.

2. Borðaðu heitan mat og drykki. Slepptum köldum mat og hráfæði.

4. Léttur, heitur, bragðmikill og auðmeltanlegur matur er málið núna.

5. Sterk krydd geta aukið meltingareldinn. Þau hreinsa þyngslin í líkamanum eftir alla vetrarfæðuna. Kryddin sem eru sérstaklega gagnleg núna eru engifer sem rífur sig í gegnum meltinguna, túrmerik, negull og kardimommur. Kaffið er líka kærkomið á þessum tíma árs.

engifer26. Búðu til engiferte úr ferskum engifer og drekktu yfir daginn. Þetta mun hjálpa til við að hreinsa stíflur og losa um staðnaða orku og til að brenna eiturefnum (ama).

7. Þurrburstaðu húðina daglega með nuddhanska úr náttúrulegum efnum eða líkamsbursta með hörðum kaktushárum. Gerðu það áður en en þú ferð í sturtu á morgnana. Skoðaðu hvernig þú berð þig að.

8. Örvandi öndunaræfing eins og kapalabhati er frábær á þessum árstíma. Ef þú ert kafa líkams/hugargerð (eins og árstíðin núna) gerðu þrjár umferðir af kapalabhati, en ef þú ert ríkjandi vata eða pitta dugir ein umferð. (Taktu dosha prófið).

9. Gerðu þínar daglegu sólarhyllingar hraðar en venjulega og ef þú ferð út að ganga reglulega, hlauptu inn á milli. Það þarf að örva líkamann á þessu árstíma til að losa okkur við eiturefni, þyngsli og létta á orkunni.

10. Prófaðu hopp (t.d. léttaburstiþolþjálfun á litlu trampólíni) daglega í 10-12 mínútur eða ef þú átt húllahring þá er það frábær leið til að örva meltinguna. "Hlapp" er líka góð leið til að ýta undir orkuna. Það er að hlaupa og labba til skiptis. Smá hopp, rösk ganga, hlaup eða húllahopp örvar sogæðakerfið og hreinsar líkamann.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband